Morgunblaðið - 03.07.1943, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. júlí 1943.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj. Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Auglýsingar: Ámi Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði
innanlands, kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Heilbrigðismál bæjarins
Á SÍÐASTA bæjarstjórnarí'undi var einróma samþykt
tillaga frá Gunnari Thoroddsen, þess efnis að bærinn ráði
sjerstakan fræðslumálastjóra, er hafi umsjón með barna-
fræðslunni í bænum og verði hann ráðunautur bæjarins í
þessum málum.
Gunnar Thoroddsen benti á, að bærinn kostaði nú 1 (4
miljón króna til barnafræðslunnar, en hann hefði engan
ráðunaut í þessum málum og gæti því litlu ráðið um það,
hvernig þessu fje væri varið. Þetta er hverju orði sannara,
og ber að fagna því, að þessu nauðsynjamáli verður nú
hrundið í framkvæmd.
I þessu sambandi er full ástæða til, að minna á annað
stórmál, sem ekki er síður aðkalland-i og nauðsynlegt fyr-
ir bæjarfjelagið. Það snertir heilbrigðismálin. Hvenær
ætlar bæjarstjórn að taka rögg á sig og koma þessum mál-
um í viðunandi horf ?
Heilbrigðismál bæjarins eru nú í megnasta ólestri og
þarf nýskipan á þau mál öll. Sá maður, sem nú gegnii
starfi heilbrigðisfulltrúans er samviskusamur og vill gera
vel. En það er útilokað með öllu, að hann geti einn annast
alt þetta starf, svo vel sje.
Heilbrigðismál bæjarins eru margþætt. Einn þátturinn
lýtur að almennum þrifnaði utanhúss, á götum og annars-
staðar á almannafæri. Annar þátturinn lýtur að umhirðu
og meðferð matvæla, sem á boðstólum eru í matvöru-
verslunum, brauð og mjólkurbúðum, fiskbúðum o. s. frv.
/Eskilegt væri að bærinn ætti sína eigin rannsóknar-
stofu, þar sem hægt væri að hafa stöðugt eftirlit með
því, að matvælin sem seld eru almenningi, uppfylli þær
kröfur, sem gerðar eru um næringargildi þeirra og með-
ferð.
Þegar Hitaveitan er komin-upp, hefir Reykjavíkur-
bær mörg skilyrði til þess, að vera til fyrirmyndar um
þrifnað og hollustu. En til þess að því marki verði ein-
hverntíma náð, þarf að koma heilbrigðismálunum í við-
unandi horf. Og það á að gerast strax.
Ósæmilegar getsakir
ALDREI HAFA SJEST fáránlegri skrif um sjálfstæð-
ismál þjóðarinnar en þau, sem Jón Blöndal hagfræðingur
er að peðra úr sjer í Alþýðublaðinu þessa dagana. Auð-
vitað er Jóni Blöndal frjálst að hafa þá skoðun, að við
eigum að vera áfram í sambandi við Dani, en hann á ekki
að rökstyðja hana með þeirri firru, að þetta sje eina leið-
in til þess að við getum haft vinsamlega sambúð við hin
Norðurlöndin. Þetta er hin mesta fjarstæða.
En hitt er óhæfa, að Jón Blöndal skuli í grein sinni í
Aibýðublaðinu í gær vera með getsakir í garð Bandaríkj-
anna, um brigðmælgi af þeirra hálfu á gefnum loforðum
og yfirlýsingum okkur til handa. J. Bl. segir: „Segjum
að þessi risaþjóð telji hagsmu.num sínum og öryggi bet-
ur borgið með því, að hafa að engu óskir þessa litla þjóð-
arkrílis um sjálfstæði og fullveldi“.,Og verður ekki
rjettur 120 þúsund manna ljettvægur, þegar hann er bor-
inn saman við raunverulega hagsmuni jafnmargra
miljóna, í hugum þeirra, sem ábyrgð bera á örlögum
miljónanna“, o. s. frv.
Hvaða ástæðu hefiir J. Bl. til þess, að veúa með slíkar
getsakir í garð þessarar vinveittu þjóðar, sem fer nú með
hervernd lands okkar? Hefir stjórn Bandaríkjanna í
nokkru komið þannig fram við okkur, að það gefi tilefni
til slíkra aðdróttana í hennar garð? Nei, vissulega ekki.
Við íslendingar byggjum vonir okkar um framtíðar-
sjálfstæði fyrst og fremst á vináttu við hinar voldugu
lýðræðisþjóðir, Breta og Bandaríkjamenn. Ef við megum
ekki treysta orðum þeirra erum við illa komnir. Sjálfir
megum við ekki, að óreyndu vantreysta loforðum og yfir-
lýsingum stjórna þessara ríkja. Það er óhæfa og verður
ríkisstjórnin að vera á verði gegn slíkum ósóma.
