Morgunblaðið - 12.03.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1943, Blaðsíða 7
Fostudagur 12. mars 1943. M0H6UN BLAÐIt) Tjún Rauða Krossins ekki eins mikið og haidið var I fyrstu að hefir komið 1 ljós, sem betur fer, að tjón Rauða Kross Islands í eldsvoðanum í fyrrakvöld, er ekki nærri eins mikið og haldið var í fyrstu. Tjónið er samt alltilfinnanlegt, þar sem vörurnar voru ekki vá- trygðar og óvíst, hvenær hægt er að útvega aðrar vörur í stað- inn fyrir þær, sem eyðilögðust. Samkvæmt upplýsingum, sem form. R. K. 1. gaf blaðinu í gær, skemdust eða eyðilögðust 130 dýnur, álíka mikið af koddum og teppum, nokkur rúm skemdust, en aðeins fá, eða um 5, eyðilögð- ust. Um upptök eldsins er ekki upp iýst til fullnustu ennþá, en allar likur benda til þess, að kviknað hafi út frá rafmagns miðstöðvar- hitun. Skýrsla frá Rafmagnseft- irliti ríkisins, sem ljet rannsaka brunastaðinn í gær, er væntan- leg í dag. HJÚKRUNARVÖRUR UEYMDAR Á MÖRG- UM STÖÐUM. Morgunblaðið fjekk þær upp- iýsingar í gær, að hj úkrunarvör- ur þær, sem Rauði Kross íslands fjekk að gjöf frá Rauða Krossi Bandaríkjanna, sjeu geymdar á nokkrum stöðum í bænum og að sumt sje farið út á land. Þegar vörumar voru afhentar í byrjun júnimánaðar í fyrra, voru blöðunum gefnar þær upp- iýsingar, að í gjöfinni væru m. a. 800 sjúkrarúm, 800 dýnur, 200 koddar, 3200 lök, 1680 kodda ver, 7400 ullarteppi og 300 sjúkra börur, auk ýmislegs fatnaðar og hjúkrunargagna. Auk þess átti Rauði Kross íslands fyrir rúm- iega 200 sjúkrarúm raeð öllura útbúnaði. Rauði Kross tslands hefir þeg- ar gert ráðstafanir cii að gert verði við hina skemdu nmni, að svo miklu leyti, sem unt er, og ætlar sjer að útvega sem allra fyrst nýtt í stað þess sem eyði- lagðist. Minningarorð „Vort líf er eins og lukkuspil og lánið alt á völtum fæti, það hverfur frá og færist til, hjá fæstum á það stuðugt sæti“. TTUgi þarf að leita út um víg- velli veraldar, eða að ham- förum hafs og veðra, til þess að sjá það sannast er vísan segir. Lífið og lánið er iíka ein- einatt á völtum fæti í friðsælu, blíðu og unaði bæja og afdala á íslandi. Enn þá eitt sinn í dag, vottar þetta samkoma margra syrgjandi og samúðarríkra manna, að Stóra Núpi. Verða þar jörðu helgaðar jarðneskar leifar, húsfreyju Guð- rúnar Stefánsdóttur frá Haga í Gnúpverjahreppi. Umskifti lífs hennar urðu mjög fljótt, á besta aldri, að afloknum barnsburði, á heimili sínu, 25. f. m. Heimilisstoðin, makahöndin og móðurbrjóstin hurfu skjmdilega frá 4 dætrum, öllum barnungum. Treystir slíkur atburður mjög á þrek og orku eiginmannsins, Haralds Georgssonar, bónda og bílstjóra. Ásamt margrejradri og mæddri móður hinnar framliðnu, Margrjetar Eirílcsdóttur, fyrv. andi húsfreyju í Haga, ekkju Stefáns Sigurðssonar frá Hrepp- hólum. 