Morgunblaðið - 03.01.1943, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. janúar 1943.
5
|ílorgtmMaM5
I 'Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
| Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
í Rltstjórar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Auglýstngar: Árni 6la.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiCsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 6.00 á mánuBl
innanlands, kr. 8.00 utanlands
í lausasölu: 40 aura eintakiC.
50 aura metS Lesbók.
Stjóroin oq blöðin
Ríkisstjórnin boðaði blaða-
menn á fund sinn í gær.
Forsætisráðherra, dr. jur. Björn
í>órðarson, gat þess við blaða-
mennina, að þessi ríkisstjórn
liefði að því leyti þá sjerstöðu,
að hún nyti ekki beins stuðnings
neins ákveðins blaðs eða blaða,
svo sem venjan hefði verið með
fyrri stjórnir. En ríkisstjórnin
vildi hafa samvinnu við öll blöð
og þess vegna væru blaðamenn
kvaddir á fund stjórnarinnar.
Framvegis myndi hver einstakur
ráðherra snúa sjer til blaðanna
jafnóðum og eitthvað lægi fyrir,
■ er almenning varðaði. Forsætis-
ráðherrann afhenti þvínæst
blaðamönnum tilkynningu þá,
sem birt er á öðrum stað í blað-
ínu, varðandi aðgerðir ríkis-
. stjórnarinnar í dýrtíðarmálun-
um.
★
Blöðin hafa oft fundið til þess,
að skoft hafi samvinnu milli
þeirra og ríkisstjórnarinnar.
Hafa blöðin reynt að fá ráðna
bót á þessu og stundum virst vel
horfa í þá átt, einkum er stjórn-
-arskifti hafa orðið, en jafnan
minna orðið úr framkvæmdum
þegar frá leið. Sökin er ekkí ein-
. göngu hjá ríkisstjórnunum. Hún
er einnig hjá blöðunum og skal
■ ekki nánar út í það farið.
Blöðin fagna því, að núverandi
ríkisstjórn vill hafa samvinnu
við þau, enda ætti það öllum að
vera ljóst, að slík samvinna á að
. geta verið í þágu beggja aðila,
blaða og ríkisstjórnar. Liggur í
hlutarins eðli, að handhafar
framkvæmdavaldsins þurfa mörg
; störf að vinna, sem snerta mjög
. almenning í landinu, en lykill-
inn að almenningi er fyrst og
fremst blöð og útvarp. Það ætti
því að vera í þágu hverrar ríkis-
; stjórnar, að hafa samvinnu við
blöðin. En að sjálfsögðu eiga all-
. ar ríkisstjórnir kröfu til þess, að
'blöð og frjettastofnanir fari
rjett með þær upplýsingar, sem
þeim eru i tje látnar. En einmitt
á þessu sviði hafa stundum vilj-
. að verða misbrestir, vegna sjón-
armiða flokkanna og hefir það
: sennilega orsakað að minna hef-
ir orðið um samvinnu milli rík-
isstjórna og blaða en æskilegt
var. Öllum væri fyrir bestu, að
hjer gæti breyting á orðið.
★
Núverandi ríkisstjórn hefir
hjer að því leyti betri aðstöðu,
þar sem húh er ekki neinum
flokksböndum háð. Og þótt Morg
unblaðið harmi það, að ríkis-
stjórnin varð til með þeim hætti,
er raun varð á, mun blaðið styðja
öll góð og nýtileg verk, sem .hún
vinnur. Ríkisstjórnin virðist
hafa hug á, að láta gott af sjer
leiða. Til þess á hún að fá stuðn-
ing allra sannra íslendinga.
Reykiauíkurbrjef
Áramót.
A áramótum hafa menn þann
góða sið, að svipast til
baka, líta á farinn veg hugleiða
hvað áunnist hefir og hvað kann
að hafa glatast eða færst úr lagi
á hinu nýliðna ári.
Meðan. heildarleikur heims-
styrjaldarinnar stendur yfir, verð-
ur manni fyrst fyrir að líta þang-
að, og athuga á hvern hóginn við-
burðarásin hefir hneigst, hver að-
ili hefir unnið á og hver tapað.
Síðustu 12—13 mánuði liefir
ófriðarbálið breiðst svo mjög út.
að fá þjóðlönd eru nú utanvið, er
nefnast hlutlaus. Enda er hlutleysi
vart til nema á pappírnum. Því
átökin eru svo mikilfengleg, sem
eiga sjer stað, andstæðurnar svo
gagngerðar, að enginn vitiborinn
maður getur látið sig einu gilda
hver endalökin verða.
