Morgunblaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLABIÐ Fimmtudag'ur 12. ágúst 1943, BRESK HERSKIP SKJÓTA Á ÍTALSKAR HAFNARBORGIR Vörn Þjóðverja við Randazza bilar hvergi London í gærkvöldi. Einkaskevti til Mbl. frá Reuter BRESKI flotinn er nú tekinn að gerast all-nærgöng ull við strendur Ítalíu. Hafa tundurspillar hans og beiti- skip skotið sprengikúlum að bænum Castellamare, sem stendur við Napoliflóa vestanverðan, en í þeim bæ eru nriklar skipasmíða og skipaviðgerðastöðvar. Ennfremur var skotið á annan bæ við flóann. Mótspyrna var eng- in af hálfu herskipa, og vita menn eigi, hvar ítalski flot- inn er staddur. Á Sikiley er vörn Þjóðverja við Randazzo enn mjög hörð, og hafa bandamenn ekki unnið þar neitt teljandi á. Loftársum er haldið uppi á bæinn. Áttundi herinn hefir sótt nokkuð fram með austurströndinni og tekið smábæ einn, en Bandaríkjamönnum hefir orðið lítils- háttar ágengt á norðurströndinni. Bardagarnir við Ran- dazzo eru feikna harðir, og segja fregnritarar, að banda menn miði að því, að þreyta Þjóðverja þar. En öll skil- yrði til sóknar eru næsta erfið, brattar hlíðar, fullar af gildrurn og jarðsprengj- um liggja upp að bænum, stundum svo brattar, að erf itt er fyrir hermennina að fóta sig. Einnig er það mjög til farartálma, að hlíðar þessar eru vaxnar þjettu kjarri sumstaðar, en uppi á hæðunum gína við fallbyss- ur Þjóðverja og leyniskytt- ur þeirra eru hvarvetna. BANDARÍKJAMENN Bandaríkjamenn á norð- urströndinni eru nú komnir að á einni, nokkru fyrir austan Santa Agatha, og sækja hægt fram. — Vegir ailir hafa þarna sem annars staðar verið eyðilagðir af Þjóðverjum og mikið verk er að ryðja burtu öllum þeim feiknum af sprengjum sem þeir hafa lagt í jörðu. sem leið hafa gert skyndi- loftárásir á skip banda- manna við Syracusa og Au- gusta, og hæft sprengjum alls 11 skip. Af þeim segir frjettastofan að 4 hafi sokk- ið, samtals 27,000 smálestir, en 7 laskast meira og minna þar á meðal eitt herskip. — Annars staðar við eyna segj ast Þjóðverjar hafa hitt 4 flutningaskip og einn tund- urspilli með sprengjum. — Enn fremur er sagt að marg ir innrásarbátar hafi annað hvort skemst eða eyðilagst. SKOTHRÍÐIN Skemdir munu hafa orð- ið allmiklar í skothríð her- skipanna á Gastellamare, og eins á járnbrautum við Cape Vaticano, sem einnig var skotið á af fallbyssum breskra tundurspilla. Skot- , hríðin var gerð í fyrrinótt, og er þetta í fyrsta sinni, I sem herskip skjóta á stöðv- ar á Suður-Ítalíu. — Sáust miklar sprengingar í Cast- ellamare. — Rússland Framh. af 1. síðu. hafi þýski flugherinn orð- ið mörgum þeirra að tjóni. Sókn Rússa á Orelsvæð- inu hafa verið hæg í dag, og er barist þar í þjettum 1 skógum. Gagnáhlaup gera Þjóðverjar þar tíðum, og ' eru þau hin hörðustu, og oft barist í návígi í skógunum. Þjóðverjar skýra enn frá bardögum á Vyasmasvæð- inu og einnig norður á j Murmanskvígstöðvunum ' þar sem þeir segjast hafa náð nokkrum hæðum. :— Á þeim slóðum er einnig bar- ist í miklum skógum. Ann- ars segja Þjóðverjar vörn- ina á Bielgorodsvæðinu vera mjög erfiða. Smávinir fagrir „Smávinir fagrir“ heitir ný- stárleg unglingasaga. — Höf- undur er Kristján Friðriks- son. Bókin lýsir sumardvöl barna í sveit og ýmsum æfin- týrum sem þau lenda í. Gamall Ameríkufrændi ‘ söguhetjanna, Hjalta og Sollu, fær þau til að safna jurtum í sumarleyfinu. Til þess að vekja áhuga og kapp hjá börnunum, skyldi það sem duglegra reyndist, hljóta bles- óttan fola — mesta metfje — í sigurlaun. Þetta varð til þess, að börnin fóru að veita gróðr- inum eftirtekt. Augu þeirra opnuðust fyrir fegurð og dá- semdum blómanna. Þau verja tómstundum sínum í blómaleit og vekja einnig áhuga fullorðna fólksins á jurtagróðrinum. — Doktor Bergur og Svava kenn- araskólanemi kunna frá mörgu að segja úr lífi blómanna og ýms æfintýri um þau. Bókin er hin eigulegasta. Hún er holl og skemtileg unglingum, en á líka erindi til kennara og allra sem kynnast vilja blessuð- um blómunum. Allmargar mynd ir eru í bókinni, þar á meðal nokkrar litmyndir eftir höfund- inn, flestar laglegar. Kápan líkar mjer miður. Á henni er er- lend gljámynd, sem illa á við got| og íslenskt efni og nafn bókarinnar. Falleg blómamynd t. d. væri viðfeldari.. Bókin er samin til að vekja áhuga á feg- urð og gildi gróðursins. Hafi höf. þökk fyrir hana. Ingólfur Davíðsson. ÁTTUNDI HERINN Áttundi herinn mætir harðri mótspyrnu í sókn sinni meðfram vesturströnd inni, en þokast þó áfram. Hafa verið háðir bardagar þarna en ekki miklir, en sumstaðar á vígstöðvunum hefirverið kyrt að kalla. LOFTÁRÁSIR ÞJÓÐVERJA Þjóðverjar segjast í nótt BOSTON SPRENGJUFLUGVJE LAR. % Mynaafrjettir I y ^*m*«*%«VmV**V!*«*««*»«*»«^«*««***!**Xm! NJÓSNABIFREIÐ Mennirnir í bifreiðinni njósna fyrir stórskotaliðið, og gefa því upplýsingar gegnum talstöð. FRÁ BARDÖGUNUM Á SIKILEY. Ujer sjest amerískur skriðdreki (til hægri) fara fram, hjá eyðilögðum þýskum skriðdreka á vegi einum á Sikiley. INNRÁSARSKIP Á ÚTHÖFUM. Ýmsar af innrásarferjum Bandadríkjamanna liafa siglt yfir Atlantshaf, og sjest hjer ein á þeirri ferð. Síðar var skip þetta notað í innrásinni á Sikiley. Þessir hermenn eru nú á Sikiley, og á myndinni sjest Patton yfirmaður þeirra vera að halda yfir þeim ræðu, áður cn lagt er til stórræða. MÉÉ BERJAST NÚ Á SIKILEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.