Morgunblaðið - 03.01.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. janúar 1943/
e
nefnist ný giertegund, sem framleidd er í ströngum.
Gler þetta er beygjanlegt og klippanlegt, þolir veður og vind
og einangrar vel fyrir kulda. Það er óbrjótanlegt og hleypir
í gegnum sig 60 sinnum meira útfjólubláu ljósi heldur en
venjulegt gler. Það er því mjög heilsusamlegt.
SÓLGLER er mjög heppilegt í hverskonar útihús til sjávar
og sveita, í gróðurhús, vermireiti, sólskýli og sóltjöld.
Hvert heimili í kaupstöðum og kauptúnum ætti að eiga einn
stranga af SÓLGLERI þó ekki væri nema sem varúðarráð-
stöfun ef loftárás skyldi bera að höndum og rúður brotna.
SÓLGLERIÐ sem er í 15 metra löngum og tæplega meters
breiðum ströngum kostar aðeins kr. 130,00 stranginn. —
SÓLGLER er þannig þrefalt ódýrara en venjulegt gler.
Sent í póstkröfu hvert á land sem er.
Einkaumboðsmenn:
Gísli Halldórsson h.f.
Sími: 4477.
Nokkrir trjesmiðir
helst eitthvað vanir húsgagnasmíði, geta fengið góða at-
vinnu við skipainnrjettingar nú þegar. Eftirvinna er unnin
daglega. Sjerstaklega hentugt tækifæri fyrir menn úr
Reykjavík eða annarsstaðar frá.
Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar.
Júl. V. Nýborg.
Tilkynning
Hjer með tilkynnist að vjer höfum flutt vjelsmiðjuna
í hin nýju húsakynni vor við Seljaveg (gengið frá Vestur-
götu). — Skrifstofurnar verða fyrst um sinn á sama stað
og áður. — Símar: Skrifstofan 1365 (2 línur). Verkstjór-
ar: 1368. Efnisvarsla: 1369.
Gleðilegt nýár. Þökkum viðskiftin á iiðnu ári.
Vjelsmiðjan Héðinn.
SIGLINGAB
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliíorú’s Associated Lines, Ltd.
26 LONDON STREET,
FLEEIWOOP
Ullarsokkar Silkisokkar
Bómullarsokkar
Skinnhanskar, fóHraóir
Dyngfa, Laugav. 25.
BEST AÐ AUGLtSA I MORGUNBLAÐINU
Ræða rikissljóra
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU
okkar er og ákvæði um þessi
efni. Meðal þeirra er þetta á-
kvæði í 62. gr.: „Heimilið er
friðheilagt“. — Þegar jeg var
drengur í Reykjavík þótti ekki
nauðsynlegt að læsa húsum sín-
um á nóttunni. — Þetta hefir
breitst síðan. Ætli okkur hætti
ekki við því að gleyma því,
hve ómetanlegt er að þurfa
ekki að óttast árás annara á
„vígi heimilisins“? Reynt er að
tryggja þetta heimilisöryggi og
annað öryggi borgaranna með
ýmsu móti. Með löggæslu, með
banni gegn því að bera vopn
o. s. frv. En máske felst besta
öryggið í framferði hvers ein-
staklings. Ef hann áreitir ekki
aðra er ósennilegra að hann
verði áreittur af öðrum.
En hjer er og átt við annað
og meira en einstaklingaha.
Landið, sem þjóðirnar byggja,
er heimili hverrar þjóðar um
sig. Frelsi og sjálfstæði þjóð-
arinnar er henni fyrir öllu.
