Morgunblaðið - 15.01.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1943, Blaðsíða 4
4 IfORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. janúar 1943» Samtryggifig islenskra botnvorpunga hefir ákveðið að stofna til almennrar samkepni um Botnvðrpuskip íramtfðarinnar Er öllum íslenskum þegnum boðið að taka þátt í sam- k.epninni, sem háð er eftirfarandi reglum og fyrirmælum: Óskað er tillagna um rúmskipan, vistarverur, örygg- isútbúnað, vjela- og tækjabúnað, og fyrirkomulag í botn- vörpuskipi, sem er frá 400 til 600 rúmlestir að stærð (brúttó), og er ætlað til fiskveiða við ísland. Tillögur skulu skýrðar með uppdráttum, í mælikvarða 1 móti 200, er sýna fyrirkomulag ofan þilfars og neðan í aðalatriðum, og form skipsins og rúmskipan í nokkurn- veginn rjettum hlutföllum. Úrlausnir skulu sendar fyrir hádegi 1. október 1943, til skrifstofu fjelagsins í Austurstræti 12, Reykjavík, í ábyrgðarbrjefi merktu „BOTNVÖRPUSKIP FRAMTÍÐ- ARINNAR“. Tillögur og uppdi-ætti skal merkja með sjer- merki höfundar, en nafn hans og heimilisfang skal fylgja :með í lokuðu umslagi, sem er merkt á sama hátt. Úrlausnir verða lagðar fyrir fimm manna dómnefnd, sem skipuð verður eftir tilnefningu Fjelags ísl. botnvörpu- skipaeigenda, Skipstj. og stýrimannafjel. Ægis, Vjelstjóra- fjel. íslands, Sjómannafjel. Reykjavíkur og Samtr. ísl. botnvörpunga. Ákveðin eru þrenn verðlaun, 1. verðlaun kr. 10.000 00, 2. verðlaun kr. J.500,00 og þriðju verðlaun kr. 5.000,00. Til þess ?tð úrlausn hljóti 1. verðlaun, þurfa fjórir dóm- nefndarmenn að greiða henni atkvæði, en ella meirihluti. Enginn höfundur getur öðlast nema ein verðlaun. Hinar verðlaunuðu úrlausnir verða eign Fjelags ís.l. Ibotnvörpuskipaeigenda. Samtrygging íslenskra bolnvörpnnga Vegna jarðarfarsr Jén» Hdlldórssonar hús- ^a^niimeistitra verða all- ar vinnustofur rae^Iima Hús^agnameistarafffela^s Reykfavíkur lokaRur ffrá hádegl I dag. Vegna jarðarfarar Jóns Halldóssonar, hús- {jfagnasmfiðameistara verð- ur verslun og vinnustofu okkar lokað Irá kl. 13-16 í dag, fföstudatfinn 25. þ. m. Magnús Benjamínsson & Co. Ljúsmyndastofa mfn verö ar lokuð allan daginn i da^ vegna fartlarfarar. Sigurður Guðmundsson Ijósmymlari Laugaveg 12 Jón Halldórsson trjesmlðameistari Með Jóni HíUIdórssyni er fall- inn frá einhver vinsælasti borgari Reykjavikurbæjar. Hann var þó ekki Reykvíkingur að uppruna, heldur Vestfirðingur og hjelt ávalt sjerstakri trygð við átthaga sína og vestfirska siði. Hann fæddist að Vöðlum í Önundarfirði hinn 15. sept. 1871 og var því rúmlega 71 árs er hann ljest. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum og stundaði alla algenga vinnu, meðal annars sjó, bæði á opnum bátum og þilskip- um. En sjerstakur dugur hefir verið í piltinum, fram yfir það almenna, því að rúmlega tvítug- ur rífur hann sig upp úr um- hverfi sínu, fer með hvalveiða- skipi til Noregs og hefur þar trésmíðanám. Þar var hann þó aðeins vetrarlangt, fór þá til Kaupmannahafnar og hjelt nám- inu áfram þar. Árið 1897 tekur hann þar sveinspróf og hverfur að því loknu heim, vinnur m. a. við smíði holdsveikraspítalans í Laugarnesi og innanhúss í Lands bankahúsinu gamla. Haustið 1899 fer Jón aftur utan til frekara náms. Var hann þá fyrst tæpt ár í Kaupmanna- höfn, en síðan 3 ár í Berlín, lærði í báðum stöðunum teikningar á vetrum, en vann við húsgagna- smíði á sumrum. Að því loknu ferðaðist hann nokkuð um, til þess að kynnast hinu bezta.í sér- grein sinni, dvaldi m. a. nokkra hríð í Dresden og Vínarborg. Þetfa þykir máske ekki mikið nú, en það var óvanalegt á þeim tíma. Jón þáði aldrei eyri sjer til styrktar, vann sig'afram af eigin ramleik og er sjerstaklega í sambandi við það eftirtektar- vert, hve rækilega han bjó sig undir lífsstarfið. Eftir heimkomuna var hann meðstofnandi að húsgagnavinnu- stofu' árið 1905, er nefnd var Sigurjón Ólafsson & Co. á Skóla- vörðustíg 6. Þetta fyrirtæki gekk ekki að óskum, en upp úr því var stofnað ‘08 firmað Jón Halldórs- son & Co. og stóð Jón fyrir því fyrirtæki frá stofnun þess til dauðadags. Þetta eru helstu drættirnir í