Morgunblaðið - 21.03.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1943, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. raars 1943. Landsmálafjelagið Vörður. .... » ............. Aðalfundnr teánudaginn 22. mats í Kaupþingsalnum kl. 8Y2 síðdegis, 4<);l Dagskrá: ■'■* '• .íaeíln 8) 1. Venjuleg aðalfundarstörf. n,; , , 2. Lagabreytingar. 3. Bjarni Benediktsson borgaratjóri segir þingfrjettir. Sýnið fjelagsskírteini við innganginn. Stjómin. fiikyniiiRy írá búkaútgáfunni Landsáma Það, sem ólofað er af fyrsta og öðru bindi af verkum Gunnars Gunnarssonar er nú tilbúið í skinn- bandi og verður tekið á móti nýjum áskrifendum næstu daga í Garðastræti 17. (Sími 2864). Vegna mjög breyttra aðstæðna og ýmsra örð~ Tigleika mun útgáfan framvegis senda allar bækur sínar beint til áskrifenda utan Reykjavíkur gegn póstkröfu fyrif áskriftargjöldum, sem fallin eru I gjalddaga, á hverjum tíma. Fyrstu tveim bindunum fylgir þannig póstkrafa að upphæð kr. 94.50, eða 3.50 á mánuði frá 1. nóv. ’40 til síðustu áramóta. Útgáfan hefir gengið miklu seinna en til stóð vegna tafa í prentsmiðjunni og sjerstaklega í bók- bandi, hinsvegar hlýtur áætlunin, sem upphaflega var gerð um tölu bókanna og raskast allverulega, bæði vegna dýrtíðarinnar og þess að verkin hafa verið dregin saman í stærri bindi, en áætlað var í byrjun, fyrst ekki var ráðist í að hækka mánaðar- gjöldin. Þó má gera ráð fyrir að áskrifendur eigi all- mikið fje inni hjá útgáfunni. Raunverulegt verð hverrar bókar er ekki unt að ákveða endanlega fyr en allt upplagið er afgreitt, en vitað er, að það verður talsvert lægra en það, sem áskrifendur hafa greitt, Meðlimir Landnámu eiga útgáfuna sjálfir og fá þeir því bækurnar með kostnaðarverði og verður það vafalaust mikið lægra en verð er hjer alment á svipuðum útgáfum. Þegar allt upplag bókarinnar er selt verða reikningar útgáfunnar birtir í dagblöðunum. Þeir, sem ætla að tryggja sjer verk Gunnars Gunnarssonar þurfa að gerast áskrifendur straz því upplagið er á þrotum. F.h. bókanljiáfunnar Landnáma Andrjes G. Þormar. Rafmagnsmótorar Einfasa 1/8 til 1/2 ha. — Þriggjafasa 1 til 20 hö. Þeir, sem pantað hafa mótora, eða minst á kaup við okkur, geri okkur aðvart í síma 4320. Johan Röaning h.f. Tjarnargötu 4. X I y V BAÐRER NÝKOMIN. Þeir, sem hafa pantað ker hjá oss eru vinsamlega beðnir að vitja þeirra hið fyrsta, verða ella seld öðrum «1. ÞorláksMHt & IVorðmami Bankastræti 11. Sími 1280. Niðgrein um Island FRAMH. AF ÞRIÐJU 8tÐU £ 5000 í hreinan ágóða í túr. Hvers vegna skipstjóramir fá 7000 til 8000 krónur fyrir hverja ferð og óbreyttir sjómenn 4000 til 5000 krónur. Er líf íslendinga meira virði en líf annara? Eru íslensk skip meira virði? Það kann að virðast svó, én minnist þess að 1914 og 1939 voru íslendingar gjaldþrota, „Kveldúlf- ur“ einn með um 16 miljónir kr. Nú er þetta þveröfugt og er þetta vegna þess að of lítið hafi verið greitt fyrir fiskinn? Það virðist svo að ísland geti ekki þrifist án styrjaldar og hve- nær, sem jieir hafa tækifæri til að hagnast á annara fómum, fá þeir aldrei nóg. Þeir segjast ekki geta gert að því að stríð hafi brotist út, það sje ekki þeim að kenna, en vegna þess að það er stríð, eiga íslendingar ekki að vera eina þjóðin í heiminum, sem hagnast á því, einkum þar sem þeir hugsa aðeins um að græða og munu vissulega kvarta, þegar þessu stríði er lokið. Hvað myndi hafa orðið, ef Þýskaland hefði heraumið þetta land ? Öllum nema íslend- ingum er það vel Ijóst, það myndi hafa verið sultur, enginn innflutn- ingur ,og enginn útflutningur — ekkert. Kjami málsins. Kjaraí inálsins er sá, að greitt hefir verið 60 til 70% of mikið fyrir íslenskan fisk og sama er að segja um verkamannakaup og vinnu „hjer uppi“ (up here). Hversvegna krefjist þið ekki sama verðs fyrir kol, olíu, eldivið og salt eins og þeir krefjast fyrir fiskinn, sem er meira og minna misjafn að gæðum og hversvegna ætti ísland að geta skipað fyrir um á hvaða stað í Englandi þeir vilji selja fisk sinn? Fyrir stríðið voru allar íslenskar hafnir lokaðar útlendingum. Alt hjema var og er enn bundið í einokun (monopolised). Frá hendi þessa lands hafa aðeins verið bom- ar fram ósanngjamar