Morgunblaðið - 27.02.1943, Page 3

Morgunblaðið - 27.02.1943, Page 3
Laugardagur 27. febr. 1943. MORGUNBLAÐIÐ Skíðalandsmólið verður haldið í Hveradölum Þátítakendur víðsvegar að af Iandinu SKÍÐAFJELAGI REYKJAVÍKUR hefir verið falið að sjá um Skíðalandsmót í. S. í. að þessu sinni og er ákveðið, að mótið fari fram í Hvera- dölum dagana 12.—14. mars. Gert er ráð fyrir, að brun- kepni fari fram í Botnssúlum 10. mars. Frestur til að tilkynna þátttöku er enn ekki útrunninn, en bú- ist er við skíðamönnum til mótsins frá Sigiufirði, Akureyri, ísafirði og jafnvel víðar að. Verður þetta mikið skíðamót og vafalaust slcemtilegt, ef veður og færð leyfa, því verðlaun eru mörg og spsnn- andi kepni um sum þeirra. Siglufjarðarfjelögin hafa nú bæði unnið Thulebikarinn tvisv- ar og ef annaðhvort fjelagið vinn ur hann að þessu sinni hefir það þar með unnið hann til eign- ar. Verður því hörð keppni í göngunni. Þá verður kept um skíðakóngs bikarinn, sem veittur er fyrir tví kepni í göngu og stökkk Hand- hafi hans er nú Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði. Svigmeistarabik- arinn er nú í höndum Bjögvins Júníussonar frá Akureyri. Þá verður kept í svigi um Andvöku- bikarinn. Fleiri verðlaun verða, t. d. verðlaunapeningar i öllum flokkum. TILHÖGUN MÖTSINS Tilhögun mótsins verður í stór um dráttum þannig: Miðvikudag inn 10. mars brun í Botnssúlum, kept verður 1 A, B og C fl. karla 16—35 ára. Föstudaginn 12. mars skíða- ganga í A og B flokki og í ung- lingaflokki. Laugardaginn 10. mars svig í B og C flokki karla, svigkepni kvenna og kepni um bikar Litla skíðafjelagsins. Súnnudaginn 14. mars svig karla í A flokki og stökkkepni- unglinga og fullorðinna. Mótinu líkur svo 1 Reykjavík um kvöldið, þar sem verðlaunaúthlutun fer fram. Vivax Maður örukna' á Hornaliiöi ÞAÐ slys vildi til á Homa- firði í gær, aS ungan mann, Sigurð Árnason að nafni, tók út af vjelbát og drukkn- aði hann. Sigurður var sjómaður á vjel bátnum Ásu frá Hornafirði, og var báturinn að veiðum, þegar slysið varð. Kom brotsjör á bátinn, og hrökk Sigurður við það útbyrðis. Náðist hann ekki og var þó vel syndur, enda var vont veður. Sigurður var 26 ára að aldri. Uthiutun Menta- mðlarððs til deildaBandaíags fsl. listamanna ! A LÞINGI samþykti þá ný- breytni, er það gekk frá fjárlögunum að þessu sinni, að Mentamálaráð skyldi aðeins skifta þeirri fjárhæð, sem veitt er á þessu ári, til rithöfunda, skálda og listamanna, milli deilda Bandalags íslenskra listamanna, en hver deild Bandalagsins skyldi síðan kjósa nefnd til þess að úthluta hinum persónulegu styrkjum. Fjárveiting þingsins, er kom til skiftanna, var 100 þúsund krónur með því skilyrði, að af því fengi Árni Pálsson prófess- or kr. 1200 og dr. Guðmundur Finnbogason kr. 1000 til rit- starfa. Á fundi Mentamálaráðs, sem haldinn var í fyrradag, var ákveðið hvernig upphæðin skiftist milli deildanna, þann- ig: Til rithöfunda........ 62,500 — mynölistamanna .. 20,000 — tónlistamanna . . . . 10,000 — leikara........... 