Morgunblaðið - 04.07.1942, Síða 7
MOSGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. júlí 1942.
91
Óheilindi AlþýOuflokksins
i kjördæmamálinu
Barði GuSmundsson, þjóðsk.jalavörður, sem er ífrarn-
bjóðandi Alþýðuflokksins í Norður-ísafjarðarsýslu,
skýrði frá því á framboðsfundunum vestra, að Alþýðuflokk-
urinn hafi flutt stjórnarskrárfrumvarpið á síðasta þingi í þeim
tilgangi, að slíta stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins.
Hjer hefir þá einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins
játað óheilindi flokks síns í kjördæmamálinu. Það var ekki
mannrjettindamálið, sem knúði þá Alþýðuflokksmenn til að-
gerða, heldur hin alkunna pólitíska prangara-náttúra. >
Sjálfstæðisflokkurinn liarmar ekki samvinnuslitin við
Framsókn, en þau voru þjóðarnauðsyn, eins og á stóð. En
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því, að mannrjettindamálið er nú
komið svo vel á rekspöl, að jafnvel þeir Alþýðuflokksmenn,
sem mest langar að komast í mötuneytið til Framsóknar, eiga
ekki undankomu auðið. Þeir geta ekki snúið aftur.
En öruggast er, til þess að tryggja sigur kjördæmamálsins,
að fylkja sjer um Sjálfstæðisflokkinn.
Eeykvíkingar! Fjölmennið á kjörfundinn á morgun og
stuðlið að glæsilegum sigri
D-LISTANS.
Hvað Aiþýðuflokkurlnn stlaDi sjé
mönnum og smáúWegsmönnum
Alþýðuflokkurinn er altaf að
státa af því, að hann sje
sjerstakur málsvari smáútvegs-
manna og sjómanna. M. a. hefir
Alþýðublaðið hamrað á því mán-
uð eftir mánuð, að þessir aðilar
hafi fengið alt of lítið fyrir af-
urðir sínar á s.l ári.
Þá var fiskverðið til smáút-
vegsmanna 35 aura. Nú hefir tek-
'íst, fyrir sjerstakan dugnað
stjórnarvaldanna, að fá þetta
verð hækkað upp í 45 aura.
Munar sannarlega um minni
hækkun, og verður eigi um það
deilt, að hjer hefir verið vel á
hagsmunum íslendinga haldið.
En hvert hefði verðið orðið, ef
Alþýðuflokkurinn hefði ráðið?
Samkvæmt skrumfrumvarpi
hans um gengishækkun hefði
verðið lækkað úr 45 aurum niður
í 86 aura. Og ef útflutningsgjald-
ið, sem Alþýðublaðið er sifelt að
heimta, hefði einnig verið á lagt,
hefði verðið til sjómanna og smá-
útvegsmanna lækkað enn ofan í
32.4 aura.
Á sama hátt vildi Alþýðuflokk-
uriiin lækka síldarverðið til sjó-
manna og smáútvegsmanna úr 18
krónum fyrir málið niður í 13
krónur, og þó öllu heldur enn
minna.
Fram hjá þessum staðreyndum
kemst Alþýðuflokkurinn ekki
nema með einu móti. Því einu að
lýsa yfir, að hann hafi hvorugt
meint: Það, sem hann lagði til í
skrumfrumvarpinu um gengis-
hækkun. Nje það, sem Alþýðu-
blaðið hefir krafist í blekkingar-
skrifum sínum um útflutnings-
gjaldið.
útflutningsgjaldið á lagt, heldur
bar þetta einungis fram til að
sýnast. Og kjósendur, ætla sjer
ekki að kjósa flokkinn á sunnu-
daginn kemur, heldur munu þeir
þá launa honum öll svikin á um-
liðnum árum.
Frelsið í
Rússlandi
Ollum hlustendum ofbauð,
þegar Brynjólfur Bjarna-
son var að tala um það í útvarp-
ið á dögunum, hvílíkt frelsi ríkti
í Rússlandi.
Þessu landi, þar sem hvorki er
til málfrelsi, prentfrelsi nje
íundafrelsi. Þar sem einungis einn
flokkur má starfa. Flokkur vald-
hafanna sjálfra. Þar sem fang-
elsi, útlegð eða dauði liggur við,
; ef nokkur lætur uppi aðra skoð-
j un en valdaklíkunni líkar.
