Morgunblaðið - 03.01.1943, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Suimudagur 3. janúar 19431
Nýársræða ríkis«ljóra:
Fjögur
meginatriði frelsisins
Ríkisstjóri, Sveinn Björns-
son, í'lutti á nýársdag út-
varpsræðu til þjóðarinnar. —
Fer ræða ríkisstjóra hjer á
eftir:
Kæru hlustendur.
Yið byrjun nýja ársins
hvarflra hugurinn til ársins,
sem leið.
Oss ber fyrst að minnast
hetjanna okkar á sjónum, sem
hafa fórnað dýrmætu lífi sínu
vegna fósturjarðarinnar á ár-
inu sem leið. Vjer minnumst
þeirra í dýpstu lotningu og
sendum eftirlifandi nánustu
vinum þeirra hugskeyti kær-
Jeiks og samúðar.
★
Árið sem leið hefir verið
órólegt ár hjer á landi á sviði
.stjórnmálanna. Við vitum öll
um þau mál, og er því óþarft
að rifja þau upp. Jeg vona að
síðustu viðburðir ársins á því
sviði megi á einhv-srn hátt leiða
til góðs. T.táske erum við ná-
lægt því að komast yfir örð-
ugasta hjallann í bili.
í þessari von vil jeg biðja
ykkur, sem heyrið mál mitt,
að horfa með mjer fram á leið.
★
Ýmsir merkir stjórnmála-
menn og hermálasjerfræðingar
úti í heimi hafa látið uppi þá
bjartsýnu von, að ófriðnum
mikla verði lokið á þessu ári.
.Slíkt er auðvitað eingöngu von
«g fjarri því að vera nokkur
vissa. En möguleikinn á því
ætti að rjettmæta það, að við
beinum í dag athygli að við-
horfinu er ófriðnum lýkur.
Merkur breskur stjórnmála-
maður sagði á árinu sem leið
■eitthvað á þessa leið: „Það er
Jífsnauðsyn að beita ítrustu
•orku vorri að því að vinna
stríðið. En þaö er líka lífsnauð-
•syn að gefa sjer tóm til þess
að gera áætlanir um framtíð-
ina“. Vjer Islendingar, sem veg
um ekki með vopnum í ófriðn-
um, gætum tekið undir þetta
á þessa leið: „Það er lífsnauð-
.syn að beita ítrustu orku vorri
til að sameinast um að sigrast
A þeim vandræðum sem ófriðar
ástandið hefir skapað oss. En
það er oss líka lífsnauðsyn að
^efa oss tíma til þess að gera
.áætlanir um framtíðina“.
I því sambandi vil jeg leiða
athygli að ummælum mikils-
mennisins Rossevelts Banda-
ríkjaforseta, sem eru tveggja
ára gömul. Þegar þá, í janúar
1941, þjappaði hann saman
í fá ohð því, sem hann taldi að
vrera takmark lýðræðisþjóðanna
að ófriðnum loknum. Hann orð-
aði það þannig, að tryggja bæri
þjóðunum ferfalt frelsi: 1. Mál-
frelsí. 2. Trúarfrelsi. 3. Frelsi
án skorts. 4. Frelsi án ótta.
Þetta gengur oft undir nafn-
Jnu fjögur atriðin hans Roose-
velts. Þeir, sem Jesa erlend
hlöð að jafnaði, hljóta að hafa
tekið eftir því, að oftar og oft-
ar minnast menn á þessi fjögur
atriði í umræðum og athugun->
um um framtíðina. Við skulum
athuga þau stuttlega hvert fyr-
ir sig.
1. Málfrelsi. Margur kann að
áð hugsa eitthvað á þessa leið,
að þetta sje ekkert markmið
fyrir íslendinga. Oss sje trygt
málfrelsi í stjórnraskránni.
