Morgunblaðið - 03.07.1943, Blaðsíða 8
8
■ - ’ : \ ■
MftRGDNBLAÐIÐ
. : í I l I <■ t ' ■ ' f ; I , .
Laugardagur 3. júlí 1943.
i Raymond Clapper
Minning merkishjónanna
Framhald af bls. 6.
við getum framkvæmt á.
rásir okkar í framtíðinni.
Hlutverka hinna fljúg.
andi virkja, er þær tæla
þýskar flugvjelar til bar_
daga við sig, er nærri því
eins þýðingarmikið og
sprengjukastið sjálft. Or.
ustuflugvjelar óvinanna
hefja sig ekki til flugs til
þess að berjast við orustu
flugvjelar okkar. þegar
þær eru einar. en þær reyna
að reka sprengjuflugvjel.
arnar á brott.
En þrátt fyrir þetta meg
um við ekki gleyma því.
að orustuflugvjelarnar eru
betur hæfar til orustu held
ur en fljúgandi vivrki, sem
hafa of fjölmenna áhöfn
og eru of stórar. til þess að
hætta þeim í svona ferðir
að óþörfu.
Af þessu sjest að næstu
mánuðir verða viðsjárverð-
ir tímar.
En þrátt fyrir stríðið yf_
ir Þýskalandi. megur við ,
ekki gleyma stríðinu á Mið '
jarðarhafi og í Kyrrahafi.
En brjóta Þjóðverja á bak
aftur þýðir að það losnar
herafli sem við getum sent
til Kyrrahafsins. Því fyrst
þegar búið er að sigra
Slskaland. geta banda.
enn snúið sjer af alefli að
stríðinu eystra, í stað þess
að skifta herafla sínum
niður í þrjá vígstöðvar. 2
af þeim berjast vá*ð Þjóð_
verja.
Um þetta heyrist talað
nú orðið. Spurningin er
ekki hvort Þýskaland eða
Japan sje mikilvægara.
heldur hvort sje hagkvæm
ara. að sigra bæði. í einu
eða aðeins annað þeirra í
einu.
BLÖÐ OG TÍMARIT
Eimreiðin, 2. hefti 1943,
er nýkomin út með greinum
um norsku leikkonuna Gerd
Grieg, framtíðarskipulag þjóð
anna, sambands'úitin, við-
reisnarbaráttu íslcndinga aust
an hafs og vestan, mesta skáld,
Breta, landkynningu o. fl. —
Ennfremur er í heftinu snjöll
ljóðkveðja til Noregs eftir
Þóri Bergsson, áhrifarík saga
úr íslensku nútíðarlífi eftir
Þorvald Guðmundsson, þýdd
saga, frásagnir um dularfull
fyrirbrigði, ritfregnir og
fjöldi annara greina og
kvæða. í heftinu eru einnig
smágreinar ýmsar, myndir o.
fl.
Verkstjórinn nefnist nýtt
^blað, sem gefið er út að til-
hlutun Verkstjórasambands
Islands og Verkstjórafjelags
Reykjavíkur. Jóhann Hjör-
leifsson, forseti Verkstjóra-
sambandsins, fylgir blaðinu
úr hlaði og gerir grein fyrir
ætlunarverki þess. — Blað-
ið flytur fjölbreytt efni,
varðandi áhuga- og hags-
munamál verkstjóranna og
auk þess ýmislegt ljett efni
til skemtunar og fróðleiks. —
Það er myndarlega úr garði
gert, prentað á ágætan papp-
ír og prýtt mörgum mynd-
um. Útgefandi er Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Getum bætt við
bifreiðastjórum
á sjerleyfisleiðum
Bifreiðastöð Steindórs
‘XM!,,H“MMI**X**t**t‘*H**WiMW**X**X*‘XM;,»X4*»**X**W**XMt**t‘,XMt**W*4*MX**XMJ*‘t‘
i
í
i
?
?
?
f
JOLBORUR
Ljettar trjehjólbörur, hentugar fyrir
garðvinnu nýkomnar.
Hjeðinshöfði h.f.
❖ Aðalstræti 6 B. Sími 4958. %
?
iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
( HIJSEIGN |
Af sjerstökum ástæðum er til s»lu hús- 1
| eign og land við bæinn. íbúðarhúsið er ein- |
1 lyft með kjallara, 4 herbergf og eldhús á efri 1
| hæð, 2 herbergi, eldhús og þvottahús í kjall- 1
| ara.
Landið er 0,8 ha. alt ræktað og stór mat- I
| jurtagarður. Á lóðinni er 13 metra langt út- |
1 húsi sem hænsahús eða svínahús.
