Morgunblaðið - 30.03.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1943, Blaðsíða 5
'I»riðjudagur 30. mars 1943. Útgef.: H.f. Árvakmr, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftarg-jald: kr. 6.00 á mánuTSi innanlands, kr. 8.00 utanlands I lausasölu: 40 aura eintakitS. 50 aura með Lesbók. KafbátastðOvar á Frakklandsstrðndum Eftir Ferdinand Tuohy Afurðasalan Tílkyiiuingar þær, sem at- vinnumálaráðuneytið sendi írá sjer í sambandi við nýlega gerða samninga um sölu á gærum og frosnu dilkakjöti, voru ekki heppilegar og gátu auðveldlega valdið misskiln- ingi. Það mátti sem sje skilja tilkynningarnar þannig, að fjögra miljón króna gróði hefði -orðið á þessum tveim sölum. Sum blöð virðast og hafa skilið þetta þannig. Gegnir satt að segja furðu, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa fundið hvöt hjá sjer til að leið- rjetta þenna misskilning. Kaup andi þessara afurða var Banda- ríkjastjórn. Allir sjá, að það getur ekki komið neinu góðu til leiðar, ef farið er að básúna það hjer í blöðum, strax eftir að sölusamningar eru gerðir, að íslendingar hafi grætt 4 miljónir króna á þessum tveim ■■ sölum, sem var aðeins örlítill hluti afurða okkar. Hvað myndi Bandaríkjastjórn halda um sinn umboðsmann hjer, ef hún fengi slíkar upplýsingar um þessi viðskifti? Og halda menn virki- lega, að okkur myndi ganga greiðlega að fá sæmilegt verð fyrir afurðir okkar síðar, ef Bandaríkjastjórn hefði í hönd- um skjallega yfirlýsingu frá íslensku ríkisstjórninni um það, að íslendingar hefðu grætt 4 miljónir á þesspm viðskiftum? Nei, íslenska ríkisstjórnin veit vel, að hjer var ekki um neinn gróða að ræða. Rikis- ■sjóður verður að gefa nærri tug miljóna króna með sölunni, til framleiðenda í landinu. Hitt er rjett, að við gátum aldrei búist við að fá svo hátt verð fyrir þessar afurðir á erlendum markaði, að ríkissjóður slyppi með öllu við meðgjöf. Salan, sem hjer um ræðir, var þannig, að gærurnar voru seldar á 3 kr. kg. fob. og dilka- kjötið á kr. 5.40 kg. fob. ís- lendingar munu eftir atvikumi ánægðir með þessa sölu. En það sjá væntanlega allir, hvaða af- leiðingar það gæti haft fyrir okkur, ef kaupandi varanna (þ. e. Bandaríkjastjórn) stæði í þeirri meiningu, að íslendingar hefðu grætt 4 milj. króna á : þessum sölum. ■* Það er skiljanlegt, að við- skiftaþj óðir okkar eigi erfitt með að trúa því, að við þurfum að fá eins hátt verð fyrir af- urðirnar og raun ber vitni, því að þær átta sig ekki á hinum \ gíf urlega framleiðslukostnaði, sem hjer er orðinn. En sá framleiðslukostnaður á að miklu leyti rætur sínar að rekja ‘ til ásóknar setuliðsins á inn- lenda vinnuaflið, sva að við > eigum hjer ekki einir alla sök. Altaf er verið að brýna fyrir manni að hugsa um kaf- báta, og náttúrlega verður af- leiðin sú, að við tölum um þá líka, ræðum um þá eins og við værum heimsins mestu hemað- arfræðingar, bæði á opinberum stöðum og 1 heimahúsum, og1 heyrum um þá í útvarpinu. Tals- vert hefir líka verið ritað um þenna ófögnuð, sem er sagður að minsta kosti tefja fyrir sigri bandamanna, og ef í það versta