Morgunblaðið - 06.01.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. janúar 1943 NýársboOskapur Raosevelts Hjer fer á eftir nýársboðskap- ar Roosevelts forseta til Banda- ríkjaþjóðarinnar og annara banda manna. Fyrir einu ári, undirrituðu 20 þjóðir yfirlýsingu hínna sameinuðu þjóða hjer í Washing- ton. Á^tandið í heiminum þá, var vissulega óhugnanlegt. Samt sem áður undirrituðu þessar þjóðir, sem tengdar eru saman með hug- sjónum Atiantshafssáttmálans, yf- irlýsingu í trausti þess, að ágengn- in Ojg samningsrofin og formæl endur slíks skyldu verða vægðar- laust barðir niður, og að helgu meginrjettindi lífsins, frelsið og leitin að gæfunni, slcyldu endur- reist. Og þjóðir þessar voru mátt- ugar, ekki aðeins vegna efnislegra yfirburða þeirra, heldur einnig vegna hugsjóna þeirra. Þrjár aðrar þjóðir hafa síðan gengið í þetta samband. Eining sú, sem þannig var kom ið á undir erfiðustu skilyrðum, hefir borið góðan ávöxt. Hinar sameinuðu þjóðir eru nú að fara úr vörn í sókn. En menn eru vei sjáandi á þá tiauðsyn. að skipuleggja það:sem eftir ófriðinn kemur, og að halda áfram átökunum, sem færa til sig- urg, eftir að sigurinn er unninn. Vjer.sjáum það líka, að varðveisla og verndun friðarins sje það allra náuðsyhlegasta fyrír hvern ein- stakan mann^ Þemia * nýársdag er verkefni vort þrefalt: Fvrst að sækja fram sáíneiuáðir, þar tíí að árásir glæpa máttrranna á menning vora eru brotnar á bak aftur. í öðrú lagi að koma sambúð þjóða aftur í það hörf, að öfl vilJiínennskunnar geti ekki brotist úr böndum aftur. í þríðja lagi, að vinna saman að því markmiði, að mannkynið geti notið frelsis og friðar, sem náðug for- sjótt hefir kent oss að þekkja“. Þjóðverjum I kar ekki við erlenda veíkamenn Sýdsvenska Dagbladet ræðir um grein, sem fyrir nokkru birtist í blaði leyniþjón- ustunnar þýsku, — „Das Schwartze Korps“, og segir þar vera sagt m. a. um erlenda verkamenn í Þýskalandi: „Erlendir verkamenn, sem hjer vinna eru algerlega sneyddir vinnuaga og vinnu- 'anda. Það er alveg furðulegt hvað þeir geta ómakað sig mik- ið í þeim eina tilgangi að slóra við vinnuna. I vinnutímanum snýta þeir sjer án afláts, klóra sjer í höfð- inu og bak við eyrun, horfa upp í loftið og eru sífelt að gefa hver öðrum ráð, sem eiga að vera viðvíkjandi vinnunni, en ekki gera þeir þetta, nema meðan þýsku umsjónarmenn- irnir Iíta af þeim. Svo finnst þeim þeir heimskir, sem ekki haga sjer eins, og þetta er ein af þeim ástæðum fyrir því, að Þjóðverjar geta ekki notað þá eins mikið og æskilegt væri“. Rússar taka Tsimlyanskaya Ringulreið ( Afilkiilðndum Frakka De Gaulle London í gærkveldi. Yfirlýsing útgefin af De Gaulle staðha^fir, að ringulreið fari vaxandi í Norður- og Vestur- Afríkunýlendum Frakka. Ástæðan fyrir þessari ringul- reið er sú, segir De iGaulle, að Stríðandi Frakkar hafa hvergi op- inberlega viðurkenda fulltrúa í þessum löndum. De Gaulle sagði, að þessu mætti kippa í lag, með því að setja á stófn í þessum föndum styrka stjórn, sem bygð Væri á þjóðlegri einingii, haldin sigurvilja í stríð- inu og fylgjandi lögum franska lýðveldisins. De Gaulle bætti því við, að hann hefði á jóladag stungið upp á því við Giraud hershöfðiugja, að þeir hittust á franskri grund og ræddu um þessi mál. De Gaulle sagðist þeirrar skoðunar, að þetta þyldi enga bið. REUTER. ; i Umrnæli amerísks frjettaritara. Frjettaritari The Columbia Broadcasting Corporation í Norð- nr-Afríkn Ijet svo um msölt í út- varpssendingu t,il Bretlands í gær- kveldi, að stjórnmálaástandið sje mjög flókið í Afríkulöndum Frakka, og sje þar raunverulega ringulreið, því að fjöldi manna af öllum mögulegum flokkum og flokksbrotum togist þar á un völdin, og jafnframt um völdin í Frakklandi sjálfu að stríðinu loknu. Sandstormar r l Líbýu Iherst j ómartilkynningunni frá Cairo í gær, er frá því skýrt, að ekkert hafi verið um að vera á Libyuvígstöðvunum þann dag, vegna sandbylja, og allur lofthernaður legið niðri. Þá herma fregnir frá Cairo, að frú Tedder, kona Tedders flugmarskálks, sem stjórnar flugher Breta í Libyu, hafi far- ist í flugslysi í Egyptalandi í fyrradag. ítalir segja frá sandbyljun- um í tilkynningum sínum, en geta þess jafnframt, að Frakk- ar herði sókn á stöðvar þeirra í Suður-Libyu. StórflóQ i BandH' ríkfunum jlAT iki.l flóð hafa orðið af völd- uni vatnavaxta í nokkrum fylkjum Bandaríkjanua, og hafa þau valdið stórtjóni. Herma fregnir, að um fiOOOO manns sjeu húsviltir af völdum flóða þessara, flestir í Ohio-fylki. Hafa og tilkynnt fall Nal- chik og Prokladnaya Viðnám Þjóðverja harðn- ar á Donvígstöðvunum RÚSSAR gáfu út aukatilkynningu í gærkveldi, þess efnis, að herir þeirra hefði seint í gær tekið járnbrautarstöðina Tsimlianskaya, sem er nærri Donfljóti, sunnarlegá í hmni miklu Donbugðu. Ennfremur tilkynna Rússar, að þeir hafi tekið bæinn Nalchik í Kákasus og járnbrautarstöðina Prokladnaya, sem er um það miðja vega milli Nalchik og Mozdok. Þá segir í tilkynningunni, að mótspyma Þjóðverja hafi farið mjög harðnandi á Donvígstöðvunum, og hafi þeir þar kallað varalið á vettvang. Rússar segjast hafa tekið mikið herfang í bæjum þeim, er þeir tóku. Ennfremur segjast Rússar hafa tekið nokkur bygð svæði fyrir vestan Velikie Luki, en Þjóðverjar segja þá borg enn á valdi sínu, og segjast hafa eyðilagt 14 rússneska skrið- dreka þar í gær, þegar Rússar gerðu áhlaup. Rússar segja í tilkynningum sínum, að þeir hafi náð á vald sitt sjúkrahúsum með mörgum særðum þýskum hermönnum, og ennfremur, að þeir sæki fram á Kalmúkagresjunum nærri Elista, en þar næði nú sífeldir froststormar, og vatn sje eklci að fá, nema með 30— 40 krn. millíbili. — Ennfremur segjast Rússar fylgja fast eftir sigrum sínum í Kákasus ,og telja þeir her Þjóðverja þar í mikilli hættu. Þjóðverjar segjast hrinda öllum áhlaupum Rússa á Don- vígstöðvunum, og hafa ekki við urkent fall neinna þeirra borga er Rússar segjast hafa tekið. Þjóðverjar tóku Nalchik í nóv- ember s.L, og segja Rússar að sjáanlegt sje, að þeir hafi ætl- að að hafa þar bækistöð fyrir herlið sitt í Kákasus. Þá segja Rússar, að bardag- arnir um Tsimilianskaya hafi verið hinir hörðustu, og staðið lengi. f AðstaOa Japana viðBunavonlaus Það var tlikynt í aðalbækistöðv- um