Ef vel er að gætt, þá sjáum
við fyrst að til eru þjóðir í Norð
urálfunni, sem ekkert málfrelsi
er trygt í stjórnarskrá þeirra.
málfrelsi í stjórnarskránni eins
og hjá okkur, en er meinað að
En aðrar þjóðir sem hafa trygt
nota það af þeim, sem hafa her
numið Jönd þeirra. Já, mönnum
er í sumum löndum bannað,
jafnvel að viðlögðu lífláti, að
hlusta á annað en það, sem
þeir er völdin hafa, vilja að
þeir hlusti á. Og í enn öðrum
löndum er málírelsið takmark-
að af ófriðarástæðum. Þetta
gæti alt komið fyrir okkur eins
og aðra.
Jeg efast um að það sjeu
margar þjóðir, sem njóta, sem
stendur, eins mikils málfrelsis
og við íslendingar. Slíkt fáum
við aldrei metið um of. En
notum við málfrelsið vel?
Syndgum við aldrei á því sviði?
I 68. gr. stjórnarskrárinnar,
sem tryggir málfrelsi á Islandi
segir: „Hver maður á rjett á
að láta í Ijós hugsanir sínar á
prenti, þó verður hann að
ábyrgjast þær fyrir dómi“.
Jeg held að það hafi komið
fyrir nokkuð oft hjer á landi
undanfarið ár, að eitthvað hafi
veri ðsagt opinberlega eða birt
á prenti, sem ekki mundi stand-
ast ábyrgð fyrir dói ef leitað
væri til dómstólanna út af
slíku, og harma jeg það alls
ekki. Hinsvegar harma jeg það
ef einhverjir kynnu að hugsa
sem svo, að ýmislegt megi segja
órjettmætt, ósæmandi eða
móðgandi um aöra, annaðhvort
af því þeim muni ekki verða
stefnt fyrir dóm, eða af því
þá muni ekki um að greiða ein-
hverja sekt, ef stemt verður og
dæmt.
Það væri æskilegt að til
væri nógu góður dómstóll í
landinu, sem tæki þessi mál
fyrir án stefnu og málaferla.
Sá dómstóll, sem jeg hjer lýsi
eftir heitir: almenningsálitið.
Hann gæti læknað margt á-
byrgðarleysi um notkun mál-
frelsisins. Það er von mín, að
þessi dómstóll starfi meira á
þessu sviði, en verið hefir. Þá
fær málfrelsisákvæði stjórnar-.
skrárinnar meira innihald. Þá
munum við geta notið mál*
frelsisins, sem okkur er trygt,
sjálfum okkur og allri þjóð-
inni til meiri heilla en áður.
málfrelsið er helgidómur, sem
við viljum aldrei sleppa ó-,
neyddir. En við ættum að sýna
þessu mhelgidómi meiri rækt
og alúð.
2. Trúarfrelsi. Það er okkur
einnig trygt í stjórnarskránni,
í 5. kafla hennar. Þar segiri
m. a.: „Landsmenn eiga rjett
á að stofna fjelög til að þjóna
guði með þeim hætti, sem best
á við sannfæringu hvers eins“,
og „Enginn má neins í missa af
borgarlegum' og þjóðlegum
rjettindum fyrir sakir trúar-
bragða sinna . . .“ Menn kunna
að hugsa að þessvegna sje hjer
heldur ekki um neitt takmark
að ræða fyrir okkur. Við höf-
um trygt trúarfrelsi.
Úti í löndum er mönnum
neitað um það, sem stjórnar-<
skráin tryggir okkur á þessu
sviði. Frændum okkar Norð-
mönnum, sem eiga líka ákvæði
í sinni stjórnarskrá, hefir ver-
ið fyrirskipað að sleppa trú
sinni og taka trú valdhafanna
þótt ósamræmanleg sje trú
þeirra og sannfæringu. Frænd-
ur okkar neita þessu, þola þján
ingar fyrir, og vekja með því
aðdáun okkar. Reynt er að
eyða heilum trúarflokkum, sem
skipta miljónum. Reynt er að
þvinga valdhafatrú eða heiðni
á tugmiljónir manna. Alt þetta
gæti komið yfir okkur. Því
fáum við aldrei ofmetið að hafa
okkar trúarfrelsi.