Raymond
Clapper
um stríðið
LONDON. — Lífið í flug
stöðvum Englands, en nú
má kalla England orustu-
svæði, hvað snertir loft-
hernað. hefir nú yfir sjer
öryggi. sem ekki þektist þar
fyrir 2 árum. Þetta breytta
hugarfar orsakast af von_
inni um sigur, en hún var
ekki mikil sumarið 1941.
Fyrir 2 árum var Eng-
land nýkomið úr leiftur-
stríði og bjóst við öðru enn
þá harðvítugra er næturnar
færu að lengja og liði að
hausti. Þegar jeg var hjer
1941, skýrði einn yfirfor.
inginn nákvæmlega fyrir
mjer hvernig hann áliti að
Þjóðverjar myndu haga
innrásinni. Hann var sann
færður um það, að Eng-
land myndi berjast örvænt
ingarfullri baráttu fyrir til
veru sinni.
Nú heyrist ekki slíkt tal.
Innrás er núna orð, sem
eingöngu er notað í sam,-
bandi við meginlandið ■—
ekki England. Umræðurn.
ar snúast um það. hvort
h.ælgt sje að yfirvinna Þýska
land með loftárásum. En
þrátt fyrir hernaðaráætlan
irnar á pappírnum og á-
kafa enskra og bandarískra
flugmanna, hafa báðar
stjórnirnar undirbúið áætl-
anirnar um landhernað, sem
á að koma í kjölfar lofthern
aðarins.
1
Það er enginn vafi á, að
loftárásir bandamanna
hafa tilætluð áhrif á Þýska
land. Margt skrítið hefir
verið sagt við þýsku þjóðina
í þýska útvarpið, og það er
erfitt að skilja það á annan
hátt, en að Þjóðverjar ótt_
ist fullkomna eyðileggingu.
En Þjóðverjar eru nú að
koma sjer upp ógurlegum
hervörnum. Við verðum að
auka loftflota okkar að
miklum mun svo að áhrif
loftárása okkar verði meiri
— Baker hershöfðingi
hefir skýrt frá því að í
október verði 8. loftherinn
orðinn helmingi sterkari
en nú.
Til þess að árangurinn
verði sem mestur af
sprengjukasti okkar, þurf-
um við að skjóta sem flest
ar orustuflugvjelar Þjóð-
verja niður. Og einasta
leiðin til þess er að fylla
loftið með sprengjuflug-
vjelum. ■— Við verðum að
auka fjölda sprengjuflug-
vjela okkar svo við getum
sent marga leiðangra af
stað samtímis, en þeir
hefðu. það tvöfalda hlut-
verk að kasta niður
sprengjum og skjóta nið_
ur flugvjelar. Til dæmis
var það svo í loftárásum,
sem gerðar voru í Kiel og
Bremen, að sú flugsveit
sem gerði árásina á Kiel,
varð fyrir áköfum árásum
þýskra orustuflugvjela, en
hinar flugvjelarnar sluppu
algerlega.
Þetta skýrir vel hvernig
Framliald á bls. 8.
Syðra kirkju-
garðshornið.
BORGARI skrifar mjer og
bendir á hættuna, sem af því
stafar, að nú skuli vera leyfð_
ur akstur fast meðfram suður
vegg kirkjugarðsins við Suð_
urgötu. — Við þetta skapist
hætta fyrir umiferðina á þess_
um slóðum vegna þess, að
stjórnendur ökutækja, sem aka
suður Suðurgötu, eða austur
með garðinum að Suðurgötu
geta ekki sjeð til ferða annara
farartækja.
Fyrir nokkrum árum var ak
vegurinn fluttur sunnar, garð_
ur hlaðinn suður frá kirkju.
garðinum yfir gamla veginn.
En nú þegar byrjað var að
grafa fyrir hitaveitulögnum
var grjótgarðurinn rifinn niður
og hefir ekki verið hlaðinn upp
á ný þó hitaveitulögninni sje
lokið. Bílar eru nú á ný farnir
að aka götuna meðfram garð_
inum.
Það þyrfti, sem allra fyrst
að loka gamla veginum á ný,
áður en slys hlýst af.
@
„Sólvalla-
kirkjugarð-
ur“.
KIRKJUGARÐURINN við
Suðurgötu, serri í rúmlega 100
ár hefir verið aðalkirkjugarð-
ur Reykjavíkur, er nú ávalt í
daglegu tali nefndur „gamli
kirkjugarðurinn“. Er þetta
nafn að festast við garðinn,
því í blöðunum er oft auglýst
að „jarðað verði í gamla kirkju
garðinum“.
