Morgunblaðið - 24.08.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1943, Blaðsíða 12
12 Barnaspítali anum berast miklar gjafir SKEMTUN „Tlringsins" til >-ágóða fyrir barnaspítalann, sein haldin rar í Hljómskála- garðinum 8. þ. m., A’ar ein- hver sú allra fjölsóttasta, sem hjet- hef'ir verið haldin af .siíku tagi, encla vildi scro heppi Jega til, að þennan dag var hið ágætasta veður, sem kom- ið hafði á sumrinu. Tekjnrnar af skemtuninni fóru Jíka langt fram úr því, sem nokkur hafði gert sjer vonir um. Að frá- dregnum öllum kostnaði urðu þær rúmlega 60 Jtúsund krón- ur. Sama daginn og í ná- munda við hann bárust ,,TTringnum“ líka margar g.jafir til barnaspítalans, bæð frá éinstökum mönnum og fje- lögum, og eru þær talclar hjer á eftir: Minningargjafir. 1000 kr. ti minningar um Guðjón Gamal- íelsson fiskimatsmann, frá ekkju hans Guðríði Ófafsdótt- ur, Njálsgötu 33 A. 200 kr. til minningar um Bjarna Ingvars son frá móður hans, Guðrúnu Einarsdóttur. 25 kr. til minn- ingar um Guðleifu Erlends- dóttur hjúlcrunarkonu, frá frú Guðrúnu Sigurðardóttur, Ný- Jendugötu. Áheit. 100 kr. frá Eiríki Ágústssyni og Ingigerði Guð- mundsdóttui'. 10 kr. frá G. Ó. 500 kr. frá M. A. og E. G. 30 kr. frá M. Aðrar gjafir. 100 kr. frá Kjartani Guðmundssyni. 200 kr. frá Sigrúnu Sigurþórs- dóttur, ÖlcTugötu 20. 100 kr. frá Sigurþór -Tónssyni úrsmið. 100 kr. frá Helga Magnússyni kaupmanni. 25 kr. frá Evu ITjáJmarsdóttur. 10.000 kr. frá hlutafjelögunum Eeldi, Leður- gerðinni, Kex og Kristjáni G. Gíslasypi & Go. 1000 kr. frá Mæðrastyrksnefndinni, til her hergis þess í barnaspítalan- um, sem - bera á nafn frú Kristínar -Tacobson. 1000 kr. f rá S j á 1 fst æð isk venn afj el a g- inu „TIvöt“ til sama herberg- is. 1000 kr. frá frú Sesselju Guðmundsdóttur, Galtafelli. 1000 kr. frá N. N. 50 kr. frá ÞórhalJi ITalldórssyni stúdent, Laufási. 100 kr. frá Kristínu, Árna og Má. 100 kr. frá frú Ingib.jörgu Eggerz. Málverk frá frú Ifalldóru Samúelsdótt- ur. Var höfð hlutavelta um það, sem um 1000 kr. tekjur fengust af. Gjafir þessar hafa numið samtals kr. 16.640.00. Stjórn „Ifringsins“ hefir beðið blaðið að færa öllum gefendunum innilegar þakkir, svo og öll- um þeim, sem á einn eða ann- an hátt hafa stuðlað að hinum ágæta árangri af skemtun „11 ringsins“. Gjöfuni, er menn kynnu að viija gef'a til barnaspítalans, veitir stjórn „ITringsins" þakksamlega móttöku. I stjórninni eiga þessar konur sæti: Frú Tngilijörg Gl. Þor- láksson, B.jarkargötu 8, frú •Guðrún Geirsdóttii', Laufásv. 