fer, gera hann vafaatriði. Það er nú enginn leikur fyrir venjulegan mann að gera sjer í hugarlund, hvemig ástæður eru í raun og veru, þar sem raddir mikilmennanna gefa í skyn í dag ógurlegt skipatjón, sem virðist næstum því rjettlæta hinar há- væru sigurfregnir Þjóðverja af kafbátunum, og svo segja þess ir sömu herrar okkur daginn eftir, að við skulum ekki vera áhyggjufullir út af kafbátunum, ástandið sje ekki svo slæmt, og fregnir Þjóðverja sjeu ógurlega ýktar. Jeg er alveg gallharður í því, að Þjóðverjar fái sem minst að vita um skipatjón okkar, og vegna þess langar mig ekki sjálf- an, til að vita um eina smálest fram yfir það, sem mjer er þeg- ar kunnugt. Svo virðist, sem á- istæðan fyrir því að þegja yfir þessu, hafi verið rjettlætt við innrásina í Norður-Afríku, þeg- ar alt í einu komu 850 skip sigl- andi einhversstaðar utan úr busk anum, og það á tímum, þegar möndulveldin voru búin að á- kveða það fyrir fult og fast með sjálfum sjer, að við hefðum alls ekki skiprúm til eins fánýtra starfa eins og innrásar. Þess- vegna getur þessi aðferð, að þegja um skipatjónið, orðið góð stoð undir nýjar aðgerðir, sem koma flatt upp á möndulveldin. Eins og stendur viðurkenna bandamenn, að skipatjón þeirra sje alvarlegt, og fara ekki í neinar grafgötur með það, að fjelagarnir Hitler og Dönitz hafa í hyggju að gera það stórum al- varlegra, máske í sambandi við einhverskonær árásir aðrar á framstöðvar bandamanna, Bret- land. Svar okkar við þessu er það, að ráðast á kafbátana með þrennu móti: Á sjónum sjálfum, á verksmiðjurnar, sem framleiða kafbátana og á stöðvar þær, sem kafbátarnir hafast við í, meðan þeir eru að búast til ferðar, og skipsmenn hvíla sig. SPRENGJUR Á KAF- BÁTASTÖÐVAR. Það eru loftárásirnar á kaf- bátastöðvar Þjóðverja í Frakk- landi, sem eru meginástæðan til þess, að þessi grein varð til. Þeg- ar rætt var um loftárásimar á Lorient, sagði Stark flotaforingi, að þær væru ein af mörgum gagnráðstöfunum gegn kafbáta- hættunni, og ekki mætti slá slöku við neinar af þeim. Darlan heítinn eyddi drjúgum skilning í þessa uppáhalds flota- stöð sína, Lorient, með þeim árangrí, að hún varð fjórða. Eftirfarandi grein, sem tekin er úr breska blaðinu „The Sphere“, sýnir ljóslega hina miklu möguleika, sem Þjóðverjar hafa til þess að fela kafbáta sína á ýmsum stöðum á Frakklandsströndum. Einnig lýsir greinin bar- áttu bandamanna gegn kafbátahreiðrunum. Tuohy er er Frakki, sem mikið ritar um hernaðarmál og oft af furðulegri glöggskygni. mesta flughöfn Frakka. Hann Víggirti bæinn, sem liggur sjer- lega hentuglega fyrir kafbáta- stöð, aðallega vegna þess, að bærinn er ekki alveg við sjó, og tengir djúpur skurður herskipa- höfnina við hafið. Alt Lorient- svæðið er haldið vera eyðilagt eftir síðustu árásir úr lofti, „þótt það taki tvo mánuði, áður en hinn raunverulegi árangur fer að koma í ljós. En að þeim tíma liðnum, ef sprengjuregnið hefir gert það, sem það átti að gera, munu margir kafbátar, sem nú eru á höfum úti, verða að leita sjer nýs hælis eftir þann tíma“. í þessu er eitt vafaatriði. Hafa kafbátar