Morgunblaðið - 11.09.1943, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.09.1943, Qupperneq 11
Laugardagur 11. sept. 1943 MORGUNBLAÐIÐ 11 ið sem vofði yfir homim. Hún aússí ekki að Gerald, sem var snoppufríður en ómerkilegur leikari, hafði sagt skilið við Frederieh og komið upp um hann og hefði hún vitað það, hefði. hún aðeins glaðst ýl'ir því. Áður en október var liðinn, var Frederich dáinn. Slysa- skot, sögðu frjettirnar. Hann do .jafn hóglátlega og hann hafði lifað. Eignir hans gengu í arf til yngri bróður hans, og .Tclena hafði smávegis líf- eyri frá líftryggingu hans. ,,En sá skrípaleikur“, hugs- aði hún. Nú er jeg orðin ekkju- frú Alden. Hún var tuttugu og fimm ára að aldri. Inglewood .lávarður var heimilisvinur Alden fólksins og tuttugu árum eldri en Frede rich. Ilann sniíaði bridge með þeim á hverju miðvikudags- kvöldi, því að sveitasetur hans, Inglewood Iíall var þar skamt frá. Eftir jarðarförina kom hann ríðandi eða akandi, einn- ig' á öðrum dögum, til að stytta -Telenu stundir. Ilann hafði ver ið svaramaður í brúðkaupi hennar og fannst einhver á- byrgð hvíla á sjer. •Telenu fannst hann með af- brigðum leiðinlegur, reyndi að kæfa niður geispana, og gefa honum kurteisleg svör. Ingle- wood var fram úr hófi aftur- haldssamur, og var þotinn upp um leið og niinnst var á breyt- ingar og framfarir. Ilann hafði of/háan blóðþrysting. „1 staðinn fyrir að standa á eigin fótum, semjum við og nöldrum, eins og ráðherrarnir okkar sjeu smákauptnqnn1 ‘, tautaði hann'bak við dagblað- ið sitt. Þeir tímar, sem Englánd glevpti í sig hverja nýlenduna á fætur annari voru nú liðnir. Verndarríkin vbru sem óðast að hrifsa stjórnina í sínar hend ur og stöðugar óeirðir í Ind- landi. Inglewood lávarður var ei'nn þeirra manna, sem skrifa brjef til dagblaðanna, rækta túlípana og safna gömlum vopnum. Hann hjelt heilar hrókaræður fyrir Jelenu um gleði sína og sorgir, þangað til hún var dauðuppgefin á sál og líkama. Það var ekki fyrr en henni datt í hug' að giftast hon um, að það lifnaði yfir henni. Ilún var tuttugu og fimm ára gömul, en IngleWood sextíu og fimm ára. Það.lá því í augum uppi að kona hans gæti orðið ekkja og erfingi, áður en mjög langt um-liði. í þessum útreikn ingi kom kaldlyndi Jélenu best í ljós. Inglewood lávarður var að sumu leyti einmana og óhamingjusamur maður. Yngri bróðir hans, Edgar hafði látið lífið í stríðinu. Hann ljet eftir sig tvo syni, og ól Inglewood þá upp eins og sínir eigin væru, en þeir. urðu honúm báðir til mik- illa vonbrigða. Clarenee, sá eldri, var nýlega orðinn þing- maður fyrir Verkamannaflokk inn og Inglewood lávarður kall 'aði hann, skjálfandi af vonsku „skítinn rauðliða“ hvenær sem á hann var minst í návist hans. Ræða hans um afnám lávarð- ardeildarinnar hafði vakið mikla athygli og haft þau á- hrif á Inglewood gamla, að iiærri lá að hann fengi slag. Sá yngri, Bobbie, sem var snot ur ungur maður, fór' á herfor- ingjaslcóla, eftir að það var búið að tosa honum með herkju brögðuin gegnum gagnfræða- skóla, en gafst brátt upp við hermenskuna og skipti nú tíma sínum á næturklúbba og drykkjustofa. Það sem gramdi Inglewood mest var, að Cfar- ence kæmi til með að erfa hann, ef hann eignaðist ekki erfingja. Tilhugsunin um Ingle wood llall í höndum þessa „skítna rauðliða“ var alveg að trylla hann. Þess vegna tók hann Jelenu á orðinu, um leið og hún fór að dylgja um, að þau væiTi bæði einmana og vina lausar sálir, sem gætu ef til vill huggað hver aðra. Nú þegar hann var orðinn ástfanginn af hinni fögru ekkju vinar síns, yngdist hann allur upp og þótt ist fær í ílestan sjó. —- Hann leyfði sjer meira að segja að vona að sameining hans við fegurð og æsku Jelenu niyndi geta leitt til erfingja að Ingle- wood I lall, og fært frið sálu hans. Helena Alden, eins og Jelena nú kallaðist, beit á jaxl inn og hjelt fast við fyrirætl- un sína. Ilún var reiðubúin til að sætta sig við blíðuatlot hins aldraða elskhuga síns, til að verða lafði Helena Alden og erfingi Inglewood miljónanna. Það rigndi, þegar Good- wood veðreiðarnar voru haldn ar, Inglewood lávarður fjekk kvef og lagðist hnerrandi í rúmið. Innan skamms fjekk hann einnig hósta og hita, fór að rinna til þyngsla fyrir brjóstinu og var erfitt um and- ardrátt. Læknarnir voru sann- færðir um að þetta væri aðeins slæmt kvef, þangað til hann var dáinn úr lungnabólgu. — Jarðarförin fór fram þrem vikum áður en brúðkaupið átti að standa. Helen var sem þrumu lostin um stund og áttaði sig ekki