En hvernig notum við okkur
þetta frelsi?
) Stundum er málfrelsinu beitt
til þess að gera lítið úr guðs-
j trú okkar, jafnvel hæðast að
henni. Og þá getur komið fyrir
sum okkar að vera svo veik á
svellinu að við þorum ekki að
kannast við guðstrú, gagn-
vart sjálfum okkur og öðrum.
Jeg held að allar manneskj-
| ur sjeu í heiminn bornar með
;trúarþörf. Þörf til þess að
trúa á mátt, sem er æðri okkar
i ’
mætti. Enda liggur það svo
að segja beint við. Hvað verð-
ur úr mætti okkar mannanna,
þrátt fyrir allra fullkomustu
tækni nútímans, er við lítum
til alheimsins eða náttúrunnar
í kringum okkur? Hnötturinn
okkar, með sjálfum okkur og
! öllu því sem á þessum hnetti
er „lifað og barist móti“, er
og verður ekki nema eins og
sandkorn á sjávarströnd, borið
saman við það sem við þykj-
umst vita eitthvað um af himin
geymnum. Við mennirnir, dýrin
og blómin á akrinum eru miklu
fullkomnari en nokkuð það,
1 sem mesta tækni nútímans get-
ur framleitt. Og ekki má
gleyma hinu undursamlega
samræmi í þessu öllu. Hvað
annað en okkur óendanlega
1 miklu meiri máttur getur verið
höfundur alls þessa?
Það kemur fyrir að trúar-
þörf einstaklingsins beinist að
tilbeiðslu stjórnmálamanna,
kenninga þeirra eða einhverra
umbótakerfa, og lætur guðs-
trúna sitja á hakanum. Stund-
um vilja sumir þessara einstakl
inga halda því fram sjer til
afsökunnar, að kirkjunni hafi
oft skjátlast, hún hafi misskilið
mennina, ekki viðurkent í verki
boðskap Krists, jafnvel mis*
notað eða misbeitt valdi sínu
yfir sálum mannanna. En slík
rök fyrir því að afneita guðs-
trúnni finnast mjer jafn ósann-
gjörn eins og t. d. að telja
ekki nauðsyn á því að hlýða
landslögum vegna þess að ein-
hver yfirvöld hafi á einhverj-
um tímum misskilið þessi lög
eða misbeitt þeim.
Ef menn hafa slíka sann-
færingu um tilbeiðslu stjórn-
málamanna, kenninga þeirra
og umbótakerfa, þá er þeim það
auðvitað frjálst; því engum
ber að breyta gegn sannfær-
ingu sinni og samvisku. En jeg
held að guðstrúarfrelsið og
guðstrúin reynist traustari til
að byggja á framtíðina.
3. Frelsi án skorts — eða,
máski rjettnefndara á íslensku
öryggi gegn skortL Fyrir ls-
lendinga, kann einhver að
segja, er þetta heldur ekkert
markmið. 66. gr. stjórnar-
skrárinnar felur í sjer ákvæði
sem fullnægja þessu. Þar segir:
,.Sá skal eiga rjett á styrk úr
almennum sjóði, sem eigi fær
sjeð fyrir sjer og sínum, og
sje eigi öðrum skylt að fram-
færa hann, en þá skal hann
vera skyldum þfeim háður, er
lög áskilja". Þeim, sem telja
þennal lagabókstaf nægilegt
öryggi geg'n skorti, vil jeg
benda á að rannsaka gaum-
gæfilega hvernig þetta ákvæði
hefir verið í framkvæmdinni
þau 70 ár, sem það hefir stað-
ið í stjórnarskrá okkar.