I Það er rjett, að í viðureigninni
við Þjóðverja hafa Rússar staðið
sig betur en við var búist. Þeir
, höfðu vígbúist látlaust frá 1920,
I eru miklu mannfleiri en Þjóðverj-
ar, höfðu verið bandamenn Þjóð-
verja framan af í stríðinu og
þektu því vígvjelar þeirra og að-
farir allar. Þrátt fyrir alt þetta
var búist við, að þeir stæðu sig
ver en þeir hafa gert. Með járn-
hörðum aga og fáheyrðri kúgun
hefir þeim tekist að verja sig svo,
að þeir hafa eigi mist nema land-
flæmi sem er meira en helmingi
stærra en allar Bretlandseyjar.
Líkræða Her-
manns yfir
Framsókn
Hermann Jónasson er búinn
að finna aftur gamla lík-
ræðutóninn, sem hlustendur
þekkja- frá fyrri útvarpsumræð-
um. Hann ætlaði að breyta um og
og gerast hermannlegur eins og
t. d. í umræðunum um vantraust-
ið, en það fór honum ennþá ver.
Á fimtudagskvöldið hjelt hann
mjög hjartnæma líkræðu yfir aft-
urhaldsmaddömumii Framsókn,
en Sigurður Kristjánsson birti
eftirmála og nánari skýringar á
ræðunni síðar um kvöldið. Kom
út úr þessu eftirminnileg mynd
af þessari gömlu dækju, sem nú
er að gera síðustu tilraun til að
verja sinn fræga gæsagarð.
Hjer í Reykjavík er búið að
gera upp bú þessarar maddömu.
Frá því var gengið í bæjarstjórn-
arkosningunum í vetur. En því
má ekki gleyma, að hún er til
fyrir því, og hefir engu gleymt.
Og Reykvíkingar verða því að
svara henni á viðeigandi hátt á
morgun. Þeir eiga að hundsa
sprengilista hennar með öllum
„nytjajurtunum", og þeir eiga að
skila svo gífurlegu atkvæðamagni
til Sjálfstæðisflökksins, að þessi
gamla maddama fái að leggjast í
sína velforþjentu gröf, og bíða
þar að minsta kosti fyrst um sinn.
Komið því, Sjálfstæðismenn, og
kjósið D-LISTANN.
Hunds-
tungan
Stefán Jóhann fann ástæðu
til þess að taka á sig væn-
an krók í útvarpsumræðunum á
fimtudagskvöldið til þess að lýsa
Magnús Jónsson atvinnumálaráð-
herra sjerstakan fjandmann sjó-
manna.
Og tilefnið var setning úr gam-
ansamri fer^asögu, sem Magnús
Jónsson skrifaði um borð í norsk-
um fiskílutningadalli fyrir nokkr-
um árum. Hafa þeir Alþýðuflokks
menn mjög hampað þessari setn-
ingu, og er varla hægt að hugsa
sjer öllu meiri meðmæli en þau,
að svo langt skuli þurfa að fara
til að leita saka gegn honum. Má
segja þar, að það sje lítið, sem
hundstungan finnur ekki.
Hitt gat Stefán ekki um, að
þegar togaravökulögin voru sett,
þá var það þessi sami Magnús
Jónsson, sem bjargaði þeim gegn-
um þingið með atkvæði sínu.
En það mun þurfa á einhverju
að halda nú gegn Magnúsi Jóns-
syni ráðherra vegna þess, að
hann reyndist skipshöfnunum á
Strandferðdskipunum velviljaður
þegar þeir fóru fram á samræm-
ingu á kaupi sínu á móts við aðra,
sem svipuð störf vinna.
Sjálfsagt lætur hann það ekk-
ert á sig fá, þó að slík tilvik sjeu
notuð til fjandskapar, og reynt
með því, að kæla hug hans til
sjómannanna. Hann veit vel, að
það eru ekki sjómennirnir, sem
að því standa, heldur þeir menn,
sem þurfa á atkvæðafylgi þeirra
að halda.
••»••«•«••••• «••••••••••■
Daqbók
»»"**•«•••••• ••••■•••••••
Næturlæknir í nótt er Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki.
Næturakstur annast Bifreiðastöð
Steindórs.
