Morgunblaðið - 11.09.1943, Page 6

Morgunblaðið - 11.09.1943, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. sept. 1943 imlftltVÍfr' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. ' ' ý '”fi í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rjettargrund völlurinn ÞAÐ SKAL ENGUM GETUM að því leitt, hvort borg- arstjórinn í Reykjavík kann að sjá aumur á Jóni Blöndal, hagfræðingi, sem leitað hefir á náðir hans í Alþýðublað- inu síðastliðinn miðvikudag og beðið hann að fræða sig um það, sem ætla mætti að vísu að enginn íslendingur þyrfti um að spyrja, hvaða rjett við höfum til þess að slíta því sambandi við Dani á næsta ári, sem bygðist á sambandslögunum. Að vísu veitti hagfræðingnum ekkert af föðurlegri handleiðslu til afturhvarfs á þeirri óláns braut, sem hann hefir ratað inn á í skrifum sínum um sjálfstæðismálið. En þessi skólaganga hagfræðingsins er þeim mun furðulegri, þar sem allir virðast hafa fullan skilning á þessu atriði, enda hvergi örlað á því í und- anfarandi skrifum hans um sjálfstæðismálið, að hann brysti skilning á þessu atriði. Jón Blöndal spyr „hver sje hinn rjettarlegi grundvöll- ur fyrir sambandsslitum 17. júní 1944?“ Þann 17. maí 1941 lýsti Alþingi yfir, „að það telur ísland hafa öðlast rjett til fullra sambandsslita“, vegna þess ástands, sem þá hafði skapast. Að þessari þingsályktun stóðu allir þingflokkar og hún hefir af engum verið vjefengd. Hún hefir síðan verið rjettarlegur grundvöllur til sambands- slita, hvenær sem tímabært þykir, alveg óháð því, sem sambandslögin sjálf sögðu fyrir um með hverjum hætti sambandsslit skyldu fram fara. , Enda hefði að öðru kosti engan veginn staðist stjórnar- skrárbreytingin, sem gerð var í fyrra, er segir að lýð- veldisstofnun geti farið fram á grundvelli ályktananna frá 17. maí 1941 hvenær sem Alþingi samþykkir einu sinni og eftirfarandi þjóðaratkvæðagreiðsla, með ein- földum meirihluta, staðfestir. Jón Blöndal gat leitað leiðsagnar nær sjer. Jafnvel Alþýðublaðið hefir altaf staðið á grundvelli ályktananna frá 17. maí 1944, þrátt fyrir undanhaldsskrifin, sem byggja kröfuna um frestun sambandsslita á því, að ann- að væri ókurteisi við Dani og andstætt norrænum sam- búðarvenjum, eins og þeir segja. Hafi hagfræðingurinn verið á könnunarflugi í leit að nýjum vígstöðvum fyrir undanhaldsmálstaðinn, hefir hann tekið alveg skakka stefnu og er því óhætt að leita aftur lendingar. Aumt ástand ÓTRÚLEGT er, að íslenska þjóðin fari ekki að átta sig til fulls á háttalagi ráðamanna Framsóknarflokksins í þjóðmálabaráttunni. Þessi flokkur heldur úti bláði, sem virðist hafa það eina hlutverk að vinna, að flytja per- sónulegar svívirðingagreinar um formann Sjálfstæðis- flokksins, sem móðursjúkur ritstjórinn er að burðast við að hnoða saman, af einberri öfund og hatri, og minnmátt- arkend gegn þeim manni, sem hann er látinn bjóða sig fram á móti.í Gbr.- og Kjósarsýslu. Svo langt eru þessar greinar fyrir neðan alt velsæmi, að enginn heiðarlegur stjórnmálamaður getur lagst svo lágt, að virða þær svars. Hitt hlýtur að vera alvarlegt íhugunarefni, ekki síst þeirra manna, sem fylgt hafa Framsóknarflokknum að málum, ef foringjar flokksins eru fallnir svo djúpt í nið- urlægingunni, að þeir telji að slík bardagaaðferð, sem rit- stjóri Tímans beitir, verði flokknum til framdráttar. Væri þá þjóðin illa á vegi stödd, ef hún fylgdi slíkri leiðsögn í opinberum málum. En það er þá líka rjett, að láta and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins njóta þess sannmælis, að Morgunblaðið hefir úr mörgum áttum sannspurt, að þessi níðskrif ritstjóra Tímans hafa vakið fyrirlitningu og við- bjóð manna alment, ekki síður Framsóknarmanna en annara. En um hæfni ritstjóra Tímans til þess að þjóna lund sinni og innræti, er það til marks, að nú er hann tekinn að líkja formanni Sjálfstæðisflokksins við Hitler og Mussolini, einmitt þá mennina, sem húsbóndi ritstjórans, Hermann Jónasson, hefir dáð meira en alla menn aðra. