Morgunblaðið - 06.11.1942, Page 2

Morgunblaðið - 06.11.1942, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. nóv. 1942. Síðnstn frfetflr: Rommeí bensínlaas? Reginald Roland, frjettarit- ari REUTERS í Cairo sím- ar seint í gærkvöldi, að banda- menn hafi sótt fram nokkrar mílur, síðan möndulherirntr hófu undanhald sitt í fyrra- kvöid. Segir hann ennfremur, að hernaðaryfirvöldin í Cairo sjeu ánægð með árangurinn og muni eldsneyti Rorameis vera á brotum. Italir, sem eru innikróaðir á suðurhluta vígstöðvanna verj- ast enn, og þeir verja einnig víða undanhaldið. Sókn og gagnsékn í Kákasus Fregnir voru . yfirleitt af fremur skornum skammti frá Rússiandi í gær, og báru með sjer, að bardagar harðna óðum í Mið-Kákasus, þar sem 1‘jóðverjar sækja nú fram í áttina til Ordzhonikitze, en annar fylkingararmur þeirra stefnir tii Grozny olíulindanna. Þjóðverjar beita þarna mjög miklu liði, bæði skriðdrekum, flugvjelum og fótgönguliði, en Rússar verjast mestmegnis með stórskotaliði. og hafa þeir kornið fallbyssum sínum fvrir uppi í hæðum og hlíðum. — Einnig hernia þýskar fregnir, að rússneskt fótgöngulið geri barna hörð gagnáhlaup. VIÐ TUAPSE Þar segjast Þjóðverjar sækja fram enn, en mjög hægt, því að mótspyrna Rússa sje ærið öfl- ug. RúSsar segja, að Þjóðverj- ar hafi ekkert unnið þarna á, og jafnvel mist tök á nokkrum hæðadrögum. Þýskar flugvjel- ar halda uppi árásum á höfnina í Tuapse. STALINGRAD Þar virðist nú að mestu leyti vera hlje á bardögum eins og stendur. Rússar segja þó, að Þjóðverjar hafi gert nokkur á- hlaup, en þeim hafi jafnharðan verið hrundið, og hafi Þjóð- verjar beðið mikið tjón. Þjóð- verjar segjast vera að hreinsa til á svæði sem þeir hafi náð, cg skýra ennfremur frá því; að ítalskt lið hafi hindrað Rússa í að komast yfir Don á einum stað. Sálfir segjast Þjóðverjar hafa sökkt nokkrum skipum og bátum. Á öðrum vígstöðvum er allt kyrrt að mestu. FRANSKIR SJERFRÆÐ- INGAR TIL ÞtSKALANDS Frjettastofa Vichystjórnar innar tilkynti í gær, að all margir franskir flotamálasjer- fræðingar hefðu farið til Þýska lands frá Frakklandi nýlega. Ekki var tala þeirra nánar til- tekin, nje heldur neitt minnst á erindi þeirra í Þýskalandi. Bandamenn reka enn ílótt- ann í Egyptalandi Ný átök utn llugvðllinii i Guadalcanar Washington í gærkv. Einkaskeyti til Morgbl. frá REUTER 17 iotamálaráðuneytið í Wash *• ington skýrði frá því í gær- kveidi, að bandaríkjaflugvjel- ar hafi varpað sprengjum á birgðastöðvar Japana á norð- urströnd eyjarinnar Guadalcan- ar, og einnig á herflokka þar. Var þetta nálægt Kokumbona, og var engin mótspyrna veitt. Hersveitir Bandaríkjamanna hjeldu áfram vel hepnuðum á- rásum á lið Japana umhverfis flugvöllinn á evnni, og neyddu þá til þess að hörfa nokkuð.— Var þetta einkum fyrir vestan flugvöllinn. Teknar voru þarna af Japönum þrjár fallbyssur btlar, og í bardögunum fjellu um 350 japanskir hermenn. — Þá voru teknar 30 vjelbyssur. Nóttina eftir að þetta gerð- ist, hjeldu bandaríkjaherskip uppi skothríð á stöðvar Japana á eynni, og hina sömu nótt tókst Japönum að koma enn meira liði á land fyrir austan flugvöllinn. Var þegar um morg unin hafin árás á lið þetta og varð það að hörfa undan. KNOX RÆÐIR HORFURNAR Knox, flotamálaráðh. Banda- ríkjanna