Morgunblaðið - 06.11.1942, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. nóv. 1942.
Togarinn Jón Olafsson
Grein Arons
Guðbrandssonar
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU
fcomið hvort peningarnir verða
tinskisvirði eða ekki.
; Það er vitanlegt að ])jóðin kefir
beðið tjón á sálu sinni við her-
námið. Það tjón var sjálfskapar-
ýíti! Og nú höfum við það í hendi
okkar, hvort við eiguin að verða
úrkynja öreigalýður, sein hvggj-
Um þetta land í framtíðinni, eða
andlega og fjárhagslega sterk
Þjóð, sem gerir kröfu til sjálfs-
stjórnar, og bendir á mátt sinn
og meginn, málum sínum til stuðn
ings.
Það eru aðallega tveir hlutir,
sem valdið hafa glundroðanum
sem nú ríkir í fjármálum okkar.
|>að er kapphlaupið milli kaups
■og verðs á innlendum afurðum.
Þetta hefir verið kallað vanda-
málið mikla. Mjer finst það rangt
heiti. Nafnið er heimskan mikla.
Ef við ekki ráðum bót á þessum
hlutum, þá skeður það, að við
oyðileggjum kaupmátt krónunnar,
atvinnan verður engin og landbún-
aðurinn leggst í auðn. Þá væri
eins komið fyrir okkur eins og
hundinum. úr dæmisögu Esops,
sem slepti kjötstykkinu, sem hann
hafði í gininu, vegna þess að hann
sá sína eigin mynd í vatninu,
stærri hund með stærra kjötstykki
og vildi ná í það, en hafði svo
ekkert vegna ágirndar sinnar.
Bóndinn bjargar heyi sínu und-
an regni, hvort sem er á nóttu eða
degi, helgum degi eða rúmhelgum,
vegna þess, að reynslan liefir
sýnt honum það, að það er honum
lífsnauðsyn. Yið leggjum á okkur'
það erfiði að taka upp jarðar-
ávöxtinn á haustin og bjarga hon-
um í hús, vegna þess, að skynsem-
in segir okkur að það sje nauð-
synlegt, ef við eigum að geta
notið hans.
Nú segir skynsemin okkur að
það sje nauðsynlegt að gera eitt-
hvað til þess að bjarga þeim verð
mætum, sem við höfum grætt, og
til iþess að koma í veg fyrir það,
að við verðum að alheims atlilægi
þegar við viljum ráða málum okk-
ar sjálfir.
En hvað á þá að gera ? Fyrst
og; fremst þetta. Missum ekki
traustið á gjaldmiðli þjóðarinnar,
því það er hið sama og að tapa
traústinu á framtíðinni.
f öðru lagi, við VerðUr að taka
upp nýtt kerfi, sem atvinnu- og
framleiðslumálum þjóðarinnar
verði stjórnað eftir, að minsta
kosti á meðan þetta ástand ríkir,
þar sem hver einstaklingur þjóð-
arinnar léggur fram sinn skerf
án tillits til stöðu og stjetta.
-Jeg mun í annari grein bera
fram tillögur um þetta mál, sem
mjer þykja inest aðkallandi af
þeim málum, sem nú bíða úrlausn-
ar. Aron Guðbrandsson.
AU8AB krOitt TÚ { |h
««• |l«nipm frá I ! Uf
Sigurgeir Sigurjónsson
hœstaréttarmálaflutningsmaður
Skrifstofutími 10-12 og 1—6-
Aðalstrœti 8 , Sími 1043
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
skipið. Var sú aðstoð strax látin
í tje.
Þessar eftirgrenslanir, bæði af
hálfu umboðsmanns skipsins ytra
og einnig af Iiálfti breskra hernað-
aryfirvalda hafá engan árangur
borið. Ekkert hefir til skipsins
spurst og engin vei'ksummerki
fundist, er gefi til kynna, hver
afdrif þess hafi orðið. Bresku hern
aðaryfirvöldin gerðu strax skipum
og flugvjelum á þessum slóðum
aðvart, en þau urðu einskis vísari.
