Morgunblaðið - 02.09.1943, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.09.1943, Qupperneq 4
4 MÖRGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 2. sept. 1943 AF HVERJU STAFAR SVITI? Á líkama mannsins eru yfir tvær miljónir svita- kirtia, sem hafa það hlutverk, að halda líkams- hitanum í jafnvægi. Til þess að halda heilsu, verðum vjer að fá næringu í stað þeirra efna, sem líkaminn missir í gegn um svitakirtlana. Þegar heitt er, svitnum vjer, og svitinn er undra- vert fyrirbrigði. Líkamar vorir eru þaktir nærri þrem ur miljónum svitakirtla, ör- smáum, sem safna vökvum úr blóðinu. Þeir gefa svo aftur frá sjer vökva, sem gufar upp og kælir líkam- ann. Það er þessu merkilega Jíffærakerfi að þalkka, að maðurinn getur lifað í næst um hvaða loftslagi sem er, alt frá sextíu stiga frosti til hundrað og fimmtíu stiga hita, miðað við Fahrenheit hitamæli. Flestar aðrar lif- andi verur skortir þennan hæfileika. Til dæmis hafa fiskar ekki nema þriðjung þessarar aðlögunarhæfni. Maðurinn getur best allra vera lagað sig eftir umhverf inu. Dæmi eru til þess, að maður hafi lifað í stundar- fjórðung í 250 stiga hita á Fahrenheit. Loftið var al- veg þurt, og útgufun líkam- ans kældi manninn svo mik ið, að hann kom að mestu heill á húfi út úr þessum feikna hita. Steik, sem sett var inn í sama herbergi, soðnaði á þrettán mínútum. Þegar líkaminn er í mikl- um hita, gefa svitaholurn- ar frá sjer ótrúlega mikið vökvamagn. Erfiðismenn í hitabeltislöndunum missa um þrjátíu pund af svita dag hvern, eða einn fimta hluta þunga síns. Það er hægt að svitna við að hugsa. • Hópur manna situr í her- bergi, sem er heitt, en þó ekki nægilega heitt til þess að valda svita. Mönnum þessum eru fengin erfið við- fangsefni, sem einbeita verður huganum að, til þess að hægt sje að leysa þau. Næstum undantekningar- laust sprettur sviti fram á líkama þeirra. Raki í loftinu hefir auð- vitað mikil áhrif á svita- magnið. Þegar andrúms- loftið er þrungið vætu, guf- ar minna út í gegn um svita #holurnar. Rakinn hefir einnig mikil áhrif á klæðn- að mannanna, þótt hita- stigið haldist stöðugt. Ar- abar, sem lifa í þurru lofts- lagi, klæðast síðum og víð- um kyrtlum. Kyrtlar þess- ir vernda líkami þeirra fyr- ir skini sólarinnar. Suður- hafseyjabúar lifa aftur á móti í röku loftslagi. Út- gufun líkama,ns er þ.ví lítil, og ga,nga þeír því e.ins fá- klæddir og lög framast leyfa. Þegar hitamælir líkamans bilar. Enginn veit með vissu, hverskonar vjelaútbúnaður *'það er, sem stjórnar út- gufun svitakirtlanna. Neð- arlega í heila mannsins er hitamiðstöð, sem er aðal- hitastillir líkamans. Ef þessi heilastöð laskast, getur það haft dauðann í för með sjer. Hitinn berst eftir hringrás um líkamann með miklum hraða. Læknar geta freist- að að halda við starfi heila- stöðvarinnar með heitum eða köldum bökstrum, en takist ekki brátt að koma stöðinni í lag, liggur ekk- ert fyrir nema dauðinn. Hitamælar þessir eru sjálfvirkir. Þeir senda svo skeyti eftir taugakerfi því, sem stjórnar ósjálfráðum hreyfingum líkamans, svo sem hjartslættinum, rensli blóðvökva og ýmissa ann- ara vessa í líkamanum. Sjer- stök taug stendur í sam- bandi við hvern einstakan hinna nær þriggja miljóna svitakirtla. Annar endi svitakirtlanna er sem bandhönk í lögun, og umlykja þann enda kirt- ilsins smáæðar, bæði slag- æðar og bláæðar, er flytja blóð til og frá hjartanu. Þeg ar svitakirtlarnir starfa, sjúga þeir úr blóðinu vatn, salt, fjörefni og ýms önnur efni og úr öllu þessu mynd- ast síðan sviti. Um skeið töldu menn, að svitinn skapaðist af aukn- um líkamshita. Athugari nokkur setti þá mann inn í heitt herbergi. Laugaði hann annan handlegg hans úr