Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 2
3 jk.ígreiÖsla, blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. afbrot, yrði slept, og þjóðin látin ná óskertum tétti sínum. Auk þess kröfðust þeir þess, í sam- ræmi við skoðanabræður þeirra I Frakklandi, að blökkumenn þeir, sem Frakkar hafa sett til að gæta þýzkra borga, yrðu kallaðir heim, enda er það athæfi flokkssvikar■ ans Millerand einhver svartasti bletturinn, sem á frönsku þjóðina hefir verið settur. Þetta sýnir, að írar standa hvergi nærri einir uppi, en eru studdir af öllum þeim mönnum, sem frelsi unna. Enda er hætt við því, að Írlandsdeilan verði þeim félögum Lloyd George og Bonar Law illa að falli við næstu kosn- ingar, ef þeim verður ekki velt frá stóli fyr á annan og fljótlegri hátt. En djúpt verður fallið og að maklegieikum. H. IjSfnðið af skömmimii. Ósvífni „Arnar“. * „Örn", málsvari lasta og hvers- kyns ólifnaðar, sá, er reitt hefir af sér undanfarið í Morgunblaðinu þessar fáu fjaðrir, sem enn höfðu ekki rotnað af skrokki hans, fer enn á stúfana 9. þ. m. En fjaðr- irnar, sem hann reitir af sér, eru stönglar einir, öll dúnvera er dottin af þeim, svo þær eru í raun og veru ekki viðlitsverðar. En sleppum því; eðli þessa „Arnar" virðist þann veg farið, að honum séu þessi ósköp á- sköpuð. „Örn“ fjargviðrast út af því sérstaklega, að nokkur skuli ger- ast svo djarfur, að krefjast rann- sóknar á því, hvernig á því standi, að hér í Reykjavík einni skuli ■ árið 1919 vera fluttir inn til lyfjanotkunar 116,391 lítri af áfengi, þar sem 1913 voru fluttir ALÞYÐUBLÁÐIÐ inn til landsins að eins 6000 lítrar af sömu vínum. Það verður varla annað séð af orðum „Arnar", en að hann sé svo siðferðislega stein- dauður, — eða að öðrum kosti leiguþý einhvers myrkrapúka — að hann finni enga ástæðu til að rannsaka þetta mál, sem hver nokkurnveginn sæmilega greindur maður sér, að lyfjabúðirnar sjálf- ar ættu að krefjast rannsóknar á og láta birta opinberlega árangur- inn, ef þær væru hreinar af þeim áburði, sem á þeim hlýtur að hvíla, unz upplýst er fullkomlega, hvernig á þessum vínaustri stend- ur. Meðan rannsókn leiðir ekki hið rétta í Ijós, er óhjákvæmilegt að bæði læknar og lyfjabúðir hljóti ámæii af þessum víninnflutn- ingi. „Örn“,hefði því, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, átt að grípa feginshendi uppástunguna um rann- sókn. En til þess brestur hann bersýnilega akarpskygni. Hve nær skorast saklaus maður undan rannsókn, þegar hann veit, að ekkert grunsamlegt er að finna innan sinna veggja? Þá má fræða „Örn hinn alvísa" um það, að þó ýmsir miður heið- arlegir andbanningar — vínsalar og smyglar — séu því andvígir, að hreyft sc við þessu hneykslis- máli, þá eru þeir, sem betur fer, ekki enn þá orðnir í meirihluta í landinu, sem aldrei fá viðbjóð á fégræðgi og spillingu, hversu langt sem gengið er. Allir heiðarlegir menn, hvort sem þeir eru bann- menn eða ekki, krefjast þess, að hér sé gengið fram sleitulaust, og ekki hætt fyr en yfir lýkur. Allir læknar og lyfsalar, sem ekki vilja vamm sitt vita, krefjast þess sama. Allir, nema úiþvætti þjóðfélagsins og siðferðislega dauðir menn, krefjast rannsóknar á vínaustrinum mikla. Eg get ekki fengið af mér, að eltast við eldgamalt og löngu úr- elt fávizkuhjal „Arnar“ um það, að ekkert fyrirkomulag á rekstri lyfjabúða geti hepnast, nema það, sem nú er. Að eins skai honum bent á það, að ef hann með „eih- staklings framtakssemi og mann- dáö“ á við að hún sé falin í vín- smygli og lagayfirtroðslum, þá væri hentara fyrir hann, að láta ekki fjaðrirnar sínar berast of víða. Þá verður hann, eins og hann reyndar altaf verður, sér tii athlægis. Og loks ein spurning til „Arn- ar“. Hvor fer með meiri frekju, ákærandinn, sem staðið hefir þjóf að verki, eða þjófurinn, sem heimt- ar ákæranda dæmdan fyrir það, að hann krafðist rannsóknar á málinu ? I. J. Um dagiirn og veginn. Mishermi er það hjá, Vísi £ gær, að Gunnl. Claessen hafi einn verið á móti konungsnefndarskip- uninni í bæjarstjórninni. Jón Bald- vinsson var það líka. Clothilde fór til Englands É gær; tók póst, Fótst&llurinn undir slyttujón- asar Hallgrímssonar er til skamm- ar. Hvaða félag vill gangast fyrir þvf, að ekki óásjálegri stallur verði gerður undir styttuna, en> sá, sem er undir hinum tveim styttum, sem bæinn prýða? Ctaddavírsgirðingar eru sum- staðar meðfram götum bæjarins. Siíkt má ekki og á ekki að eiga sér stað. Enda mun bannað í bæj- arreglugerðinni, að girða með gaddavír meðfram götunum. Vilja ekki hlutaðeigendur athuga þetta? Seldar vélar. Klæðaverksmiðj- an Gefjun á Akureyri hefir nú keypt vélar Iðunnar, og er verið að taka þær í sundur og búa uni þær til flutnings norður. Aftnrgongur eftir Henrik Ibsen verða leiknar í kvöld. Borg kom í gær með kol til Landsverzlunarinnar. Kom í góðar þarfir. Skipkoma. Frá útlöndum komu í gær skonnortan Díana með kol, og skonnortan G. K. Jensen með cement. Yerkmannaféiagið „Hlíf“ £ Hafnarfirði hefir nú samþykt að vinna eftirleiðis eftir sama kaup- taxta og verkamenn hér í Reykja- vík. Þetta er svo sjálfsagt, að vafa-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.