Morgunblaðið - 12.03.1943, Side 4

Morgunblaðið - 12.03.1943, Side 4
4 MORfíUNBLA^ÐIÐ Fostudagur 12. mars 1943» Alþingishálíðin 1930 Þar sem í ráði er að gefa út á þessu ári stóra og vandaða bók um alþingishátíðina á Þingvöllum 1930, eru það vinsamleg tilmæli undirritaðs, sem gefur bókina út, til allra þeirra, er eiga kunna í fórum sínum ljósmyndir frá hátíðinni á Þingvöllum, ferðalögum hátíðagesta, erlendum skipum í Reykjavíkurhöfn, erlendum eða innlendum hátíðargestum og öðru varðandi alþingishátíðina, að þeir láni útgefanda myndir sínar til athugunar og birtingar, ef þess er óskað. Þess er fastlega vænst, að allir þeir, sem myndir eiga frá al- þingishátíðinni, bregðist vel við þessari málaleitan, til þess að mjmdasafnið í bókinni geti orðið sem fullkomnast. Myndirnar má senda til prófessors Magnúsar Jónssonar, Lauf- ásveg 63 (er semur bókina) eða H.'f. Leiftur, Tryggvagötu 28, Reykjavík. Allar myndir verða endursendar óskemdar. Æskilegt er, að myndimar sjeu greinilega merktar nafni sendanda, auk þess sem nauðsynlegt er, að tekið sje fram, hvar myndin er tekin. Ef einhverjir kynnu að hafa í fórum sínum eitthvað af þeim opinberu ræðum, sem fluttar voru að Lögbergi, erö þeir vinsam- lega beðnir að láta prófessor Magnús Jónsson vita um það. H/f LEIFTUR. | (Sjj Bókin, sem fólk les nú með mestum ákafa or enginn sjer eftir að hafa eigmast. Svartir dag-ar gerast árið 1967 eða eftir 24 ár. Aðalpersónur sögunnar eru meðlimir „Insta ráðs- ins“, sem hafa þá náð öllum pólitískum tökum í landinu, stjórna mentastofnunum og bönkum og skamta fólki fje og rjettindi eftir eigin geðþótta. SVARTIR DAGAR renna út. — Innan fárra daga verða þeir búnir. •% i T Vantar 3 gðða sjómena á línubát frá Sandgerði og einnig netjamann á tog- bát frá Reykjavík. — Uppl. í FiskhöKlnoi :♦ Y Ivær íbúðir Jeg þarf að útvega tvær íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, nú þegar eða 14. maí. Talsverð fyrirfram- greiðsla getur komið til greina. Eyfóiiur Jóhannsson c/o Mjólkurfjelag Reykjavíkur. Tilfeynnlnfl frá sferifstofu leigumáladeildar Bandaríhfahersins « Bandaríkjaherinn mun hafa fulltrúa í Hafnarstræti 21, Reykjavík, 'til aðstoðar íslendingum í málum sem lúta að leigu á fasteignum til Bandaríkjahersins. Kemur þetta til framkvæmda mánudaginn 15. mars 1943, og verður síð- an alla virka daga frá kl. 9 til 16. Símanúmerið er 5937. Island í myndum Through lceland with a Camera Gefið út af ísafoldarprent- smiðju h.f. Reykjavík 1943 DETTA er falleg bók. Fyrir nokkrum árum hefði eng- um dottið í hug að hægt væri, að vinna slíka bók að öllu leyti hjer á landi. Áður hafa komið út tvær útgáfur og eru þó allar útgáfurn- ar nokkuð frábrugðnar hver ann ari. Mjer var nokkuð kunnugt um það, hverjir örðugleikar voru í upphafi við útgáfu þessarar bókar. Myndir voru af skomum skamti og mest af litlum hluta landsins, heil hjeruð voru svo, að varla hafði verið tekin þar birtingarhæf mynd. Menn tóku yfirleitt myndir sjer til gamans og litu á þær sem persónulegar endurminningar frá ferðum sínum og dvöl á ýms- um stöðum. Enda fór það svo, að þrátt fyr- ir mikið starf þeirra, sem að bók- inni störfuðu, vantaði tilfinnan- lega myndir frá ýmsum stöðum á landinu. Þegar önnur útgáfa var gefin út, var mjög bætt úr þessu. Myndaúrvalið var meira, textar með myndunum voru fyllri og niðurröðun mynda skipulegri, enda unnu að þeirri útgáfu marg ir ágætir menn, sem lögðu sig í framkróka að vanda útgáfuna sem best. Nokkur hluti þeirrar út gáfu fór á alheimssýninguna í New York og var þar einn þátt- ur í kynningu Islands. Nú er komin út þriðja útgáf- an, og er það ekkert last um hinar fyrri, þótt viðurkent sje, að þessi er þeirra best. Mynd- irnar eru þrautvaldar, þær eru allar jafnstórar, þær eru undir- búnar undir prentmyndina allar af sama manni og gerir það heildarsvip bókarinnar jafnari og fegurri. Og í þessari bók er fjöldi mynda frá þeim hjeruð- um landsins, sem lítið hafa áður verið Ijósmyndaðir og næstum ekkert birtst á prenti fyrr. Þarna sjáum við Austfirðina, stór- skorna, hrikalega og þó fagra. Þeir líkjast norsku fjörðunum, aðeins vantar skógargróðurinn í hlíðarnar og meira ber á snjó og kuldalegu yfirbragði en