vatni, sem var nægilega kalt til þess að valda lækk- un blóðhitans. Alt fyrir það svitnaði maðurinn mjög. Virðist því helst sem svit- inn sje ósjálfráð líkamsstarf semi, er stjórnist ef til vill af hita þeim, sem er á viss- um hlutum húðarinnar. Svitinn sjálfur er næst- um litlaus og ilmlaus vökvi, og eru yfir 99*^ hans vatn. Svitalyktinni valda venju- lega bakteríur, er aðsetur hafa í húðinni. Stundum lita bakteríur þessar svit- ann, og verður hann þá ýmist rauður eða grænn. Svitinn eyðir fjörefnum líkamans. Auk kælistarfsins hafa svitakirlarnir ýms önnur störf með höndum. Þeir gefa frá sjer olíu, sem held ur þvölum hárlausum hlut- um húðarinnar í lófum og á iljum. Svitakirtlarnir losa líkamann einnig við ýms úrgangsefni. Því miður gefa þeir líka frá sjer efni, sem líkaminn má illa við að missa. Sfðustu rannsóknir leiða í Ijós, að líkaminn miss ir á þennan hátt allrífleg- an fjörefnaforða, einkum C og B1 fjörefni. Þetta skift- ir að vísu litlu máli fyrir *-• • -’í • - •- •■n.-í*. fólk, sem vinnur ljett störf og hefir nægilega^ fæðu, en það getur varðað miklu fyr- ir þá, er vinna erfiðisvinnu og hafa ljelega fæðu. Salt er mikilvægasta efn- ið, er svitinn sviftir líkam- ann. Fyrir nokkrum árum gerðu menn frá rannsókna- stofu Harvard-háskóla eft- irtektarverðar rannsóknir á verkamönnum í Boulder- borg í Nevada. Hitasótt varð alvarlegt vandamál í hinni eldheitu gjá, þar sem verið var að byggja Bouder- stíflugarðinn. Fyrsta sum- arið, sem unnið var við hann, dóu fimmtán verka- mannanna. Harvardmennirnir ljetu í tilraunaskyni verkamenn vinna erfiðisvinnu og böð- uðu þá síðan úr geril- sneyddu vatni. Að þessu loknu efnagreindu þeir vatnið og uppgötvuðu, að yfir daginn gæti maður mist 30 grömm af salti eða meira. Álitu þeir, að þessi rýrnum saltmagsins í blóð- inu væri orsök hitasóttar- innar. Saltiö er líkamanum mikil nauðsyn. Það reynaist auðvelt að bæta þetta tjón með því að taka inn salttöflur í hvert sinn er vatns var neytt. Hitasóttin hvarf úr sög- unni. Sömu aðferð hefir verið beitt við ýmsan hita- iðnað, svo sem í stálverk- smiðjurry, við glergerð og bökun. Vjer getum einnig næstum öll hagnýtt oss þessa aðferð. Hálf teskeið af salti er góð hressing eft- ir harða kappleiki. Eitt sannfærandi dæmi er til um gildi þessarar að- gerðar. Þrír hópar manna voru í tvær klukkustundir látnir vera í 110 stiga hita á Fahrenheit mæli. Fjusti hópurinn fjekk ekkert vatn. Að tveim stundum liðnum höfðu þeir fengið hita. Æða- slögin voru óeðlilega hröð, og þeir höfðu mikinn höf- uðverk og voru ringlaðir. Annar hópurinn fjekk vatn. Þeir fengu einnig dálítinn hita og höfuðverk. Þriðji hópurinn fjekk vatn og salt. Þeir féngu enganhöfuð- verk, var héitt, en leið ágætlega. Besta ráðið fyrir oss öll er að neyta nokkurs salts, þegar heitt er í veðri. Vjer getum orðið í vafa um gildi svitans, þegar skyrturnar eru klístraðar við bök vor. En vjer myndum þó áreið- anlega verða illa stödd án svitakirtlanna. Minningarorð um Kiartan Guðnason Fæddur 28. október 1916 ÞAÐ er eins og dánarfregn- ir komi okkur alltaf á óvænt, jafnvel þótt aðdragandinn hafi verið alllangur. Sálir okkar eru svo jarðbundnar, að við getum naumast trúað því, er við heyrum. lát einhvers góð- vinar, að hann sje í raun og veru fariun. Þegar við horfum á eftir einhverjum góðvin er hann leggur uþp í „hinstu ferð ina“, sem allra að lokum bíð- ur, ættum við að geta trúað eigin augum. En jafnvel þá verður okkur að efast. Við skiljum ekki þessi vistaskipti sálarinnar, þegar andinn yfir- gefur holdið og leitar á æðra stig, sem okkur er hulið. En er þetta ekki í samræmi við hið viðurkenda þróunarlög- mál, að sálirnar leiti á hærra og hærra stig, leiti að meiri og meiri þroska og fullkomnun? AUir eigum við slíkt ferðalag fyrir höndum og allir eigum við þroskabrautina, þ.