Skipshöfnin. *
Að sjálfsögðu er ekki útilokað,
að enn geti eitthvað komið í dags-
ljósið, sem upplýsi um afdrif skips
ins og sjómannanna. En, því mið-
ur verður að telja litla eða enga
von til þess, að nokkur sjómann-
anna hafi hjer komist lífs af. En
þeir voru 13 sjómennirnir á „Jóni
Olafssyni" og voru þeir þessir:
Sigfús Ingvar Kolbeinsson skip-
stjóri, Hringbraut 64, fæddur 19.
nóv. 1904, kvæntur og á 1 barn 8
ára.
Helgi Eiríksson Kúld 1. stýri-
maður, Sóleyjargötu 21, fæddur
21. apríl 1906, einhleypur.
Haraldur Guðjónsson 2. stýri-
maður, Lokastíg 15, fæddur 27.
apríl 1904, kvæntur og á 4 börn
16, 14, 10 og 8 ára.
Ásgeir Magnússon 1. vjelstjóri,
Hrísateig 10, fæddur 30. mars
1902, kvæntur og á þrjú börn 7,
3 og 1 árs.
Valentínus Magnússon 2. vjel-
stjóri, Hverfisgötu 82, fæddur 19.
júní 1900, kvæntur og á 2 börn
14 og 3 ára.
Guðmundur Jón Óskarsson, loft
skeytamaður, Reynimel 58, fædd-
ur 5 ágúst 1918, einhleypur.
Gústaf Adolf Gíslason mat-
sveinn, Fálkagötu 19, fæddur 20.
júlí 1905, kvæntur og á 7 börn 10,
9, 8, 7, 3, 2 og 1 árs.
Sveinn Magnússon háseti, Kára-
stíg 8, fæddur 25. júní 1911,
kvæntur og á 1 barn 4 ýra.
Vilhjálmur Torfason háseti,
Höfðaborg 61, fæddur 25. apríl
1906, kvæntur og á 4 börn 7, 6, 4
og 1 árs.
Jónas Hafsteinn Bjarnason, há-
seti, Vík við Langholtsveg, fædd-
ur 8. 'júní 1918, kvæntur og á 1
barn 4 ára.
Erlendur Pálsson háseti, Hjálm-
stöðum í Laugardal, fæddur 18.
jan. 1910, einhleýpur.
Karel Ingvarsson kyndari,
Lambastöðum, Seltjarnarnesi,
fæddur 24. jan. 1899, kvæntur og
á 1 barn 2 ára.
Þorsteinn Hjelm kyndari, fædd-
ur 5. okt. 1918, einhleypur, á móð-
ur á lífi.
eru horfnir, voru 9 kvæntir og
áttu 24 börn. Bætist því enn drjúg
um við ekknahóp sjómannastjett-
arinnar og barnahópinn föður-
lausa.
Sögusagnir hafa 'gehgið um það
hjer undanfarið, að farþegar hafi
verið með „Jóni Ólafssæni“ þessá
ferð. En framkvæmdastjóri Alli-
ance fullýrðir, að svo hafi ekki
verið. Umboðsmaðúrinn vtra sími
jafnan strax og skip leggur úr
höfn, ef farþegar eru með. Hann
hafi ekkert getið um farþega að
þessu sinni, og ekki heldur síðar,
eftir að farið var að óttast uin
skipið og hann beðinn að hefja
eftirgrenslanir. Má því telja víst,
að ekki hafi aðrir verið með skip-
inu að þessu sinni éú hin lög-
skráðá skipshofn.
„Jón Ólafsson“.
Togarinn „Jón Ólafsson“ var
yngsta skipið í logaraflota okkar.
Hann var bygður í Englandi 1933.