gerist á myndum frá Noregi, epda gerir það ekkert til, hreina og svala loftið er eitt af bestu sjerkenn- úm íslands. Niðurröðun mynda í bókina hefir verið svo hagað, að fyrst eru nokkrar myndir frá Reykja- vík, sem lýsa mjög vel höfuðstað landsins. Þar næst eru allmargar myndir, sem sýna helstu sjer- kenni íslenskrar náttúru. En síð- an er haldið suður og austur um land, og brugðið sér inn í sveitir og upp um öræfi jöfnum hönd- um. Við sjáum vitana, útverði landsins, brimið við ströndina, sveitirnar, heiðamar, hraunin og jöklana. Þama er fólkið við vinnu til sveita og sjávar, skipin að veiðum og fjenaður á beit. landið er sýnt í töfrandi vetrar- skarti og sumardýrð. Bókin er frábærilega vönduð af hálfu prentsmiðjunnar, mynd- irnar skýrar og vel prentaðar. Alls eru í bókinni 206 heilsíðu ljósmyndir. Auk þess nýr upp- dráttur af Islandi og uppdrátt- ur, «sem sýnir afstöðu landsins á hnettinum, svo að erlendum mönnum veitist auðveldara að átta sig á legu þess. Einar Magn- ússon mentaskólákennari hefir skrifað fróðlegan og glöggan for- mála fyrir bókinni. Þar em í stuttu máli flestar þær upplýs- ingar, sem erlendur maður þarf að vita um landið. Jeg hefi beðið þessarar bókar og þykir vænt um að hún er nú komin. K. M. Ingibjörg Jónsdóllir F. 4. apríl 1863. D. 28. febr. 1943 Lj' oreldrar hennar, Jón Odds- * son og Guðbjörg Jónsdóttir, bjuggu í Amarbæli á Fellsströnd í Dalasýslu og er Ingibjörg fædd þar og uppalin. Föðurætt hennar er hin fjöl- menna Ormsætt, sem alþekt er við Breiðafjörð og víðar. Systkini Ingibjargar vom: Þorleifur, prestur á Skinnastað, Jón, jámsmiður í Reykjavík, Jensína húsfreyja í Hafnarfirði, l Sigurborg ekkjufrú í Reykjavík og Steinunn ekkjufrú í Nýhöfn á Melrakkasljettu. Tvær þær síð- ast nefndu eru á lífi. Seytján ára að aldri fór Ingi- björg úr foreldrahúsum að Hvammi, til prestshjónanna þar og fluttist með þeim að Árnesi í Strandasýslu. Þar giftist hún Pjetri bónda Pjeturssyni á Felli, j sem þá var ekkjumaður. Var hann bróðir Guðmundar Pjeturs- sonar í Ófeigsfirði, hins frækna hákarlaformanns og hjeraðshöfð ingja. Pjetur var einnig mikill atorku og dugnaðarmaður. Fór mikið orð af lægni hans og fjöl- hæfni við störf. Hann var og viðurkendur sem hinn mesti manndóms- og sómamaður. I Eftir fárra ára búskap á Felli i fluttust þau Pjetur og Ingibjörg að Hafnardal í N.-Isafjarðar- sýslu. Þar bjuggu þau allan sinn búskap eftir það. Þeim hjónum varð alls 14 barria auðið. Þrjú þeirra dóu á barnsaldri, en 4 hafa látist fullorðin. Á lífi eru: Guðbjörg, frú í Reykjavík, Guð- mundur kaupm., Jón bæjargjald- keri og Hallgrímur húsasmíða- meistari, allir á ísafirði, Axel bifreiðastjóri, Ragna og Aðal- björn gullsmiðir í Reykjavík. — Stjúpbörn Ingibjargar voru 5 og öll ung þegar hún tók við uppeldi þeirra. Ennfremur ól hún, upp 2 fósturdætur: Sveinsínu Ben j amínsdóttur húsfreyju á Tannstöðum og Ástu Júlíusdótt- ur, ljósmyndasmið á Akureyri. Ingibjörg misti mann sinn 1916. Brá hún búi skömmu síðar og fluttist til Isafjarðar. Þaðan fór hún 1925 til Akureyrar og dvaldi þar til 1942, er hún flutt- ist til Reykjavíkur. Sú kona, sem elur upp hálfa aðra tylft mannvænlegra þjóðfje- lagsborgara og stjórnar heimiM með rausn og prýði um 60 ára skeið og lengst af^stóru heimili, hún er þegar af þéssu merk kona. En hjer fellur fleira til. Ingi- björg var glæsileg kona. Prýði- lega vel að sjer í kvenlegum störfum, fjölhæf svo að orð var á gert og dugleg með afbrigðum. Hún var vitsmunakona, hjarta góð, gjafmild og greiðvikin á alla lund. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð. Hún var glaðlynd, bjart- sýn og ung í anda til hinstu stundar. Allir þeir, sem kyntust Ingi- björgu munu minnast hennar með hlýjum huga. Vinir hennar, systur, bama- börn, tengdaböm og fósturdætur kveðja hana með virðingu og þökk. En fegurst og innilegust er skilnaðarkveðjan frá bömum hennar. Þau eiga og geyma bestu endurminningar um mikilhæfa og göfuga móður. J. B. Eggert Claessen "Efinar Asmundsson 9iiMtarj«ttormálaflvtxtlncxm«ia. ■krifatofa { Oddfollowiiiainm. (InngMocur nm »ust«r4yr). ■imi 1171. Sítrénur fyrlrliggfandl Eggert Kris(|ánsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.