Jeg veit, að margir Reyk_
víkingar kunna illa við þetta
nafn á garðinum, sem áður
hjet bara Kirkjugarðurinn, en
það breyttist þegar Fossvogs
garðurinn varð til. En það er
afar auðvelt að gefa kirkju.
garðinum við Suðurgötu fall-
egt nafn, sem á vel við og er
I virðulegt, en það er „Sólvalla
, kirkjugarður". Vilja þeir, sem
i ráða nafngiftum hjer í bæ,
| taka þetta mál til athugunar.
Flestir, sem eiga ástvini, er
hvíla í garðinum myndu held_
ur vilja hugsa til þeirra í „Sól
vallagarði“ heldur en í „gamla
garðinum“.
®
ÞjófnaSir
úr íbúðum. v
ÞAÐ vill brenna við öðru
hvoru, að óráðvandir menn
fari inn í íbúðir manna til að
stela ýmsu smávegis, og þá
j helst peningum, eða verðmæti
j sem auðvelt er að koma í pen.
inga. Hættan á þjófnuðum úr
íbúðum vex einmitt nú um
sumartímann, þegar margir
fara úr íbúðum sínum cil
dvalar í sveit, eða iskilja þær
auðar á meðán farið er í ferða
j lög.
I Besta ráðið til að fyrir.
I byggja slíka þjófnaði, eins og
raunar alla þjófnaði, er að
ganga vel frá læsingum íbúða
og gæta þess vandlega, að
hvergi sje með hægu móti
hægt að komast inn í íbúðir.
Sama máli er að gegna um
anddyrý Oft kemur það fyrir
að þjófar fara inn í ólæst and
dyri til að stela yfirhöfnum
eða öðru, sem þar er geymt.
Menn geta verið vissir um,
að því erfiðara. sem þjófunum
er gert fyrir, því færri þjóf_
ar verða til að reyna að stela.
Algengar
málvillur
BJÖRN SIGFÚSSON íslensku.
meistari, ritar í síðasta hefti
Samtíðarinnar grein, er hann
nefnir „Brjótum rangar venj_
ur“. 1 greininni ræðir höfund.
ur um nokkrar algengar mál.
villur og leyfi jeg mjer að
birta glefsur úr greininni til
fróðleiks og skemtunár.
Björn segir:
„Dönskuslettur eru oft auð.
þektar á endingu sinni eða
beygingarleysi, en þær leynast
sem íslenskulegar sýnast. —
Dæmi: ekkumaður, ekkjufrú,
augnablik (— stutt stund),
undirföt.
Ekkjumaður ætti að vera
maður ekkjunnar, en ekkill
heitir sá, sem mist hefir konu
sína. Elckjufrú á víst að vera
fínna orð en ekkja og þýðir þá
að rjettu lagi frú, sem sje eign
ekkjunnar eða handbendi henn
ar eitthvert. Bæði samsettu
orðin eru vitleysur í málvit-
und okkar, því að þar eru öp_
uð dönsku orðin Enkemand,
Enkekone og Enkafrue. — Af
menningarástæðum- sínum
höfðu fornmenn ekki orðið
ekkill um kvonlausan mann, en
nú er sú notkun orðsins eðli.
leg og sjálfsögð. Þá þótti ó.
sæmandi karlmanni að kalla
hann einstæðing eða ekkil, þótt
hann misti konu, en einungis
konurnar gátu orðið einstæð.
ingar við lát manns.
Augnablik er úr dörísku, Öje
blik, en heitir á íslensku auga„
br&gð. Blik augans er aftur á
móti ljómi þess eða glampi.
Um öryrkjann kvað Jón úr
Vör: „Úr hægra auga hljóðu
bliki sló, en hitt var gler“. —
Menn mega ekki skilja svo, að
það augnablik sje sama og
augabragð.
©
„Dömu.
undirföt“.
TÍMARITIÐ Heilbrigt líf
skýrði það í vetur, hve illa
gengur að nefna kvennærföt
rjett. Fram um 1876 mátti
ekki misbjóða velsæminu í
landi frelsisins, Ameríku, með
því að auglýsa svo blygðunar
lausar flíkur með rjettnefnl.
Reykjavík er víst komin á það
siðgæðisstig, en New York af
því. Hjer eru ekki lengur aug_
lýst nærföt nema helst karl.
manna, og sífelt sjást auglýst
undirföt fyrir „dömur“ og
fleiri tegundir kvenna í þeirri
von, að það orð sje ekki eins
nærgöngult kvenlegu hörundi
og hitt og engum verði af því
undirflog“.
Hiónaband. Þann 29. f. m.
voru gefin saman í hjóna-
band af sjera Jóni Thorareri-
sen. ólof Jónsdóttir og Ivrist-
þór Alexandersson, niálara-
meistari, Suðurgötu 3.