Merkur breskur hagfræðing-
ur Sir William Beveridge, hefir
nýlega gert áætlún og til-
lögur um, hvernig skapa megi
í framtíðinni öryggi gegn skorti
eftir þvf sem aðstæður eru þar
í landi, Stóra Bretlandi. Hann
hefir nýlega skilað bresku
stjórninni skýrslu sinni og til-
lögum, sem hann vann úr í
þrjú missiri, með aðstoð margra
manna. Aðstæður þar í landi
eru í mörgu ólíkar okkar að-
stæðum, þótt ýmislegt sje hlið-
stætt. Því skal jeg ekki fara
nánar út í þessar tillögur, enda
gæti það orðið altof langt mál.
Þær eru bygðar á tryggihgar-
grundvelli með iðgjöldum frá
öllum borgurum og styrk frá
því opinbera. En jeg vil benda
á nokukr ummæli Sir Williams
í sambandi við þessa áætlun
hans. Hann segir: „Þrautirnar,
sem við er að glíma á þessu
sviði í Bretlandi eru: skortur
á lífsveðurværi, veikindi, van-
þekking, umhyggjuleysi, óholl-
usta og aðgerðarleysi.
Skortur á lífsviðurværi var
það, sem jeg ætlaði mjer aðal-
lega að fást við samkvæœt
áforminu upprunalega. Með
framkvæmd tillagna minna,
með eða án umbóta á þeim,
ætti að vera hægt að koma í
veg fyrir að nokkurn vanti það,
sem þarf til líkamslegs lífs-
viðurværis.
Veikindi. Það ætti að vera
hægt að skipuleggja hagnýtar
ráðstafanir gegn veikindum og
lækningar þeirra, og nái só
þjónusta til allra borgara og
liverskonar veikindahjálpar.
Vanþekking. Fræðsla er ekki
einungis nauðsynleg í skólum
fyrir börn og unglinga. Fræðsla
fullorðins fólks er jafnáríðandi
því ekkert lýðræðisríki hefir
ráð á því, að meðal bograra
þess sje þekkingarskortur á
eðli þjóðfjelagsins og viðfangs-
efnum þess á sviði fjármála og
stjórnmála.
Umhyggjuleysi og óholíusta.
Það þarf betri skipuíagningu
í borgum og sveitum, betri skip
un atvinnu og viðskipta, miklu
fleiri og betri hús.
Aðgerðarleysi. Á þessu sviði
þarf ekki eingöngu að koma í
veg fyrir venjulegt a.tvinnu-
leysi, heldur og hópatvinnu-
leysi.
★
Tilgangur minn með því að
benda á þetta er sá, að vekja
athygli á því, að með öðrum
þjóðum hefi rekki verið látið
nægja að setja mark um at-
hafnir á þessum sviðum að
ófriðnum loknum, heldur en
nú þegar farið að vinna mark-
vist að þessu. Sir Williana
Beveridge hefir unnið að áætl-
un sinni og tillögum sleitu-
laust í þrjú missiri. önnur þrjú
misseri, eða lengri tíma, má
búast við að þing og stjórp
Breta þurfi til, þess að átta sig
á þessum áformum og skipa
þessum málum með lögum. Ef
það er vilji okkar að reyna að
fylgjast með hinum lýðræðis-
þjóðunum, þá má ekki draga
of lengi að fara að gera áætl-
anir. Þær taka sinn tíma engu
síður hjá okkur en Bretum.
Þær verða hjer eins og þar
að byggjast á innlendum
grunni, með fullu tilliti til þjóð
legra ástæðna, fjárhags, at-
vinnuhátta íslendinga frá fornu
fari, atvinnumöguleika á fram-
tíðinni og ýmsu öðru. Slíkt get-
um við ekki flutt óbrejdt inn
frá öðrum löndum með alt
öðrum viðhorfum, ef vel á að
fara.
4 og síðasta atriðið var frelsi
án ótta. Hjer færi máske betur
við íslenskuna oð nota orðið
öryggi gegn ótta.
„Vígi mitt er heimili mitt"
er gamalt breskt orðtak, seirt
margir kannast við. Einn af
aðalkostum rjettarríkis er öis
yggi einstaklingsins gegn
áreitni annara. 1 stjðrnarskrá
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU-