Morgunblaðið - 02.09.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1943, Blaðsíða 7
Fimtudagur 2. sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 7 Er Ilitier fangi þýsku herforingjanna ? SÚ STOFNUN þýska rík- isins, sem nasistaflokkurinn náði síðast tangarhaldi á, var herinn. Hitler var það mjög vel ljóst, að án hers- ins og hins volduga hóps þýskra junkara hershöfð- ingja, myndi honum aldrei takast að halda völdum í landinu. Ákafi hans og á- hugi á því að vinna herinn til fylgis við sig — kom best fram í því, að eftir að Hindenburg gamli hafði gert hann að kanslara, ljet Hitler verða það fyrsta verk að heimsækja her- mannaskála Berlínarher- deildarinnar og ávarpa hermennina og foringjana. I þessu ávarpi lofaði Hitl- er því, sem hernum -hafði lengi leikið hugur á, en Weimarlýðveldið hafði hafnað þ. e. a. s., að hern- um yrði leyft að vígbúast á nýjan leik þrátt fyrir lög og reglur Versalasáttmálans. Þegar Hitler hafði lokið máli sínu, er sagt að her- foringi nokkur hafi látið þessi orð um munn sjer fara ,,Að minsta kosti hefir enginn kanslari látið svo ó- tvírætt í ljós fvlgi sitt við endurhervæðingu og þessi liðþjálfi frá Bajern“. Það hefir löngum viljað brenna við að hinir stórætt uðu foringjar þýska ríkis- hersins litu niður á-þennan „liðþjálfa frá Bajern“. En engu að síður ákváðu þeir að notfæra hann sem verk- færi til þess að vinna að sínum hagsmunamálum. — Brúnstakkahersveitir nas- ista, S. A. og S. S. sveitirn- ar, jukust skyndilega og meðlimirnir urðu brátt 3 miljónir að tölu. Þá komu hinar örlagaríku tilraunir nasista til þess að ná tögl- um og högldum í ríkishern- um. Tilraunum þessum var stjórnað af Röhm höfuðs- manni, sem var mikill vin- ur Hitlers og náinn sam- verkamaður hans. Þegar herforingjarnir urðu varir við hina yfirvof- andi hættu, gerðu þeir bandalag við Hitler og sam- þyktu meðal annars að bera nasistamerkið, Þórshamar- inn, á einkennisbúningum hersins og að taka við von Blomberg hershöfðingja, sem yfirmanni þýska ríkis- hersins. En hann var vin- veittari nazistum en hinn þrjóski Frisch hershöfðingi, en hann hafði verið yfir- maður ríkishersins. Sem endurgjald fyrir þessar ívilnanir samþykti Hitler að gera hreingern- inguna frægu 30. júní 1934, þegar Röhm höfuðsmaður var myrtur meðal annara, sem voru illa þokkaðir með- al hersins. En brátt Ieið að því, að háttsettir foringjar innan ríkishersins tækju að amast Eftir Malcolm Wheeler-Nicholson við hinni augljósu nasista- starfsemi von Blombergs. Þeir komu því svo fyrir, að ■ von Blomberg gamli fekk' nýjan einkaritara, sem var Ijóshærð og lagleg stlka, en sem ekki hafði haft sem j best orð á sjer. — Þessum gamla piparsveini leist svo vel á stúlkuna að hann gekk að eiga hana. Til þessa höfðu herforingjarnir líka ætlast. 1 Undir því yfirskini að þetta hjónaband setti blett j á heiður foringjastjettar- innar, kröfðust þeir og fengu því framgengt, að von Blomberg sagði af sjer. — Þetta er dæmi um það, hve ; erfiðlega það gekk fyrir Hitler að ná tökum á hern- um. En svo kom innrásin í Pólland. Hernaðaráætlunin var gerð af herforingjaráði ríkishersins. Áformið tókst svo vel að Hitler krafðist þegar í stað alls heiðursins og varð svo voldugur, að hann gat látið taka von Fritsch hershöfðingja, hinn þrjóska nasistaandstæðing, af lífi í Póllandi. Herforingj ar ríkishersins fyrirgáfu honum aldrei þennan glæp, en þeir gátu ekkert gert, þar sem sigrana í Noregi, Hol- landi, Belgíu og Frakklandi bar svo brátt að. Allir þess- ir sigrar voru að þakka hæfileikum hinna þjálfuðu þýsku hershöfðingja og fyr- irhyggju herforingjaráðs- ins, en Hitler og fylgifiskar hans, eignuðu sjer allan heiðurimi. Herra Göbbels, sem æpti af öllum kröftum og barði áróðurstrumburnar, tókst brátt að sannfæra þýsku þjóðina fullkomlega um herstjórnarhæfileika og snilli „liðþjálfans frá Baj- ern“. ,.Liðþjálfinn“ varð siálfur algerlega sannfærður um ó- skeikulleika sinn — og það varð orsök fyrstu herstjórn- arskyssu Þjóðverja. L Hitler áleit nú sjálfan sig vera gæddan snilligáfu Na- póleons og langaði til þess að heimsækja París. Hann sneri því brátt her sínum í vesturátt og braust við- stöðulaust gegnum hrörleg- ar varnir franska hersins, þar til hann að lokum stóð við Les Invalides og horfði á gröf hins liðþjálfans, sem rúmum hundrað árum áð- ur hafði lagt Evrópu að fót- um sjer um stundarsakir. Bretlandseyjar, varnar- lausar og vánmátta, stóðu honum opnar. — Nokkurn tíma eftir undanhaldið frá Dunkirk hefði nærri því verið hægt að taka þær á einni nóttu. Sá tími beið, meðan Hitler n'aut sigur- vímunnar í París. Var ekki Göring reiðubúinn að leggja Bretland í rústir og undirbúa innrásina, hvenær sem skipunin var gefin? — Göring var reiðubúinn — en Bretar voru líka viðbún- ir, þegar hjer var komið sögunni, og f jöldinn allur af ungum breskum mönnum tóku svo.um munaði á móti sprengjuflugvjelum Gör- ings og gerðu út af við þenn an hluta innrásarundirbún- ingsins. Hitler ljet þetta áfall ekki á sig fá. Hann var enn þá sannfærður um að gæfan væri sjer hliðhollari en Napoleon og tókst á hendur hið fífldjarfa áform að sigra' hin víðlendu Sovjetríki. — Vafalaust var þetta gert í blóra við þýska herforingja ráðið, sem sá hinn vaxandi mátt Bandaríkja og síauk- inn styrk hinna sauðþráu Breta. Rússlandsherferðin kost- aði nasistana miljónir manna og náði hámarki við ófarir Þjóðverja við Stal- ingrad. — Það var ósigur 6. þýska hersins við Stalin- grad, sem veitti þýsku hers- höfðingjunum tækifærið. Hvað það var, sem átti sjer stað mun ekki koma á dag- inn fyrst um sinn. En það er greinilegt að hin einkenni lega þögn Hitlers, og sú llvað gerir Franco? Eftir Henry Jordan Niðurlag. Þetta gæti verið her- bragðið, sem Hitler býr yf- ir, og sem hann ætlar að beita gegn innrás á megin- land Evrópu. — Hann hefði getað látið hersveitir sínar fara inn á Spán um leið og við stigum á land í Afríku. Hann hefði getað króað okkur af í Algiers og Mar- okkó. Um það leyti höfðum við lítinn herstyrk í Afríku. — Með því að gefa lítilshátt- ar eftir á Rússlandsvígstöðv unum, hefði hann getað beitt miklu liði, sem hann hefði flutt yfir Spán, og út- rýmt þannig innrásarher okkar í Norður-Afríku. En það mundi ekki hafa svar- að kostnaði. Ef til vill eru áform Hitl- ers þau, að koma öllum inn- rásarher okkar fyrir katt- arnef. En til slíks stórræðis þarf hann nauðsynlega að hafa Gibraltar á valdi sínu. Spurningin er: Ilvað ger- ir Franco? ______ Honum eru þrjár leiðir opnar. Hann getur boðið Hitler byrginn. Hann gæti leyft honum að fara yfir Spán, án þess að taka að öðru leyti þátt i styrjöld- inni. Og að lokum gæti hann gengið í fullkomið hernaðarbandalag við Hitl- er. En hvaða leið tékur hann? Það er erfitt að svara þessari spurningu. — Rjett- asta svarið væri ef til vill: Hann mun haga seglum eft- ir vindi. Eitt er þó alveg víst. — Hann myndi ekki hagnast á sigri bandamanna. Jafnvel