5,000 Úthlutunin er miðuð við það hvemig fjárveitingar Alþingis, er það ákvað hiná persónulegu styrki síðast og veiting Menta- málaráðs var í fyrra, en þau tvö ár námu styrkirnir að með- altali 80 þúsund krónum. — Bæði þessi ár var styrlcur til leikara því nær enginn. Nú fekk fjelag þeirra *4 af hækkun fjárveitingarinnar, en hinar fjelagsdeildirnar fengu sína styrki hækkaða í hlutfalli við fyrri styrkupphæðir. Á fjárlögum þessa árs eru 100 þúsund krónur til náms- styrkja, er Mentamálaráð út- hlutar. Umsóknarfrestur um styrki þessa er útrunninn þann 22. mars. Fjársðfnun tiiaðstandenda þeirrs er fðrust með m.s. „Þormóði" Morgunblaöið tekur á móti framlögum H IÐ HÖRMULEGA SJÓSLYS, er m.s. Þormóður, nóttina milli 17. og 18. febrúar, fórst með allri áhöfn og 24 farþegum, hefir að vonum vakið þjóðarhlut- tekning og þjóðarsorg. í tilefni þessa sorglega atburðar virðjst oss undirrituð- um rjett að gefa Reykvíkingum og landsmönnum öllum tækifæri til þess að leggja fram nokkurt fje til handa því fólki, er um sárast á að binda og hætta er á, að lendi í fjár- hagsörðugleikum á komandi tímum af völdum þessara svip- legu slysfara. öll blöðin í Reykjavík munu góðfúslega veita samskot- um, í þessu skyni, viðtöku. Reykjavík, 22. febr. 1943. Sigurgeir Sigurðsson biskup. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur. Jón Thorarensen prestur. Sigurbjörn Einarsson prestur. Jakob Jónsson prestur. Björn dr. Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra. Björn Ólafsson. Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Scheving Thorsteinsson • lyfsali. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri. Jón Árnason fv. prestur á Bíldudal. Sigfús Sigurhjartarson. Haraldur Guðmundsson alþm. Friðrik Hallgrímsson dómprófastur. Ámi Sigurðsson ‘ fríkirkjuprestur. Sigurbjöm Á. Gíslason prestur. Jón Auðuns prestur. Garðar Svavarsson prestur. Þórðarson juris. Einar Amórsson dómsmálaráðherra. Jóhann Sæmundsson. Magnús Sch. Thorsteinffeon f ramkvæmdarst j óri. Eggert Kristjánsson stórkaupmaður. Ólafur Lárusson prófessor. H. Benediktsson. Sveinn Sigurðsson ritstjóri. Sigurður Kristinsson. A. Claessen. Pióf Islendinga við Hafnar- háskóla ' Samkvæmt upplýsingum, er utanríkismálaráðuneytið hefir fengið, hafa eftirtaldir Is- lendingar lokið fullnaðarprófi ! við Hafnarháskóla: Helgi I Bergs (sonur Helga Bergs for- i stjóra) í efnaverkfræði, með 1. einkunn; Jón Anton Skúlason (sonur Skúla sál. Högnasonar trjesmiðs í Keflavík) í raf-1 magnsverkfræði, með 1. eink- unn; Páll Sigurðsson (Magn-; ússonar prófessors) í rafmagns verkfræði; um einkunn hans er ekki getið. Þá hafa einnig borist fregnir um það, að Guðbrandur Hlíðar (sonur Sig. Hlíðar alþm.) hafi um síðastliðin áramót lokið prófi á dýralæknaháskólanum. Klukkunni fiýtt um aðra helgi Dómsmálaráðúneytið hefir birt reglugerð um breyt- ingu á tímareikningi og sam- kvæmt því verður tekinn upp hinn svonefndi sumartími að-| faranótt sunnudagsins 7. mars næstkomandi. Klukkunni skal flýtt