Morgunblaðið - 12.03.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1943, Blaðsíða 6
0 -Jp- MOHGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. mars 1943. «wninnmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiu (5)'/' / f Z?/7 r y oóvr aaaieaa iipmu o/cztiar: <7 /7 / S ' 'pt H ■uiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiii ★ Betra lag komið á Ameríkupóstinn ? ÞEÍR, sem viðskifti hafa við Amerxku, hafa veitt því eftirtekt, að undan- íarið hefir betri regla en áður á póst8endingum frá Ameríku. Eru dæmi til þess að hingað hafa bor- ist brjef, sem ekki eru eldri en þriggja vikna til eins mánaðar. Er þetta mikil framför frá því, aem áður var, er brjef voru stund- um orðin þriggja og fjögra mán- aða gömul er þau bárust viðtak- anda í hendur. V Hvað eftir annað hefi jeg hamr- að á því hjer í blaðinu, að betra skipulag yrði að taka upp á póst- aendingum milli Ameríku og ís- lánds. Vonandi er, að það 3ag, sem nú virðist loks vera komið á póst- Jhn, haldist í framtíðinni, því vit- að er, að það er hægt, ef vilji hlutaðeigandi yfirvalda er fyrir hendi. Svartur markaður. J Á ófriðarþjóðunum, þar sem matvæli eru af skornum skamti, og þar sem nýting þeirra veltur á lífi eða dauða þjóðanna, þykir það ein-' hver Ijótasti glæpur, sem fráminn er, að selja mat- og nauðsynjavöru' við okurverði. Er hengt þunglega fyrir slik afbrot og þeir, sem þau fremja eru andstygð allra góðra rhanna. Það er talað um „svartan tnarkað", þegar vörur eru seldar oikurxTferði. ^ Sem betur fer höfum vjer íslend' ingar ekki haft neitt af hungri að alegja. Sennilegt að engin þjóð í Evrópu Jifi eins vel í mat og drykk og við. En síðan stjórnarvöldin fóru að hafa strangara eftirlit og setja Ipg um verðlag nauðsynja- vara, er elcki laust við að borið hafi á fyrstu einkennum hins' „svarta markaðs" hjá okkur. Svo að segja hið eina, sem hingað til hefir verið selt á „svörtum mark- aði“ er áfengi. Sagt er, að dæmi sjeu til þesa1, að whiskyflaska hafi verið selt á 250 krónur. Segja má, að éf einhverjir eru svo miklir aumingjar að þeir vilji greiða ok- urverð fyrir áfenga drykki, þá sje þeim það mátulegt. Má vel vera að rjett sje, en yfirvöldin verða að taka í taumana, ef það kemur í ljós að nauðsynjavörur sjeu seldar ok- Urverði. Nú er t. d. talið að Reykjavíkur bær sje að verða kartöflulaus og smjör er nærri ófáanlegt, eftir að verðið á því var lækkað. Kartöflu- u iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiTi leysið er kent ljelegri uppskeru, en samt fullyrða kunnugir menn, að hægt sje að fá nægjanlegar kart- öflur úti á landi, ef nægilega hátt verð er í boði. Ef þetta er satt, þá er hjer hætta á ferðum. Það er vísir að „svörtum markaði". Kynnisferðir sveita- fólks. N G stúlka i Hafnar- firði skrifar mjer um kynnisferðir og sum- arfrí sveitafólks. Hún segir meðal annars: „Jeg get ekki setið á mjer að leggja ekki orð í belg, þegar Verið er að rökræða hinar svo- kölluðu kynnisferðir sveitafólks. —■ Mitt álit er, að sveitafólkið geti ekki fengið betri nje hollari skemt- un en það hefir í sveitinni sinni. „Við kaupstaðarfólkið förum í sumarfrí okkur til heilsubótar, eft- ir árlanga innivenx við okkar störf og finnst mjer varla ástæða til þess að öfunda kaupstaðarfólkið af 14 dága sumarfríi, eftir tólf mánaða inniveru. Það má vitanlega segja sem svo, og það með rjettu, að sveitafólkið sje heldur ekki iðju- laust og einhver kynni að segja sem svo, við mig: „Vill ekki þessi unga stúlka vinna sjálf allt árið um kring án sumarleyfis ?