kröfur og börnin hafa oftast fengið það sem þau báðu um, vegna þess „að landið var svo lítið“. En ef íslendingar vilja ekki sigla og hætta einhverju eins og allir aðrir fiskimenn og sjómenn, sem berjast gegn nasistum og nasist^ þorpurum, þá látið þá sjálfa éta íisk sinn. Á meðan skipin em hjer í höfn og ekkert skeður, þá gagnar það ykkur ef til vill ekkert, en þá skuluð þið í staðinn biðja íslend- inga að sækja sjálfa kol sín, salt, olíu, eldivið og s. frv. Hversvegna skyldu aðrir sjómenn hætta lífi sínu og skipum, til þess að sjá þessu fólki fyrir bílum? íslendingar verða að láta sama yfir sig ganga og aðrar þjóðir, eða svelta eins og aðrar þjóðir. Yðar etc. Politicus. Keykjavík, 20. jan. 1943“ Blað lýðræðissinnaðra stúdenta er nýkomið út. iFIytur það að: þessu sinni ræðu, er Magnús Jónsson, stud. jur. flutti af svöl- um Alþingishússins 1. des. síðast liðinn, grein eftir Guðm. Jósefs- son, stud. jur., er nefnist Hlut- leysi íslands og söfnun til ófriða- þjóða og grein eftir Einar Ingi- mundarson, stud. jur. Tvær hætt ur. Gjafir til vetrarhjálparinnar í /fafnarfirði: Jón Jónsson 20 kr. Rafha h.f. 5Ó0 kr. Bátafjelag Hafnarfjarðar 400 kr. Bílaverk- stæði Hafnarfjarðar 150 kr. Kaupfjelag Hafnarfjarðar 100 kr. Jóh. Helgason 20 kr. Lárus Bjamason 50 kr. Sólveig Eyjólfs- dóttir 20 kr. Jóna Jóhannsd. 20 kr. Kristinn Kristjánsson 100 kr. Stefán Sigurðsson 200 kr. S. Kampmann 200 kr. Ólafur Guðlaugsson 100 kr. Jón Hjalta- lm 100 kr. Versl. Þorv. Bjama- sonar ■ 50 kr. Versl. „Víðir“ 50 kr. Hljómsv. Góðtemplarahússins 100 kr. Þorst. Einarsson 100 kr: H. G. 250 kr. Ámi Þorsteinsson 50 kr. Guðm. Sigurjónsson 150 kr. Jóh. Gunnarsson 100 krí Júlíus' Nýborg 100 kr. Bergþóra Nýborg 100 kr. B. M. Sæberg 100 kr. Vjelsm. „Klettur" 100 kr. Steingr. Torfason 100 kr. F. Hansen 100 kr. Versl. Geiru og Leifu 100 kr. Versl. Elísab. Böðvarsd. 100 kr. Sig. Gíslason 10 kr. . Akurgerði h.f. 500 kr, Ásm. Jónsson 100 kr. Beinteiim Bjamason 500 kr. Einar Þorgils- son & Co. 1000 kr. „Fortuna“ 100 kr. Sviði h.f. 100 kr. Júpíter h.f. 500 kr. Venus h.f. 500 kr. Mars h.f. 500 kr. Halldór Guð- mundsson 100 kr. Bened. Ög- mundsson 50 kr. Sigurjón Ein- arsson 100 kr. Bæjarútgerð Hafn arfjarðar 1000 kr. Hrafnaflóki h.f. 500 kr. Valdim. Long 30(> kr. Dvergur h.f. 300 kr. I)röfn h.f. 200 kr. Guðj. Magnússon 50 kr. Ing. ‘ Flygenring 150 kr. And- rjes Jóhannesson 10 kr. Skóbúð Hafnarfjarlar 42 kr. N. N. 26.50 Ingvar Guðmundsson 10 kr. Safnað af skátum 2861 kr. Aðalfundur Sparisjóðs Reykja- yíkur pg nágrennis var haldinn síðastliðið föstudagskvöld. Voru lagðir fram endurskoðaðir reikn- ingar fyfir síðasaliðið ár. Inn- stæðuaukning viðskiftamanna á sparisjoðsbökum nam yfir áril kr. 2.666.477.29. Bankainnstæður jukust um kr. 3.320.344.64. — Tekjuafgangur varð kr. 50.252.46 sem var allur lagður í varasjóð og er hann þá orðinn kr. 501.234, 52. Ábyrgðarmenn endurkusu þá Guðin. Ásbjömsson, bæjarstjóm arforseta, Jón Ásbjömsson, hæstarjettarlögmann og Ásgeir Bjaraason, fulltrúa í stjómina, en bæjarstjóm Reykjavíkur á að kjósa 2 menn í hana. <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>« lslensk vinnaföl Manehetskyrlor Vlnnuskyrlur Ennfremur Karlmannasokkar fyrir börn og fullorðna í miklu úrvali. Verslunfn Þftngey Laugaveg 68. oooooooooooooooooooooooooooooooooooo* Karlm.-Vorfrakkar AMERÍSKIR, voru teknir upp í gær og verða seldir á mánudag. H. TOFT Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. Peningaskápur Góður peningaskápur óskast til kaups. J. Þorlókfison & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. 'iiiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiituMtiHimMmiiinimuiiftfiiiiimiiiiiiiimminimnuiiiiMiHiiiitiiMiitMHiiiHikUHiMHiiuiuusuuMiMfuim I Hötel Gullfoss i I 5 á Akureyri er til sölu með öllu tilheyrandi. Semja ber við undirritaðan fyrir 1. april n.k. Akureyri, 20. mars 1943. Svelnn Þórðnrson 2 £ iiiiiiiunMtunimniiinnnniimntmmmmuiutmiui«nm«iUMniniMniiuinnnimMMMMnmMiMnMMi ÞaD er víssast að katipe Itaagi- kjðtið til pðskanna nú þegar Annars getur farið eins og í vetur fyrir jólin, að þeir sem síðast koma fái ekkert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.