þannig,' að þegar hún er 1, á að færa hana á 2. Fyrsta sunnudag íj vetri verður klukkunni seink- að aftur. Hjúskapur. S.l. fimtudag voru gefin saman í hjónaband af sr. j Jóni Auðuns í Hafnarfirði, ung- i frú Berta M. Kristihs og Hall- dór Nikulásson sjómaður. Heim- ili ungu hjónaima er á Unnar- istíg 2, Rvík. 1 Hófðingleo gióf til Laugarneskifkju XT OKKRIR meðlimir kirkju- kórsins í Laugarnessókn, hafa gefið kirkjunni allmikla fjárhæð, eða 2,800,00 krónur. Sýnir þetta mikla fórnfýsi með lima kórsins, að styrkja hið góða málefni. Dðmar fyrir svik ogað særa stúikur með nmt Sakadómari hefir nýl«gá kveðið upp tvo dóma, aim~ an gegn manni, Ragnari Guð* jóni Karlssyni fyrir að s»;ra fjóra kvenmenn með hníf og fleiri afbrot. Hinn dómurinn er yfir Þórði nokkrum Þórðarsyml fyrir fjárprettur. Málið rjettvísin og vald- stjórnin gegn Ragnari G, Karls syni, er þannig til komið, að 4 öesember síðastliðnum var Ragnar á veitingahúsi eixm hjer í bæ með opinn hníf jntt- an um dansfólkið. Rjeðst hánn að fjórum stúlkum og stakk þær með hnífnum. Ein stúlkn- anna hlaut nokkurn áverka og var flutt á sjúkrahús, en hiriar sakaði lítið. Enga stúlkuna þekti Ragnar og átti því ekk- ert sökótt við þær. Enda gat hann ekki gefið neiha skýringu á þessu framferði sínu fyrili rjettinum. Ragnar hafði og undir áhrif- um áfengis tekið bifreið h^er í bænum og ekið henni suður í Hafnarfjörð og lent þar í á- rekstri og og sveik auk þess 200 krónur af manni nokkrurai Fyrir þetta var hann dæmd- ur í sex mánaða fangelsí og sviftur kosningarjetti og kjör- gengi. Honum var og gert að greiða stúlkunum 1200 krónur til samans í skaðabætur og eig- anda bifreiðarinnar tæpar 900 krónur. Raguar hefir áður sætt refsingu. SVIK OG PRETTIR Hinn dómurinn, sem kveð- inn var upp, var í málinu rjett-, vísin og valdstjórnin gegn; Þórði nokkrum Þórðarsyni, —•, Málavextir eru þeir, að nefnd- ur Þórður kyntist manni á gisti húsi Hjálpræðishersins, sem hafði mikla löngun til að eign- ast bíl. Hyggst Þórður að hag-; nýta sjer þetta til þess að hafa fje af manninum. Segir hann honum því, að hann hafi góð sambönd og mun geta útvegað, honum bifreið. Samdist svo um með þeim, að Þórður fengi nokkur hundruð krónur í fyrir framgreiðslu. Ennfremur fekk Þórður oftar fje hjá manni þessum upp í verð bifreiðarinn- ar, en hún kom ekki og mað- urinn búinn að greiða Þórði kr. 3,820,00, fór manninn að gruna hann um græsku og kærði hann. Þórður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviftur kosningarjetti og kjprgengi. — Honum var og gert að endur- greiða fjeð. Dómurinn er skil- orðsbundinn. Næturvörður er í Reykjavíkur, apóteki. 1 * Tjekkar kvaddir til vinnu rP ILKYNT var , Berlín í gæV- kveldi, að allir vinnufærir Tjekkar yrðu kvaddir til vinnu á sama hátt og Þjóðverjar hafa verið kvaddir til starfa í þágu hernaðarins. Verða sumir látn ir vinna í verksmiðjum í Bæ- heimi, en aðrir anharsstaðar í Evrópu, eins og það er orðað í tilkynningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.