Morgunblaðið - 21.03.1943, Side 5

Morgunblaðið - 21.03.1943, Side 5
Sunnudagur 21. mars 1943. 1» % ■ •• ■ ©t«efv:. H.f. AryaRur, . Reykjavlli. S'ramkv.ítj.: Slgftla Jönaaón. Hitatjórar: JÖn KJartansson, Valtýr Stefáhason (ábyr«Sara.). Au«lý»tngar: Arn 1Ó1 a. Kltstlðr.n, augiýsingar og afgrelBsla: Austuretrætl 8. — Slml 1600. ' jlakrlftargjald: kr. 6.00 6 m&nuBl Innánlands, kr. 8.00 utanlanda C Iausasölu: 40 aura elntaklt). 60 á'ira mters Lesbök. Nátttröll t' át var það, sem einkendi meir stjórnartímabil Fram- sóknar o g jafnaðarmanna á sínum tíma, en styrkja-póli- tíkin. Kvað svo ramt að þessu öfugstreymi, að þeim blöskr- aði jafnvel að lokum, sem til þess höfðu stofnað. Þeir höfðu vakið upp þann þjóðfjelags- * draug, sem þeir fengu ekki við ráðið. Ótvíræðastur er dómur sjálfs formanns Framsóknar- flokksins í Tímanum frá 1939, þegar hann áttar sig á því, sem verið hafði að gerast. Hann segir: ,,Fjárlög landsins eru ein samfeld keðja af styrkjum til allra atvinnuvega og allra stjetta. Menning samtíðarinnar hjer á landi hefir nú um stund ekki lagt nema að nokkru leyti áherslu á sjálfsbjargarviðleitn- ina.------En inn í þessa þró- un (þjóðfjelagsins) hefir orm- ur alhliða styrkveitinga skriðið og nagað stofninn. Menn fá styrki til að eignast báta, styrki til að byggja hús og rækta jörðina,. styrki til að kaupa landbúnaðarvjelar, sem ■eru látnar liggja undir klaká og snjó að vetrinum. Að lokum fá menn styrki fyrir að verða gamlir, fyrir geðveiki, kynsjúk- dóma, brjóstveiki og í kaup- stöðum fyrir að nota eitthvað af meðulum“. Nú fyrir skemstu fitjaði varaformaður Framsóknar, Hermann Jónasson, upp á því á Alþingi, að ríkið veitti sveita- ^fólki styrk til þess að fara í skemtiferðir. Þessi styrkur átti að nema ákveðnum hundraðs- liluta af jarðræktarstyrknum, ,,þó aldrei lægri upphæð en sem svaraði til 10 kr. á hvert sveitabýli“. 1 grein Sigurðar frá Lauga- bóli, sem birtist nýlega hjer í blaðinu, heyrðist rödd bóndans um þennan nýja styrk. Hún var á þessa leið: „Eruð þjer ekki stoltir bændur yfir rausn- inni og væntanlegu lögfestu mati á stórlæti yðar inni á sjálfu Alþingi? Haldið þjer ekki að þjer verðið svolítið hnakkakertir í söðlinum á kom- andi sumri, er þjer hafið fleygt frá yður orfinu eða sláttun vjelinni, stigið á bak færleikn- um og hleypið eins og hvirfil- bilur milli hjeraða, með tíu króna ávísun frá ríkissjóði í pyngjunni?“ Það er gott mál að stuðla að kynnisferðum sveitafólksins, en það má gera það með sam- boðnari hætti bændum. Má ekki vænta þess, að slík- ar afturgöngur styrkjastefn- unnar dagi uppi eins og nátt- tröll fyrir nýrri heiðríkju og •meira heilbrigði í sölum Al- jþingis? Reykjauíkurbrjef Á þingi. vipað andrúmsloft á Alþingi enn, eins og verið hefir, og alt óráðig hvernig fer um dýr- tíðarmálin, stjórnina, samyinnu þings og stjórnar, samvinnu flokka, eða hvort alt situr við það sama áfram, ríkisstjórnin út af fyrir sig og þingið fyrir sig. Óbjörgulegt útlit það. í öllum stjómmálum er svo mikill tvískinnungur, óheilindi. menn tala um að nauðsynlegt sje, að