Endalokin geta ekki orðið nema
ein. Ofbeldið verður sigrað, fyrr
eða síðar. En enginn getur sagt
um það hve langan tíma það tek-
ur, enn síður, hve mikið umrót
verður í heiminum um líf þ.jóð-
anna og viðskifti þeirra í milli
kemst i viðunandi horf.
Bjartsýnustu menn gera. sjer
vonir um, að vopnaviðskiftum
þessarar stvrjaldar verði lokið á
hinu nýbyrjaða ári. En vel má vera
að sú skoðun sje gripin úr lausu
lofti, ekki sprottin af öðru en ein-
lægum friðaróskum miljónanna.
En eitt sýnist örugt. Yopnafram-
leiðsla Bandamanna verður æ
meiri og meiri. Þeir eiga þeim
mnn auðveldara að ná yfirhönd í
því efni, eftir því sem lengra líð-
iu*-. Og fyrr eða síðar hlýtur st.yrj-
éldin að taka enda.
Ólík takmörk.
Cp yrir lÖngu síðan hafa for-
ystumenn hernaðarþjóðanna
gert hevrum kunnugt hvernig þeir
hugsuðu s.jer að nota sigur sinn,
hvert væri þeirra lokatakmark,
fyrir hvaða hugsjónum þeir berð-
ust.
Annar aðilinn hefir t. d. sent
smáþjóðunum þann boðskap, að
þær skyldu með öllu varpa frá
sjer allri von um sjálfstæði og
sjálfforæði. Yfirráðaþjóðin, hinn
vígfimi sigurvegari ætli öllu að
ráða í þessari heimsálfu og öðrum.
Að vísu á ofbeldið s.jer tvö höfuð-
ból að minsta kosti, eitt hvoru
megin á hnettinum, og óvíst hvern
ig ofbeldisfrömuðunum kynni afi
kakast að koma sjer saman um
það, hvernig þeir ætla að skifta
,heimskringlunni“ á milli sín. Er
hugarfari þeirra gulu lýst í smá-
atviki sem á að hafa gerst í einni
hafnarborg Austurálfu. Þar sátu
sjóliðsforingjar þýskir og japansk
ir að sumbli, en Japani einn stóð
upp og faðmaði að sjer Þjóðverja
með þeim ummælum að japanska
þjóðin hefði mest dálæti á hinni
þýsku, tæki hana framyfir allar
aðrar. Ykkur drepum við ekki
fyrri en síðast, á hinn japanski
liðsforingi að hafa sagt við jienna
aldavin sinn.
Bandamenn hafa lýst því greini-
lega hvernig þeir hugsa sjer að
umhorfs skuli vera í heiminum að
styrjöldinni lokinni. Þjóðirnar,
jafnt smáar sem stórar, eiga að
fá að lifa við fult frelsi og sjálf-
stæði, og njóta friðsamlegra við-
skifta hver við aðra.
Enda þarf ekki að vitna í orða-
ræður hvorugs aðilja í þessum
efnum. Orækari sönnunargögn eru
fyrir hendi. Verkin tala hjá báð-
um. Þau sýna sig í hernámi og
kúgun hinna svonefndu Möndul-
velda, og í viðskiftum Banda-
manna við smáþjóðir. Höfum við
Tslendingar þar okkar sögu að
segja.
Eftir styrjöldina.
amtímis því, sem öndvegis-
þjóðir álfunnar eiga við hin-
ar inestu hörmungar og erfiðleika
að stríða, hugleiða liinir færustu
menn þeirra hvernig eigi að vinna
hið margþætta, mikilvæga endur-
reisnarstarf að styrjöldinni lok-
inni, hvernig takast megi að
byggja hrundar borgir, endurbæta
rústaða atvinnuvegi og græða hið
mikla tjón, sem mannfólkið hefir
liðið á sálu sinni.
Eftir styrjöldina 1914— 18 tókst
það furðu fljótt að koma atvinnu-
lífi og viðskiftum þjóðanna í sæmi
legt horf, þó friðurinn er þá var
saminn tækist ekki betur en það,
að hann bar í sjer frjóið að nýrri
styrjöld.
Ollum kemur saman um, að
margfalt erfiðara verður það end-
urreisnarstarf, sem framundan er,
eftir núverandi styrjöld, ma. a.
vegna þess, hve þjóðir þær, sem
við einræði hafa búið síðasta ára-
tug hafa blindast af einhliða á-
róðri valdhafanna, trúnni á of-
beldið, þar sem æskulýðurinn hef-
ir frá blautu barnsbeini verið al-
inn upp í liinum djöfullegasta liern
aðaríwida, rændur rjettlætiskend
og ílómgreind.
