Morgunblaðið - 24.08.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1943, Blaðsíða 1
Vikublað: Isafold. 30. árg., 189 tbl. — Þriðjudagur 24. ágúst 1943 Isafoldarprentsmiðja h.f. Vísitalan: T ♦> 247 ? KAUPLAGSNEFND ♦:• og H'agstofan hafa nu ❖ reiknað út framfærslu- V 'X visitöluna fyrir agust- :j: mánuð og er hún 247 X — og er það tveim Innrásar- foringjar skipaðir * stigum hærra en júlí- •j* visitalan var. — X Uppbætur á laun og ••* kaupgreiðslur í sept- % ember reiknast með % þessari nýju vísitölu. Italir í Berlín stofna fascistaflokk London í gærkveldi. FREGNIR frá Ziirieh segja frá því í kvöld, að ítölsku fas- eistaleiðtogarnir Farinaeci og Paolini, sem báðir dvelja nú í Herlín, hafa stofnað þar fas- clstafiokk með þeim Itölum, er þeir hafa náð til, og mun flokkur þessi verða nefndur „ítalski járnvörðurinn". Ætl- unarverk flokksins er sagt vera. það, að endurreisa fas- cistastjórn á Italíu. — Reuter. Quebec í gærkveldi. Haldið er, að Churchill og Roosevelt hafi ski]>að ýmsa foringja til þess að stjórna inn rásum á ýmsum stöðum í Ev- rópu, segir fregnritari vor, Robert Vivian í skeyti í kvöld. Þetta var látið í ljós af o])inl>erri hálfu í dag, og er það hið fyrsta, sem fregn- ast um gerðir ráðstefnunnar. Að því er heimildarmaður fregnritara vors sagði, verður Eisenhower yfirmaður hers, sem gerir innrás í Balkanlönd in, en breskur hershöfðingi hefir verið skipaður til þess að stjórna innrás, sem gerð verður í Frakkland eða Nið- urlönd og jafnvel í hvor- tveggja staðina í einu. Ekki vildi heimildarmaðurinn segja fregnritaranum meira. — Reuter. ASTRÖLSKU KOSNINGARNAR. Melbourne í gærkveldi. Andstöðuflokkar Curtins hafa unnið nokkuð á, eftir því sem úrslit atkvæðatalningar- innar í dag sýna. Það breytir þó engu um fullnaðarúrslit kosninganna. — Reuter. Karkov aftur á valdi Rússa London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. KARKOV, höfuðborg Ukrainu, er nú aftur á valdi Rússa, en þeir misstu borgina úr höndum sjer' í mars s. 1., eftir að hafa náð henni úr greipum Þjöðverja í vetrarsókn sinni í febrúar. Fyrst tóku Þjóðverjar borgina haust- ið 1941. Þjóðverjar tilkynntu snerpma í morgun, að þeir hefðu hörfað úr borginni til ,þess að stytta víglínu sína, og samkvæmt áætl- un, en Rússar segja hins- vegar í kvöld, að herir þeirra hefðu tekið borgina með skyndiáhlaupi. Dag- skipan var í þessu tilefni gefin út áf Stalin, og þakk- aði hann herforingjum þeim og herjumi, er borg- ina tóku en yfirstjórnandi herjanna var Koniev hers- höfðingi. Um allar austurvíg- stöðvarnar er grimmilega barist í dag og segjast Rússar hafa brotist í gegn- um víglínur Þjóðverja við Voroshilofgrad, og einnig segjast þeir hafa sótt á við Izium. Við Voroshilof- Framlr. á 2. síðu Loftárás á Chungking. Chungking í gærkveldi. •Tapanskar flugvjelar, .74 að tölu flugu inn yfir borgina í morguii, og var mörgum spreng.jum varpað. Skemdir urðu og manntjón. Orustuflug vjelar Kínverja rjeðu til at- lögu. Langur tími er nú sið- an ráðist hefir verið á Chung king. — Reuter. ÓEIRÐUM HEFIR AB MESTU SLOTAÐ I DANMÖRKU Horfinn foringi. cg brotin vopn Breskur hermaður er að taka til handargagns í- talskar byssur undir mik- illi mynd af Mussolini, sem bandamenn fundu í bæn- um Noto á Sikiley. Voru mjög alvarleg- ar í Odense og Kaupmannnahöfn Stokkhólmi í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SVO virðist, sem