Morgunblaðið - 18.05.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1943, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. maí 1943. MOKUQJfBLAÐie HátlOahðld NorOmanna FRAMH. AF ÞRIÐJIJ SÍÐD legan 17. maí á einfaldan hátt, þar sem saman væri kominn lítill hópur Norðmanna og ís- lendinga. Við hugsuðum öll til Noregs, þar sem öll hátíðahöld væru bönnuð. Heima í Noregi væri 17. maí dagur sársauka, vonar og trúar í „hinum þús- undum heimila Noregs“. Ef til vill ætti engin þjóð i heiminum slíkan þjóðhátíðar- dag sem Norðmenn, sagði ræðumaður. Það væri dagur allrar þjóðarinnar. Það hefðu verið Eiðsvallamennirnir, sem með dirfsku og framsýni hefðu skapað norsku þjóðinni frelsi. En hvað hefði skeð, ef dagur- inn hefði ekki verið vordagur? Sennilegt að Eiðsvallamennirn- ir hafi ekki ráðið því, heldur hafi forlögin þar gripið í taum- ana. Líklegt að dagurinn hefði einungis orðið gleðidagur hinna fullorðnu, ef hann hefði borið &ð á vetrardegi, en nú legði æskan fram sinn skerf til há- tiðahaldanna. Þetta væri sann- arlega dagur æskunnar og gró andans. Noregur krefðist mikils af hörnum sínum. Ströng móðir, sem stöðugt krefðist nýrra fram kvæmda af börnum sínum. ; Nú gengi skálmöld yfir land- xð. Það væri ekki nóg með að iándsmenn væru kvaldir og þíndir, heldur væri einnig reynt að lokka þá og freista. — En Norðmenn hefðu sýnt, að þó iþargt væri hægt að vinna með ýopnum, væri hvorki hægt að sigra írjálsborna sál nje löng- unina til að lifa sjálfstæðu lífi. í| Noregi væru börnin hetjur. Þau hefðu sýnt það hvað eftir annað í baráttúnni með kenn- úrum sínurp. Ræðumaður minti á litlu ttorsku skólastúlkuna, er skrif- aði konungi sínum, hjet hon- um hollustu og bað hann að koma aftur heim sem allra fljótast. Þetta væri framtíð Noregs, hin ódauðlega framtíð landsins ... ■ Að lokum kvaðst ræðumaður vera þess fullviss, að Noregur myndi á ný verða frjálst land. Það væri ósk sín og hann þyrði að segja allra Islendinga, að Noregur fengi, sem fyrst aftur frelsi sitt. Norðmenn hefðu gefið öllum hinum mentaða heimi, fagurt fordæmi, einnig fslendingum. Fyrir það bæri að þakka þeim. Sigurður Nordal prófessor endaði ræðu sína með því, að biðja menn að syngja þjóðsöng Norðmanna, „Ja, vi elsker dette Iandet“. Lúðrasveitin Ijek und- ir og mannfjölginn söng. Að ræðu Nordals prófessors lokinni, söng Sólskinsdeildin 2 lög, en síðan mælti Andresen ræðismannsritari nökkur orð. Hann þaíckaði Nordal fyrir hina prýðilegu ræðu hans og Islendingum í heild fyrir þann vinarhúg, sem þéir hefðu ávalt »ýnt Norðmönnura. í Otvarpinu í hádégisútvarpinu í gær var leikin norSk hljómlist í til- efni af 17. maí. Kl. 14,30— 15,30, var sjerstök norsk dag- skrá og í útvarpi Breta og Bandaríkjamanna var Norð-< manna sjerstaklega minst. Þá var útvarpað frá frumsýningu á „Veislunni á Öólhaugum" úr Iðnó. Kl. 16,00—18,00 var mót-< taka hjá norska sendiherranum og kom þar fjöldi Norðmanna ðg íslendinga. Kl. 20,00 hófst hóf að Hótel Borg og stóð það sem hæst, er blaðið fór í prentun. — Enn- fremur voru haldnar kvöld skemtanir fyrir Norðmenn i Ingólfskaffi og norsku veitingal stofunni