1 dag er líká djúp vík milli vina, þar sem 2 bræður Guðrúnar, Eiríkur og Gestur Stefánssynir eru norður á Akur- eyri í Menntáskólanum þar. Og Og fjarlægð og ófærð hindrar líka marga frændur aðra og vini frá því, að votta samúð sína með handabandi þar eystra. Guðrún var getin af góðu fólki. Afar hennar báðir, Eiríkur bóndi í Fossnesi og Sigurður bóndi í Ilrepphólum, voru synir sjera Jóns að Stóra Núpi Eiríkssonar og konu hans Guðrúnar dóttur Ólafs dómkirkjupr. Pálssonar (Smæfir IV. 178). Eru það merk- ir og mannmargir ættliðir. Guðrún var heimilisprýði að rausn og myndarskap á stóru búi sínu, vinsæ! og gáfum g.odd. Hafði líka lært cg tekið kennara- próf. Svcit c; land rná oakna góðrar og göfugrar hverrar konu. „Kom hönd og bind um sárin“. V. G. Umbúðepappíf Höfum fengið sendingu af sjerstak- lega góðum hvítum umbúðapappír 20, 40 og 57 cm. breiðum. Veföið inicg haQKvæmt Rúllurnar eru hæfilega stórar fyrir öll venjuleg umbúðastatív. TaIíD vi0 ok&ur »cn» fyriil Éngeít Knstjánsson & Co. It,f. Niðurskurður fjár i Þingeyjarsýslu Frá frjettaritara vorum á Húsavík. , U ulltrúafundur bænda úr öll- - um hreppum Þingeyjarsýslu milli Jökulsár og Skjálfanda- fljóts að undanskildum Reyk- dælahreppi samþykti niðurskurð f jár og f járskipti á nefndu svæði vegna hinnar þingeysku mæði- veiki. i Fundur þessi var haldinn á Húsavík 9. og 10. mars. Var hann haldinn til þess að ræða og taka ákvörðun um framkomna tillögu um niðurskurð fjár og fjárskipti á nefndu svæði á næsta hausti, eða þegar ástæður leyfa, vegna hinnar þingeysku mæðiveiki. En mæðiveikin þing- eyska hefir, sem kunnugt er, veitt bændum þar í sýslu þung- ar búsifjar. Niðurskurður og fjárskipti fóru fram í Reykdæla- hreppi haustið 1941 og verður ekki sjeð, að sá stofn hafi sýkst. Á fundinum komu fram og voru samþyktar þessar ályktan- ir: 1. Að sauðfjárrækt verði að vera *vo sem verið hefir grund- vallaratvinnuvegur bænda í þessu hjeraði vegna náttúruskilyrða og staðhátta. 2. Að fram sje komið, að sauð- fjárrækt sje vonlaus atvinnuveg- ur á meðan þingeyska mæðiveik- in sje í stofninum. 3. Að eina leiðin til umbóta sje niðurskurður alls sauðfjár á nefndu svæði og f járskifti. Legg- ur fundurinn því eindregið til, að sú leið verði valin og ákveður að semja frumvarp til samþykt- ar um fjárskipti á þessu svæði á grundvelli laga nr. 88 frá 1941 og kjósa síðan tvo menn til að flytja þetta mál við sauðfjár- sj úkdómanefnd og einnig við rík- isstjórn og Alþingi, ef þörf kref- ur. 4. Að gera kröfur til þess við s a uð l j árs; ú IíJ.u; uar efncl og lög- gjafarvaidið, aC meS fjárskiptum hjer sjé hafíh rú stefna, að út- rýraa fjárpeéfcum úr- landu-nu mcð a’lsherjar niöurskurði sauðfjár á öllum sýktum svæðum og lög- gjöfinni um fjárskipti sje breytt með ákveðnu tilliti til þess. Fundurinn samþykti síðan frumvarp um fjárskipti á svæð- inu milli Jökulsár og Skjálfanda- fljóts og kaus tvo fulltrúa til þess að flytja þetta mál fyrir sauðfj ársj úkdómanef nd. Næturvörður er í Reykjavíkur) Apóteki. Næturakstur: Bifreiðastöðin Ilekla. Borgarstjóri hefir tjáð Mbl.,j að verið sje að