57, frú Jóhanna Zoega, Ing- ólfsstræti 7 B, frú Margrjet Ásgeirsdóttir, Öldugötu 11 og frú Anna Briem, Sóleyjargötu 17. Steypti myndastyttu Leifs Eiríkssonar | [(jy |) j|](| sk0Sll“ ingar í Færeyj- um í dag HJER Á ÍSLANDI er satddur maðurinn, sem steypti myndastyttu Leifs Eiríkssonar, sem stendur á Skóla- vörðuhæð og, sem Bandaríkjaþjóðin gaf íslensku þjóð- inni á 1000 ára afmæli Alþingis 1930. Maður þessi heitir Vincent Costante og er óbreyttur hermaður í fógöngu- liðinu. Hann vann að steypu myndastyttunnar fyrir 13 árum. Segir hann að það hafi tekið nærri tvö ár að full- gera myndina. Myndhöggvarinn, sem gerði frummynd- ina, að styttu Leifs Eiríkssonar er eins og kunnugt er hinn frægi ameríski myndhöggvari Alexander Sterling Calder og hafði hann eftirlit með vinnu Costante. — Á myndinni hjer að ofan, sem U. S. Army Signal Corps tók sjest Costante ásamt íslenskum lögregluþjóni, tveimur öldruðum íslendingum og íslenskum dreng, sem var túlk- ur fyrir Costante, er hann fór að skða verk sitt. Um þúsund munns ú móti Sjúlfstæðis- ■ ■ munnu uð Olver UM EITT þúsund manns sóttu hið glæsilega mót, sem Sjálfstæðisfjelag Akraness efndi til s. 1. sunnudag að hinum fagra sumarskemmitistað fjelagsins, Ölver í Hafnarskógi. Veður var allgott og fór mótið fram með miklum myndarbrag. ________ UÖGÞINGSKOSNINGAR fara fram í Færeyjum í dag, en þær áttu í raun- inni ekki að fara fram fyrr en að ári liðnu. En vegna óvenjulegs ástands og ein- beittra krafa um stjórnar- breytingar var þeim flýtt. Fjórir flokkar hafa menn í framboði: Fólka- flokkurinn, Sambands- flokkuírinn, Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokk- urinn. Hinir þrír síðast- töldu hafa í orði kveðnu haft stjórnarmeirhluta að undanförnu. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokk urinn hafa sameinast. Bú_ ist er við, að Fólkaflokk- urinn n-ái meirihluta við þessaT kosningar. Kosn- ingabaráttan er hörð og mikill spenningur í mönn- um. Lögþingið er skipað 20 mönnum. I eftirtöldum kjördæmum eru jjessir menn efstir á lista Fólkaflokksins: Suður-Straumey: Paturs- son, Petersen og Long. Aust- urey: Poul Petersen, Rasmus- sen. Norðureyiar: Kjoelbro. Vogey: E llefsen. Sandey: Sör- ensen. Suðurey: Pauli Dahl. Norður-Straumey Hans Gutte- sen. Foringjar Sambandsflokks- ins eru Andreas Samuelsen og Johan Poulsen, Alþýðuflokks- ins Peter Mohr Dam og Sjálf- stæðisflokksins Louis Zachar- íassen. Jón Árnason, formaður Sjálfstæðisfjelags Akra-1 ness, setti mótið. Aðalræðu mótsins flutti formaður Ejálfstæðisflokksins, Ólaf- ur Thors. Var formanni flokksins vel fagnað og hlaut ræða hans hinar bestu undirtektr. Morten Ottesen flutti snjalla ræðu við góðar >. undirtektir. Karlakór frá Akranesi, undir stjórn Theodórs Árnasonar, söng á mótinu.' Voru tvö lögin eftir söng-, stjórann. Hlaut kórinn á- gætar undirtektir og þótti vel takast. Glímuflokkur frá Reykjavík sýndi ís-1 lenska glímu og fór það j vel úr hendi. Að lokum var dansað langt fram á kvöld. | Höfðu menn þá skemt sjer hið besta og þótti mót- ið Sjálfstæðisfjelaginu hil mikils sóma. NÝ SKÓLASTÝRA HÚ SMÆÐR ASKÓL- ANS Á LAUGA- LANDI. Frá frjettaritara vorum á Akureyri. SKÓLARÁÐ I Júsmæðraskól ans á Laugalandi kom saman á fund í gær og r.jeði ungfrú Svanhvíti Friðriksdóttur frá Efri-Hólum