Morgunblaðið - 04.07.1942, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. júlí 1942.
MORGUNBLAÐIÐ
a
Framsóknar-ástanöið
og rauða ðótið
HtiUfllllimillllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIilHlllillllilNllllimilllllllUHfl
s S
s
„Nytjaplanta“
Framsóknar-
flokksins
Skyldan kallar -
Sjálfstæðismenn!
PAÐ hefir vakið óskifta athygli bæjarbúa, hve
mikils nú þykir við þurfa í báðum rauðu her-
búðunum hjer í bænum, þar sem blöð þeirra
nægja nú ekki í venjulegri mynd, heldur koma þau út
tvisvar á dag, auk allra pjesanna og myndanna og ummæl-
anna og skrifuðu brjefanna.
Hvers vegna ganga þessi ósköp á? Þeir játa þó sjálfir, að
ekki verði um annað kosið í raun og veru, en stjórnarskrárbreyt-
inguna. Og það er laukrjett. Þeir þingmenn, sem nú verða kosnir,
eru kosnir til örstutts tíma aðeins, og eiga ekki setu nema á einu
stuttu þingi, sem sennilega afgreiðir ekkert annað en þetta eina
mál.
Efsti maður E-listans var fjölorður í útvarpinu um daginn, um nytja-
plöntur þær, er Þjóðólfsmenn ætluðu að gróðursetja. Hjer er höfuðpaur
E-listans við ræktunarstarfið.
Orðsending til Sjálfstæðismanna
S JÁLFBOÐ ALIEÐAR:
Sjálfboðaliðar við kosningarnar eru beðnir að
mæta á tilsettum tíma, hver á sínum stað.
BÍLAR:
Þeir Sjálfstæðismenn, sem ætla að lána bíla
við kosningarnar, eru beðnir að koma með þá að
Varðarhúsinu (suðurdyr) kl. 9 árdegis á morgun.
Þeir sjálfboðaliðar, sem aðstoða ætla á bíla-
skrifstofunni og í bílunum, mæti í Varðarhúsinu
kl. SV2 árdegis á morgun.
FULLTRlJARÁÐIf).
Fulltrúar Sjálfstæðisfjelaganna og aðstoðar-
menn þeirra mæti í Oddfellowhúsiiiu kl. Sl/2 árdegis
á morgun.
Símar kosningaskrifstofmmar á morgun eru:
Bílaafgreiðslan: 1125 (6 línur).
Upplýsingaskrifstofa fyrir kjósendur í Reykja-
vík: 1500 (4 línur). \
Upplýsingar viðvíkjandi kjördæmum utan af
landi: 2339 og 3315.
Kosningin hefst kl. 10 árdegis.
Sjálfstæðismenn! Ljettið starf kosningaskrif-
stofunnar með því að kjósa snemma.
Á SÍLDVEIOAR.
FIMM MINKAR UNNIR.
Ragnar
& Jónas
V vetur prentaði prentsmiðjá
* Ragnars í Smára snepil,
sem kallaður var frá óánægð-
um Sjálfstæðismönnum. —
Snepli þessum var dreift út
á kjördag og var þar mælst
til þess, að Sjálfstæðismenn
afsöluðu sjer meirihluta sín-
um í bænum. Svo sem nærri
má geta hafði snepillinn eng-
in áhrif, heldur vakti ein-
ungis viðbjóð á þeim, sem slík
vinnubrögð hafa.
Nú hafa þessir sömu menn
hafið iðju sína að nýju. Að
þessu sinni hefir samt ekki
þótt hyggilegt að láta sjást,
hvar ósóminn væri prentað-
ur. Þess vegna hefir það ráð
verið tekið að senda út vjel-
ritaðan miða, þar sem ,,vin-
samlegast“ er skorað á menn
að strika út 1., 3. og 5.
mann á lista Sjálfstæðis-
manna.
Auðsjeð er hvaðan áskorun
þessi er runnin. Ætlunin er
að reyna að sá sundrungu
meðal Sjálfstæðismanna og
reyna að ginna einhverja til
þess að eyðileggja atkvæði
sín. Sömu erindrékarnir, sem
standa fyrir sprengilistunum,
hafa nú tekið tih þessa ráðs.
En þeir, sem svo fara að,
þekkja illa Sjálfstæðismenn í
Reykjavík. Slík óþokkabrögð
hafa þau ein áhrif að þjappa
Sjálfstæðismönnum saman í
enn órjúfanlegri heild en
nokkru sinni fyr um
Sjálfstæðismenn
í Hafnarfirði
herða baráttnna
Sjálfstæðisfjelögin í Hafnar-
firði hjeldu fund s.l. fimtu-
dagskvöld í húsi flokksins. Á
fundinum kom fram eining og
baráttuhugur Sjálfstæðismanna í
kosningunum. Meðal margra á-
gætra ræðumanna var frambjóð-
andi flokksins, Þorleifur Jónsson.
Fundarfólk og aðrir Sjálfstæð-
ismenn í Hafnarfirði eru nú á-
kveðnari en nokkru sinni fyr, að
vinna vel að kosningu frambjóð-
anda síns og svara þannig sví-
virðilegum álygum og rógi um
Sjálfstæðisflokkinn og frambjóð-
anda hans.
Sjálfstæðismenn og konur í
Hafnarfirði. Til starfa í órjúfandi
fylkingu fyrir sigri ykkar mál-
staðar. Fylkjum okkur öll um Þor-
leif Jónsson.