þingflokkar sameini krafta sína, viðurkenna nauðsyn þess og vinna síðan gegn því, bæði leynt og ljóst, að sú skip- un komist á málin, sem sömu menn telja alveg lífsnauðsyn- lega. í sjávarháska. il þess að sameina hugi Is- lendinga, svo bræðralagið verði úlfúð og tortrygni yfir- sterkara, þurfa þeir að komast í alveg augljósan lífsháska, eða verða fyrir þungum harnii. Þá vaknar hjálpsemin, fómfýsin. Þá finna menn til þess, að við er- um, eða eigum að vera sem ein fjölskylda, þessi fámenna þjóð. Þett,a kemur í ljós þegar stór- feld slys bera að höndum, eins og t. d. Þormóðsslysið. Þá taka menn; sig saman, safna fje þeim nauðstöddu til hjálpar, og finna til, að slíljar harmsögur koma öllum við í þjóðfjelaginu. En til þess að bræðralag manna, sem þjóðfjelagsborgara fái notið sín, mun þjóðin sem heild þurfa að vera í svipuðum kringumstæðum eins og fólk í sjávarháska, og þeim svo aug- ljósum, að allur almenningur í landinu skilji og skynji að veru- leg hætta er á ferðum. Veðurfregnir. að hefir orðið almenningi kunnugt, að spádóifiar veð- urstofunnar geta ekki stuðst við það víðtækar fregnir, að spá- dómunum sje treystandi, sem áður var. Menn, sem þurfa á spádómunum að halda, hefðu átt að gera sjer grein fyrir þessu eða fá um þetta fulla vitneskju. Að hernaðarástandið geri það að verkum, að spádómarnir geti ekki stuðst við jafn víðtækar fregnir og áður. Þetta hefir a sínum tíma verið auglýst, eða frá því skýrt. En hætt við að fyrnist yfir slíkar tilkynningar. Menn gleymi því, og treysta spá- dómunum eins og áður, þó gildi þeirra hafi rýrnað að mun. Það eru ekki aðeins veðurspá- dómamir, sem erfiðari eru á stríðstímum en á tímum frið- ar. Á sviði stjómmálanna er þetta svipað. Þar geta brostið á stórviðri á hverri stundu, alveg fyrirvaralaust. Það er hið ó- trygga útlit, ijauðsyn þess að vera viðbúinn því versta, sem ætti að kenna okkur íslending- um meiri samheldni en hingað til. Vonbrigði Tímans. órarinn Tímaritstjóri er oft úrillur og úfinn í skapi. Hann gefur þessu skaplyndi sínu óspfart útrás í blaði sínu. Fyrir nokkmm dögum skrifaði hann langa grein útaf sárum vonbrigð- um sem hann hefir orðið fyrir með Áma frá Múla, og kommún- ista í bæjarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokkurinn átti full trúa í bæjarstjórn Reykja- víkur í 12 ár. Fyrir ári síðan þurkuðust þeir þar út. Bæjarbú- ar höfðu fengið nóg af þeim. Vildu þá ekki lengur. Síðasti fulltrúi þeirra þar var Jónas Jónsson. Nú finst Þórarni, að Árni frá Múla gæti komið í staðinn fyrir Jónas, tekið upp samvinnu við kommúnista og beitt áhrifum sínum í bæjarstjórninni. Þórar- inn telur víst, að ekki standi á Árna. Hann sje reiðubúinn að taka upp hlutverk J. J. En það eru kommúnistarnir, sem annað- hvort vilja ekki, nenna ekki eða hafa ekki geð í sjer til þess að taka upp samvinnu við þenna nýja bandamann Þórarins, Árna Jónsson. Þykir Tímaritstjóran- um þetta að vonum hið mesta „ófremdarástand“, að Árni skuli ekki geta orðið fullkominn stað- gengill J. J. og kommúnistar skuli vera svo vandir að virð- ingu sinni að