Alliance keypti skipið 1939 og
kom það hingað 29. mars það ár.
Var skipið þá í fullkomnu standi
og fór strax til veiða. „Jón Ól-
afsson“ var talinn eitt besta sjó-
skip í flotanum og var riiikið af
látið, hve göðUr hann væri að
toga. Hann var 425 br. smálestir.
Guð huggi þá ...
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
stari spyrjandi út í myrkrið. En
er vjer nú spyrjum um þá, sem
fóru að heiman og voru á heim-
leið, skal hugsað um þessi alkunnu
orð, er í dag, eins og svo oft áð-
ur, skulu vera til huggunar í sárri
raun: Jeg stari beint í myrkur,
ef mjer ei lýsir ljósið þitt.
En þetta er huggunin, að þetta
Ijós lýsir. Það er ekki hægt að
slökkva á vltanum. Ljósinu skal
varpað út á hið dimma sorgarhaf.
Dapurt er um það að hugsa, að
djúpið á sinn val. Sárt söknum
vjer hinna dáðrökku vina. Vjer
geymum nöfn þeirra í heiðri. Þeir
voru trúir alt til dauða. Vjer
hugsum með lotningu og þakklæti
um starf þeirra og fórn.
Blessuð sje minning þeirra.
Huggun og kraftur veitist ást-
yinum þeirra. Það mega hinir sorg
bitnn vita, að á þessum dögum
er með samúð og í kærleika húgs-
að til þeirra, sem um sárt eiga að
binda.
Sú samúð skal vera í fylgd með
þeirri bæn, að ljós huggunarinnar
megi loga skært.
Guð hjálpi grátendum. Gleym-
um því ekki, að ofar öllum skýj-
um er himininn bjartur. Enn skal
það sjást og sannast, að himneskt
Af þeim 13 sjómönnum, sem nú ljós lýsir ský.
Bj. J.
Tilkvnning
Þar til öðruvísi verður ákveðið,, verður leigugjald
fyrir vörubíla á innanbæjarakstri sem hjer segir:
Dagvinna kr. 13.86, með vjelsturtum kr. 18.50.
Eftirvinna kr. 16.99, með vjelsturtum kr. 21.63.
Nætur- og helgidagavinna kr. 20.11, með vjelsturtum kr.
24.75.
Vörubílasíöðin Þróttur
Hilaveitan
FRAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU.
rækilega, en bæjarráð samþykti
að samningur þessi verði gerður
við verðfræðingafirmað Höjgaard
og Schultz.
Til þess liggja þessar megin-
ástæður að bæjarráð vill fela
þessu firma framhald verksins.
Með því móti er það best trygt
að verkið geti nú haldið áfram
tafarlaust.
Verkfræðingai' þeir. sem að
þessu hafa unnið, hafa til þess öll
tæki og mesta reynslu.
Ef frá því yrði vikið og samið
við aðra leiddi það til flóltins mála
reksturs.
En ef svo kynni að fara að ein-
hverjir ágaílar fyndust á verkinu,
þá gæti risið um það vafi hver
ætti sök á þeim, ef verktakar yrðu
tVeir.
Boi'garstjóri gat þess ennfrem-
ur, að greiðslú' fyrir verkstjórn,
umsjón, skrifstofuhald og annað
slíkt væri tiltölulega lægri, til
Höjgaard og Srhultz, en bærinn
ætti að venjast við aðrar fram-
kvæmdir.
Þá vjek hann að lántökunni.
Fyrir bæjarráði í fyrradag lá
brjef frá stjórn Landsbankans,
þar sem bankinn býðst til að taka
að sjer og ábyrgjast sölu á 10
milj. króna skuldabrjefum og sjeu
7 miljónir til 20 ára með 4% vöxt-
um, en 3 miljónir til 5 ára með
3%% vöxtum. Fyrir að annast og
taka ábyrgð á sölu allra brjef-
anna tekur bankinn 2% í þóknun
af 20 ára brjefunum, en 1%% í
þóknun af 5 ára brjefunum.