“ „Þessu vil jeg svara með því, að segja eins og er. Jeg vinn í kaupstað á veturna en er í kaupa- vinnu í sveit á sumrin. Er ekki nóg af sköttum og útgjöldum lagt á kaupstaðarfólkið, þótt ekki sje bætt ofan á landbúnaðarafurðirnar enn hærra verði í tómri vitleysu og vafalaust í óþökk meiri hluta sveitafólksins sjálfs". ¥ Jeg held mjer sje óhætt að segja þessari ungu stúlku það, að frum- varpið um kynnisferðir sveitafólks er ekki framkomið vegna óska þess sjálfs, heldur eru það hinir svo- nefndu „fulltrúar" þess hjer í Reykjavík, sem hafa fundið þetta mál upp hjá sjálfum sjer til þess að „trekkja“ nokkur atkvæði. Skiðalandsmót ið hefst i dag IANDSMÓT Skíðamanna __ hefst í Hveradölum í dag klukkan 3, með kappgöngu. 24 keppendur taka þátt í göngunni í aldursflokknum 20—32 ára og sex í aldurs- flokki 17—19 ára. Bílar komust upp í Skíða- skála í gær, en færðin er mjög slæm. Englands-siglingar Ferðir á skíðamótið. Dagana er Landsmót skíðamanna stendur vfir í Hveradölum ráðgerir Skíðafjelag Reykjavíkur að fara ferðir uppeftir (eða svo langt sem komist verður): Á föstudag- inn lagt af stað kl. 1 e. h. Á laugardaginn lagt af stað kl. 9 árdegis-. Á sunnudag, ekki ákveð- inn enn burtfarartími. Farið frá Austurvelli. Farkostur takmark- aður. Farmiðar seldir hjá L. H. Muller. Akureyrarskíðamenn- írnir komu í gær O kíðamennirnir frá Akureyri komu hingað í gær með Larfossi, og fóru upp í Skíða- skála eftir stutta viðdvöi í bæn- um, Akureyringamir eru 11 auk fararstjórans, Hermanns Stefáns sonar, 8 frá fþróttaráði Akur- eyrar og 3 frá íþróttafjel. Menta skólans. Auk þess komu með þeim 2 Þingeyingar. Blaðið hafði í gær tal af far- arstjóranum, Hermanni Stefáns- syni. Ferðalag skíðamanhanna að norðan var hið sögulegasta. Þeir íögðu af stað frá Akureyri með Esju, en ætluðu að taka sjer far suður með Dettifossi, sem lá á Siglufirði. Lagðist Esja við fest- ar á höfninni, en Dettifoss lá við bryggju. Bátur úr landi gerði tilraun til þess að ná í skíðamenn ina, sem voru um borð í Esju, en hún mishepnaðist vegna of- veðurs. Um nóttina fór Esja upp að bryggju, ’en „Fossinn“ út á höfnina. Gerði fararstjóri þegar ráðstafanir til þess, að þeir yrðu fluttir um borð í Dettifoss, en bát var ekki hægt að fá til þess fyrr en birta tók af degi. Um svipað leyti og báturinn lagði frá bryggjunni, ljetti „Fossinn“ akk- erum og lagði af stað. Þegar báturinn hafði elt hann nokkuð út fjörðinn án þess að það bæri árangur, var snúið við og skíða- mennimir hjeldu áfram með Esju til Sauðárkróks. Þaðan fóru þeir svo landleiðina til Borgar- ness, drógu farangurinn á stökk- skíðunum yfir fjöllin. „Ferðin suður gekk ágætlega", sagði Hermann að lokum, „en verst þótti okkur að þurfa að bíða í tvo sólarhringa í Borgar- nesi eftir ferð til Reykjavíkur“. FRAMH. AF ÞRIÐJU 8ÍÐD hina sömu kröfu til núverandi ríkisstjórnar bæði munnlega og brjeflega, sem engan árangur hefir borið enn sem komið er. Vjer undirritaðir viljum því enn á ný beina þeirri áskor- un til hæstvirtrar ríkisstjórn ar, að hún leiti lagaheimild- ar hjá Alþingi um