átt eins örugt hæli í Lorient, og notað höfnina þar eins mikið, og árásir okkar á staðinn gefa tilefni til að ætla? Hjerumbil 70 loftárásir hafa nú verið gerðar á höfnina og bæ- inn, og þótt engin hinna fyrri árása hafi máske komist í hálf- kvisti við hinar síðari, sem gerð- ar hafa verið bæði nótt og dag, þá man jeg eftir að hafa lýst í útvarpi oftar en einu sinni, fyrir nærri tveim árum, hinum skelfi- legu áhrifum, sem árásir okkar höfðu á þenna stað, eftir því, sem flugmönnunum sagðist frá. Samt skaut nafnið Lorient altaf aftur upp höfði eftir þessar árás ir, og maður fór að halda, að líf- Seigja staðarins væri falin í hin- um miklu kafbátahvelfingum, sem sagt var, að Þjóðverjar hefðu bygt meðfram bökkum Soróff-árinnar. Maður sá meira að segja myndir af kafbáta- hreiðrum, sem voru þannig sett, að illmögulegt var að hæfa þau; með sprengjum. „Ef maður reiknar einnig með „móðurskipunum“ nýju, sem þj óðverj ar segja að sjeu úti um öll höf, full af olíu og vistum handa kafbátunum, já, sem hafi jafnvel nýjar ákafnir meðferð- is, þá fer maður að freistast til að hugsa um, hvort neðanjarð- arhvelfingamar — ja, jeg ætti víst heldur að segja neðansjáv- arhvelfingamar, :sjeu ekki betra svar við loftárásum bandamannar en mönnum hefir fundist nauð- synlegt að viðurkenna. ! Og ætli við höfum ekki um: leið einskorðað árásirnar helst til mikið við Loriént? Án þess að jeg hafi nú nákvæmar tölur við hendina, held jeg að Brest hafi orðið fyrir um 50 árásum, en þvínær allar þær árásir voru gerðar vegna nærveru Scharn- horst og Gneisenau í þeim stað. Það er að segja: sprengjunum var beint að þeim hluta hafnar- innar, sem kafbátar notuðu aldrei, en. þeir voru. í Brest meira að segja á friðartímum. Jeg þekld mjög vel til í Brest, og á erfitt með að trúa því, að sá staður eigi ekki stærri þátt í kafbátahernaðinum, en hinar fáu árásir okkar virðast gefa í skyn. Brest hafði fyrr á tímum rúm fyrir 18—20 kafbáta, og hafa þær tilfæringar, sem til þess voru gerðar, verið eyðilagð- ar svo, að Þjóðverjum nýttust þær ekki? SMÁHAFNIR LlKA. Það eru ekki einungis stóru, hafnirnar, sem hægt er að nota fyrir bækistöðvar kafbáta. Fyrir norðan Lorient eru ósar árinn- ar Odet, og hví skyldu ekki kaf- bátar geta legið þar, meðan birgðum væri ekið til þeirra frá Quimper? Eins er með höfnina Le Palais á Belle Isle, og hið mikla Morbihan-vatn, sem er þar beint á móti í 30 km. fjarlægð. Þetta vatn er í skjóli og fult af smáeyjum, þar sem lítil skip geta legið uppi við land. Svo er nú St. Nazaire, og mynni Leirufljótsins niður til Nantes. Á þessa staði hefir sprengjum verið varpað, þótt ekki oft, að minsta kosti ekki tíundi hluti af sprengjumagni því, sem lent hefir á Lorient, hefir fallið þar, og það þótt franskir kafbátar lægju oft og tíðum ,í Nantes til viðgerða, 110 km. frá opnu hafi. Leira er að Vísu ekkert þægileg siglingaleið, hvorki ósarnir nje fljótið sjálft, en allsstaðar eru bryggjur, sem kafbátaforingjunum gætu fund- ist þægilegar, ef þeir væru að leita að stöðum, sem þeir hjeldu ekki að óvinunum dytti í hug að ráðast