Hve mikilvægt það væri að
geta öðlast öryggi um það og
þurfa ekki að óttast utanað-
komandi árásir eða yfirráð
annara, hafa viðburðir síðustu
ára mint okkur eftirminnilega
á. —
Það má tryggja þetta frelsi
og sjálfstæði með ýmsu móti
eiíis og einstaklingsfriðinn. —•
Með alþjóðalöggæslu, með af-
vopnun árásarþjóða og með
því að áreita ekki aðra. Því
er vopnlausri þjóð eins og okk-
ur nauðsynlegt, að haga svo
skiptum okkar við aðrar þjóðir
að við verðum ekki vændir um
óáreiðanleik í þeim viðskiptum,
og að við komum þar ekki fram
svo að vansæmandi sje menn-
ingarþjóð. Og við þurfum að
vera við því búnir að leggja
okkar skerf til, í einhverju
formi, ef alþjóðalöggæslu verð-:
ur komið á:
★
Af því, sem jeg hefi sagt,
er ljóst, að jeg tel fjögur at-
riðin hans Roosevelts athugun-
arverð einnig fyrir Ilslendinga.
Ákvæði stjórnarskrárinnar sem
jeg hefi nefnt eru, auk annara
ákvæða hennar, ávöxtur hug-
sjóna sem miklir andans menn
börðust fyrir á 18. öldinni. Þau
voru lögfest víða í löndum
upp úr stjórnarbyltingunni
frönsku fyrir meir en 150 ár-
um. Því er síst að fprða að þau
þurfi endurskoðunar við nú,
þótt þau hafa enn mikið gildi,
endurskoðunar sem byggist á
reynslu hálfrar annarar aldar
með öllum þeim stórkostlegu
breytingum, sem orðið hafa á
þessum tíma, með sífelt vax-
andi hraða.
★
Áður eii jeg lík máli mínu
! vil jeg minnast á smáatvik,
sem fyrir hafa borið á árínu
sem leið.
Einn góðan veðurdag var
jeg að spjalla við góðvin minn,
sera ljest í sumar, sendiherrann
breska. Talið barst að svo
hversdagslegu efni sem íatnaði.
Hann sagði eitthvað á þá leið,
að hann gengi ekki eins vel bú-
inn og hann hefði vanist, en
sjer liði eigi ver fyrir því. —
Ástæðan var þessi: Skömtunar
seðlarnir í Bretlandi leyfðu
ekki að fá sjer nema ein föt
á ári. Að vísu væri hann hjer
á Islandi, þar sem engin fatn-
aðarskömtun væri; hann gæti
því klætt sig sem fyr. En þá
væri hann að nota aðstöðu
sína til þess að skapa sjer betri
kjör um þetta en aðrir landar
sínir hefðu. Hann vildi heldur
ganga í fötum sem væri dálít-
ið farin að slitna. Manni liði
best þegar maður hlýddi því
„sama sem hinir“.
Nokkru síðar var jeg í fyrsta
skipti í kvöldverðarboði í amer-
ískum herbúðum, hjá yfirhers-
höfðingja Bandaríkjanna hjer
á landi. Meðal gestanna voru
m. a. yfirhershöfðingi alls hers
Bandaríkjanna og yfirflota-i
foringi alls Bandaríkjaflotans.
Við fengum að borða óbreyttan
og vel tilbúinn mat, skamtað-
ann á diskum, en fyllilega næg-
an. Gestgjafinn ljet orð falla
við mig undir borðum um að
þetta væri ekki veislumatur á
íslenskan mælikvahða. En í
herbúðum hans fengu allir
samskonar mat,æðstu yfirmenn
og lægstu undirmenn. Þetta
var á sunnudegi og á matseðl-
inum var sunnudagsmatur. Jeg
vissi þetta ekki áður, en jeg
gleymi því aldrei hve mjer
hlýnaði um hjartaræturnar við
að kynnast þessu. Þarna kom
aftur fram sama hugarfarið,
að manni liði best með því að
hafa það „eins og hinir“.
Þessi smáatvik má nota sem
dæmi þess hvernig merkir
menn tveggja stórþjóða, sem
eiga í ófrðii, hugsa og breyta.
Jeg hefi heyrt og lesið um
margt sem staðfestir, að þann-
ig sje hugarfarið alment sem
stendur hjá þessum stórþjóðum
og hjá mörgum öðrum þjóðum.
Og þetta hugarfar mun að
minni skoðun hjálpa þeim til
þess að vinna ófriðinn, og til
þess að „vinna friðinn“ á eftir.