lífi Jóns Halldórssonar. Hjá Jóni kom snemma fram áhugi á iðnaðarmálum, skrifaði t. d. athyglisverða grein um iðnað á íslandi í ísafold, er hann var Minningarorð KJ0T- (HAKKAVJELAR) No. 6 og 10. jAve-r-p a O'C Jón Halldórsson. í Khöfn seinna skiftið. Hér heima hlóðust brátt á hann störf í sam- bandi við iðnað. Hann stóð fyrir þeim þrem iðnsýningum, sem haldnar hafa verið hjer síðustu áratugina (1911, 1924 og 1932, allar opnaðar á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní). í Iðnað- armannafjelaginu í Reykjavík var hann kosinn í fjölmargar nefndir, var formaður þess 1921 —1925 og varaformaður eftir það og til 1936, er önnur skipun var gerð á stjórn fjelagsins. En þá var hann gerður að heiðursfje- laga í Iðnaðarmannafjelaginu. Jón var fjelagslyndur maður og var í ýmsum fjelögum, öðr- um en hjer eru nefnd, og hvar- vetna góður liðsmaður. Jón sat sem fulltrúi iðngrein- ar sinnar á öllum iðnþingum, sem háð hafa verið hjer, enrtfremur í iðnráði Reykjavíkur frá stofnun þess 1928 og út árið 1937, en þá var gerð nokkur breyting á því. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis frá stofnun hans 1932 til síðasta að- alfundar sjóðsins, eða í 10 ár. Við Iðnskólann kendi Jón teikningu í 30 ár samfleytt og má því segja með nokkrum sanni, að allir fullnuma húsgagnasmiðir bæjarins sjeu út af honum kom:i- ir. Það sem veit sjerstaklega að Reykvíkingum í sambandi við starf Jóns í Iðnaðarmannafjelag- inu, er það, að hann átti frum- kvæði að því að fjelagið gæfi bænum líkneski af Ingólfi Arnar- syni, fyrsta landnámsmanninum og fyrsta íbúa Reykjavíkur. Það var fyrir hans atbeina að Iðn- aðarmannafjelagið í Reykjavík færði Reykjavíkurbæ virðulegri og dýrri gjöf en nokkurt annað fjelag hefir gert alt til þessa. Það er í rauninni óþarfi að lýsa Jóni sem einstaklingi fyrir Reykvíkingum. Sem atvinnurek- andi, forstöðumaður fyrir tiltölu- lega stóru fyrirtæki, sjerstak- lega fyrri hluta starfstímans, átti han að vonum í ýmsum erj- um, en að því er jeg best veit lauk þeim ávalt í sátt og sam- lyndi. Jón hafði altaf sjerstakt lag á að sætta kaupandann við það verðlag, sem framleiðslan hlaut að kosta. Annars er fyndni hans og mein lausa gletni ví^fræg um bæinn. Þrátt fyrir alla þá trygð, sem hann hjelt við Vestfirði og vest- firska siði, var hann einlægof Reykvíkingur. Og þrátt fyrir ljettlyndi hans’og gamanyrði, er hann hafði ávalt á takteinuio, hvenær sem maður hitti hann, var hann alvörumaður undJT niðri og alla tíð einlægur tró- maður. Jeg gat þess í upphafi þess- arar greinar að Jón hefði verið einhver vinsælasti borgars Reykjavíkurbæjar. Jeg held a® þar hafi verið of vægt til orð* tekið. Var hann ekki ástsælast- ur allra borgara bæjarins? Á. Á. Jón Halldórsson Þeir, sem áttu þína kynning, þeirri munu síðast gleyma. Alla daga mæta minning munu þeir í brjósti geyma. Gott er jafnan góðs að minnast- Góðum dreng er lán að kynnast- Snillings andinn, hagleiks hðndin hófu þig til sæmdar ráða. Ungur fórstú í leit um löndin, leit til frama og æðri dáða. Sýndir alla æfi í verki iðnar þinnar göfga merki. Hollur í ráðum, heillundaður, hverja skyldu vildir rækja, frjáls og glaður, friðsæll maðnr, flestum betri heim að sækja, gerðir mörgum glaðar stundiÞ góðir voru þínir fundir. Voru af heilum rótum runnar rausn þín öll og vinagleði. Undirstraumur alvörunnar ávalt rann í traustu geði- Reyndir að feta vandaveginn, vera jafnan sannleiks meglJ1- Fjarri deilu og dægurmáh dvaldir þú á hljóðum stundufE Ofar hismi heims og táli hugurinn var á æðri fundum- Traust á hæstum höfuðsrniði hverri í raun þjer kom að 1 Nú er þögn í þínu ranni, þín að vitja tjáir eigi. Erfið leit að öðrum manni, er þitt sæti fylla megi. Minningarnar mönnum lengur munu lifa, góður drengur. Freysteinn Gunnarsson. AIll i óvíssn fund Glra^é^ og de Getnlle C* regnin um fund Girau s ^ * De Gaulle hefir ekki v® ^ staðfest í London. Hefir sl ^ fyrst var sagt frá þessu, vitneskja um það, að De G* ír* hafi engan boðskap feng f Giraud, síðan hann koma rQrSnlftíri SÍUU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.