Morgunblaðið - 19.09.1942, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.09.1942, Qupperneq 5
ILaugardagur 19. sept. 1942. i m Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgrei'ðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrif targjald: kr. 5,00 á mánuði innanlands, kr. 6,00 utanlands. f lausasölu: 30 aura eintaki'ð. 40 aura með Lesbók. Gönuhfaup funðarins „Einhver ráð“ Fyrir nokkrura dögum var minst á það hjer í blaðinu, að hinir íslensku kommúnistar hefðu horfið af línu hinna er- lendu lærifeðra sinna, sem aldrei fóru' dult með fyrirætlanir sín- ar, og væru farnir að halda bylt- íngaáformum sínum leyndum. — En alt fyrir það má ganga að því vísu, að stefna kommúnista . sje enn nákvæmlega hin sama og hún áður hefir verið. Þessi ábending hjer í blaðinu hefir sýnilega komið illa við kaun v einhvers af blaðamönnum Þjóð- viljans, því að þar birtist mikil iangloka um bolsjevisma og nas- ísma og „grýlur“ þær, sem Sjálf- stæðismenn hafi haft til að „hraeða með gamlar konur af báð um ky,njum“, eins og komist er að orði í Þjóðviljanum. Kommúnistinn, sem í blaðið' skrifar, er auðsjáanlega á báðum áttum með það, hvað hann eigi að segja, hve langt hann eigi að fara út í þá sálma að lýsa stefnu málum og fyrirhuguðum starfs- aðferðum kommúnista. En getur hó ekki komist hjá því að láta ulfshárin sjást undan sauðargær unni. Hann segir, að kommúnistar hjer á landi ætli að vinna á „lýð- ræðislegan og friðsamlegan hátt. En fái þeir ekki komið fram pólitískum vilja sínum, þá muni þeir hafa „einhver ráð til að halda burgeisunum í skefj- um“. Á máli kommúnista eru allir kjósendur þeir, er Sjálfstæðis- flokknum fylgja og nokkrir fleiri fourgeisa eða alt í alt mikill meiri hluti allra kjósenda í landinu. Og fái hinir „friðsömu“ komm únisLar ekki framgengt því, sem þeir vilja, grípa þeir til þessara „ráða“, sem kommúnistinn í Þjóð viljanum vill ekki að svo komnu máli segja hver sjeu, en allir vita að eru ekkert annað en beint ofbeldi gegn þeim þjóðfjelags- borgurum, sem vilja ekki aðhyll- ast stjórnarstefnu kommúnista. Þó kommúnistar hjer á Islandi reyni að breiða yfir fyrirætlanir sínar blæju friðsemdar og sak- 'leysis og tali hátt um lýðræði þá geta allir verið vissir um, að enn í dag er hin sama ofbeldis hneigð og byltingastefna í hjört- um þeirra. Þessu mega menn ekki gleyma, þó að kommúnistar hafi í bili fengið af því nokkurn pólitískan ávinningar, að einræði ' kommúnismans, bylting bolsje- vismans, er ekki alveg eins óvinsæl í heiminum eins og hinn þýski nasimsi. Búðurn bcejarins vei’Sur lokaS kl. ð í dag', en ekki kl. 1, eins og verið liefir nú yfir sumarmánuðina. Lokun- artími búðanna verður >nú alla xlaga vikunnar ".kl. 6- I sumar varð megn óánægja ^ út af því meðal fjölmargra skipstjóra síldveiðiskipa, að Síld- arverksmiðjur ríkisins skyldu af nema síðara veiðibannið hinn. 9. ágúst. Stóð þá svo á, að sum skipin höfðu tekið út allt veiði- bannið, sem skyldi standa í fjóra daga hjá hverju skipi, en önnur skip áttu eftir allt upp í tveggja daga bið til þess að vera laus úr banninu. Er bannið var uppleyst, þótti ýmsum þeirra, sem verið höfðu fullan tíma í banni, að þeim væri gerður órjettur með því, að öðrum skipum, sem verið hefðu allt að því helmingi styttri tíma í veiðibanninu, skyldi allt í einu vera sleppt úr því, og þannig kom ast jafn snemma út á veiðar aft ur og þeir, sem orðið hefðu að bíða fullan tíma til þes að losna úr banni. Munu þeir hafa talið ó- rjettmætt að þeir, sem skemur höfðu beðið, skyldu fá tækifæri til þes að sækja á miðin, í sam- keppni við þá og draga þannig á þá um aflabrögð, eða fara fram úr þeim. Síldarverksmiðjur ríkisins hófu upp veiðibannið vegna þess, að veður og þar með veiðihorfur höfðu skyndilega versnað, svo að útlit var fyrir, að verksmiðjurnar myndi þurfa að halda á öllum afla viðskiftaskipa sinna til þess að fullnægja hráefnisþörfinni, enda reyndist það svo. Síldveiðinni í sumar mátti heita lokið hinn 12. ágúst. Eftir þann tíma hamlaði óveður oftast veið- um. Hinn 28. ágúst lágu um 60 síldveiðiskip