að mega setja reglur um samsiglingu tveggja eða fleiri skipa til og frá Bretlandi. Um nauðsyn laga í þessu efni viljum' vjer benda á, að þótt allmargir skipaeigendur sjeu þessara kröfu vorri fylgjandi og hafi framkvæmt hana eftir að siglingar hófust eftir síð- ustu áramót, þá hafa aðrir ekki talið sig við hana bundna. Ríkir því næst glundroði í þessum efnum og eru meiri lík ur til að samsigling skipa hverfi með öllu úr sögunni. Á yfir- standandi tímum er fullkomin nauðsyn þess, að allar leiðir sjeu farnar, sem nokkur 'j reynsla er fyrir að verði til bjargar þeim, sem um höfin sigla, og teljum vjer þessa til- lögu vora um samsiglingu svo þunga á metunum, að ekki megi þegja hana í hel. Vjer óskum og væntum skjótrar afgreiðslu á máli þessu af hálfu hæstvirtrar ríkis- stjórnar. Virðingarfylst, Vjelstjórafjelag íslands, Hallgrímur Jónsson, Þorsteinn Ámason. F.h. Skipstjóra- og stýrimannafjel. ,rÆgir“, Sigurður Sigurðsson. F.h. Skipstjórafjelagsins „Áldan“, Guðbjartur Ólafsson, Jón Otti Jónsson, Kristján Schram. F.. Skipstjóra og stýrimannafjel. Reykjavíkur, Konráð Gíslason. F.h. Skipstjóra og stýrimannafjel. „Kári“, Jón Halldórsson, Guðmundur Sigurjónsson, Friðirik Agúst Hjörleifsson. F.h. Sjómannafjelags Reykjavlkur, Sigurjón Á. Ólafsson. Sigurður Ólafsson, Garðar Jónsson, Ól. Friðriksson, Sveinn Sveinsson. F.h. Stýrimannafjelags íslands, Jón Axel Pjetursson. F.h. Fjelags ísl. loftskeytamanna, Haukur Jóhannesson, Halldór Jónsson, Friðirik Halldósson. F.h. Sjómannafjel. Hafnarfjaröar Þórarinn Kr. Guðmundsson, Ingimundur Hjörleifsson, Pálmi Jónsson, Borgþór Sigfússon, Kristján Eyfjörð. Skipastóllinn [ FTRAMH AF ÞRIÐJU 8ÍDU talan samt lælckað um 658 lest- ir. Mótorskipum hefir fjölgað um 33 og lestatala þeirra hækk- að um 900 lestir. Hinsvegar hef- ' ir gufuskipunum fækkað um 6 og lestatala þeirra lækkað um 1558 lestir. Reyndar hefir 1 gufu (skip bæst við, sem var keypfc strandað og síðan gert við (Our- em), en aftur á móti hafa 7 fall- ið í burtu. Eitt þeirra er komið í útlenda eigu (Gullfoss), 3 hafa farist (Fróði, Jón Ólafsspn og Sviði), en 3 hefir verið breytt í mótorskip. Þó að mótorskipunum hafi fjölgað, hafa samt líka mörg j þeirra fallið burtu á árinu. í Sjómannaalmanakinu er talið, að 15 þeirra hafi strandað eða farist á annan hátt, en 2 verið rifin. Óli smaladrengur verður sýnd- ur í Iðnó í dag kl. 5.30 og hefst sala aðgngöumiða kl. 2 í dag.' Bifreiðastjóranámsskeið 111 imelra préfs Reglugerðmni hefir verið breytt þannig, að engin kensla fer fram í akstri, heldur fer próf í akstri fram áð- ur en námskeið hefst. Þeir einir komast á námskeiðið, sem. standast akstursprófið. -- Næsta námskeið hefst í Reykjavík að loknu aksturs- prófi umsækjenda, væntanlega um 22. mars. Aksturspróf hefjast um 17. mars. TJmsóknir með tilskildum skilríkjum sendist bifreiða- eftirlitinu í Reykjavík fyrir 17. þessa mánaðar. Aðeins takmörkuð tala kemst á námskeiðið. Vegamálastjóri. Mlkki Mús Eftir Walt Disney. 10-12 C>r>i 1942, Wah Disncy tVoductíonu • World Rigltt* Reærvcd MikM: „Komdu Snati sæll. Við skuluni vinna á þrælnum.“ Snati: „Jeg fylgi þjer, Mikki, í opinn dauðann“. Mikki: „Hamingjan góða. Sjerðu Snati. Hann fer á stangarstökM, þrjóturinh. Áfram nú, 'Snati“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.