Morgunblaðið - 02.09.1943, Page 6

Morgunblaðið - 02.09.1943, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 2. sept. 1943 fll99$ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði _ innanlands, kr. 10.00 utanlands. S í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Minningarorð Lýð Arnason nm Vetrarferðirnar norður AKUREYRARBLÖÐIN hafa nýlega hreyft sam- göngumáli, sem póststjórnin á vissulega að gefa gaum og koma í framkvæ,md, ef nokkur kostur er. Hafa norðanblöðin bent á, að eftir að bíllleiðin á noðurleið- inni lokaðist á haustin eða í byrjun vetrar, hafi póst- ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar órðið svo strjálar, að óviðunandi væri með öllu. Úr þessu mætti bæta með því, að nota hesta til flutninga á þeim köfl- um leiðarinnar, sem bílar kæmust ekki yfir, og hafa þannig fastar ferðir tvisvar eða þrisvar í viku, allan veturinn. Vafalaust er hægt að koma þessuf fyrirkomulagi á, ef menn á annað borð vilja eitthvað leggja í sölurnar fyrir bættar samgöngur milli höfuðstaðanna á Norður- og Suðurlandi. Löngumi hefir verið svo undanfarna vetur, að bílfært hefir verið í Skagafjörðinn svo til allan veturinn, en kafli á Öxnadalsheiði hefir verið ófær fyrir bíla og hann hefir lokað leiðinni. Ef hestar væru til taks, til flutnings á pósti og farþegum á þeim tiltölulega stutta kafla, sem bílar komast ekki yfir, gætu samgöngur gengið greiðlega allan veturinn. Auð- vitað geta komið svo miklir snjóar, að norðurleiðin lokist á svo stóru svæði, að ekki verði unt að halda uppi reglubundnum vetr.arferðum tvisvar eða þrisvar í viku, milli Reykjavíkur og Akureyrar. En eins og veturnir hafa verið undanfarin ár, hefir þetta verið auðvelt, og þessvegna er sjálfsagt að hafa viðbúnað til þess að koma þessum ferðum á, ef leiðin lokast fyrir bíla á tiltölulega stuttum kafla. Á það ber og að líta, að eftir því sem vegir batna á norðurleiðinni, því auð- veldara er með batnandi tækni að halda bílaleiðinni opinni. Vonandi tekur póststjórnin þetta samgöngumál til velviljaðrar athugunar, og tryggir reglulegar póstferðir á þessari leið tvisvar eða þrisvar á viku, í venjulegu árferði. Brjef kjötkaupmanna BRJEF ÞAÐ, sem kjötkaupmenn í bænum rituðu borgarstjóra nú fyrir skemstu og birt hefir verið í dag- blöðum bæjarins, varðandi meðferð á kjöti því, sem flyst í verslanirnar og selt er almenningi, hefir að von- um vakið mikla athygli og umtal meðal bæjarbúa, einkum húsmæðra. Húsmæður vita vel, áð það sem kjötkaupmenn kvarta yfir, er á fylstu rökum reist. Þær hafa þráfaldlega fengið skemt kjöt í matinn, og þegar þær hafa kvartað í verslanirníar, hafa svörin jafna verið, að þær geti ekki við þetta ráðið; þetta kjöt hafi þær fengið. Ekki er kunnugt, hvað bæjarráð eða bæjarstjórn ætlar að gera í þessu máli. Kjötkaupmenn leggja til, að bærinn taki í sínar hendur eftirlit og skoðun á öllu kjöti, sem hingað er flutt, til sölu í bænum. í sambandi við þetta mjál er ástæða til, að minna enn einu sinni á nauðsyn þess, að heilbrigðismálum bæjarins verði komið í viðunandi horf. Það eru fleiri matvæli en kjötið, sem þarf að hafa eftirlit með. Bær- inti þarf nú þegar að koma heilbrígðismálunum í gott lag, en einn þáttur þeirra á e.mmitt að vera eftirlit með þeim matvælum, sem á boðstólum eru fyrir al- menning. Væri nú ekki hyggilegt, að slá tvæjr flugur í einu höggi: Verða við rjettmætum óskum kjötkaupmanna og um leið koma nýskipan á heilbrigðismál bæjar.jus? Hjer er um að ræða svo mikið velferðamál fyrir bæjar- búa alment, að