kyrð sje nú aftur að mestu komin á í Danmörku, eftir hinar miklu óeirðir, sem þar urðu víða fyrir helgina, og hafa nú borist nánari fregnir af uppþot- um þessum, sem mögnuðust voru í Odense, en einnig kom víða til árekstra í Kaupmannahöfn. Liðssa m- dráttur í Norður- Stöðug sókn gegn Suður- Ítalíu London í gærkveldi. Sókn bandamanna úr lofti og af sjó heldur stöð- ugt áfram, gegn Suður- Ítalíu, og er sem fyrr eink- um ráðist á samgöngu- kerfi landsins, og borgir þær, sem mestar sam- göngumiðstöðvar eru. Tvær miklar loftárásir voru gerðar á Salerno, önnur að degi til, en hin að nóttu. í dagárásinni tefldu mönd- ulveldin frami mörgum or- ustuflugvjelum og urðu harðir loftbardagar, en or- ustuflugvjelarnár fengu ekki hindrað sprengjuflug- vjelarnar í árásinni, og voru margar þeirra skotn- ar niður. Auðsætt er nú, að Þjóð- verjar og ítalir leggja allt kapp á að verja samgöngu- leiðir Suður-ltalíu, því þeir hafa aldrei beitt eins miklu af fluvjelum yfir þessum slóðum, eins og tvo síðustu daga. Breska beitiskipið Orfon skaut á strandvirki Afríku London í gærkveldi. Denis Martin, sem verið hefir fregnritari vor í Norður-Afríku, en er nú kominn hingað til Bret- lands. skýrir svo frá, að um gervallar Norður-A- fríkustrendur, þar sem bandamenn ráða, sje nú mikill liðssamdráttur og innrásarundirbúningur, og eru miklar flotadeildir í höfnum, en herir í landi. Telur Martin. að skammt sje að bíða nýrra innrásar einhversstaðar í Suður- Eýrópu. — Reuter. 1 Odense var þýskur liðs- foringi troðinn undir til bana ai' æstum fólksfjölda. Ilafði liðsforinginn dregið upp skammbys.su, er aðsúgur var gerður að honum á götu, skot- ið á fólkið og sært pilt einn. Á öðrum stað í Odense sal'n aðist meira en 1000 manns saman fyrir utan hús eitt, þar sem þýskur hermaður var í heimsókn hjá danskri stúlku. Þegar Þjóðverjinn kom út, æpti fólkið að honum, en hann greip til skammbyssu og skaut, en var drepinn af mann fjöldanum. Þýsk herlögregla skarst í leikinn og fjekk dreift mannfjöldanum, eftir að nafa gripið til barefla og byssu- stingja, og jafnvel skotvopna. Fjellu nokkrir menn í þessum bardögum, en margir særðust. GETA VALIÐ NÁMUVINNU. London í gærkvgldi. — Mönnum í Bretlandi, sem kallaðir verða í herinn hjer eftir, verður gefinn kostur á að velja um það framvégis, hvort þeir vilja heldur gegna herþjónustu. eða vinna í kola- námu. Gildir þetta um menn á öllum aldri, en verkamanna- skortur er nú allmikill í nám- unum. — Reuter. Spánskar fregnir herma, að samkvæmt skipun spánsku hafnaryfirvaldanna í Barce- lona hafi verið sett umferða- bann við höfnina þar, þannig, að enginn fái að fara inn á hafnarsvæðið, aðrir en þeir, sem vinna þar. — Reuter. í HÖFN. Árekstrar urðu einnig í Kaupmannahöfn milli Dana Þjóðverja, þegar hópur danskra sjálfboðaliða í þýska hernum fjekk ekki kjöt á matsöluhúsi einu. Gerðust hermenn þessir þá uppvöðslu- samir og brutu borð og stóla. Varð þarna rimma milli sjálf- boðaliðanna og. danskra manna annara, er á vettvang komu, en lögreglan skarst í leikinn, og f.jekk komið á reglu eftir nokkurt þóf. HÖFÐU VASA- KAFBÁTA Á KISKA. Washington í gærkveldi. — Bandaríkjaherinn hefir fundið þrjá af hinum svo- nefndu vasakafbátum Japana á evnni Kiska. Höfðu Japan- ar skilið þ.á eftir á eynni og skemt þá nokkuð. Kafbátar þessir hafa tveggja manna á- höfn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.