Mjer er kunnugt um hitt
og þetta hjer á landi, sem ber
vott um að slík hugarfarsbreyt
ing- sje ekki orðin svo almenn
enn með okkur sem skyldi.
Jeg held að það sje nauðsyn-
legt, ef ,við eigum að yfirbuga
vandkvæðin sem ófriðarástand-
ið hefir skapað okkur að hug-
arfarið breytist í þessa átt,—
Og jeg efast um að við verð-
um megnugir að vera með í því
að „vinna friðinn" að ófriðnum
loknum, nema okkur takist að
eignast slíkt hugarfar og breyta
samkvæmt því.
Því er það fyri ósk mín til
íslensku þjóðarinnar í dag, að
við megum á árinu eigfnast
meira af því hugarfari, sem
jeg hefi lýst, en við höfum
átt til þessa.
I Jeg á einnig aðra ósk.
Góðvinur föður míns sagði
við mig fyrir tuttugu árum,
að faðir minn hefði einu sinni
mælt við sig eitthvað á þessa
leið: „Ef állir Islendingar, sem
komnir eru til vits og ára,
gerðu sjer það að reglu að
lesa Fjallræðuna ekki einu
sinni heldur of á ári mundi ís-
lenskuþjóðinni farnast betur
en ella“.
Nú vil jeg gera þessi um-
mæli föður míns að nýársósk
til ykkar, sem heyrið mál mitt,
og til allrar íslensku þjóðarinn-
ar. Jeg óska þess að þið lesið
Fjallræðuna, lesið hana oft. —
Máske vildi eitthvert blaðanna
ljá Fjallræðunni rúm við tæki-
íæri. Þeir sem vildu gætu klipt
hana úr blaðinu og geymt hana
Þótt fjallræðan sje lesin oft
munu menn ekki þreytast á
lestrinum. En hún þarf að les-
ast með athygli og einlægum
vilja til góðs.
Með þessum orðum öská
jeg fósturjörðinni alls velfarn-
aðar á árinu sem nú er að
byrja. Jeg óska ykkur öllum,
öllum Islendingum, sjerhverj-
um manni og sjerhverri konu,
ungum og gömlum
gleðilegs nýárs.
Gamlðrskvðld
FBAMH. AF ÞRIÐJU SlÐU.
ur hópurinn lögregluna á lög- ‘
reglustöðina og er með 'ærsl og
læti fyrir utan stöðina.
Þetta endurtók sig á gamlárs-
kvöld og á 12. tímanum hafði
safnast mikill mannfjöldi fyrir
framan stöðina. Höfðu sumir í
hópnum safnað steinum og grýttu
þeim á lögreglustöðina og brutu
nokkrar rúður.
Lögreglan tók þá til þess ráðs,
að s'prauta, vatni á mannfjöldann
og dreifði honum þannig. Síðan
gerðu lög regluþjónamir útrás og
tókst. brátt að koma mannfjöld-
anum burt frá stöðinni.
Ekki kom til handalögmáls í
þessari viðureign og enginn mað-
ur slaðist svo orð sje á gerandi,
eri þó munaði stundum mjóu, að
menn yrðu fyrir slysum í grjót-
kasti.
Steinvala lenti á höfði norsks
hermanns og fjekk hann sár fyr-
ir ofan auga. Flutti lögreglan
hann á sjúkrahús. Ekki var steini
þessum miðað á hermannin, held
ur var hann svo óheppinn að
verða fyrir honum.
Loks gat Erlingur Pálsson
þess, að lítið hefði verið ura
sprengíngar á gamlárskvöld, enda
mun almenningur ekki hafa átt
kost á að kaupa flugelda nje
sprengiefni.
Dansleikir voru í öllum sam-
komuhúsum bæjarins og fóru yfir
leitt vel fram.
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Hjördís Pjet-
ursdóttir (Þ. J. Gunnarssonar,
stórkaupm.) og stud. oec. Bergur
Sigurbjörnsson og einnig ungfré
Laura Claessen (Eggerts Claes-
sens, hrmflm.) og stud. oec. Hjört
ur Pjetursson (Þ. J. Gunnarsson-
ar). /;