vilja ekki nýta samstarf við hann. Reykjavík og sveitirnar. ímaritstjórinn fimbulfambar löngum um athafnaleysi og kyrstöðu í bæjarmálum Reykja- víkur. Það sje eitthvað annað, þar sem Framsóknarmenn ráða, segir hann, og bendir þá á sveit- irnar. En einhvern veginn verð- ur þó útkoman sú, að fólkið un- ir sjer ekki undir handleiðslu Framsóknar í sveitum, kýs held- ur Reykjavík sem verustað. Þá snýr Þórarinn við blaðinu, og úthúðar bæjarstjórn höfuð- staðarins fyrir, að hún skuli ekki hafa húsnæði handa öllu því fólki, sem á undanförnum árum hefir forsmáð forsjá Framsókn- ar í sveitunum. Húsnæðisskortur er í Reykja- vík, vegna flóttans úr sveitun- um. En ekkert bæjarfjelag á landinu hefir gert svipað því eins mikið og Reykjavík í húsnæðis- málum. Reykjavíkurbær hefir skilvíslega greitt öll lögboðin gjöld í sjóð verkamannabústað- anna og með því sjeð um, að þaú híbýli hafa risið hjer í stórum stfl. 1 fyrra bygði bærinn um 100 íbúðir í Höfðaborg. Og nú í ár verða fullgerð hin stór- myndarlegu sambýlishús bæjar- ins við Hringbraut. Eru það byggingar sem marka mikið framfaraspor í byggingarmálumj bæjarins. Væntanlega verða íbúð ir þeirra húsa seldar, svo bær- inn geti haldið áfram á sömu braut. Losað fjeð, sem farið hef- ir til þessara bygginga og bygt fyrir það önnur hús. Og þannig koll af kolli. Þarna eru nál. 50 íbúðir með nýtísku sniði og þæg- indum. Fjelagshús. vo mörg eru fjelögin hjer í bænum, að eigi verður í fljótu bragði komið tölu á þau. Mjög væri það æskilegt, ef þau gerðu samtök sín á milli og kæmu upp starfshúsi fyrir skrif- stofur sínar og fundahöld. Nú eru þau dreifð víða um bæinn, hafa óhentugt húsnæði, en taka þó upp meira húsrúm en nauð- synlegt væri, ef þau mörg fengju rúm undir sama þaki, er sniðið væri fyrir starfsemi þeirra. Ýms þessara fjelaga þurfa á starfsfólki að halda, sem þó hef- ir ekki mikið að gera, gæti unn- ið fyrir fleiri en eitt f jelaga þess ara, sameina mætti bæði skrif- stofu og innheimtustörf, og gera starfsemi þessara fjelaga alla auðveldari, ef þau á þann hátt yrðu hvert öðru til stuðnings. Slíkt fjelagahús þyrfti að fá hentuga lóð, snotra fundarsali fyrir fundi nefnda, fyrir fjelags- fundi og myndasýningar. Áburðar- verksmiðjan. illögur Ásgeirs Þorsteinsson- ar verkfræðings, um að nota afgangs rafmagns Raf- veitunnar til framleiðslu köfnun- arefnisáburðar, eru einar þær merkilegustu, sem lengi hafa komið fram á sviði *atvinnumál- anna. Tillögumaður fylgir þar þeirri meginstefnu, sem hvar- vetna ryður sjer til rúms, að nýta alt sem best, er menn fram- leiða og hafa hönd á. Hjer fara tugir miljóna kílówattstunda á ári í súginn. Með því að nota þessa afgangsorku í rafaðgrein- ingarstöð, er tryggur grundvöll- ur fenginn fyrir áburðarverk- smiðju, sem getur framleitt all- an köfnunarefnisáburð, er nota. þarf hjer til jarðræktar. En ef trygt er, að hjer sje ávalt í land- inu nægur köfnunarefnisáburð- ur, sem hægt er að selja vægu verði, verður mun auðveldara að tryggja alla landbúnaðarfram- leiðsluna. Ásgeir bendir auk þess á ýms önnur not, sem hægt