vinna að því á-l fram, að Bæjarþvottahúsið fái | mögule'ika til að annast flntning á þvotti til og frá heimilunum, | eins og verið hefir, og megi von- andi vænta þess, að þetta komist í lag. Næturlæknir: Ólafur Jóhanns- Dagbóh 1.0.0. F.l s 12431287*2 Áheit og gjafir til Laugames- kirkju: Fjölskyldan Hömrum uppi 50 kr. Safnaðarkona 2 kr. Heimili H. St. 100 kr. Ilúsbóndi við Nýbýlaveg 30 kr. Kristín 10 kr. M. S. 50 kr. Kona í Fossvogi 15 kr. Gestur við Elliðaár 50 kr. Áheit frá N. N. 50 kr. Kona á Eskifirði 10 kr. V. E. 50 kr. ónefnd 15 kr. Áheit frá K. J. 50 kr. Frá Laufholti 100 kr. Lítil sending frá Guðnýju 50 kr. Ing- var 10 kr. Katrín 10 kr. Einar 30 kr. Bóndi í sókninni 10 kr. Þóra í Tungu 5 kr. Kona 15 kr. Frá Þjóðbjörgu 25 kr. Laufholt 25 kr. Oluf Kirkeby 250 kr. Fjölskyldan Melum við Hálsveg 50 kr. N. N. 30 kr. N. N. 15 kr. Kona á Rauðárárstíg 100 kr. Jón og. Sigurlaug 20 kr. Hugi 25 kr. Ingigerður 10 kr. Jóna 15 kr. Fjölskyldan Laugaveg 147 A niðri 30 kr. Ónefndur 20 kr. Frá góðra vina fundi 75 kr. N. N. 10 kr. Frá konu 10 kr. Listmálari í prestakallinu 100 kr. Áheit frá L. C. 30 kr. Til minningar um afa og ömmu frá tveimur litlum bræðrum 100 kr. — Kærar þakk- ir. Garðar Svavarsson. — NB. I síðustu skilagrein hefir mis- prentast kr. 10.00 frá G. Ó. Tungu — eiga að vera 50 kr. Útvarpið í dae: 12.10—13.00 Iládegisútvarp. • 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenskukensla, 2. flokkur. 19.25Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Utvarpssagan: Kristín Sviadrotning VIII (Sigurður Grímsson lögfræðingur). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett, Op. 77, nr. 1, eftir Ilaydn. 21.15 Erindi: Um sálarlíf kvenna I (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 21.40 Hljómplötur: Frægar söng- konur syngja. .1.50 Frjettir. ý2.00 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) Fiðlukonsert eftir Vi- valdi. b) Píanókonsert í A-dúr eftir Bach. c) Flautu- og hörpu konsert eftir Mozart. Amerlskur vinnufatnaður NÝKOMINN Þjónajakkar margar teg. Læknasloppar Kvensloppar Kokkabuxur Kokkahúfur Bakarabuxur Samfestingár i hvítir, Khaki og; bláir Nankinsjakkar Nankinsbuxur Geysir h.f. FATADEILDIN. Lokail i dag frá kl. 12-4 wcgua f^rðaflnrav «/ Quðmundur Oiafssoa & Co. Ausiursfiwli 14 scn, Gunnarsbraut 39. 5979* Shni Best auglýfea í Morgunbia<fvnu. Jarðarför marutsins mftis og föður okkar MARGEIRS JÓNSSONAR, Ögmundarstöðum í Skagafirði fer frarn þriðjudaginn 16. mars næstkomandi frá heimili hins látna og hefst athöfnin kl. 12 á hádegi. Jarðað verður að Reynistað. Helga Óskarsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður minnar . f* GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Fyrir hönd sysstkina og annara vandamanna Soffía Jacobsen. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför JÓNS GUÐMUNDSSONAR, fyrrum bónda að Hlíð í Grafningi. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.