Morgunblaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 2
MOKGUímBLAÐíÐ
Laugardagur 4í júlí 1942.
Rommel hörfaði fyrir
gagnáhiaupum Breta
|Ný orusta haíin
um E1 Alamein
Ameríkumenn taka
þált í bardögunum
ROMMEL neyddist til að hörfa undan gagnárás-
um Bandamanna íyrir vestan EI Alamein í
fyrradag og hverfa með lið sitt til stöðva
sinna, sem hann notar til að endurskipa lið sitt. En í gær
gerði hann áhlaup á ný og höfðu engar frjettir borist í gær-
kvöldi um, hvernig orustunum í gær hefði lyktað.
Orustur voru afar harðar í fyrradag og tók fluglið
Breta mikinn þátt í þeim. Var barist allan daginn og flug-
liðið undi sjer engrar hvíldar. Loftárásir voru gerðar á
Tobruk og aðrar stöðvar öxulríkjanna, en aðalárásirnar
gerði flugliðið á hersveitir Rommels.
Frjettaritarar, sem eru með áttunda hernum segja, að tvent
hafi orsakað, að Rommel neyddist til að hörfa undan. 1) Vegna
þess hve vörn Breta var hörð og 2) vegna gagnárásanna á hlið og
að baki öxulherjanna.
Sókn Þjóðverja
fer harðnandi
í Rússiandi
Reyna að rjúfa samgöng-
ur milli Moskva og Rostov
ÞAÐ þykir nú ljóst orðið, að tilgangurinn með
sókn Þjóðverja á svæðinu frá Kursk til Vol-
ehansk sje að reyna að rjúfa járnbrautarlín-
una frá Moskva til Rostov og skifta þannig aðalherjum
Rússa og birgðaleiðum.
Sókn Þjóðverja hefir farið vaxandi undanfarna daga,
og segja þeir sjálfir, að þeir hafi brotist í gegnum varnar-
línur Rússa á 300 kílómetra svæði. í rússneskum fregnum
er því hinsvegar haldið fram, að Rússar hafi alstaðar hald-
ið stöðvum sínum o°' bó að Þjóðverjum hafi tekist að brjót-
ast sumstaðar inn . 'narlínur þeirra í bili, hafi þeir jafn-
an verið hraktir til naka.
í fregn frá Rússlandi er talað um gífurlegt manntjón og her-
gagna hjá Þjóðverjum og að sókn þeirra verði þeim dýr, en lítil-
fjörlegt, sem þeir vinni á, miðað við tjónið.
I herstj.tilkynningu rússnesku
herstjórnarinnar í nótt er skýrt
frá því, að Rússar hafi hrundið
miklum árásum Þjóðverja á
Kursk vígstöðvunum. Segir í
tilkynningunni, að á einum degi
hafi Þjóðverjar mist 250 skrið-
dreka og manntjón þeirra hafi
verið 15000 liðsforingjar og ó-
breyttir hennenn á þessum eina
degi.
Tilkynningin segir, að einnig
hafi verið hrundið áhlaupum
Þjóðverja sem þeir hafi gert í
áttina til Byelgorod og Volc-
hansk.
RÚSSAR VIÐURKENNA
FALL SEVASTOPOL.
Loks er í herstjórnartilkynn-
ingunni skýrt frá því, að Rúss-
ar hafi hörfað úr Sevastopol. —
Breski frjettaritarinn Paul
Winterton skýrir frá því, að
Rússar hafi varið hvert hús og
hverja götu í Sevastopol. Hitler
hafi lofað hermönnunum, sem
börðust við Sevastopol, að þeir
skyldu fá sjerstakan heiðurs-
pening, en „fæstir munu lifa til
að bera það heiðursmerki“, seg-
ir frjettaritarinn. „Borgin er að
verða að þýskum kirkjugarði
milli fjalls og f jöru“.
1000 KRÓNA GJÖF TIL
HÚSMÆÐRASKÓLA
HAFNARFJARÐAR.