bæjarstjórn má ekki draga það lengur, að gera hjer nýskipan á. Vonandi tekur bæjarstjórn nú rögg á sig og hrindir þessu í framkvæmd. Jaroarför Lýðs Árnason- ar, bónda fyr í Hjallanesi, fór fram í Reykjavík 25. f. m., að viðstöddu fjölmenni. Eigi var þá — nje verður hjer — hlaðið lofræðum í blöðin um hinn látna. Er þó slíkt orðið býsna algengt, líka um þá menn og konur, sem minna hafa afrekað, minna fórnað sjer fyrir þjóð vora og minni arf eftirlátið henni. Arf, sem betri er og varanlegri en seðlar, gull og silfur. Tel jeg þar til fágætt — annálsvert — atvik, að 8 æskumenn, mjög mannvæn- legir, báru líkkistu afa síns fyrsta spölinn frá heimili hans (Hringbraut 152). Og út úr kirkju báru 8 albræð- ur kistu föður síns. Lýður var fæddur 3. ág. 1850 í Tungu (hjá Keldum) á Rangárvöllum, sonur Árna bónda Árnasonar frá Galtalæk og k. h. Ingiríðar Guðmundsdóttur b. á Keld- um Brynjólfssonar. Bjuggu þessi hjón í 50 ár, lengst á Skammbeinsstöðum, þar til Árni andaðist 1899, 79 ára, en Ingiríður 1917, 90 ára, og hafði þá eignast yfir 90 niðja. Lýður var elstur alsyst- kina, andaðist 14/8 síðastur þeirra (93 ára). Kvæntist hann 1884, orðlagðri ágæt- iskonu, Sigríði Sigurðardótt ur b. í Haga í Holtum, af ætt presta og frá Jóni Stein- grímssyni próf. að Kirkju- bæjarklaustri (d. 1792). Syrgir hún nú mann sinn, mjög ellihrum. Bjuggu þau hjónin allan sinn atorku- mikla og ráðdeildarsama bú skap í Hjallanesi á Landi. Eignuðust þau 12 börn og ólu þar upp, með frábærum dugnaði og sóma, í guð- rækni og góðum siðum, hlýðni iðjusemi og spar- neytni, og gömlum sveita- sið. Bræðurnir voru 10; 2 dánir, aðrir 2 og önnur syst- irin eru búendur í Rangár- vallsýslu. Hin eru hjer í bænum, og mun einna þekt- Idstur þeirra, Hjalti Lýðsson kaupmaður. SystkinurP þess um öllum hefir vei'ið borið þið besta orð, af þeim, er mest kynríi hafa. Sama má segja um systkini hins fram- liðna. V. G. \JíLuerji ólrijar: y t *«**♦**♦”♦' •«* ****** *♦**•**♦**♦**♦* *«**♦**«**♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦* *♦* *** *♦**♦**♦* ’? y tfr clcuffeqa (íjiiui Rafmagns- skorturinn. NÚ FER óðum að fjölga í bænum. Fólkið fer að koma heim úr sumarbústöðum og úr atvinnu úti á landi.Fjölgun fólks ins í bænum veldur meðal ann- ars því, að rafmagnsnotkun bæjarbúa eykst og þá fer raf- magnsleysið á morgnana aftur að gera vart við sig. I gærmorgun var svo lítið raf- magn, að víða var ekki nægjan- legt rafmagn til vjela og hitun í heimahúsum gekk seint. Það rætist ekki úr rafmagnsvand- ræðunum fyr en nýja vjelasam- stæðan kemst upp að Ljósafossi, en það verður ekki fyr en tveim ur mánuðum eftir að vjelarnar eru komnar til landsins, sem eftir er að fá. Mun vera von á þeim þá og þegar. Það eina, sem hægt er að gera í rafmagnsvandræðunum er, að almenningur fari sem sparleg- ast með rafmagnið. Nauðsynleg- ast er, að rafmagnsofnar sjeu ekki notaðir á tímabilinu kl. 10 —12 f. h. Það er eklti alment far- ið að kynda miðstöðvar í húsum ennþá og má því búast við, að margir freistist til að bregða upp rafmagnsofni á morgnana. Bæjarbúar þurfa að vera sam- taka um að standa á móti þeirri freistingu þangað til rafmagnið er orðið nóg fyrir alla. Verði ekki hægt að fá almenning til að spara við sig rafmagn til hit- unar með frjálsu samkomulagi, má búast við, að Rafveitan neyð ist til þess að hafa eftirlit með því, að ekki sjeu notaðir raf- magnsofnar á þeim tíma dags, sem rafmagnsstraumurinn er minstur, líkt og gert var í fyrra vetur. Ónýtar þakrennur. ÞAÐ getur ekki verið neitt