á. Lengra til suðurs er Les Sabl- es d’Olonne, góð fiskiskipahöfn, en þar eru sandar miklir og mikill munur flóðs og fjöru. Eh; á hinn bóginn gætu kafbátar vel notað La Pallise og La Rochelle, ef þeir þyrftu aðeins að taka vistir og hvíla áhafnirnar. Veiga mikið atriði er það, að ef kaf- bátur er skemdur, þá hefir hann: aðeins um fáar hafnir að velja, en. getur valið á milli mikils fjölda, ef aðeins er um að ræðá að taka vistir og eldsneyti og hvíla áhöfnina. Það hefir ekki verið varpað mörgum sprengjum á La Pallise og La Rochelle til þessa, aðeins var ráðist á fyrrnefndan. stað, er Scharnhorst var þar um tíma. En. það ætti ekki að vera mikill vandi nú, eins langfleygar og! sprengjuflugvjelar eru orðnar, að veita þessum stöðum nokkrar heimsóknir. Rochefort var höfuðstaður fjórða flotasvæðisins, þegar ó- friðurinn hófst. Flotaforingi sá, sem þar stjórnaði, rjeði yfir öllu svæðinu til spönsku landamær- anna. Að vísu er það satt, að flotastöðirt gekk nokkuð úr sjer, vegna vamarsanminga við Breta, en er það nokkur ástæða til að halda að Þjóðverjar hafi ekkí getað lagað til í Rochefort í þá rúmu 30 mánuði, sem þeir hafa verið þar. Skip, sem rista 22 fet, geta farið upp ána Charente, og flotastöðin er 16 km. frá mynni hennar. Hafnargarðamir enu um tvo km. á lengd, ásamt skipakví- um og þurkví. Þarna eru einnig skipasmíðastöðvar, og hinumeg- in við ána er önnur höfn. Roche- fort var aðal æfingastöð franska sjóflugliðsins. Nýjum hermanna- skálum hafði verið komið þar upp, og einnig sjóflugvjelastöð. Getur það verið, að Þjóðverjar hafi ekki notað sjer annan eins stað og þennan? SVO ER ÞAÐ BORDEAUX. Loks er það Bordeaux og hin- ir breiðu ósar Girondefljótsins. Það hefir verið ráðist eitthvað 12 sinnum á hana, og var þeim árásum beint að olíuhreinsunar- stöðvum, ásamt flugvöllum, sem eru um 5 km. frá borginni. þar hafa langferðaflugvjelar af Focke-Wulf gerð bækistöð sína, eé þær ráðast á skip á höfum úti. En skyldi ekki vera einhver slæðingur af kafbátum á hinu breiða Girondef 1 j óti ? Það hlýtur að vera erfitt verk að sjá kafbáta úr lofti, að mað- ur ekki tali um stöðvar þeirra, þótt þær sjeu ekki yfirbygðar. Maður veit vel um þær hættur, sem flugmenn í slíkum ferðum verða að leggja í, og einnig um það, hve hæpið samband við höf- um við njósnara í Frakklandi. Það er aðeins vegna þeirrar stað- reyndar, að baráttan gegn kaf- bátunum hefir ekki gengið eins vel og æskilegt er, og að hann er nú að verða sjerstaklega hættulegur, að jeg beini athygli manna að því, að okkur kann að hafa sjest yfir vissa staði, sem eru ágætar kafbátastöðvar fyrir hvíldir og vista- og elds- neytistöku. Og þessir staðir eru á strönd Frakklands. Trillubátur með tveimur mönnum tal- inn af Síðastliðinn föstudag fóru tveir menn, Guðni Eyjólfs son og Þórhallur Erlendsson í róður frá Stöðvafirði á 21/2 smálesta trillubát. Hefir ekkert spursts til þeirra síðan. Guðni Eyjólfsson var kvænt- ur og átti 7 börn í ómegð. Var hann 35 ára að aldri. Þórhallur var á líku reki, ókvæntur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.