X Þorleifur Jónsson.
Sjálfstæðismenn! D-listinn er
ykkar listi.
Maður skyldi því ætla, að hjer
yrði nokkurskonar „friðarkosn-
ing“ nú að þessu sinni.
En þetta er fjarri sanni. And-
stæðingar okkar Sjálfstæðis-
manna ætla sjer alt annað. Þeir
ætla sjer að nota þessar kosning-
ar til þess, að reita til sín fylgið
í skjóli þess, að þeir fylgi nú einu
sinni góðu máli með Sjálfstæðis-
flokknum. Og þetta fylgi ætla
þeir svo að nota til þess að beita
því gegn Sjálfstæðisflokknum
þegar að kosningunum loknum.
★
Það duldist engum, að Her-
mann Jónasson var kominn á bið-
ilsbuxumar í útvarpsræðu sinni á
fimtudagskvöldið. Það var auð-
heyrt hvert hann ætlaði að leita
um næringu, þegar gæsagarður-
inn væri farinn að gefa minna af
sjer. Og það má svo sem nærri
geta, að rauðu dömumar em til
í Framsóknar-ástandið, hvenær
sem það býðst.
Það er því hin mesta nauðsyn
og brýnasta skylda Sjálfstæðis-
manna, að vera nú á verði og láta
ekki blekkjast af neinum hafgúu-
söngvum um það, að allir hjer
sjeu sammála um það mál, sem
aðallega er kosið um. Því að eitt
er það, að koma stjómarskrár-
málinu í höfn og annað það, hvort
Framsóknar-ástandið á að halda
innreið sína í Reykjavík þegar
eftir þessar kosningar. Það gerir
það, ef rauðu flokkamir eflast nú.
Þetta þarf ekki að ske. Sjálf-
stæðisflokkurinn á nú svo mikið
og óskift fylgi, að flokknum er
vís stórsigur, ef flokksmenn allir
gera skyldu sína um það, að kjósa
sjálfir og hafa vakandi auga á
því þessa tvo daga, sem enn er
tækifærí til þess, að allir flokks-
menn kjósi.
Reykvíkingar!
Minnist þess nú, hvað Fram-
sóknar-ástandið, í fjelagsskap við
sína fimtu herdeild hjer, hefir
verið og gert Reykjavík!
Látið ekki slíkan skugga koma
yfir bæinn á morgun.
Greiðið andstöðuflokkunum það
högg, að þeir haldi ekki höfði eft-
ir helgina.
Þeir eru sjálfir hræddir. Það
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Sveinbiörn
þrætir --
Hermann
játar
að var beðið með talsverðri
eftirvæntingu eftir síðasta
framboðsfundinnm í Rangár-
vallasýslu, Stórólfshvolsfundin-
um, en hann var haldinn á fimtu-
daginn var.
Vitað var, að síra Sveinbjörn
Högnason myndi mæta á þessum
fundi og ljek mönnum forvitnd á
að heyra, hvað hánn hefði fram
að bera gegn þeim þungu ákær-
um, sem á hann hafa verið born-
ar víða á fundum eystra, sem
formann Mjólkursölunefndar.
Staðhæft hefir verið, að síra
Sveinbjöm hafi árið sem leið lát-
ið greiða sjer 6500 kr. úr Verð-
jöfnunarsjóði, án heimildar eða
vitundar meðnefndarmanna hans
í Mjólkursölunefnd.
í mjólkursölulögunum er svo
fyrir mælt, að hver nefndarmað-
ur skuli fá 10 kr. fyrir hvem
dag, sem hann er á nefndarfundi.
Þetta lögboðna kaup tók síra
Sveinbjöm eins og aðrir nefndar-
menn, en þar að auki á hann að
hafa tekið 6500 ikr.
KLERKUR NEITAR.
Á fundinum á Stórólfshvoli bar
Bjöm Bl. Jónsson löggæslumaður
þessa ákæru á síra Sveinbjörn,
sem þar var viðstaddur.
Síra Sveinbjöm svaraði hinni
þungu ákæra á þann hátt, að Bj.
Blöndal hefði tekið að sjer hlut-
verk Marðar. Sjálfstæðismenn
hefðu leigt Björn til þess að bera
þenna róg austur um sveitir.
Sigurjón Sigurðsson bóndi á
Raftholti talaði næst á eftir
presti. Hann skoraði á prófastinn,
að vera ekki með undanbrögð og
vífilengjur í þessu máli, skoraði
á hann að koma hreint fram og
segja annaðhvort já eða nei. Pró-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Frjettaritari ’vor í Eyjum sím-
ar í gær: '
Fyrstu bátarnir era nú að fara
af stað til síldveiða.
Hjeðan munu fara mun færri
bátar en vanalega, eða líklega um
15 bátar með 13 nætur.
Engir teljandi erfiðleikar hafa
verið á að ráða menn á skipin og
mun nú fullráðið.
Síðastliðinn mánndag skaut
Kristinn Einarsson kaupmað-
ur 4 villiminka við Elliðavatn og
tók þann fimta með höndnnum.
Segir Kristinn, að allmikið beri
á villiminkum við Elliðavatn, þar
sem hann á sjálfnr sumarbústað.
Kristinn kveðst athuga minkana
í kíki og reyna svo að vinna*þá.