er að hafa af þeirri raforku, sem hú fer til ónýtis, til stuðnings fyrir inn- lendan iðnað. Ásgeir lagði tillögur sínar fyr- ir borgarstjóra í haust, en hann sneri sjer til ríkisstjórnarinnar um að athuguð yrði samvinna, sú, sem hjer um ræðir, milli rík- isstjórnar og bæjarstjórnar. Þingið ætti beinlínis að fela rík- isstjórninni að láta fram fara rannsókn á því, hvernig sam- vinnu þessari skyldi haga, svo að málið væri að öllu leyti vel undirbúið, þegar rætist úr mögu- leikum til vjelakaupa og verðlag breytist svo, að framkvæmdir geti komist á. Minkarnir. uðbrandur ísberg sýslumað- ur Húnvetninga birti hjer nýlega skorinorða greinargerð og álit sitt um minkana og minkaeldið í landinu. Hann er í engum efa um, að hjer þurfi að stinga við fæti. Minkaplágan sje svo yfirvofandi, að óvíst sje orð- ið, hvort villiminkum verði út- rýmt, og vonlaust að svo verði, ef áfram er haldið á sömu braut og farin hefir verið. Hvað eftir annað hefir á þetta verið bent. En ekki veit jeg til þess, að nokkru sinni hafi ver- ið gerð fullkomin gangskör að því, að fá yfirlit yfir útbreiðslu vflliminkanna. Menn láta málið 20. mars mHtnanninnmu«mo«m»mm liggja niðri um stund. Síðan heyrast raddir hjer og þar aðf um að nú sjeu minkar fam- ir að gera usla í veiðiám, í lamb- fje o. s. frv. Og hvað yrði úr æðarvörpum, er villimankar leggjast t. d. á þau. Hvaða arður getur orðið af minkarækt? Og hvaða tjón geta villiminkar gert? Það eru þessi tvö reikningsdæmi, sem gera þarf upp og bera saman niður- stöðurnar. Því hið þriðja virð- ist vera of mikil bjartsýni, að minkarækt geti átt hjer fram- tíð, án þess að útbreiðsla villi- minka eigi sjer stað um leið. Áróður Tímans. Nýlega fann Tíminn að því, að hjer í blaðinu skuli hafa verið á það bent, að ýmsar framkvæmdir í sveitum landsins hafa ekki komið að þeim notum sem skyldi. Að enda þótt afsakst ur búanna hafi aukist mikið samanborið við þann fólksfjölda, sem við framleiðsluna starfar, þá hafi þær umbætur því miður ekki getað stöðvað fólksflutn- inga til kaupstaða. Þetta kalla þeir Tímapiltar á- róður. Þetta er ekki annað en að bent er á staðreyndir til þess að örfa menn til meiri og hagkvæm- ari átaka í þessum efnum. Það er viðurkent af öllum, sem hafa nokkurn kunnleik á jarð- ræktarmálunum t. d., að mikið af nýlæktinni í sveitum er ekki eins vönduð og vera skyldi. Að þrátt fyrir hið mikla og kostn- aðarsama nýræktarstarf, hefir meðalheyfengur af hverjum tún- hektara ekki hækkað sem skyldi. En stefnan verður að vera þessi: Ag sem mest og best fóður fá- ist af hverjum túnblettinum. Þeir sem loka augunum fyrir því, er miður fer í umbótamálum sveitanna, gera ekkert gagn. Þeir sem ónotast yfir því, að aðrir hafa opin augun, gera góðum málefnum bölvun. fþróttakvikmynd Ármanns Þessi mynd er úr hinni skrautlegu íþróttakvikmynd Ár manns, og sýnir Ármenning í hásveiflu. Kvikmyndin hefir nú verið sýnd við ágæta aðsókn nokkrum sinnum, og lofa á- horfendur hana einum munni. Myndin verður sýnd kl. 1.15 I dag í Tjarnarbíó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.