Morgunblaðið - 23.03.1943, Side 4

Morgunblaðið - 23.03.1943, Side 4
M ORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. mars 1943. Mjölknrsamsalan tllkynnir: Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykti 4. þ. m. að banna öllum mjólkurbúðum bæjarins að nota trektir við mælingu mjólkur og rjóma, frá eg með 1. apríl n.k. Fyrir því tilkynnist heiðruðum viðskiptavin- um vorum, að frá þeim tíma geta búðir vorar ekki afgreitt nefndar vörur á flöskur eða önnur stút- þröng ílát. NINON Vordragtir ný nppteknar Bllslltar (tweed) og svartar ------- Bankastrætl 7 Fyrirlggjandi í heilum tunnum: Pftpar — Kanell Allrakanda legall — Karry BanOnr pflpar Engflfer GUÐMUNOURi Ó Austurstræti 14. FALLEGIR KJOLAR NÝKOMNIR. T K S K A N Sjerverslun með kvenfatnað Laugaveg 17. oooooooooooooooooooooooooooooooooo<x> Háif jörðin Leiðólfsstaðir í Dalasýslu er til sölu, laus til ábúðar frá næstu far- dögum. Ibúðarhús úr timbri. Hlöður fyrir heyfeng. Töðufail ca. 150 hestar, auk útheysslægna. Laxveiði fylgir, einnig fallvatn til virkjunar. Upplýsingar géfur eigandi jarðarinnar Jóhann Bjarnason, Búðardal. Sími 8. Fjelag matvörukaupmanna. Aðalfunður í kvöld kl. 8.30 í Kaupþingssalnum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. BÆKDR Vinsældir og áhrif Eftir Dale Carnegie. Vilhjálmur Þ. Gíslason þýddi. Fjallkonuútgáfan. Rvík 1943. Vinsældir og áhrif. Ekki verð ur annað sagt, en að titill þessarar bókar sje girnilegur til fróðleiks, því hver vill ekki eiga vinsældum að fagna og vera á- hrifamaður. En hitt er spuming, hvort slíkt verður lært af bók- um. ) Bók sú, sem hjer hefir komið á sjónarsviðið í íslenskri þýð- ingu, hefir selst óhemju mikið í Bandaríkjunum, þar sem hún hefir komið út í hvorki meira nje minna en 56 útgáfum, og ein- takafjöldinn er kominn hátt á þriðju miljón. Þegar maður fer að lesa bók- ina, er eitt af því fyrsta, sem maður rekur sig á, það, hversu það sem bókin kennir, liggur flest 1 augum uppi, ef svo mætti segja. Það er líka svo, að það þarf oft að benda mönnum á það augljósasta og sjálfsagðasta í fari þeirra og umgengni, þeim dettur það ekki í hug fyr en svo er gert, og er þá vissulega betra að gera það í rituðu máli, held- ur en hver færi að segja kunn- ingjum sínum, í hverju fram- komu hans væri ábótavant, því af þessu gætu spunnist stælur, og maður græðir aldrei á þeim, segir Dale Carnegie. Jeg veit, að margir verða hissa á að heyra það, að menn græði ekki á stælum og pexi við ná- ungann, en eftir að hafa lesið kaflann úm þetta í bókinni, verð- ur það svo ofur einfalt og eðli- legt, að mörgum verður sjálf- sagt á að hugsa: Að jeg skyldi ekki sjá þetta í hendi mjer. En það er nú svo, að vaninn er mátt- ugur, og menn fylgja gjarnan gömlum venjum í framkomu og sambúð við náungann, og sjá ekki, að þær eru aðeins til ama og óvinsælda. Fjölda manns finst, að þeir þurfi endilega að breyta skoðun- um annarra, ef þær eru gagn- stæðar skoðunum þeirra sjálfra. En \ eykur slíkt á vinsældir þeirra? Er ekki hinum mannin- um alveg eins sárt um sína skoðun og mjer? Og auðvitað móðgast hann einungis, ef jeg held því fram, að skoðun hans sje fyrra, en mín hin eina rjetta. En í bókinni, sem hjer er um að ræða, eru líka ráð til þess að koma öðrum á sitt mál, án þess að móðga þá og espa. — Þjer eruð alveg prýðilegur maður að þessu leyti, en því miður er þetta, sem þjer haldið fram ekki sem allra rjettast o. s. frv. En hitt er víst og satt, að maður þarf ekki að halda, að maður sje orðinn vinsæll og á- hrifamikill, strax og maður hef- ir lesið þessa bók. Til þess er vaninn of sterkur hjá flestum, og höfundur bendir á það, að maður þurfi helst að lesa hana of t ef lesturinn á að bera árang- ! ur. Og svo eru líka til, sem betur f er, menn, sem kunna þessa bók alla og máske meira til, án þess að hafa nokkumtíma litið í hana, — en þeir eru ekki marg- ir. ! Bókin er raunverulega beisk ádeila á síngimina, sem svo miklu illu kemur til leiðar í þess- um heimi. Hún sýnir glöggt