Hallgrímsprestakall. Messað á
morgun kl. 2 í Austurbæjarskól-
anum, síra Sigurbjörn Einarsson.
Messað í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11, síra Friðrik Hallgríms-
son.
Messað að Bessastöðum á morg-
un kl. 2, síra Garðar Þorsteins-
son.
Fríkirkjan í Reykjavík. Messað
á morgun kl. 2, sr. Árni Sigurðs-
son.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband á Siglufirði
ungfrú Inga Jónsdóttir og Magn-
ús Blöndal. Heimili ungu hjón-
anna verður á Suðurgötu 60,
Siglufirði.
Hjúskapur. Gefin verða samau
í hjónaband í dag af síra Jóni
Auðuns ungfrú Guðrún Þórðar-
dóttir og Kristinn Guðmundsson
húsasmiður, Barónsstíg 78.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband af síra Árna
Sigurðssyni ungfrú Edda Ófeigs-
dóttir, Klapparstíg 31 og Hlöðver
Einarsson járnsmiður. — Heimilit
ungu hjónanna verður á Njarðar-
götu 33.
Fundur verður haldinn í Full-
trúaráði Sjálfstæðisf jelaganna í
Reykjavík kl. 6 e. h. í dag í Kaup-
þingssalnum. Fulltrúarnir eru
mintir á að mæta stundvíslega.
Lyftan verður í gangi.
Fimtugsafmæli á í dag Ámi
Gxmnlaugsson járnsmiður, Lauga-
veg 71. Hann hefir starfað hjer í
bænum um 25 ára skeið og er við-
urkendur atorku og hagleiksmað-
ur. Mannkostir Árna og dreng-
lund hafa aflað honum fjölda vina,
sem óska honum og fj ölskyldu
hans blessunar og giftu á þessum
tímamótuín. Þ.
Frá Sólskinsdeildinni. Sungum
á Norðfirði 30. júní og aftur á
Eskifirði 2. júlí. í hvert skifti
húsfyllir. Móttökurnar yndislegar.
Skoðuðum Hallormsstað í gær og
Dettifoss og Ásbyrgi í dag. Góð
líðan. Kveðjur. Sólskinsdeildin.
Setuliðið hefir nýlega tilkynt,
að það rýmdi' nú rir 7 húsum, er
það hefir haft til afnota. Fjöl-
skyldur úr Skerjafirði fá þar
nokkrar íbúðir.
Fjárgirðingin í Breiðholti verð-
ur smöluð í dag kl. 12. *
Utvarpið í dag:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
20.30 Hljómplötur: Wilhelm Back
haus leikur á. píanó.
20.45 Upplestur: Úr ritum Guð-
Sjálfsagt er það rjett, að Al-
/ðuflokkurinn hefir ekkert af J Þetta er lofsvert. En enn hefir
2ssu ætlað sjer. Ilann ætlaði sjer engum öðnim en Brynjólfi
að eitt að blekkja kjósendur til Bjarnasyni dottið í hug, að það
/lgis við hrörnandi flokk. Flokk- væri frjálslegt þingræði í Rúss-
rinn ætlaði sjer hvorki að fá landi, sem hefði fengið þessu
engisfrumvarpið samþykt nje áorkað.
f dag eru síðustu forvöð fyrir
þá, sem fara burt úr bænum, að
kjósa hjá lögmanni. Opið allan
daginn í Miðbæjarskólanum. —-
Munið D-Iistann
mundar Kamban: a) Kafli úr
„Höddu-Pöddu“. b) Kvæði
Soffía Guðlaugsdóttir leikkona).
21.10 Frá íslandsmóti í knatt-
spyrnu (Jens Benediktsson cand.
theol.).
Lokað i dag
wegna (avðarfarat
§lálhúsgögn
Systir okkar
VILHELMÍNA BERNHÖFT
andaðist í gænnorgun.
Franciska Olsen. Daníel Bemhöft.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan
mín, dóttir mín, móðir og tengdamóðir
INDA TYNES
ljest á Siglufirði 3. þ. m.
Ole Tynes. Jórunn Hallgrímsdóttir.
Lóa Sigtryggsson. Jón Sigtryggsson.
Jarðarför
BJARNA ÞORKELSSONAR skipasmiðs
fer fram frá heimili hans, Sölvhólsgötu 12, mánudaginn 6. júlí
kl. 1 y2 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Fósturbörnin.