í Núpasveit í No rð ur-Þin geyj a rsýslu. Svan- hvít er nýkomin heim eftir fjögra ára undirbúningsnám í Danmörku og Svíþjóð. Ungfrú Dagbjört Jónsdótt- ir, er verið hefir forstöðukona skólans síðustu ár, sagði starf inu Jausu. Kartöfluuppskera í meðalla^i á Akranesi. Frá frjettaritara Mbl. á Akranesi. Kartöfluuppskera mun verða í meðallagi á Akra- nesi að þessu sinni. — Mjög mikil eftirspurn er nú á kartöflum hjer, og eru því líkur tiþ að búið verði að taka mikið upp úr görðum fyrir venjulegan uppskeru- tíma. — Verður því mun minna magnið en verið hefði, ef kartöflurnar hefðu verið í görðunum fram á haust. VALLR vann K. R. með 2:1. FYRSTA FLOKKS mótið jhjelt áfram í gærkvöldi á grasvellinúm. Keptu K. R. og Valur, og vann Valur 2:1. T kvöld keppa Ilafnfirðing- ar við í. R. Þriðjudagur 24. ágúst 1943 Læknabókin nýja: Aannaðþús* und áskrif- endur komnir Samtal við Níels Dungal prófessor. MORGUNBLAÐIÐ hitti Níels Dungal prófessor að máli í gær og spurði hann hvernig gengi með nýju læknabókina, „Heilsurækt og mannamein". — Jeg held mjer sje ó- hætt að segja, að það gangi vel, svaraði Dungal. Prent- unin er vel á veg komin, og ekki er sýnilegt að neitt verði útgáfunni að alvarleg um fótaskorti, síðan tókst að tryggja bandið á bókinni, því að ekkert er eins erfitt í sambandi við útgáfu bóka sem stendur eins og að fá bækurnar bundnar. — Hver hefir sjeð um út- gáfu amerísku lækninga- bókarinnar, sem þessi nýja lækningabók er sniðin eft- ir? — Hann heitir Morris Fishbein, mjög þektur ame- rískur læknir, sem er rit- stjóri tímarits ameríska læknafjelagsins „Journal of the American Medical Association“, sem er stærsta og sennilega besta lækna- tímarit, sem nú er gefið út. — Verður íslenska útgáf- an nákværn þýðing á ame- rísku bókinni, eða verður henni verulega vikið við? — Sumir kaflar eru nokk urn veginn orðrjett þýddir, en þeir eru tiltölulega fáir. Jeg hefi sagt öllum læknun um, sem að útgáfunni hafa unnið, að þeir verði hver um sig að bera ábyrgð á sín um kafla, og láta ekkert frá sjer fara nema það, sem þeir geta staðið við. Margt er svo einskorðað við Ame- ríku, að það á ekki við hjer og ýmsir kaflar hafa verið auknir og samdir upp á nýtt af íslensku læknunum, þar sem það þótti vera til bóta, og jeg held að mjer sje ó- hætt að fullyrða, að ís- lenska útgáfan muni ekki standa þeirri amerísku að baki miðað við þarfir okk- ar íslendinga. — Hvenær er útlit fyrir að bókin geti komið út? — Varla fyr en í nóvem- ber. — Hafa margir gerst á- skrifendur? — Já, jeg held, að fáum bókum hafi verið tekið eins vel ósjeðum, því að áskrift- irnar" eru komnar á annað þústind. Jeg vona að bók- inni verði eins vel .tekið þegar hann kemur út, því að hún er miðuð við það, að koma að gagni og þannig frá henni gengið, að mjög fljótlegt verður að finna hvað eina í henni, þrátt fyr ir stærðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.