Morgunblaðið - 02.09.1943, Side 12

Morgunblaðið - 02.09.1943, Side 12
12 Fimtudagur 2. sept. 1943» AEþingi votlar Dön- una saznúð ALÞINOI kom saman í gær, til framhaldsfunda. llófst fundur í Sameinuðu Alþingi kl. 2 miðdegis. Forsætisráðherra dr. Björn ,Þórðarson ias brjef ríkis- stjóra um, að þingið væri kvatt saman, til framhalds- funda og lýsti þvínæst yfir ])\í, að það tæki nú til starfa á ný. Arnaði hann þingmönn- ura heilla í starfinu. SAMÚÐARKVEÐJA TIL DANA. Þessu næst ávarpaði forseti, fiísli Sveinsson þingheim á þessa leið : Háttvirtu alþinismenn! Yður eru öllum kunnir þeir alvarlegu atburðir, sem und- anfarna daga hafa gerst með bræðraþjóð vorri Dönum, og það ógnarástand, er nú ríkir í Danmörku. Jeg hefi í tilefni af þessu í dag farið á fund sendiherra Dana hjer og vott- að honum í nafni Alþingis hina innilegust-u samúð vora og borið fram þær óskir voy- ar. að Danmörku og hinni dönsku þjóð mætti auðnast að sigrast á öllum aðsteðjandi erfiðleikum og þrengingum og öðlast sem allra fyrst aftur hið verðskuldaða frelsi og hinn þráða frið. Jeg vil biðja háttvirta al- þingismenn að taka undir þetta með því að rísa úr sæt- um. ★ Þingmenn risix úr sætum og vottuðu dönsku þjóðinni sam- úð og virðingu. Þessu næst tilkvnti forseti, að þm. N.-Þingeyinga (Gísli Guðmundsson) myndi ekki mæta. til þingsetu fyrst um sinn, sakir lasleika. Engir þingfundir verða í dag. Á morgun verður fundur í sameinuðu þingi og eitt mál á dagskrá: Fjáraukalög 1940. 5 þtisund króna gjöf til hælis l L F. í. í FYRRADAG, á fimtugs- afmæli sínu, gaf Sigurður Guðmundsson klæðskerameist ari 5000 krónur til væntanlegs h æl is Ná 11 ú rulækningafjela gs íslands. Gjöfin er til minn- ingar um látin skyldmenni Sigurðar. Kann fjelagið Sigurði hinar bestu þakkii’ fyrir þessa rausn arlegu g.jöf. Fjársöfnun til þælisins hefir gengið vel og margir haía I sýnt vilja sinn til þess að ijá þessu góða málefni lið. FRÚ ROOSEVELT 1 NÝJA SJÁLANDI. YYEL LIXGTOX —: Frú Eleanor Roosevelt, kona JSandaríkjaforseta, er komin hingað á leið sinni til Ástralíu. Var frúnni hjer vel tekið JKomttttibWid Hjelt uppi skothríð á Þetta er orustuskipið Rodney, sem ásamt systurskipinu Nelson, hjelt uppi skothríð á meginland Ítalíu hjá Reggio í fyrradag. — Rodney kom til Reykjavíkur árið 1930 Skófarnir taka flestir til starfa um næstu mánaðamót SKÓLAR BÆJARINS taka flestir til starfa um og eftir næstu mánaðamót. Kennsla í Háskólanum mun hefjast um 20. sept., Fáir nýir stúdentar hafa látið innrita sig, en innritunar- fresturinn er til 15. sept. Menntaskólinn mun taka til starfa um 20. sept. Frestur til umsókna um skólavist er útrunninn. Nem- endur skólans næsta vetur verða eins margir og húsrúm frekast leyfir. Verslunarskólinn byrjar starf sitt um eða eftir næstu mánaðamót. Skólinn verður alveg fulskipaður, nemendur um 340. Næsta vetur hefst kennsla í lær- dómsdeild skólans. Gagnfræðaskóli Reykvík inga tekur til starfa síðast í þessumi mánuði eða byrj- un næsta mánaðar. Aðsókn að skólanum hefir verið svo mikil, að mörgum hef- or orðið að synja um skóla vist. Nemendur verða um 135. Sama er að segja um aðsóknina að Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Hún hefir verið míklu meiri en hægt hefir verið að anna. Skólinn tekur til starfa 1. okt. að forfallalausu. Skóla stjórnin reynir nú í sam- ráði við borgarstjóra að út- vega skólanum húsnæði til viðbótar við það, sem hann hefir nú. Skólann sækja í vetur 280—290 nemendur. Námskeið til undirbún- ings undir inntökupróf í Iðnskólann hefjast í dag, en skólinn mun byrja starf í öllum deildum fyrst í október. Tekið vojrður á móti umsóknumi um skóla- vist til 20 sept.. en vissara er fyrir þá, sem ætla sjer að sækja efri bekki skól- ians, að senda umsóknir sínar hið fyrsta. Kennaraskólinn mun byrja fyrstu dagana í október. Stý/rimannaskólinn hefst 1. október. Allar deildir verða fullskpaðar. og nem- endur verða 70—80, ef all ir þeir koma til náms, sem sent hafa umsóknir um skólavist. Þeir, sem ætla að stunda nám í skólanum, þurfa að hafa tilkynnt skólastjóra komu sína í síðasta lagi 15. sept. 160—170 nemenduV munu