De Gaulle hvetur
Frakka að vera
viðbúna
I útvarpsræðu til Frakklands,
“ sem de Gaulle hershöfð-
ingi flutti í gærkveldi hvatti
hann Frakka til að undirbna sig
undir lokaúrslitin, því í þeim
myndu þeir hafa mikið hlutverk
að vinna. — ,,Hver getur neit-
áð því, að með hverjum degin-
um sem líður aukist líkurnar
fyrir því, að orustan um Frakk-
land fari að hefjast, þrátt fyrir
sigra óvinanna?“
Herstyrkur bandamanna, sem
óvinurinn verður að vinna bug
á áður en hann vinnur endan-
legan sigur er nú fimm sinnum
stærri, en hann var á sama tíma
í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði
hefir óvinurinn mist tíu sinnum
fleiri menn en tvö ár þar á und-
an. Á hverjum þrem mánuðum
auka bandamenn sprengju-
þunga sinn, sem varpað er á
þýskt land, þrefalt. Erfiðleikar
óvinanna við að afla sjer vista,
flutningaerfiðleikar þeirra og
skortur á vinnuafli, aukast eftir
því, sem styrjöldin stendur
lengur. Jafnvel forsprakkar
nasista viðurkenna þetta.
Reuter.
EL ALAMEIN.
Frjettaritari sænska blaðsins
Allehanda skýrir frá því, að í
fregnum frá Rómaborg sje skýrt
frá því, að nokkur þúsund Ame-
ríkumanna, sem sjeu sjerstak-
lega vel útbúnir að vopnum,
berjist með Bandamönnum við
EI Alamein.
Hermálasjerfræðingur Reu-
ters segir í gærkveldi, að frjett-
irnar frá Egyptalandi sjeu nú
hagstæðari Bretum, en þær hafi
verið undanfarna daga. Sókn
Rommels hafi verið stöðvuð, um
það sje ekki hægt að deila. —
Hvort hjer (sje um að ræða
stöðvun, eða algjöran ósigur
hans muni kom fram á næstu
klukkustundum.
Hann segir að augljóst sje, að
annað hvort verði Rommel eða
Auchenleck, að hörfa. þar sem
að hvorugur þeirra geti haldið
stöðvum sínum á þeim slóðum,
sem þeir sjeu nú, til lengdar.
Til þess sjeu þær óhentugar. —
Það sje nú Ijóst orðið, að full-
yrðingar öxulríkjanna frá í gær
úm að herir þeirra hafi brotist
í gegn um varnarlínur Banda-
manna hjá E1 Alamein og að
þeir eltu flóttann til Alexandria,
hafi verið ósannar.
Frjettir berast um, að Rom-
mel hörfi vestur á bóginn. Það
er undir því komið hve langt
hann hörfar og hvort honum
tekst að skipa liði sínu til or-
ustu á ný. Eftir því sem lengra
líður fara horfur batnandi fyrir
Auchenleck. Þátttaka breska
flughersins á sinn mikla þátt í
að hindra framkvæmdir Rom-
m^ls“.
ÞJÓÐVERJAR HAFA BETRI
FALLBYSSUR.
Frjetaritari Reuters, Ralph
Walling, símar í gær, að það
hafi verið vegna þess, að Þjóð-
verjar hafi haft betri fallbyssur,
að þeim tókst að brjótast í gegn
um varnarlínur Bandamanna,
um stund, við Dir el Shein fyrir
sunnan Ei Alamein, fyrsta dag-
inn, sem orusturnar stóðu þar.
Aðstaða okkar er ekki slæm,
sagði breskur liðsforingi einn
við Walling. „En ef við, eigum
að verjast árásum Þjóðverja
verðum við að fá rjett hergögn,
á rjettum tíma og á rjettan
stað“. Þjóðverjar notuðu fall-
byssur, sem hafa 105 millimetra
hlaupvídd.
„Til að byrja með höfðum við
jafngóðar byssur og Þjóðverjar
og við Ijetum þá hafa alt, sem
þeir þurftu“, sagði annar liðs-
foringi í samtali við Walling. —
Við skutum tvo eða þrjá skrið-
dreka í tætlur, en þá komu Þjóð
verjar með stórskotalið sitt ein-
hversstaðar frá og við urðum að
hörfa frá Dir el Shein undir
rökkrið“.