þótt við kæmum ekki nærri innanlandsmálum Spánar, er Franco það ofur ljóst, að dagar hans, sem einræðis- herra munu þegar taldir er Evrópa losnar úr viðjum fasismans. Spánska þjóðin mun rísa upp gegn þessum óboðna einræðisherra, sem komst til valda með aðstoð erlendrar íhlutunar. Hún mun hefna sín grimmilega. Þar af leiðandi er gengi Francos komið undir sigr- um Hitlers á vígvöllunum. Önnur leiðin, sú að veita Hitler viðnám og innrás ef svo ber undir, mun tæplega vera Franco að skapi, enda myndi hann lítt á því Igræða. Hinar illaj útbúnu spönsku hersveitir myndu hafa lítið að segja í hend- urnar á hinum vel æfðu vjelhersveitum Hitlers. — Þjóðverjar myndu áreiðan- lega geta flætt yfir Spán á nokkrum dögum. — Slíkt myndi verða mjög alvarlegt áfall fyrir okkur, og það myndi einnig kollvarpa öll- um framtíðardraumum Francos. Þess vegna hníga öll hern aðarleg og pólitísk rök að því að Franco fari að vilja Hitlers.Þeir hafa sama mark mið. Eins og þýski einræð- isherrann, sjer hann sjer hag í því, að draga uppgjör- ið á langinn, og reyna að komast að hagkvæmum kjörum með pólitískum brellum. En hvað eigum við þá að gera til þess að komast hjá Framhald á bls. 8 staðreypd, að hann kom ekki opinberlega fram svo mánuðum skifti eftir þenn- an atburð, áttu rót sína að rekja til þessa ósigurs. Það var fyrst eftir mikl- ar bollaleggingar þýsku þjóðarinnar og ýmsar flugu- fregnir um að Hitler væri dauður, sæti í fangelsi eða væri á geðveikrahæli, að hann var neyddur til þess að láta til sín heyra. Það er niargt, sem bend- ir til þess að Hitler hafi ekki lengur yfirstjórn hersins á hendi, eða að herforingj- arnir haldi honum sem gísli til þess að tryggja sjer fylgi nasisfaleiðtoganna á heima- v í g s t ö ð v u n u m. í fyrsta lagi er hið mjög óvenjulega orðalag á til- kynningu, sem sagt var að kæmi frá Hitler, í tilefni af afmælisdegi nasistaflokks- ins, sem var skömmu eftir ófarirnar við Stalingrad. — Sjerhver maður, sem ber eitthvert skynbragð á þýska tungu, hlaut að sjá, að hið ágæta mál á þessari tilkynn ingu stóðst ekki samanburð við hið ruddalega og mál- fræðilega ranga orðalag Hitlers og gaf greinilega í skyn að höfundurinn væri einhver annar. í öðru lagði lögðu her- st j órnartilky nningarnar þýsku eftir ófarirnar við Stalingrad áherslu á, að Hitler bæri ábyrgðina á ó- förunum. Svo ríka áherslu lögðu þær á þetta, að tilætl- unin var augsýnilega að sýna fram á að ófarirnar væru honum einum ein- göngu að kenna. Þess gerist ekki þörf að benda á, að ef Hitler væri við völd, myndi ógerningur að birta slíkar tilkynningar. í þriðja lagi er það al- kunna, að þýskir herfor- ingjar kunna mjög illa við „liðþjálfann frá Bajern“. í fjórða lagi er sú stað- reynd, sem allir, er kynt hafa sjer þýska hernaðar- sögu hljóta að sjá, að grund vallaráform þýska hersins er sigur, áform, sem komið hefir í Ijós hvort yfirmað- ur ríkisins var hinn prúss- neski konungur, þýskur keisari eða „liðþjálfi frá Bajern.“ Það er mjög líklegt, að múgæsingamaðurinn Hitler sje orðinn einskisnýtur fyr- ir þýsku herforingjaklík- una, og að hann hafi verið settur í kæliskáp um stund- arsakir. Árangurinn myndi verða aukin geta þýska her- foringjaráðsins, sem nú væri óhindrað af eigin- gjörnum leiðbeiningum leik mannsins. í stuttu máli sagt — fall Hitlers er ekki ávinn ingur fyrir okkur — það þýðir aðeins að erfiðari bar átta bíður okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.