sækja Kvenaskólann í vetur, og 'er hann full- skipaður. Skólinn tekur til starfa 1. október. Erfiðar mánuður iyrir Hitler NEW YOR: — Nýlega sagði New York Times, að síðastliðinn mánuður — ágústmánuður, — hefði ver ið erfiðasti mánuðurinn fyr ir Adolf Hitler, síðan hann komst til valda. Mánuðurinn hófst með hinni stórkostlegu árás flug vjela Bandaríkjanna á olíu- svæðin við Ploesti við Rúm- eníu. í byrjun mánaðarins lauk einnig breski flugher- inn við útþurkun Hamborg- ar. Þriðjudaginn 5. ágúst snerist hin mikla sumarsókn Hitlers í Rússlandi upp í sókn á Þjóðverja sjálfa, þar sem Rauða hernum tókst að reka Þjóðverja út úr Orel. 12. ágúst hófst brottflutn- ingur Þjóðverja frá Sikiley. 15. ágúst tók rússneski herinn Kharkov, og nú var úti um alla sumarsókn á hendur Rússum. Eftir því sem leið á mán- uðinn, hófu sprengjuflug- vjelar Bandaríkjanna og Bretlands árásir á Berlín, og 25. dag mánaðarins varð höf ’uðborg nasista fyrir hrylli- legustu loftárásinni, sem enn hefir verið gerð á nokkra borg í Evrópu. Og nú er mánuðurinn á enda, enn láta herir Hitlers undan síga í Rússlandi, enn eru borgir hans lagðar í eyði hver á fætur annari, í Búl- garíu má búast við uppreisn þá og þegar, og hin illa leikna Danmörk berst nú af öllum mætti gegn herjum Hitlers. Hvað — segir New York Times — kemur næst? Þeir voru verkamenn og sjómenn ÞEIR voru allir verkamenn og sjómenn Norðmennirnir 11 í Finnmörk, er Þjóðverjar tóku af lífi ]). 18. ágúst. Sá yngsti þeirra var 22 ára, en sá elsti 40 ára. Þeir voru efna- lausir menn og láta eftir sig mörg börn. Konurnar, sem dæmdar voru í fangelsi, önnur í 15 ár, hin í 5 ár, fyrir að hafa hjálpað njósnurum eða fyrir að hafa ekki sagt til njósnara, eru ekkjur eftir menn, er líflátn- ir voru. SENDIMAÐUR PÁFA FER TIL PORTUGAL. Lissabon í gær —: Hingað er kominn sendimaður páfa, \Gayeazi að nafni. Hann er einn af æðstu embættismönn- um páfastóls. Ekkert hefir ver ið látið uppi um erindi hans Nýjar loft- varnir reynd* ar yfir Berlín London í gærkveldi. BRETAR mistu 47 sprengjuflugvjelar í harðri loftárás, sem þeir gerðu á Berlín. Þjóðverjar reyndu nú í fyrsta skifti nýjar að- ferðir við loftvarnir, og sendu fram mikinn fjölda orustuflugvjela. Þessar nýju loftvarnir eru fólgnar í því, að varpað er út blys- um, úr mikilli hæð. Ljós- magn þessara blysa er gríð- arlega mikið og lýsir upp ár ásarflugvjelarnar. Þessi að- ferð reyndist Þjóðverjum nokkuð tvíeggjuð, því or- ustuflugvjelar þeirra neydd ust til að fljúga inn í ljós- hafið og gátu þá skotmenn bresku flugvjelanna skotið nokkrar þeirra niður. Loftárásin á Berlín stóð yfir í 45 mínútur og var varpað niður íkveikju- sprengjum og þungum tund ursprengjum. Var borgin brátt eitt eldhaf og sáu bresku flugmennirnir eld- ana úr 150 km. fjarlægð á heimleiðinni. Árásin hófst kl. 11,30 og brátt stigu upp miklar eld- súlur og gríðarlegar spreng ingar urðu. Telja flugmenn irnir að borgin hafi orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Þýska heimaútvarpið er vant að senda út innlendar frjettir á morgnana og stend ur sá frjettalestur yfir að jafnaði í 15 mínútur. í gær- morgun var frjettalesturinn ekki nema í 3 mínútur og ekki var minst orði á loft- árásina á Berlín. Quislingar herða tökin Quislingar þeir, sem hafa ekki verið meðal þeirra æstustu, eru nú óðum að hverfa úr stöðum sínum, og koma harðdrægari og ófyrirleitnari flokksmienn Quislings í þeirra stað. En lögregluráðherrann Jónas Lie fær aukin völd, svip- aða stöðu og Himmler í Þýskalandi. Vopnaðir æsingamenn úr hópi Quislinga vaða nú uppi víða um landið. Er búist við að þeir taki til örþrifaráða, a£ því þeir sjá, að þeim er engr- ar undankomu auðið. Quisl- ingar verða nú að taka að s.jer meiri lögreglustörf en áð- ur, vegna þess hve mikið þýskt lögreglulið hefir verið sent frá Noregi til Þýska- lands. Ilirðmenn Quislings taka við störfum lögreglu- manna þeirra, er handteknir hafa verið. HANN ER ÞJÓÐVERJA- VINUR. Sænski dómsmálaráðherr- Iann Westmann sagði af sjer á laugardaginn var. Hann var alment talinn hliðhollur Þjóð- verjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.