ísland.
' þeirri vísu von, að sá mál-
*■ staður sigri, er tryggir
smáþjóðum skilyrði og rjett til að
lifa sjálfstæðu lífi, æt-tum við Is-
lendjngar að einbeita huganum til
þeirra viðfangsefna, sem bíða okk-
ar eftir styrjöldina.
Aldrei hefir verið meiri þörf á
því, en þá verður, að við kunnum
að hagnýta okkur gæði lands og
sjávar á rjettan liátf. Við verðum
að geta sýnt það í verki, að við
sjeum til þess hæfari en allir aðr-
ir. Við verðum að eiga hentugustu
og arðvænlegustu veiðitækin fyrir
fiskimiðin við strendur landsins,
kunna að vanda framleiðsluvör-
urnar á hinn hagrænasta hátt, og
hafa til þess nauðsynleg tæki. —
Ræktun landsins og framleiðsla
sveitanna þarf að vera rekin á sem
hagfræðilega rjettustum grund-
velli.
Þegar viðskiftin komast aftur í
eðlilegt- horf, verðum við í fram-
leiðslu okkar allri að keppa við
fólk, sem lifað hefir við hið mesta
harðrjetti, hefir vanist því undan-
t farin ár, að leggja meira að sjer
I en áður tíðkaðist, leggja fram alla
(orku sína fyrir óvenjulega lítið
endurgjald og spara við sig alt
! sem sparað verður.
1 Engum getur blandast hugur
um, að þá sömu götu verðum við
að gauga, þó röðin komi þetta
seinna að okkur, en flestum öðr-
um.
Framfarir.
C íðasta aldarfjórðunginn hefir
^ okkur verið gjarnt á það ís-
lendingum, að miklast af fram-
förum þeim, hinum verklegu, sem
hjer hafa átt sjer stað. Útlending-
ar, sem þektu hjer landshagi fyrir
nokkrum áratugum, hafa tekið
undir þann lofsöng. Ókunnugir
menn, sem hafa haldið, að hjer
væri Eskimóakyn, lítið þekt ann-
að en nafn landsins, hafa við
fyrstu kvnni tekið í sama streng.
Fátt væri okkur skaðlegra, en
að láta þenna framfarasón villa
okkur sýn, því við vitum sem er,
að á sviði hinna verklegu fram-
fara og efnahagsstarfsemi eru
mörg hin mikilvægustu úrlausnar-
efni langt frá því að vera leyst.
R.nnsaka þarf hin mörgu
úrlausnarefni sjávarútvegsins, sem
ba‘ði snerta val og útbúnað veiði-
skipa, og meðferð og sö’lu sjávar-
afurða. En þar er mörg óráðin
gáta, að ógleymdum rannsóknum
fiskgangna og fiskimiða.
En meginstefnur í málefnum
sveitanna hafa enn ekki fengist
markaðar, t. d. hvort halda eigi
dauðahaldi í útskækla dreifbýlis-
ins, ellegar leggja verklega megin-
álierslu á ræktunina, þar sem fram
leiðslan er arðvænlegust. En auk
þess eru mýmörg vandamál sveit-
anna óleyst, er varða ræktun, með-
ferð og umbætur búfjár sem of
langt væri uppi að telja. Má í.því
sambandi ekki glevma ]>ví mikla
vandamáli, hvernig tryggja skuli
framtíð hins innl. sauðfjárstofns
gegn innfluttum fjárpestum.
Samstarf.
Aþví leikur enginn vafi, að
meðal núlifandi kvnslóðar
er hjer meiri verkleg þekking en
nokkru siuni áður. Þjóðin á fleiri
efnilega og starfhæfa vísindamenn
á sviði hagnýtra fræða, en
hún hefir áður átt. En til þess að
þeir hæfileikar komi að fullu
gagni þarf örugga forystu og
glögga yfirsýn. Enn sem komið er
sækir í það horf að starf þessára
manna verði sundurlaust og til-
viljunum háð.
Annað er það, að mörg af nyt-
sömum framfaramálum þvælast
imi í stjórnmáladeilurnar. Flokk-
arnir ,,slá upp“ ýmsum framfara-
málum með nokkru yfirlæti og
berjast fyrir því, að mál þau sjeu
tengd ákveðum flokkum, en stund-
um er þó alt eins mikið hirt um
hina pólitísku auglýsingarstarf-
semi eins og raunhæfar fram-
kvæmdir málanna. Þetta þarf
að breytast. — Stjórnmálaflokk-
arnir verða að koma sjer saman
um grundvallaratriðin í aðkall-
andi framfaramálum, þar sem fram
kvæmdir eru trygðar með stuðn-
ingi allra flokkanna, en deilur
um upphaf og fylgi mismunandi
flokka yrðu lagðar á hilluna, þar
sem fult samkomulag fengist.