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Það var dýrtíð þá engu síð- ur en nú. Ura hækkun á mjólk urverði segir: 14. sept. „Samkvæmt auglýsingu frá Mjólkurfjelaginu á nýmjólk nú að hækka um 60% — eða úr 50 aurum í 80 aura. — Hefir hún þá hækkað um 433% síðan fyrir stríðið. Mönnum hefir blöskrað hvað smjörið hefir hækkað í í verði, en hækkunin á því nem- ur þó eigi nema 366% í mesta lagi“. ★ Þá stunduðu menn síldar- vinnu og kaupavinnu jöfnum höndum. 14. sept. „Nokkuð af fólki því, sem hingað var komið úr síldarvinn- unni nyrðra, er aftur farið úr bænum í kaupavinnu hjer í nær sveitunum og austur í sveitum". ★ Húsnæðisekla var þá mikil í bænum og var sett á laggirnar nefnd til þess að reyna að ráða bót á henni. 15. sept. „Það eru verulega slæmar horf ur með húsnæði í haust, svo sem kunnugt er. Bæjarstjórnin kaus um daginn nefnd til þess að at- huga málið. Fyrsta verk hennar var að safna skýrslum um það, hve margir væru húsviltir 1. okt. í haust. Á skrifstofu.,borgarstjóra hafa um 110 menn beiðst aðstoðar bæj arins um útvegun á húsnæði. Af þeim eru aðeins nokkrir menn einhleypir, en allt að 100 fjöl- skyldur margar þeirra með mörg ungbörn. Nefndinni hefir tekist að koma nokkrum fyrir. En haft getum vjer eftir áreiðanlegum heimild- um að það muni áreiðanlega vera um 40 fjölskyldur sem ekki hef- ir verið hægt að koma fyrir, nema bæjarstjórn geri einhverj- ar sjerstakar ráðstafanir“. ★ Rafinagnsljós voru þá kom- in í ýmsum kaupstöðum út á Iandi, en ekki í Reykjavík og Akureyri. 15. sept. „Þeim fjölgar óðum hjer á landi, sem seilast til rafmagnsins til þess að láta það ýsa sjer. — í þeim kaupstöðum, þar sem raf- lýsingu hefir verið komið á, svo sem Seyðisfirði, Siglufirði, Hafn- arfirði og Húsavík, eru íbúarinr svo ánægðir með nýju ljósin að þeir mega ekki hugsa til þess að skipta um aftur og þykir ær- ið kotungsbragur á, þar sem ekki eru rafljós. Hjer í Reykjavík hefir fjöldi manns orðið eirðarlaus að bíða eftir því, að bærinn reisti raf- magnsstöð, þótt svo megi kalla, að því máli miði heldur áfram en hitt. Eru því víða komnar raf leiðslur í hús hjer. Á líkan hátt mun fara annarsstaðar t. d. á Akureyri. Hefir þar nú lengi verið rætt um það að koma þar á rafveitu og taka aflið til þess úr Glerá. En ekkert hefir orðið úr framkvæmdum enn. Hefir nú Ragnar Ólafsson, konsúll riðið á vaðið með því að fá raflýsingu í hús sitt“. *«M*M«**»H***»M«*****«Mí4*****M«,4«*4W* ísland, höfuðból sjávarrannsókna. í 2. HEFTI FRÓNS, tímariti Fjelags íslenskra stúdenta í Kaup mannahöfn birtist skemtileg grein um gróður og líf á djúp- sævi, eftir Hermann Einars- son. I lok greinarinnar kemur fram þessi merkilega tillaga: „Það er eins og náttúran hafi gert stórkostlega tilraun með legu Islands í Norður-Atlants- hafi með djúpálum á alla vegu. þar sem heitir og kaldir straum- ar mætast. Lífsskilyrði dýranna eru á þessum slóðum mjög ólík á mismunandi stöðum og breyti- leg frá ári til árs. Samanburður á dýrum ýmissa svæða og lifn- aðarháttum þeirra hefir þess vegna gefið mjög merkan árang- ur, sem hefir haft alþjóðlegt vís- indalegt gildi og aukið frama þeirra þjóða er að rannsóknun- um hafa staðið. En allar rannsóknir vorar á , % dýralífi Islandshafa eru þó enn þá á byrjunarstígi, og haffræð- inga bíða hjer ótal verkefni. En oss Islendingum má vera það metnaðarmál að höfuðsetur slíkra rannsókna sje á íslandi, og mjer er kunnugt um það, að það eru sameiginlegar vonir þeirra, sem að íslenskum sjávar- rannsóknum vinna, að landið verði frumkvöðul að stofnun rannsóknarstöðvar, sem erlendir sjerfræðingar gætu gist um lengri eða skemmri tíma. Vísinda legt gildi slíkrar stofnunar er slíkt, að