Þeir, sem kynnu að hafa hug á kaupum, |
1 leggi nöfn sín inn í pósthólf nr. 801, merkt: I
| „Eign“, fyrir 15. júlí.
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi
Sim.on.Lu Ó. Kristjánsdóttur
og Jóns Pálssonar skipstjóra
ÞAÐ mun almæli allra, sem
til þekkja, að merkishjónin
Símonía Oddný Kristjánsdótt-
ir og Jón Pálsson skipstjóri,
hafi hvort á sínu sviði skarað
fram úr með fyrirhyggju og
dugnað og jafnframt verið
svo samvalin í ástúð og hátt-
prýði allri, sem best má á
kjósa.
Verður hjer í stuttu máli
lýst æfistarfi þeirra og skap-
gerð.
Þau Jón og Símonía giftust
#18. nóv. 1887 í ættbygðum sín
um við Arnarfjörð. Dvöldust
þau að Stapadal og Álfa-
mýri þar til 1895 er þau
fluttust að Heimabæ í Hnífs-
dal. Áttu þau hjpn þar heim-
ili í 10 ár, en fluttu 1905
hingað til Isafjarðar í hús
sitt, Brunngötu 21, sem þá
var nýreist, og áttu þar heim-
ili upp frá því.
Þau Jón og Símonía voru
systkuiabörn og stóðu að þeim
dugmiklar og styrkar bænda-
ættir. Dynjanda-ættin er lands
kunn af miklum sægörpum,
stiltum og prúðum, og mynd-
arlegum húsfreyjum. Erfðu
þair Jón og Símonía ættar-
kosti þessa í ríkum mæli. Ekki
hallaði heldur á með föður-
ætt Símoníu eða móðurætt
Jóns. Kristján Jónsson, faðir
Símoníu, bóndi í Hvammi í
Dýrafirði var nafnkunnur á
sinni tíð, sem fyrirmynd um
háttprýði alla; smiður hinn
besti og búhöldur góður; vel
greindur og fróðleiksfús. —
Urðu og allir niðjar þeirra
hjóna, Kristjáns og Sigríðar
Símonardóttur vel að manni.
En víst mun Símonía hafa
verið þar fremst í hópi. Olli
bar mestu um fádæma vilja-
þrek og skapfesta.
-Alt æfistarf .Tóns Pálssonar
varð sem flestra ættmenna.
hans helgað sjómennskunni.
Þar var hann allur. Tólf ára
gamall byrjaði hann að róa
með föður sínum og var á
sætrjám til dauðadags, þar
af skipstjóri í 34 ár, og
lengst sem hákarlaskipstjóri.
Var kjarki hans og seiglu
viðbrugdið. Eins og nærri
má geta lenti hann í marghi
hrynu á þessu langa tímabili
og oft varð hann að sigla
krappan, en aldrei varð
hann fyrir skæðum áföllum.
Mátti hann telja s.jerstak-
an lánsmann í allri skip-
stjórn sinni. Eitt sinn bar
svo til, er hann varð að
leita lands í stórviðri, að
holskefla f.jell yfir skipið
og tók tvo skipverja útbyrð-
is, en j>eir náðu báðir í kaðal
sem skolaðist útbyrðis að
nokkru, og vissu hvorugur
mannanna um hinn. Björguð-
ust báðir mennirnir og hrest-
ust skjótt. eftin yoilkiðJ Þótti
þetta dæmafátt,
Einn af skipverjum Jóns
Pálssonar lýsir sjómgnnsku
hans svo í minningarorðum
í blaðinu Vesturland, 13.
nóv. 1923:
— Jeg minnist með lotn-
ingu þeirra stunda, er verið
var að Jeita lands í fullhörðn-
uðum vetrar- og vorbyljum,
hyersu vel honum tókst að
verjast áföllum, svo og áræð-
is þess, að taka höfn í stór-
hríðarbyl og náttmyrkri, og
hefi jeg oft hugsað, hvort
Símonía Ó. Kristjánsdóttir
I
Jón Pálsson.
þetta var hending tóm, að
svo vel heppnaðist, en komst
að raun um að slíkt var
af nákvæmni í siglingafræði
og um leið skarpri eftirtekt á
sjó og sjólagi. —
Jón Pálsson hlaut fljótlega
traust st.jettarbræðra sinna
og var hann þó sjálfur mjög
hljedrægur; vildi sem mest
vinna í kyrrþey. Sáu þeir og
fundu, að þar færi maður
sem treysta mátti og í engu
vildi vamm sitt vita og setti
ofar öllu öðru að "era það
sein skyldan bauð honum og
hann fann r.jett vera.
Heita mátti að sína löngu
sjómannstíð ynni Jón Páls-
son h.já tveimur verslunum.