hernaðarleyndarmál að minnast á haustrigningar. Þetta alþekta fyrirbrigði hjer sunnanlands, sem skáldin hafa ort um og revýur hlotið nafn sitt af. Það fer nú að líða að þeim tíma, að búast má við að haustrigning- arnar haldi innreið sína. Við því er ekkert að segja eða gera, ann- að en að draga fram skóhlífarn- ar sínar og klæða sig eftir veðr- inu. En þegar manni verður hugsað til haustrigninganna, verður ekki hjá því komist að minnast þakrennanna á húsun- um hjer í bænum. Þegar vel rignir hjer í Reykja vík má líta stóra og háa fossa belja fram af húsþökunum. Vatnsföllin eru oft svo mikil, að vegfarendur verða að leggja stóra króka á leið sína til þess að komast fram hjá fossunum Einkennilegt er það, hve marg ir húseigendur eru trassafengn- ir með að gera við rennur á hús- þökum sínum. Ár eftir ár eru það sömu húsin, sem eru með í ónýtar rennur, og svo hlálega ; vill til, að það eru húsin við helstu umferðargötur bæjarins, sem eru með þessu marki brend. • Óhreinar gluggarúður. EKKI hefir heyrst hósti eða *!**♦**♦*♦♦**♦**♦**♦**♦**♦”♦*♦!**♦**♦**«**♦**? stuna um hreinlætismál í bæn- um síðan í „hreinlætismánuðin- um“ sæla í júní í vor. Enda virð- ist alt vera komið í sama horfið aftur, og menn, sem ekki hafa verið í bænum í sumar, fullyrða, að þeir sjái engan mun, hvað hreinlæti snertir, frá því sem var fyrir hreinlætismánuðinn. Jeg gekk með kunningja mín- um, sem á heima úti á landi, eftir Austurstræti í gær. Hann benti mjer upp í glugga hjá mörgum kunnum fyrirtækjum og sagði bara: „Sjáðu!“ í flestum gluggum voru skilti með áletruð um firmanöfnum, en fæst þeirra var hægt að greina fyrir þykku ryklagi, sem huldi rúðurnar. „Þetta finst mjer leiðinlegast við Reykjavík“, sagði hann. „Það virðist ekki vera siður í þessum bæ að þvo glugga að utan. Hinsvegar þegar maður kemur inn á skrifstofurnar, sem eru á bak við þessa óhreinu glugga, þá er alt fágað og hreint". Jeg hafði ekki tekið eftir þess- um óhreinu gluggarúðum. En gestsaugað er glögt og jeg verð að játa, að þegar mjer hafði ver- ið bent á þessi óhreinindi, blöskraði mjer ekki síður en gestinum. « Blómaþjófarnir. RÆKTUNARRÁÐUNAUTUR Reykjavíkurbæjar, hr. Jóhann Jónasson, hringdi til mín í gær- dag og sagðist vilja benda á, að það væri ekki neitt eins dæmi, sem jeg hefði skýrt frá hjer á dögunum um blómaþjófnað unglinga á Austurvelli. Sann- leikurinn væri sá, að það væri ekki neinn friður með skraut- blómin, einkum á Austurvelli. Svo að segja á hverjum morgni væri búið að rífa upp úr heilum beðum. Það væri ekki nóg með það, að strákar stælu einu og einu blómi, heldur væru heilar raðir rifnar upp með rótum. Hjer væri um einskæra skemda- fýsn að ræða, því að blómin væru ekki tekin, heldur rifin upp og skilin eftir í beðunum. Jóhann talcli ekki mikla von til þess, að blómaþjófar þessir ljetu sjér segjast við fortölur. Eina ráðið væri að reyna að hafa hendur í hári skemdarvarg- anna og hegna þeim duglega. Borgarar, sem verða varir við blómaþjófa, ættu að hjálpa til að þeir náist. Mest ber á eyðileggingu skrautblóma á Austurvelli. í Hljómskálagarðirium kemur það þó einnig fyrir, að strákar eyði- leggja blóm. TEKINN AF LÍFI FYRIR NÖLDUR. London í gær —: f borginni Rostock í Þýskalandi hefir miðaldra maður að nafni Kröstle verið tekinn af lífi fyrR að, nöldra og. fyrir að breiða út sögur, sem gætu haft þau áhrif, að menn hætti að trúa á þýskan sigur. Yið slíku broti er aðeins ein heguing, segir í þýskum frjettum —- dauðahegning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.