Morgunblaðið - 04.07.1942, Page 5

Morgunblaðið - 04.07.1942, Page 5
I V Xaugardagur 4. júlí 1942. jPtargtmMðfóft Útffef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stJ.: Sigfú* Jönsion. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábyrffTJ&rai.). Jón Kjartansson, A.uglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrreibsla: Austurstræti 8. — Síml 1600. lnnanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura elntaklt), 30 aura meíS Lesbók. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánubl Jálningin I rambjóðancli Alþýðuflokksins í Norður-ísafjarðarsýslu, Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður, skýrði frá því á fram- boðsfundunum, að Alþýðuflokkur- únn hafi flutt stjórnarskrárfrum- varpið á síðasta þingi í þeim til- gangi að rjúfa samstarf Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- fiokksins í stjórn landsins. Hjer hefir þá einn af frambjóð- -endum Alþýðuflokksins staðfest ’Jjann grun, sem óneitanlega hefir ihvíit á Alþýðuflokksmönnnm, að iþeir hafi ekki af heilindum flutt 'Stjórnarskrárfrumvarpið. Hjer er •einnig fengin skýringin á því, ihvers vegna teknar voru upp í •stjórnarskrárfrumvarpið tillögur ■ Sjálfsta'ðismanna í kjördæmamál- inu. Þeir hjeldu, að þeir væru að ’leika á Sjálfstæðisflokkinn, en ;l>eir festust í sinjii eigin gildru. Sjálfstæði&menn láta sig litlu skifta, hver tilgangur þeirra Al- þýðuf] okksm a nua var með flutn- ingi þessa máls í þinginu. Bn játn ing Barða sannar tvent: 1) Að það var ekki mannrjettindamálið, sem knúði þá Alþýðuflokksmenn til að bera fram stjórnarskrár- 'íbreytinguna, og 2) að varlegast • er að treysta ekki þessum mönri- nm í þessu stórmáli. Fyrverandi kjósendur Alþýðu- flokksins vérða svo að gera það upp við sjálfa sig, hvaða traust 'þeir bera til foringjanna, sem gefa slíka játningu í mesta mann- rjettindamálinu, er á dagskrá hefir komið. Ekki er ósennilegt að forlögin snúi því þannig, að það verði 'kjördæmamálinu til góðs, að Al- þýðuflokksmenn höfðu annað í iiuga en mannrjettindin, er þeir báru fram stjórnarskrárfrumvarp- ilð á Alþingi. Einmitt vegna þess, :að Alþýðuflokksmenn höfðu að- *eins í huga hína alþektu póli- i;ísku refskák, sem þeir hafa -iðkað :I mörg ár, er þeir báru stjórn- arskrármálið fram, varð þeim það ; á að taka upp tillögur Sjálfstæð- ísmanna í kjördæmamálinu. Þeir reiknuðu með því, að Sjálfstæðis- raenn gætu ekki slitið samvinn- unni við Framsókn og yrðu því iilneyddir að granda sínum eigin .’tillögum x mannrjettindamálinu. En þetta fór á annan veg. Sjálf- 'Ætæðismenn voru trúir mannrjett- índamálinu. Og nú gátu Alþýðu- flokksmenn ekki snúið aftur. Þeir voru bundnir við tillögur Sjálf- stæðismanna í kjördæmamálinu og nú er kosið um þær. En minnumst þess, að fullnaðar- sigur er ekki unninn ennþá, Hann á að vinnast nú á sumarþinginu. Með glæsilegum sigri Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum, er trygð- »ir lokasigur kjördæmamálsins. Þann s:gur verða Sjálfstæðis- <menn að vinna. Grundvöllur hinnar nýju stjórnarskrár: FRELSI OG lAFNRjETTI pyrir lok þessa árs, sem nú er nákvæmlega hálfnað að líða, verða íslendingar búnir að setja sjer ný og fullkomin stjórnarlög. Ekki aðeins lög um kjördæmaskip un landsins, heldur alveg nýja stjórnarskrá. Af alveg sjerstökum ástæðum eru tveir áfangar að þessu marki. Þær ástæður hafa ekki verið skýrðar til hlítar í þeim landsmálaumræðum, sem fram hafa farið í tjtvarpi, og því hlýt jeg að eyða nokkru af takmörk- uðum umræðutíma mínum til þess að skýra þetta mál. Eins og kunnugt er, hefir ver- ið stjórnarsamvinna milli þriggja flokka í þrjú ár. — Á þessu stjórnarsamvinnutímabili varð sá atburður að samband okkar við Danmörk rofnaði, og fullveldi Islands, sem íslenska þjóðin hefir þráð og barist fyr- ir um aldabil, barst fyrirhafnar- laust upp í hendur okkar. Af- leiðing þessa atburðar hlaut fyrst og fremst að verða ný stjórnarlög. Og auðvitað var eðlilegast að isamvinnustjórnin legði fyrir þingið frv. að þeim stjórnarlögum. — En þetta gat ekki orðið samkomulagsmál í ríkisstjórninni