Fyrst fyrir Lárus A. Snorra-
son kaupmann, var skipst.jóri
á skipi hans, Guðrúnu og
síðan fyrir Leonh. T'ang &
Söns verslun, sem skipst.jóri
á Arthur Fanney. — Stýrði,
Ján báðum þessum skipum til
hákarlaveiða. Þá var hann
og skipst.jóri á motorskonn-
ortu Hane fyrir Tangsverslun,
bæði til póstferða um Breiða
f.jörð og á spekúlantstúrum.
Og síðustu æfiárin var hann
skipstjóri á póstbátnum
Braga, h.jer um. Isafjarðar-
d.júp. Var Jón skipstjóri á
Braga, er hann lagðist bana-
leguna, og má því svo að
. Qí’ði komast að hann hafi
dáið með st.jórnvþlinn í hend
inni, og slíkan dauðdaga
hefði hann s.jer einmitt kosið,
að falla við sæmd í hólm-
göngu lífsins, — æðrulaust
og með bros á vör.
Ekki naut Jón neinnar ment
unar í æsku fram yfir það,
sem almennt var,'en eftir að
hann þroskaðdst menntaði
hann sig prýðilega í stýri-
mannafræði, miðað við þann
tíma, enda var hann náttúru
greindur maður, vel minn-
ugur og las mikið af vmsum
bókum, einkuin síðari árin.
Er það einhuga dómur
þeirra sem best þektu Jón
iPálsson i skipst.jóra,. að hann
hafj verjð einn mer^kasti sinn
ar samtíðarmanna í vestfiskri
sjómannastjett.
Strax kom í I.jós að Sím-
quía var hin ágætasta eigin-
kona og húsmóðir. Kom það
jafnt fram við vandalausa
sem börn hennar pða skyld-
menni. Heimilmu helgaði hún
krafta sína. og gerði það af
þeim myndarskap, sem fátíð-
ur er. Il.jelst þar í hendur
sparsemi, iðni og reglusemi
í hvívetna. Var svo alla henn-
ar löngu æfi, að aldrei fjell
henni verk úr hendi, nema
veikindi lömuðu. Gerði hún
því sk.jótt garð sinn frægan,
hvar sem hún dvaldi, og varð
að maklegleikum virt og
elskuð af þeim sem þektu
hana. Trygglyndi hennar og'
ættrækni var með afbrigöum
og h.jartagæska við alla sem
bágt áttu. En ekki f.jasaði
hún um slíka hluti, heldur
vann það sem önnur verk sín
í kyrrþey.
Ekki má láta ógetið trú-
rækni Símoníu. Hún var
henni samvaxin, en engiii
uppgerð, Á uppvaxtarárun-
um vandist hún trúrækni og
hún h.jelt hennh-alla sína æfi,
ekki af vana heldur af innri
þörf, því hún trúði á G.uð og
tilbað hann. Til hans leitaði
hún með sörgir sínar og á-
hyggjur. Gaf hún bæði börn-
um sínu-m og vinum í því
fagurt eftirdæmi.
■ Þó.tt Símonía nyti engrar
menntunar í uppvexti sínum,
umfram það, sem þá var al-
mennt, aflaði hún s.jer smátt
og smátt af lestri góðra bóka
hagnýtrar menntunar og
studdi .jafnan aukna menntun
kvenna, og annað sem hún
taldi til framfara horfa. —-
Þannig var hún ein af stot’n-
endum Kvenf.jelagsins Ósk
h.jer í bænum, og var k.jöriun
heiðursfjelagi þess á 25 ára
afmæli f.jelagsins.
Síðustu æfiár frú Símoníu
voru því uppskeruár mikilla
og góðra ávaxta. Hún hafði
starfað vel og trúlega og
var reiðubúin að kveð.ja
jiennan heim hvenær sem.
kallið kæmi. — Eilífðartrú
hennar var óhágganleg og
máske aldrei sterkari en í-
s.jálfri banalegunni; þá gagn
tók hana fögnuður um end-
urfundi við eiginmanninn og
börnin ástkæru, sem flutst
höfðu á undan henni iír jarð
heimum.
Það var sem helgur I.jómi
yfir viðskilnaði þessarar ein-
istöku sæmdar- ogi m.erkiú-
jkonu. llún var ekþi að fjytj-
'ast í auðan og tóman geim
dimmunnar,. án vonar eða
fyrirheita, heldur að b.jörtum
og blikandi ströndum nýs
heims, landi endurfundanna,
við guð, sem hafði verndað
hana, bíessað og varðveitt
og við ástvínina alla, sem á
undan voru farnir, Og efti.r-
lifandi ástvinum gaf hún bless
un sína og fól þá guðs varð-
veislu.
Frú Símonía andaðist 1.
Framhald á bls. 10.