Rödd hefir hevrst um það, aðj
þessi greiðsla til bankans sje ó-
hæfilega há. Jeg er ekki á þeirrb
skoðun. Bænum er það mikilsvirði
að bankinn taki þetta að sjer, og
ábyrgist sölu allra brjefanna, ekki
síst þar eð bærinn þarf fljótlega
á Öðru„ stóru láni að halda, en
óvíst hve auðvelt er að fá selda
svo mikla skuldabrjefafúlgu með
eltki hærri vöxtum. Það er hagur
fyrir bæinn, ef almenningur sinnir
meir en verið hefir skuldabrjefa-
kaupum og setur sparifje sitt í
þau. Er þetta mikilsverð byrjun.
En lánskjör þessi hagstæðari fyr-
ir bæinn en verið hafa á fyrri
lánum.
Alllangár úmræðúr urðú úm
málið. En síðan var fyrri tillagan,.
um verksamninginn við Höjgaará
og Schultz, samþj’kt með sam-
hljóða atkvæðum, meði; ydðbótar-
tillögu frá Haraldi Guðmúndssyns
um það að eftirlit með fram-
kvæmd verksins yrði aukin, frá
því sem verið hefir.
Innkaup ð rafmagns-
vórum í Amerfku
Atvinnumálaráðherra hefir
falið Jakob Gíslasyni for-
stjóra Rafmagnseftirlits ríkis-
ins, að fara til Ameríku og’
dveljast þar nokkra mánuði og'
aðstoða við innkaúp á allskonai
rafmagnsvjelum, tækjum og
leiðslum, sem keypt er til lands-
ins. Þykir nauðsynlegt að hafa
þar vestra sjerfræðing á þessu
sviði, því að mikið veltur á, a5
gerð sjeu rjett innkaup og hag-
kvæm. Hefir ágætur maður
vestra, Grettir Á. Eggertsson
aðstoðað við þessi innkaup, en
hann er ekki nægilega kunn-
ugur, hvað okkur hentar hjer
heima. Mun Jakob Gíslason fara
bráðlega vestur.
Egyptaland
FRAMH AF ANNARI SÍÐU.
eftir þann sama dag og megiia
áhlaupið byrjaði“.
FLUGVJELATJÓN
1 GÆR
Cairotilkynningin í gær herm
ir, að þann dag hafi banda-
menn skotið niður 13 flugvjelar
möndulveldanna. Fjórtán flug-
vjela bandamanna er saknað.
Árni Jónsson frá Múla juætti á
bæjmstjórnarfmidi í gær. Mnn
það vera í annað eða þriðja sinn
sem hann hefir komið þangað síð-
an kosningar fóru fram í mars.
Með honum komu nokkrir álieyr-
endur og voru þeir fremstir í
flokki Jónas Þorbergsson útvarps-
stjóri og Sigurður Jónasson for-
'stjóri. Flestir af áheyrendum hans
voru horfnir úr salnum áður en
hann hafði lokið ræðuhöldum sín-
um- Fór Sigurður eftir fvrstu
ræðu hans en Jónas eftir aðra.
Verð é sandi, möl og mulningi
frá sandtöku og grjótnámi bæjarins
verður frá 5. nóvember 1942 sem hjer segir:
Sandur kr. 1.65 pr. hektolítra
Möl nr. I _ 1.90 — —
Möl nr. II _ 3.65 — —
Möl nr. III — 2.60 — * —
Möl nr. IV — 1.75 — —
Óharpað efni _ 0.45 — —
Salli _ 5.40 _ _
Mulningur I _ 6.10 — —
Mulningur II _ 6.10 — —
Mulningur III _ 4.70 _ _
Mulningjir IV — 4.70 — —
Bœfarwerkfrœtlixigai*