vegna þess, að með nýjum stjórnarlögum varð að leiðrjetta misrjetti milli kjós- enda landsins. En Framsóknar- flokkurinn nýtur einn góðs af misrjettinu, og var því tregur til breytinganna. Málinu var því frestað, heldur en að stjórnar- samvinnan rofnaði, og látið nægja að lýsa því yfir með þál. að lisland gæti tekið öll sín mál í eigin hendur og mundi stofna lýðveldi, ekki síðar en að stríð- Inu loknu. Það má segja að máli þessu væri sjálffrestað með frestun kosninganna 1941. En jeg full- yrði að ef sjálfstæðismálið hefði verið Alþingi íslendinga 1941 jafn heilagt mál og það var vor- mönnum Islands á dögum Fjöln- ismanna og Jóns Sigurðssonar og ef stærsti flokkur þingsins, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki óttast að með nýrri stjórn- skipun mundi hann missa for- rjettindi þau, sem hann nú hef- ir til þess að ráða meiru en hon-1 um ber um löggjöf og stjórn landsins, þá hefði styrjaldarótt- inn ekki megnað að hamla því að kosningar færu fram og ís- lendingar veittu móttöku og lögfestu fullveldi það, sem þeir hafa svo lengi þráð og barist fyrir. En nú, er Alþingiskosningar voru ákveðnar, varð ekki und- an því komist að þjóðin setti sjer ný stjórnarlög. Hins vegar var svo skammt til þinglausna þeg- ar kosningar voru að fullu á- kveðnar, að ekki var tími til að semja heildar stjórnarskrá og samþykkja á því þingi. Að því ráði var því horfið að hafa á- fangana tvo. Samþykkja þegar ’ í stað þann þátt stjórnarlag- lítvarpsræða Sigurðar Kristjðnssanar alþm. er hann flutti i fimiudagskvðldið anna, sem lýtur eingöngu að kjördæmaskipuninni, en setja milliþinganefnd til að fullsemja stjórnarlög, er fullnaðarsam- þykki hljóti á væntanlegu haust þíagi. <|i| Það eru því tilhæfulausar og vísvitandi blekkingar þegar Framsóknarmenn eru að læða því út meðal almennings, að Sjálfstæðismenn ætli að koma hjer á nýjum stjórnarlögum, sem geri ísland að konungsríki í sambandi við Danmörku. Það er ákveðið af öllum flokkum þingsins, nema Framsóknar- flokknum, að áður en þessu ári lýkur skuli ísland verða lýð- veldi, fullvalda og óháð öllum öðrum ríkjum. Þetta verður framkvæmt, hvort sem Fram- sókn líkar betur eða ver, og hvað sem í hennar tálknum syngur. ★ Framsóknarflokkurinn hefir gert mjer þann sóma að láta mín meir getið en annara manna í sambandi við stjórnarskrár- málið. Vinmæli blaðs þeirra eftir að þingi sleit, hófust með því, að Tíminn sagði pólitískt lát mitt. Sagði hann að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði tekið mig af lífi pólitískt, og fylgdu eftirmæli. En þau voru á þá leið, að jeg hefði verið vesti maður flokksins. Þótti það nægilega rökstutt með því, að frá mjer hefði ætíð andað kalt til Fram- sóknar, þeirrar dáindis kvinnu. Eftirmælunum lauk með beirri áskorun til Sjálfstæðismanna að hreinsa betur til í flokknum. En það fór eins fyrir Fram- sókn efris og brennumönnum forðum. Dagur var ekki af lofti, þegar til hennar kom búandi einn og mælti: „Dauðan segið þjer nú þann, er vjer höfum hjalað við í morgun“. — Við þessa frjett brá Framsókn svo, að blöð hennar og talsmenn tóku að bera á mig lof mikið, óbeint. Töldu að jeg væri mestu ráð- andi í Sjálfstæðisflokknum, að minnsta kosti í kjördæmamál- inu, og að flokkurinn mundi framkvæma minn vilja í því máli, hvenær sem færi gæfist. Hjer er átt við það, að jeg hefi hvað eftir annað sýnt fram á það, að rjettlátast og þjóðinni hagkvæmast væri það, að kjör- dæmin væru stærri, og hlutfalls- kosning við höfð. Þetta er auð- vitað ekkert miðað við sveita- vald nje kaupstaðavald, þótt það að líkindum mundi auka vald sveitanna, frá því sem nú er, því samkv. tillögum mínum áttu að vera 5—7 sveitakjör- dæmi, og hver þingmaður að sjálfsögðu búsettur í sínu kjör- aæmi. í stað þess að 33 núver- andi þingmenn voru búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði er þeir voru kosnir, og drjúgur hluti þeirra úr setuliði Fram- Framsóknar í Reykjavík. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Mjer hefir ekki tekist að afla þessari tillögu nægjanlegs fylgis í Sjálf- stæðisflokknum. Þvrt á móti er það rjett, sem formaður Sjálf- stæðisfokksins hefir skýrt frá, að af þingflokki Sjálfstæðis- manna hefir enginn, nema jeg, tjáð sig tillögunni samþykkan. En jeg stend þó engan veg- inn einn í þessu máli, því þótt tillagan eigi litlu fylgi að fagna í þingflokki Sjálfstæðismanna, á hún þó fylgi sem um munar í öllum hinum landsmálaflokkun- unum. Vil jeg þar fyrst telja Framsóknarflokkin. Formaður flokksins, Jónas Jónsson, sem án alls efa er áhrifamesti mað- ur síns flokks, kemst svo að orði í riti sínu, „Komandi ár“, bls. 51.: „Hins vegar mætti greiða götu glöggrar flokksmyndunar á ýmsan hátt. en með engu fremur en að stækka kjördæm- in og beita hlutfallskosningu. Þá koma stefnurnar fram frem- ur en eistaklingsáhrif, ættar- fylgi eða fjármagn. Ef 3—4 sýslur væru í sama kjördæmi og kosið með hlutfallskosningu, reynir minna á „síðustu atkvæð- in“, úrskurð þeirra andlega ómyndugu, sem fluttir eru í bif- reiðum á kjörstaðinn eins og sauðir til slátrunar. Hlutfalls- kosning tryggir rjett minnihlut- ans“. Á bls. 52 í sama riti segir for- maður Framsóknarflokksins: „Með hlutfallskosningum í stórum kjördæmum má að minnsta kosti fyrirbyggja al- gerðan sigur, byggðan á dómi þeirra óhæfu“. Þannig kemst þá formaður Framsóknarflokksins að orði. Þar munar ekki hársbreidd og á mínum tillögum. Og ef ein- hverjum Framsóknarmönum sýnist ráður minn í kjördæma- málinu ógiftusamlegur, þá hygg jeg þó að margir í þeim flokki óski þess, vegna þóptufjelaga míns, að við náum góðri lend- ingu að lokum, þótt bamingur- inn kunni að verða langverandi. Menn sjá af þéssu að menn úr öndverðum flokkum geta oft átt samleið í einstökum umbótamál- um. 1 því sambandi minnist jeg þess, að Framsóknarmenn þykj- ast vera að fiska atkvæði frá Sjálfstæðismönnum á þá firru, að Sjálfstæðisflokkurinn sje orðinn samstarfsflokkur Komm- únista, þar sem hvorir tveggja ætli að greiða atkvæði með stjórnarskrármálinu. Jeg giet sagt Framsóknarmönnum það, að þó þeir leiti til æfiloka, munu þeir aldrei finna svo heimskan Sjálfstæðismann, að hann gíni yfir slíkt agn, og yfirgefi flokk sinn vegna þess að andstæðing- ar hans greiða atkvæði með mál- um er hann berst fyrir. Þvert. á móti er það hverjum sönnum Sjálfstæðismanni gleðiefni, er andstöðuflokkar þeirra snö- ast til fylgis við góð málefni. ★ Eins og jeg áður tók fram og flestir áður vissu, er það aðeins lítill hluti stjórnarskrármálsins, þ. e. sjálf kjördæmaskipunin, sem nú er kosið um. Eina raún- verulega breytingin sem gjörð er á kjördæmunum með frv. þessu er sú, að Siglufjörður-.er gjörðúr að sjerstku kjördæmi. Hann er skilinn frá Eyjafjarð- arsýslu. Öll önnur kjördæmi landsins haldast óbreytt. Qg það er eftirtektarvert, að engin einasta rödd hefir heyrst til að andmæla þessari nýbreytni, sjem er eina breytingin á skipun kjördæmanna, ekki einu sinni Framsókn þorir að andmæia þessu. Önnur nýmæli frumvarpsins er um kosningafyrirkomulag í 7 kjördæmum, tvím. kjördæm- um og Reykjavík. Hlutfallskosningin í tvímenn- ingskjördæmunum breytir hvorki mörkum kjördæmanxra nje tölu þingmanna. Heildar- rjettur kjósenda kjördæmisins er sá sami og áður var: að kjósa 2 þingmenn eftir eigin vali.-- Aðeins er kosningaraðferðin menningarlegri, en áður var, þar sem meirihlutinn fær ekki að neyta ótakmarkaðs aflsmun- ar, til þess að ræna minnihlut- ann öllum rjetti. Það er talið að Sjálfstæðisflokkurinn græði í upphafi á þessari breytingu. En hitt má telja víst, að það verði Framsóknarflokkurinn, sem bráðlega græðir á þessari breyt- ingu, því þegar halla tekur und- an fæti hjá honum, mun hann lengst Iafa á því, að fá atman þingmanninn í tvímenningskjör- dæmunum. Þriðja breytingin, sú, að fjölga þingmönnum Reykjavík- ur um tvo, er eðlileg breyting vegna hinnar stórfelldu íh'úa- fjölgunar í bænum. Framsókn- armenn hafa líka verið fáorðir um þessa breytingu og er það eðlilegt, því árið 1933 skipaði flokkur þeirra 15 manna nefnd til þess að gera tillögur unr kjördæmamálið. Sú nefnd gerði FRAMH. Á SJÖTTU SfÐTX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.