inni á Raufarhöfn og höfðu þau legið þar um þrjá sól- arhringa vegna óveðurs. Þá fanst skipstjórum þeim, sem reiðastir höfðu orðið út af afnámi veiði- bannsins, vera hentugt tækifæri til þess að skeyta skapi sínu á stjórn verksmiðjanna og fram- kvæmdastjóra. Boðuðu þeir til fundar í barnaskólahúsinu á Rauf arhöfn og var fundarstjóri Krist- inn. Ámason, skipstjóri á m. b. Árna Árnasyni, sem er á vegum Finnboga Guðmundssonar í Gerð- um, en þessir tveir menn höfðu verið hávaðamestir út af afnámi veiðibannsins. V erksm ið j ust j ór- anum á Raufarhöfn var ekki gef. inn kostur á að sækja fundinn, og enginn fulltrúi frá Síldarverk- smiðjum ríkisins var á fundinum. Á fundi þessum var samþykt*van traust á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og sjerstaklega á fram- kvæmdastjóra þeirra, og var van traustið bygt á eftirfarandi at- riðum í yfirlýsingu fundarins: 1) „Þegár skipin komu fyrst að landi með afla á Siglufirði, voru 4 losunarvindur af 12 óstarfliæf- ar og verksmiðjurnar voru að ýmsu leyti óviðbúnar að taka til starfa. Öllu verra var þó ástand ið á Raufarhöfn, hvað löndunar- tæki og annan útbúnað snerti. 2) Hversvegna var nokkur hluti verksmiðjanna látinn standa ónothæfur, þrátt fyrir stöðugan landburð af síld mikinn hluta veiðitímins og möguleika til að .starfrækja þær. 3) Hin ítrekuðu veiðibönn, sem valdið hafa stórkostlegum afla- töpum hjá fjölda skipa, að nokkru á Raufarhöf leyti að ástæðulausu, og var seinna veiðibannið upphafið fyrir varalaust áður en fjöldi skipa hafði útent biðtímann, og olli þetta skipunum mjög miklu mis- rjetti og virðist að öllu leyti hafa verið mjög illa yfirveguð ráðstöfun. 4) Fundurinn álítur algerlega óverjandi, að hið kemiska efni aquicide (sic) hafi ekki verið not- að hjá verksmiðjunum, og telur nauðsvnlegt, að rannsakað verði, hvað það eitt hafi valdið miklu tjóni“. Svo mörg voru þau orð. Svör vor: 1. liður: Allar vindur verksmiðjanna voru standsettar og tilbúnar til .notkunar í byrjun vertíðar, og byggist því ásökunin í þessum lið á röngum upplýsingum. Vottorð verkstjóra og vindumanna, sem sanna þetta, eru fyrir hendi. 2, liður. Ekki var hægt að starfrækja fleiri verksmiðjur í sumar, en gert var, vegna skorts á vinnu- afli. Hafa því fullyrðingar fund- arins í gagnstæða átt við ekkert að styðjast. Skortur á verkamönn um við verksmiðjurnar var svo mikill, að full erfitt reyndist að fá menn í þær verksmiðjur, sem starfræktar voru. Varð að ráða til þeirra fjölda marga óvana menn með þeim afleiðingum, að afköst verksmiðjanna voru minni fyrri hluta vertíðar en þau mundu hafa orðið, ef verksmiðjumar hefðu haft nægilega mörgum æfð um starfsmönnum á að skipa. 3. liður. Á meðan afköst síldarverk- smiðjanna eru ekki meiri en. þau eru nú í hlutfalli við aflagetu skipanna, eru veiðibönn í mikl- um og langvarandi aflahrotum nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir, að það ástand skapist, að skipin þurfi ávalt að bíða dögum saman við bryggjur verksmiðj- anna og framleiðsluvörur verk- smiðjanna að verða þar af leið- andi bæði litlar og Ijelegar. Er það því til hagsbóta fyrir alla aðilja að afli sþipanna sje á hverjum tíma í sem nánustu sam ræmi við móttökugetu verksmiðj anna. Voru því veiðibönnin í sum- ar nauðsynleg ráðstöfun, enda kom ekki fram nein óánægja út af því, að veiðibönnin voru sett á, hvorki munnlega nje skriflega við stjórn eða framkvæmdastjóra verksmiðjanna. Hinsvegar kom upp megn, óánægja út af því, að síðara veiðibannið var afnumið, áður en öll skip voru búin að vera hinn tilsetta tíma í veiði- banninu. t Vegna þess, að aðstæður breytt Minningarorð um Bryndísi Björnsdóítur 14 ryndís Björnsdóttir andaðist ^ að heímili sínu, Grettisgötu 75, föstudaginn 11. þ. m. — Okk- ur, sem kyns.t höfðum henni, setti hljóða við andlát hennar, því þó hún hafi háð ha.rða baráttu við sigð hins „hvíta dauða“ að und- anförnu, þá vildum við ekki þurfa að trúa því, að svo ung og glæsi- leg stúlka myndi verða honum að bráð í blóma lífsins. — En skamm- vinnir eru oft samferðadagarnir hjer á