vænta má alþjóðlegrar, og þó sjerstaklega norrænnar að- stoðar við byggingu hennar og rekstur. Myndum vjer líka með því sýna vilja vorn til menning- arlegrar samvinnu, sem vel yrði metinn meðal nágranna vorra. Vestmannaeyjar væru tilvalinn staður slíkrar stofnunar. Þaðan er skammt til djúphafs, og þar að auki liggja eyjarnar rjett við eitt hið besta fiskimið norður- hafa. Selvogsgrunn, þar sem vandlegra rannsókna er hin mesta þörf. Hjer mætti takast að auka þekkingu vora að mun á lífverum og lífsskilyrðum hafs- ins, og það fyrir brot þess fjár, sem ein af manndrápsvjelum nú- tímans kostar“. © Hitaveita til skipa? SJÓMANNABLAÐIÐ VÍK- INGUR birtir eftirfarandi grein í síðasta hefti um hitaveituvatn til skipa: „Einn af unnendum Víkings hef ir vakið athygli vora á því, að það gæti vafalaust orðið til mik- illa þæginda fyrir skip hjer í höfninni, ef þau ættu kost á því, að fá heitt vatn frá hitaveitunni er þau liggja hjer við hafnar- bakkann. Það væri því rjett að leggja pípur h'jeðan að höfninni nú þegar. Ekki er neinn vafi á því að heitavatnið er til margra hluta nytsamlegt, og þá ekki síður á skipum en á landi. Og er hjer óefað rhöguleiki til nokkurrar tekjuöflunar fyrir hitaveituna ef hún verður aflögufær. Það verður með hitaveituna eins og raforkuverin, að orku- nýtingin verður með byljum. Þó að nokkur möguleiki sje á að geyma vatnið, þá missir það hit- an tiltölulega fljótt, og ríkur þá verðmæti þess bókstaflega út í veður og vind. Þann hluta ársins sem lítil þörf er á upphitun í bænum, hlýtur mikið heitt vatn að verða aflögu til annara nota. Ef heita vatnið verður nærtækt við höfnina, eru allmiklar líkur til, að skipin muni hagnýta það á ýmsan hátt. Það væri að minnsta kosti þess vert að for- göngumenn hitaveitunnar rann- sökuðu hvort útgerðarmönnum sje ekki hugleikið að hcita vatn- inu verði veitt til hafnarinnar". © Hreinlæti í mat- vöruverslunum. HÚSMÓÐIR skrifar mjer um hreinlæti, eða öllu heldur óhrein- læti í matvöruverslunum bæjar- ins.-Frúnin segir: „Hreinlæti í matvöruverslun- um ætti að vera svo sjálfsagt, að ekki þyrfti að hafa orð á. En því miður vantar mikið á að svo sje. 1 Mjer þótti vænt um þegar „Vík- verji“ mintist á þetta mál einu sinni í sumar og taldi víst, að ekki þyrfti nema þá kurteislegu bendingu til að þeir, sem mat- vöruverslunum stjórna bættu ráð sitt og kipptu í lag því, sem af- laga fór. En því miður get jeg ekki sagt, að við húsmæðurnar höfum orð- ið þess varar, að breyting hafi orðið á til batnaðar. Það skal jeg þó játa, að misjafnlega er hrein- lætis gætt í matvöruverslunum. Við húsmæðurnar myndum vafa laust flestar versla þar, sem við sjáum, að hreinlega er með matvörur farið, fremur en þar, sem við sjáum, að sóða- lega er farið með matvæli, sem okkur eru seld, en eins og allir vita kemur fleira til greina nú til dags, en það eitt hvar maður vildi helst versla. Sendisveina- vandræði valda því að húsmæð- ur neyðast til að versla í þeirri búð, sem er næst heimilum þeirra. Jeg vil ekki taka nein sjerstök dæmi um hvernig óhreinlega er farið með mat en geta má þess, að það er óviðkunnanlegt, að sjá unglinga sem vinna sem sendlar í verslunum koma beint út af götunni og vaða með óhreinar hendur í matvæli, sem seld eru umbúðarlaust. Jeg vona svo að þetta nægi til þess að láta versl- unarstjóra vatvælaverslana vita, að við húsmæðurnar tökum eftir því, hvernig farið er með mat- vælin, sem við kaupum“. ------- » ----- Í.S.Í. staðfestir met . I þrístökki án atrennu á 9,13 st. Skúli Guðmunds- son K. R., sett 31. júlí 1943. Staðfest 5. ágúst 1943. í stángarstökki á 3,50 st. Ólafur Erlendsson K. V., sett 6. ágúst ’43. Staðfest 18. ágúst ’43 í kúluvarpi samanlagt 26,22 st. Gunnar Huseby K. R., sett 7. ágúst ’43. Staðfest 25. ágúst ’43.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.