á Hverfisgötu 116. HÓF NODMANDSLAGET AÐ HÓTEL BORG Margt manna var viðstatt hófið að Hótel Borg. Undir borðum voru margar ræður haldnar. Þegar gestirnir höfðu verið boðnir velkomnir, mintist Au- gust Esmarck sendiherra Há- konar konungs, og var síðan drukkin skál hans og konungs- söngurinn sunginn. Því næst hjelt Sigvard Friid blaðafulltrúi ræðu um 17. maí og ást Norðmanna á þeim degi. Mintist hann baráttu Norð- manna og hvatti hvern einasta Norðmann til þess að gerá skyldu sína í baráttunni fyrir frelsi Noregs, hvar í heiminum sem hann væri staddur. Að ræðu hans lokinni var sunginn norski þjóðsöngurinn, Sigurður Markan söng fall- egt lag eftir Novotny lækni, er hann samdi við kvæði Nordahl Gries „17. maí 1940“. Síðan mintist Bay ræðismað- ur íslands með hlýrri ræðu. Þá var sunginn íslenski þjóðsöng- urinn. Bjarni Jónsson vígslubiskup þakkaði og mintist Noregs snjallri ræðu. — Að lokum mælti Sigurður Nordal próf nokkur orð. Dagbók I.O.O.F. = Ob. l.P.= 1255188*/« Hr. st. — Kp. st. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir skopleikinn Fagurt er á fjöllum í 25. sinn annað kvöld. Leikflokkur Hafnarfjarðar hefir frumsýningu á sjónleikunum ,Nei“ og „Apakötturinn“ á morg- un kl. 8.30 e. h. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Svanlaug Gunnlaugsdóttir og Ragnar Á. Magrmsson skrifstofu- maður. Heimili þeirra verður HðíSliia^Ie^ Fjann 13. þ. m. tilkynti Kyjólíur Jóhahnsson forstjóri Hús- majðraskólaráði Borgarf jarðar hjeraðs, að þáu hjónin hefðu á kveðið á 25 ára hjúskaparafma;! sínu að gefa 10 þúsund krónui* eða éitt. herbergi í vœntanl. Húsmæðra- skóla Borgarfjarðarhjeraðs, til niinningar um frú Ingibjörgu sál í Sveinatujigu, móður foi'stjórans Áður hafa skólanum borist. rausnarlegar gjafir frá 'ýmsum fje lögum og opinberum stofnunum svo og einstökum mönnum. Mun fjárhaíð sú, sem safnast hefir til skólans. nema samtals uin 120 þús. kr. Sítrönur 0 Vaffnes Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, blóm, skeyti og * gjafir á fertugsafmæli okkar 14. maí. Elísabet Magnúsdóttir, Grettisgötu 43. "Af ' v '• Þorbjörg Magnúsdóttir, Hverfisgötu 114. I verður í dag frá Höfðatún 5. Jarðsungin Hafnarfjarðarkirkju frú Katrín Eysteinsdóttir frá Hraunsholti. Yegna rúmleysis gat minningar- grein um þessa merku konu ekki )irst í blaðinu í dag, en birtist síðar. 90 ára verður 19. þ. m. ekkjau Þórlaug Sigurðardóttir frá Reyni, nú til heimilis á Elliheimilinu Grund. Silfurbrúðkaup. í dag eiga 25 ára hjúskaparafmæli frú Sigríður Júlíana ITreiðarsdóttir og Magnús Guðmundsson múrarameistari. — Heimili þeirri er Stafhóll, Rvík. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjðn- m Kristín Jónsdóttir frá Vestri- Loftstöðum og Steingrímur Páls- son (Erlingssonar sundkennarai, nú til heimilis að Elliðavatni. Reykvíkingafjelagið. Þeir fje- lagar, sem ekki hafa gert skil fyr ir happdrættismiðana. eru vinsam- legast beðnij' að gera það í dag; svo að hægt verði að draga á rjett um tíma. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Elínborg Lárusdóttir skáldkona og Ingimar Jónsson, Vitastíg 8. Kynningarkvöld fi-jálslynda safnaðarins i Reykjavík verður haldið í Oddfellow í kvöld og hefst kl, 8.30. Verða þar ýms skemtiatriði. Hjónaefni. S.l. siuinudag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sig- ríður BjÖrnsdóttir (dr. Björns Þorleifssonar) og Magnús Valdi- marsson (Sveinbjörnssonar, fim- leikakénnaraj. Gunnar Böðvarsson (sonur Böðvars Ivristjánssonar menta skólakennara) hefir nýlega lokið ágætu prófi í skipaverkfræði o stan*ðfræði við Teknisehe Hoeh- sehule i Berlín. Er Gunnar nú kominti til Kaupmannahafnar og mun dvelja þar að sinni. 75 ára er I dag Guðlaugur Þor- bergsson vegfóðrunarmeistari, Frakkastíg 5. Pjetur Ingimundarson slökkvi liðsstjóri flvtur erindi í útvarpið í kvöld kl. 7.25 um björgun úr bruna, starf slökkviliðsins og fleira, á vegum eldvamafræðslu Slysavarn afj el agsins. Samsæti verður haldið í kvöh fyrir Hjálmar Björnsson viðskifta fulltrúa, að Ilótel Borg kl. 7.30. i Þjóðræknisfjelagið gengst fvrir' samsætinu, en utanfjelagsmÖnnutá er einnig heimil þátttaka. Útvarpið í dag: 1925 Erindi Slysavarnafjelagsins: Eldur upp! (Pjet-ur Ingimundar son slökkviliðsstjóri). 20.30 Erindi: Hraðinn og maður- inn, II (dr. Broddi Jóhannes- son). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sóiiata fyrir celló (dr. Edel- stein) og píanó (dr. Urbant- sehitsch) eftir Grieg. 21.20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Þökkum auðsýnda vináttu*á silfurbrúðkaupsdegi okkar þann 13. þ. m. Dagbjört Jónsdóttir. Einar Helgason. Nýjabæ, Garið. t Versl/Gullfoss werðnr loka9 i dag kl. 1-4 wegaa farllai’farar. SEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU Konan mín elskuleg, móðir, tengdamóðir og amma GUÐLEIF ÓLAFSDÓTTIR andaðist að heimili sínu 15. þ. mán. Magnús Símonarson, böm, tengdaböm og bamaböm. Það tilkynnist ættingjum óg vinum, að hjartkær móðir okkar SIGRIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hnjóti við Patreksfjörð, andaðist þann 15. þ. m. Böm hinnar látnu Jarðarför eiginmaxms míns síra JÓNS JAKORSSONAR frá Bíldudal fer fram frá dómkirkjuimi í Reykjavík fimtudag- inn 20. þ. m. og hefst frá heimili foreldra hans Sjafnargötu 4 kl. 3.30 síðdegis. Jarðað verður í Fossvogskirkjtigarði. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Margrjet Bjömsdóttir. Jarðarför SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Kvíavöllum fer fram miðvikudagiim 19. þ. m. kl. 1.30 frá heimili hans, Suðurgötu 10, Hafnarfirði. Vandamenn. Jarðarför RAGNARS IMSLANDS * frá Seyðisfirði fer fram frá dómkirkjuxmi rniðvikudagmu 19. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili minu, Ásvallagötu 71 kl. 1.30 e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Pálína Sigmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall ög jarðarför móður okkar og tengdamóður HALLDÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR. Þðrdís Bjömsdóttir. Höskuldur Baldvinsson. Ingiveig Eyjólfsdóttir. Þórarinn Björasson Jeg þakka fyrir hluttekningu við jarðarför konunnar minnar JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR. Haraldur Eyjólfsson, Litlutungu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.