flutti ræðu í dag, í því tilefni að skírð voru sex hjálp- arskip Bandaríkjaflotans. Hann sagði að bandaríkjaflotinn hefði rekið stærri japanskan flota heim til bækistöðva sinna. -— Hann sagði áheyrendum sínum, að þai' með væri ekki leikurinn búinn, því að Japanar byggj- ust til nýrra árása. Einnig sagði hann, að nú væru öxulherirnir á flótta fyrir flugher Banda- ríkjamanna í Egyptalandi. Knox sagði ennfremur, að sigrar Bandaríkamanna í Suður Kyrrahafi væru ekki endanleg- ir, og varaði við því, að álíta að óvinirnir kæmu ekki aftur. Um viðureignirnar í Egypta- landi sagði hann: ,,Þar eru möndulherirnir á algeru undan haldi. En um þá vil jeg einnig segja: ,,Þeir munu koma aft- ur, en aftur verður þeim mætt af eins ákveðnum baráttuvilja, eins og þeim, sem nú hefir unn- ið þar fyrstu lotuna“. Þjóðverjar segjast hafa hörfað til nýrra varn- arstöðva Mfklir bardagajr halda áfram FREGNIR frá Cairo í gær herma, að undanhald möndulherjanna frá E1 Alamain haldi áfram, og sje það hraðast meðfram ströndinni. í til- kynningu herstjórnarinnar í Cairo segir, að herir Romm- els haldi enn nokkrum stöðvum sínum syðst á víglínunni. en verji að öðru leyti undanhaldið með skriðdrekum og skriðdrekabyssum. Þá segir í tilkynningunni, að enn sjeu þarna háðir hinir hörðustu bardagar, og haldi flugvjelar bandamanna uppi árásum á vagnalestir möndulherjanna alla Ieið vestur undir EI Daba, og flugvelli þar fyrir vestan. Þjóðverjar segja í tilkynningum sínum, að her Romm- els hafi hörfað samkvæmt áætlun til nýrra varnarstöðva, og vinni hann bandamönnum mikið tjón á undanhaldinu, og einnig hafi fyrstu áhlaupin reynst þeim dýrkeypt. Ekki hafa neinir nýjir bardagastaðir verðir nefndir í til- kynningum hernaðáraðila í gær, svo aðstaðan er nokkuð óljós. Þjóðverjar skifta um sendiherra í Danmörku U regnir frá Berlín herma, að þýska stjórnin hafi skip- að nýjan sendiherra í Dan- mörku, í stað von Rente-Finck, sem leystur hefir verið frá störfum. Hinn nýi sendiherra er nefnd ur Werner Best, og var áður skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neytinu þýska. Sjúklmgar á Vífilsstöðum biðja MorgunblaSið að færa, Sigurði Eiu arssýni dósent kærar þakkir fyrir koniuiia og fyrirlesturinn á sunnu- daginn. Leikf jelag Reykjavíkur sýnir Ueddn Gabler kl. 8 í kvöld. Þjóðverjar brugð- ust Clausen Stokkhólmsfregnir herma að danskir nazistar hafi á dög- u.num stofnað til fundahalda víðsvegar um landið, til þess að reyna með því að hafa þau áhrif á Þjóðverja, að þeir fengju ítök 1 stjórn landsins. •— Væntu þeir sjer stuðnings Þjóð verja í þessuu efni, og hugði for ingi þeirra, Clausen, sjerstak- lega gott til slíks. Fundir voru mjög fámennir, og eftir því sem sænska blaðið „Nya dagligt Allehanda“ seg- ir, er í Svíþjóð litið svo á, að Þjóðverjar hafi alveg brugð- ist vonum Clausensmanna um stuðning. Drógu þeir sig í hlje á síðustu stundu, og stóð þá Clausen einn og yfirgefinn. Sigurjón Grímsson fyi-v. múrari á Njálsgötu 42 á sjötugsafmæli í dag. Ralph Walling, frjettaritari Repters með 8. hernum breska, lýsir sókninni í eftirfarandi enkaskeyti í gærkvöldi: YFIRLIT UM ATBURÐI Jeg get nú gert yfirlit yfir atburði þá, sem leiddu til þess að bandamenn brutust í gegn, og hröktu Rommel