ótt okk- ur sækist hún misjafnlega greiðlega. llin skamma dvöl okkar hjer er aðeins áfangi á þroskaleiðinni. En flestum okkar er með öllu dulið hvað bíður okkar á fyrirheitna landinu, og það hef ir jafnan verið þannig, að menn hafa óttast hið óþekta og leyndardómsfulla, setn þeir kölluðu yfirnáttúrlegt, án þess þó að vita hvers vegna. Þess vegna slær á okkur felmtri þegar við s.jáum eiuhvern af fjelögum okkar allt í einu hrifinn burt úr hópnum, án þess að við fáum nokkuö að gert. Það er sviplegt að sjá vin og fjelaga taka hinsta and va.rpið nokkruin mínútum eft- ir að við höfum verið að tala við hann, og þá sýnst hanil með hressasta móti. Þannig fór mjer og öðrum fjelögum Kjartans h.jer á Vífils stöðum. Ilans vegna hljótum við að gleð.jast yfir brottför hans. Við trúum því að honum líði nú miklu betur en áður. En samt sem áður verðum við fyrir vonbrigðum og' okkur finnst nærri okkur höggvið, þar sem einn maður er hrifin úr okkar hó])i. Þá vaknar .jafn an sú spurning, hver verði næst ur í röðinni. Við verðum fyrir vonbrigðum af því að við von- uðumst eftir að hann fengi bata og gæti horfið aftur heim í hóp ástvinanna, sem biðu hans með óþreyju, glaðst með þeim, og veitt heimilinu sinu föðurlega forsjá, eins og hann hafði þráð. En'enginn má sköp um renna. Jeg átti þess ekki kost. að kynnast Kjartani mikið, en mjer ululdist ekki ■ að J>ar bjó heilbrigð' og góð’. >sál,i tþótt, í óhraustum ■'líkama værii M.jer duldist ekki, að þar fór góður drengur, sem alltaf var boðinn og búinn að h.jálpa öðrum, ef hann átti þess kost. Þessa skoð- un mína styðja þeir, sem þekk.ja Kjartan frá fornu fari og betur geta dæmt um þetta heldur en jeg. Kona hans, Agústa Jóns- dóttir, á um sárt að binda, og vitanlega er það hún og litla Dáinn 28. september 1943 dóttir þeirra, , sem mest hafa misst. Þessa dóttur sína, sem er um 2 mánaðar gömul, auðn- aðist Kjartani aldrei að s.já í lifanda lífi.. Blessuð sje minning hans. Björn Guðmundsson frá Fagradal. Danir í Svíþjóð pólitískir flóttamenn SÚ MISSÖGN slæddist í frjettaskeyti frá Stokkhólmi í gær, að sænska stjórnin skoð- aði flóttamenn frá Danmörku sem pólitíska „fanga“. En þetta er misritun, átti að vera pólitíska „flóttamenn“, ]>. e. a. s. þeir njóta í Svíþjóð frels- is og verndar yfirvaldanna. Þó mikið af flóttamönnum þessum, sjeu hermenn, og því hefði átt að svifta þá umferð- arfrelsi, þá hefir sænska stjórnin ekki valið þá leið, vegna þess að hún telur Dani ekki eiga í styrjöld við Þ.jóð- verja, að því er sænski st.jórn- arfulltrúinn Otto Johanson hefir skýrt blaðinu frá. Ort til Þórhalls Daníelssonar á 70 ára afmæli Frá liðnum tíma mjer er ljúft að minnast, svo margra vina á götu fyrri daga, jeg gleðst af því hve gott var þjer að kynnast, þín göfugmenska er heilsteypt æfisaga. Það var svo hreint og bjart í brosi þínu og bergmál starfa og dáða í hverju orði. Hjá þjer var flest, sem gæddi geði mínu það fluttu fáir sult frá borði þínu. Nú bera grösin blóm sín móti sólu, blómkrónur teyga þrótt frá geisla-skini. Jeg vildi láta íslands fagra fjólu festa í barm á mínum góða vini. Blaðið slítur ennþá egg og bakka, ennþá er dygð í mannsins hjartarótum. Það er svo margt, sem þjer jeg vildí þakka, á þessum 'æfi .þinnár .tímamótum. >1 ... Fra vmi. Þórh. Dan. 70 ára. Ileill sje þjer heiðursmestur, höfðingi drengja bestur. Ilornafjörður skal halda í heiðri langra alda minningu mannsins sn.jalla, manndóms og gleðivalla. Hleyptu nú hesti þínulu, hjartans vin. Eg er á mínum. Sig. Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.