Eldsvoði í franskri
verksmiðju
Mikill eldsvoði braust út í
gærfnorgun í stórri verk-
smiðju í Conneuil Sur Marne.
rjett hjá París. Verksmiðjuhús
brunnu til kaldra kola og mikið
tjón varð á vjelum verksmiðj-
unnar.
Tjónið er áætlað 1 miljón
franka. Talið er að eldssvoðinn
hafi stafað af íkveikju.
Sjálfstæðismenn þeir, konur og
karlár, sem vilja taka að sjer að
vera í bílum á morgun, eru beðn-
ir að láta skrásetja sig í dag á
skrifstofu D-listans í Varðarhús-
inu.
Húsmæðraskólafjelagi Hafnar-
fjarðar hefir borist 1000 kr. gjöf
frá frú Helgu Jónasdóttur, Hafn-
arfirði. Bestu þakkir. Stjórnin.
D-USTINN er listi Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík.
Hjeðinn Valdimarsson sást ný-
lega norður á Vatnsskarði, þar
sem hann var að taka kvikmynd
af fjallasvönum. Hann hefir stund
um haft annað fyrir stafni svona
rjett fyrir kosningar.
Þjóðliátíðardapur
Bandarikjanna erf dap
Aiðalþjóðhátíðardagur Banda
ríkjamana, fullvveldisdag-
ur, er í dag, 4. júlí. — Dagur-
inn er hátíðlegur haldinn í minn
ingu um yfirlýsinguna um sjálf-
stæði Bandaríkjanna, sem gefin
var út í Philadelphia 4. júlí
1776. Það var upphaf Banda-
r í k jaþ jóðarinnar.
í dag verður ekki frídagur í
Bandaríkjunum, eins og áður
þenna dag, en aðalhátíðahöldin
eru fólgin í því, að hleypt verð-
ur af stokkunum 6 nýjum versl-
unarskipum.
í fyrsta sinn í sögu Banda-
ríkjanna birta rúmlega 500
vikurit fána Bandaríkjanna á
forsíðu sinni um þessa helgi
í tilefni af fullveldisdegi
Bandaríkjanna hefir Roosevelt
forseti borist margar kveðjur
frá leiðtogum hinna sameinuðu
þjóða. Meðal þeirra, sem sent
hafa Roosevelt forseta kveðjur
sínar eru Georg Grikkjakon-
ungur og forsætisráðherra hans,
stjórn Luxembourg og Benes
forseti Tjekkoslóvakíu.
Skipatjón Breta
í Miðjarðarhafs-
orastunni
jTTt lotamálaráðuneytið breska
*- skýrði frá því í gær, að ný-
1-ega hafi verið sökt beitiskipinu
Hermione (5.450 smál.) og fjórum
tundurspillum. — Einnig skýrði’
pólska flptamálaráðuneytið frá
því, að pólskum tundurspilli hefði
verið sökt.
Þetta skipatjón varð, er skipin
voru í fylgd með flutningaskipá-
lestum til Malta og Tobruk fyrir
10 dögum_, og skýrði Attlee þá
frá þessu tjóni í breska þinginu.
Tjón ítala í þessum átökum
varð. Samkvæmt frásögn Attlee’s:
Eitt orustuskip varð fyrir tundur-
sbeyti, einu 8 þuml. fallbyssna
beitiskipi og tveimur tundurspill-
um sökt, einum kafbát sökt.
Loftárás á Bremen
I fyrrinótt
Loftárás var gerð á Bremen
í fyrrinótt og tóku allmarg-
ar fjögrahreyfla „Halifax“,
,Stirling‘ og ,Lancaster‘ sprengju-
flugvjelar þátt í árásinni, sem
stóð yfir í 30 mínútur.
1 opinberum breskum fregnum
um loftárásina er sagt, að flug-
mennirnir hafi sjeð elda mikla
loga að árásinni lokinni, einkum
í hafnarhverfum borgarinnar.
Loftvarnir í Bremen eru mjög öfl-
ugar og ennfremur sendu Þjóð-
verjar fram næturorustuflugvjel-
ar. Ein næturorustuflugvjel var
skotin niður, en 13 breskar flug-
vjelar komu ekki aftur til bæki-
stöðva sinna. Telja Bretar þetta
lítið tjón þegar tekið sje tillit til
þess hve flugvjelamar hafi verið
margar, sem árásina gerðu.