Mac Arthurs í gær, að bandamenn hafi nú náð á sitt vald trúboðsstöðinni við Bnna, þar sem Japanar hafa varist lengst, og einnig að bandamenn hafi hafið stórskotahríð á stöðvar Japana þeirra, sem emo verjast á St. Ar- anda höfða. Hemaðarsjerfræðingar eru þeirr ar skoðunar, að nú sje þannig komið, að aðstaða Japana á Nýju- Guineu sje algerlega vonlaus orð- in og ekki nema tímaspursxnál, hvenær ieifar hers þeirra þarna ve'rði yfirbngaður. Rússlandsvígstöðvarnar. Kyrrahaflð: Ráðlst ð Kiska og Guadalcanar Washington í gær. Itilkynningu flotamálaráðu- neytisins í dag, er sagt frá því, að á nýársdag hafi flokkur Liberator-sprengjuflugvjela, sem Lightning-orrustuflugv j elar fylgdu, ráðist á höfnina á Kiska í Aleutaeyjum, og skotið niður eina af orrustuflugvjelum Japana og ennfremur hitt skip með sprengjum. Þá er skýrt frá því, að steypi- flugv jelar hafi ráðist á aðalbæki- stövar Japana á Guadalcanar, að því er haldið er. Þar ér mikill frumskógur, og var illt að sjá árangur. Þá var sprengjum kastað á Munda í Nýju Gerorgíu, en ekki er vitað um árangur. Allar flug- vjelarnar komu aftur. Reuter. Erfið barátta norskra slöllða Lundúnablöðunum er nú sogð * sagan af skipalest, sem á leiðinni til Bretlands háði Iiardaga við kafbáta í fjóra sólarhringa samfleytt. Var þar sökt, tveim kafbátum. og aðrir skemdir. Meðal fylgdarskipa voru nprsk-, ar hersnekkjur, og meðal þeirra skipa, sem sjerstaklega frækilegt verk unnu, voru norsku her- snekkjurnar Potentilla og Mont- bretia. Fylgdarskipin unnu stöð- ugt. að því, að varna kafbátuúum að komast að skipalestinni. Var haugasjór og ágjöf mikil. Margar árásir voru gerðar á kafbátana óg að minstá kosti tveir þeirra skadd- aðir með djúpSprengjnm, sem norska hersnekkjan Aeantus várp FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Þjöðverjar segjast vinna á í Tunis K ýska herstjómin skýrir frá því í gær, að Þjóðverjar hafi unnið nokkuð á í áhláup- um í Tunis, og tekið allmarga. fanga. Ennfremur segir hier-* stjórnin, að þýskar flugvjélar hafi ráðist á flugvelli banda-' manna og unnið þar mikið tjón. Þýskar orustuflugvjelar skutu niður 8 flugvjelar banda- manna. I herstjómartilkynningunhi frá aðalbækistöðvum banda-‘ manna í gær, er sagt, að ekk- ert hafi verið um að vera í Tunis vegna illviðra og ófærð- ar, annað en loftárásir, sesth flugvjelar bandamanna gerðu á Kairouan og á þorp, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu, Tvær flugvjelar komu ekki aft- ur. — Japanar hóla sókn fregnum frá Berlin í gær er 1 sbýrt frá því, að Jajaki nokk- ur,. japanskur offursti hafi ritað grein í eitt af japönsku blöðunum um hernaðarfyrirætlanir Japana á hinn, nýhyrjaða ári. Honum segíst svo frá, að Jap- anar muni hefja sókn, aðallega á hendur Ástralíu og Indlandi á ár- inu, „til þess að tryggja aðstöðu ! sína í Burma“, eins og hann orð- ar það. Segír offurstí þessi ennfremur, að það sje fjarstæða að ætla, að Japanar hafi ekki búið sig undir sókn á síðari hluta ársins 1942, og muni bandamenn bráðlega fá að finna fyrir henni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.