á bak aftur vestur á bóginn. Áttundi herinr. bvrjaði með því að sækja fram á þrem mik- ilvægum stöðum. Bugða mikil var á víglínu bandamanna, og var fyrsta áhlaupið gert fyrir sunnan hana og tókst vel. - Annað, sem gert var norðvest- an við hana, mætti harðri mót spyrnu. Hið þriðja, sem hafið var við ströndina, var fullkom iun sigur. Öll þessi áhlauþ voru gerð af fótgonguliði, og hopuðu ó- vinirnir smám saman undan. Meðan her vor að fylgja því eftir, sem áunnist hafði, var skriðdrekalið óvinanna í stöðv- um sínum, og stóð fast í móti. Var þar nóg um skriðdreka- byssur. RJETT ÚR BUGÐUNNI Síðan hóf fótgöngulið vort á- hlaup í því skyni að rjetta víg- iínu vora, og ^oru þá gerðar óg-1 Á rlegar loftárásir á stöðvar ó- ■vinanna. Trufluðu flugvjelar jvorar umferð á vegum að baki möndulherjunum, og var veg^ urinn vestur undir E1 Daba þak inn brennandi flutningatækj- uni óvinanna. Um nóttina gátu óvinirnir gert aftur við vegina að mestu leyti, en það var tekið til við þá snemma morguinn, FRAMH Á SJÖTTU SÍDU. Landsktflrstjórn úthlutar upp- bótarþingsætum Landskjörstjórn kom saman árdegis í gær til þess að út- hluta uppbótarþingsætunum. 'Gild atkvæði reyndust alls í kosningunum 59.668 og skiftust þannig á flokkana: Sjálfstæðisflokkur 23.001' atkv. FíamsóknarflokbuT' 15.869 — Sósíalistafiokbur 11.059 — Alþýðuflokknr 8.455 — Þjóðveldisflokkur 1.284 — Framsóknarflokkurinn hafði fæst atkvæði að baki hverjum 'kjörnum þingmanni, þ. e. 105714/15 atk\'. o.g var það hlutfallstala kosn inganna. Uppbótarsætin (11 að tölu) skiftust. milli hinria fiokk- anna þriggja, sem fengu kjörna þingmenu. Hlant Sjálfstæðisflokk- urinn 2 uppbótarþingsæti, Alþýðu flökkurinn 3;og SósíalistafJokbur- inn 6. ■ : Eftir að búið var að úthluta uppbótarsætunum voru bak við livern kjÖrinn þingmann Alþýðn- flokksins 1207 atkv., Framsókuar- flokksins 105714/Sósíalista- flokksins 11059/,n og Sjálfstæðis- flokksins 11501/ 20 atkv. Hefði þurft eitt uppbótársæti í viðbót til bess að náðst hefði fylsti jöfn- nður milii flokka, miðað við hlut- faílstöluna (1057) ; það þingsæti hefði Sjálfstæðisflokkurinn hlot.ið (hefði þá 1095®/2l atkv. verið að baki hverjum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins í stað 1150 atbv.). Landskjörnir þingmenn. Þessir verða landskjörnir þing ' menn flokkanna og varanienn; Sjálfstæðisflokksins; Pjetur Magiiússön, Gfsb Sveiiíssoni: Y'dia- tnenn : Stefán St.éfánsson. ÞorlöiÞ' nr JónSsöTi (Friðrik Þórðarson va»- íiæstur í röðiimi). J Alþýðuflokksins: Haraldur Guð mundsson, Barði Guðmundsson, Guðmundur I. Guðmundsson. Vara menn: Erlendur Þorsteinsson, Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann Fr. Guð mundsson. Sósíalistaflokksins: Sigurður Guðnason, Þórður Benediktsson, Lúðvík Jósefsson, Steingrímur Að alsteinsson, Kristinn. Andrjesson, Sigurður Thoroddsen. Varamenn: Þóroddur Guðmundsson, Ásmund- ur Sigurðsson, Gunnar Benedikts- son, Ásgeir Bi. Magnússon. Guðjón Benediktsson, Jóhann Kúld. Frú Steinunn Kristjánsdóttir, ekbja Alberts Þórðarsonar hanka- bókara, á 80 ára afmæli í dag. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína. Friðgeir -Jó- hannsson afgreiðslumaður og Ásta Hamiesdóttir. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.