jörðu, og þegar hausta tek- ur vitum við íslendingar vel að „blómin fölna á einni hjelu nótt“ og jafnvel fegursta rósin fær ekki staðist hretviðri tilverunnar. Bryndís var aðeins 20 ára göm- ul (fædd 9. okt. 1921), dóttir Björns 'Gunnlaugssonar kaup- manns og konu hans' Sesselju Guðmundsdóttur. Jeg heimsótti Bryndísi nokkrum sinnum á Vífilsstaði — því miður altof sjaldan — en þar sá jeg best hve hugpyúð og þroskuð hún.var. Ilún gerði sjer fylllega ljóst hvert stefndi og vissi vel, að líf hennar gæti brugðist til beggja vona,; þessvegna var það mjög eftirtekt- arvert, hve kjörkuð, rólynd en þó | glaðvær liún jafnan var. Bryndís vissi að gyðja æskunnar er vonin, þessvegna ljet hún vængi vonar- innar varpa frá bæði harmi og kvíða. Það er djúp sorg, sem sækir beim ættingja. og vini Bryndísar við fráfall hennar, þó sárust sje hún að sjálfsögðu hjá hennar a- gætu foreldrum og' systkinum, svo og unnusta hennar Zophóníasi Pjeturssyni, sem nú verður að sjá á bak heitmey sinni á besta skeiði og glæsilegar framtíðarvonir sín- ar og þrár að engu orðnar. — En í sorg sinni ber þeím að minnast þess, að drottinn gáf og drottinn tók, því ber að þakka hinar fjöl- mörgu ánægjustundir, sem 1i ú n fyrir þa, sem að honum st.óðu ust, eftir að síðara veiðibannið var sett á, mátti sjá það eftir á, að heppilegra hefði verið, að það hefði verið styttra og má því ef til vill deila á verksmiðjustjórn- ina fyrir að upphefja ekki bann- ið fyrr en gert var. Það minkaði ekki afla neins skips að seinna veiðibannið var upphafið, en leiddi til þess að verksmiðjunum barst um 10 þúsund málum meira af bræðslusíld en þær myndu hafa fengið, ef veiðibann inu hefði verið haldið áfram eftir að ótíðin byrjaði, eins og hinir óánægðu skipstjórar ætluðust til. Þessi aukni afli þýðir aukin út- flutningsverðmæti um kr. 300,- 000,00. í rekstri verksmiðjanna er ekki hægt að taka tillit til þeirra hvata, sem liggja til grundvallar fyrir því, að þess er krafist, að skipunum sje bannað að fara út á veiðar, þó að það sje þeim og verksmiðjunum til hags, og eng- um til tjóns, að það sje leyft. 4. liður. Ritstjóri „Ægis“, herra Lúðvík Kristjánsson, stóð fyrir því, að bera það út að afköst Síldarverk- smiðja ríkisins myndu ekki vera nema 70% af fullum afköstum þeirra en aðrar verksmiðjur hjeldi uppi fullum eða nærri full um afköstum með því að nota aquacide við vinnslu síldarinnar. Þessum ósannindum um verk- smiðjurnar var trúað af almenn- ingi og þar á meðal af flestum þeim, sem síldveiði stunduðu. En hið sanna um afköst verk- smiðjanna er, að Síldarverksmiðj ur ríkisins á Siglufirði höfðu með al afköst, sem námu 88,11% af fullum afköstum þeirra, og voru það hærri meðal afköst, miðað við full afköst, en hjá nokkrum öðrum verksmiðjum í landinu. — Þegar þetta hefir verið upplýst, leiðir það af sjálfu sjer, að ailar þær ásakanir, sem bygðar eru á hinum röngu upplýsingum, falla um sjálfar sig. Ef talin er þörf á að rannsaka, hvers vegna sumar verksmiðjur eru með hlutfallslegra lægri af- köst en aðrar, þá verður sú rann- sókn að þessu sinni að beinast að því, hvers vegna aðrar verksmiðj ur hafa ekki getað haldið uppi sömu afköstum og Síldarverk- smiðjur ríkisins, en ekki að hinu gagnstæða, eins og fundarmen» höfðu verið gintir til að fara fram á. Rökstuðningurinn fyrir van- traustinu er því tóm markleysa, og fundurinn, í heild til lítils sóma veitti þeim, þótt allir hefðu kos- ið, að hennar nyti lengur við. En þeir deyja ungir, sem guðirnir elska mest og æfin er aðeins for- dyri himinsins. Bfvndís! Um leið og jeg kveð þig, kæra vina, með þökk fyrir viðkynninguna, þá vona jeg og veit og bið þess lieilum huga, að drottinn blessi þig, drottinn varðveiti þig. G. G. Stjórn og framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Jón Gunnarsson. Sveinn Benediktsson. Þormóður Eyjólfsson. Jón L. Þórðarson. Þorsteinn M. Jónsson. EFTIRMÁLI: Síðan þessi grein var skrifuð, hefir það orðið kunnugt, að þeir FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐTT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.