Ríkið og einstakl.
ingarnir.
Astyrjaldartímum fara öll
viðskifti meira og minna
| úr eðlilegum skorðum. Ríkisvaldið
; fær þá meiri affskifti af fram-
' leiðslu þjóðanna, verslun og emka
J lífi manna. Þeir, sem unna ríkis-
2. jan.
rekstri taka þetta sem stuðning
við málstað sinn. Þarna sjái menn,
segja þeir. Þegar mikið liggur
við og þjóðirnar þurfa mest á sig
að leggja, þá er gripið til þess
að auka opinbera íhlutnn á öllum
sviðum, að heita má.
Þessi söngur hevrðist í síðustu
styrjöld. Ilann er endurtekinn nú,
með engu minni áfergju.
En sannleilcurinn er sá, að ein-
okunarmenn og ríkisrekstrarpost-
ular fara þarna alveg villur veg-
ar. Þeir blarnla saman heilbrigðu
lífi og sjúku, hernaðarástandi og
friði. Þeir gætu alveg eins sagt:
Við viljum styrjaldir, við viljum
að heimurinn sje í báli, heilbrigt
athafnalíf sje eilíflega úr lagi
fært, til þess að við getum fengið
kröfum okkar fullnægt um ríkis-
íhlutun í öllu athafnalífi, nef rík-
isvaldsins í hvers manns koppi.
Hlutverk þeirra, sem vinna að
endurreisninni eftir stríðið verður
ekki það, að herða á ríkisrekstrar-
fjötrunum, heldur hitt að losa at-
vinnulífið úr viðjum, gefa borg-
urum ríkisins það mikið olnboga-
rúm til athafna áð framtak þeirra
fái að njóta sín. Annars verður
sigurinn líti'lsvirði fyrir þá, sein
berjast fyrir frelsi, ef með frelsi
smáþjóða fæst ekki um leið per-
sónulegt frelsi einstaklinganna.
Óttinn við frelsið.
Afstaða ýmsra manna og flokka
til frelsisins er mjög ein-
kennileg. Ber mest á því bjá
kommúnistum og þeim sem hafast
við í skoðanagrend þeirra. Síðan
það kom í Ijós, að ]>ýska herstjórn
in hafði fatast í dómi sínum um
herstyrk Rússa, hafa kommúnistar
talið sjer leilc á borði, að halda
fram „blessun einræðisins“. Rússa-
her stæði í lierskörum Hitlers. Með
því þykjast þeir færa sönnur á, að
harðstjórn kommúnista verði fj'irir
mynd framtíðarinnar í stjórnar-
háttum. Það hlálega er, að uppá
þessar spýtur hafa kommúnistar
fengið stundarfylgi meðal íslenskra
kjósenda. Ovild almennings gegn
þýska einræðimi er hjer svo mik-
ið, að hvert herveldi, sem hnelikir
þeim vinnur sjer samúð —- jaf'n-
vel þó það sj<> annað einræðisríkið
til.
En saga næstu ára mun leiða
í ljós, hvort ]>að sje vegna ein-
ræðisst jórnarf a rs kommúnismans,
scm her Rússa hefir getað staðið í
Þjóðverjum, e'llegar hvort ekki er
rjettara að sá þróttur hafi sýnt sig
þrátt fyrir einræðis-hárðstjórnina,
og liefði reynst meiri, hefði þjóðin
notið meira frelsis.
Seint í sumar barst fregn frá
vígstöðvum Rússlands, er vekti
mikla athygli. Var frá því skýrt,
að Rússastjórn hafi ákveðið, að
láta hina pólit.ísku eftirlitsmenn
hverfa úr herflokkunum. Þetta gat'
ekki þýtt. annað en tilslökun á
hinu stranga persónulega eftirliti,
sem kommúnistar hafa leitt yfir
þ'jóðina, þar sem njósnað -er um
hvers manns liug. Síðan fregnin
barst um þessar tilslakanir harð-
stjórnarinnar, hefir brugðið svo
við, að Rússaher hefir færst í auk-
ana, snúið vörninni í sókn.
Dýrkendur kúgunarinnar, sem
óttast frelsið mest, ættu að geyma
þessa staðreynd bak við eyrað.