böl það, sem af því leiðir, að taka ekki tillit til annarra en sjálfs sín. Hún bregður meira að segja upp óbeinlínis myndum af betri veröld, sem koma mætti, ef menn aðeins áttuðu sig á því, að hverj- um er jafn sárt um sjálfan sig og þjer eða mjer, og þær kendir verður maður að forðast að særa. Tillitssemin má sín meira e« flest annað í umgengní manna innbyrðis. Það þarf ekki að taka það fram, að þýðingin er prýðilega af hendi leyst. Vilhjálmur Þ. Gísla- son kastar ekki höndum til neins sem hann gerir. Og margir geta mikig á bókinni grætt, ef þeir lesa hana vel og vandlega, og fáir held jeg að sjeu þannig hm- rættir, að þeim finnist hún rugl, hafi þeir nokkra skynsemi til að bera já annað borð. Bókin opnar manni nýja heima, hamingjusam. ari og beri, og maður er hissa á því, að hafa ekki sjeð af sjálf- um sjer, að svona á umgengni manna að vera. i S. Ályktanir Búnaöarþíngs um varð landbúnaðarvara o. II. Iblöðum og tímaritum hafa birst öðru hvoru síðan í haust harðar ádeilugreinar á bændur, framleiðslu þeirra og S verð það er sett var á landbún- I aðarvörur á innlendum mark- aði. Bændum hefir verið brugð- ! ið um að þeir einir ættu sökina | á þeirri dýrtíð sem nú er í land inu. Jafnframt leggur ríkisstjórn in til í dýrtíðarfrumvarpi sínu, að útsöluverð á landbúnaðar- vörum verði lækkað með greiðsl um úr ríkissjóði um stundar- sakir, og að því næst verði sett á þær fast verð, án þess að trygt sje á nokkurn hátt, að til- svarandi lækkun fáist á kaup- gjaldi (þ. e. grunnkaupi og dýrtíðaruppbót). Um þýðingu kaupgjaldsins fyrir landbúnað- inn vísast til ritgerðar Guðm. Jónssonar kennara á Hvann- eyri um framleiðsluhætti land- búnaðarins. í tilefni af þessu og þeim örð ugleikum, sem landbúnaðinum geta stafað af því ef opinberar framkvæmdir taka of mikið af vinnuafli frá framleiðslustörf- unum, samþykti Búnaðarþingið með öllum atkvæðum eftirfar- andi ályktanir: I. Búnaðarþing felur stjórn Bún aðarfjelags Islands að gæta hagsmuna bænda og sveita- fólks yfirleitt, þar sem bændur hafa ekki annan málsvara í 8tjettarmálum sínum en Bún- aðarfjelag Islands. n. Búnaðarþing ályktar, fyrir hönd bænda, að lýsa yfir, að það geti eins og nú er ástatt, samþykt að verð það, sem var á landbúnaðarvörum á innlend um markaði 15. des. s. 1. verði fært niður, ef samtímis fer fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi. Jafnframt vill Búnaðarþingið taka það fram, að það telur mjög varhugavert gagnvart landbúnaðmum aS lækka útsöluverð á landbúnað- arvörum með greiðslu neyt- endastyrks úr ríkissjóði uni stundarsakir, og eigi viðunandi að lögbundið verði verðlag á þeim vörum, án þess að jafn- framt sje trygt, að vinna sú sem lögð er fram við framleiðslu landbúnaðarvara, verði eins vel launuð og önnur sambærileg vinna í landinu, þannig að ekki raskist hlutfall það milli kaup- gjalds og afurðaverðs, sem gilti 15. des. 1942. IH. 1 tilefni af þeim órökstudda áróðri, sem hafinn hefir verið um gæði og verð á landbúnað- arvörum, og vegna uppbóta, sem ríkið veitir á útfluttar vör- ur vegna markaðstapa erlendis, skorar Búnaðarþingið á bænd- ur, og aðra er landbúnaði unna, að vera vel á verði gegn þessum áróðri og standa fast saman um velferðarmál landbúnaðarins. IV. Búnaðarþingið ályktar að skora á ríkisstjórnina að haga opinberum framkvæmdum sem kostaðar eru af ríkissjóði, þann- ig að landbúnaðurinn geti engu að síður fengið nægilegt vinnn- afl, svo að landbúnaðarfram- leiðslan dragist ekki saman af þeim sökum. Jafnframt telur Búnaðarþingið æskilegt að rík- isstjórnin hafi nána samvinnu við stjóm Búnaðarfjelags Is- lands um þetta mál. ★ Eins og framanritaðar álykt- arnir bera með sjer, lýsir Bún- áðarþingið því yfir í einu hljóði, að bændur sjeu reiðubúnir til að lækka verðið á framleiðslu- vörum sínum, ef samtímis fer fram hlutfallsleg lækkun á kaupgajldi í landinu (þ. e. grunnkaupi og dýrtíðaruppbót) Bændastjettin, annar aðal aðilj- FRAMH. A SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.