fyrr en hinn háaldraði mála- færslumaður ættarinnar las skjálfraddaður upp erfða- skrána. Hún hafði verið samin um það leyti, sem Clarence fór í Verkamannaflokkinn. Hann erfði því aðeins Inglewood Ilall og lávarðstitilinn, sá gamli ætlaði sjer með því að éyðileggja framtíð hans sem sósíalista. Allar aðrar eigur hans, að undanteknum nokkr- um smáuppliæðum gengu til Bobbie Russel —“. Yngri bróð ursonur minn er að minnsta kosti ekki róttækur, þótt hann sje að öðru leyti mesta mann- leysa“, hafði Inglewood gamli skrifað í bræði sinni. Þar eð erfðaskráin var skráð fyrir trúlofun þeirra Jelenu, var hún ekki nefnd á nafn í henni. •— C'enrja hennar í garð hins lfttna, átti sjer engin takmörk. Það lá nærri að hún ásakaði hann fyrir að liafa drepist af eintómri illgirni. Ilún fyltist hatri og öfund í hvert skipti sem henni varð litið á erfingj- ana. Þegar Bobbie Russel var boðið Víský og sódi, hafnaði hann því. „Jeg er í bindindi“, sagði hann. En litlu seinna líelti hann sjer sjálfur í glas íneð skjálfandi fingrum, og endurtók það, áður en langt um leið. Um náttmál var hann orðinn dauðadrukkinn, en engu að síður var framkoma hans og ytra útlit óaðfinnan- leg, skollitað hár hans var vel greitt, föt hans fóru vel, og hann var þögull og kurteis, en þó dálítið óeðlilega stirður í hreyfingum. Honum leið bölv- anlega morguninn eftir og byrjaði með að fá sjer glas til að herða sig upp. Honum 'leið ögn skár, þegar hann var bú- inn að fá sjer svolítinn reið- túr og ákvað að hætta að hætta að drekka. „Þakka ykk- ur fyrir, en jeg er í bindindi“, sagði hann við fjelaga sína í klúbbnum. Eins og allir sem drekka að staðaldri, var hann sannfærður um, að hann gæti hætt þegar hann vildi. Hann hafði aðeins aldrei langað til þess. Þegar hann var ódrukk- inn var honuni sama um allt,- fannst hann vera bæði innan- tómur, heimskur og leiðinleg- ur, en eftir fáein staup, þótt- ist hann skemtilegur og gáfað- ur og fær í flestan sjó. Urkynj un gamallar ættar kom frám í þessum vel uppalda og snotra unga manni, sem lifði aldrei nema hann væri undir áhrif- um áfengis. Hann hafði einnig tilhneygingu til ólifnaðar. — Hann hafði yndi af að heim- sækja knæpur og skúmaskot niður við höfnina, það tíðkað- ist mjög meðal æskumanna borgarinnar, en hvað Bobbie viðvjek, var það ekki einungis forvitni sem rak hann á þessa staði. Hann eyddi heilu nótt- unum með drukknum sjómönn um og gömlum skipavændis- Jkonum, við drykkjuskap og TOFRaPIPMN Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen- 5. Þriðja daginn sem hann gætti hjeranna, sendu kóngs- hjónin dóttur sína til hans, til þess að ná af honum píp- unni. Hún gerði sig mjög blíða á manninn, bauð honum 200 dali ef hann vildi selja henni pípuna og segja henni hvernig hún ætti að fara að, til þess að komast með hana alla leið heim. „Þetta er stórmerkileg pípa“, sagði Jón, ,,og ekki er hún föl“, sagði hann, en hann yrði víst að gera það fyrir hana að láta hana fá pípuna, ef hún borgaði honum 200 dali og kysti hann tvö hundruð kossa í tilbót, en ef hún vildi ekki missa pípuna, þá var bara að gæta hennar vel, og fyrir því varð hún að sjá sjálf. Þetta fanst kóngsdóttur hátt verð fyrir eina hjerapípu, og það var eins og henni væri ekki um að láta Jón smala hafa alla þessa kossa, en fyrst þetta var inni í skógi, og enginn sá til, þá varð að hafa það, því pípuna varð hún að fá, hugsaði hún. Og þegar Jón smali var búinn að fá sitt vel útilátið, skundaði kóngsdóttir heimleiðis og hjelt Jón smali kyssir kóngsdóttur. dauðahaldi um pípuna alla leiðina, en þegar hún var rjett að koma heim, hvarf pípan alt í einu úr höndunum á henni. Daginn eftir ætlaði drotningin sjálf af stað og ná píp- unni, og hún sagði að það skyldi ekki bregðast, að hún kæmist með hana alla leið heim. Hjer áður fyrr var mjög bág borið rjettarástand í Kaliforn- íu. Þjófar bófar og allskonar illþýði óð þar uppi, en aldrei kom það fyrir að nokkur þeirra kæmist undir manna Iiendur fyrir athæfi sitt. Ýmist voru dómendur sjálfir, eða nánustu vinir þeirra og vandamenn, samsekir bófunum, meira eða minna, eða þá hræddir við þá af öðrum orsökum. Enda voru þeir ekki menn til að fást við harðsnúna og slungna fanta, þótt þeir hefðu annars haft allan vilja á því. Enginn mundi dæmi þess í því hjeraði, að nokkurn tíma hefði tekist að láta afbrota- mann játa glæp sinn, þótt sekt hans væri bersýnileg hverjum heilvita manni. Nema einu sinni, að einhver bíræfnasti þorparinn — alrænd ur fyrir rán og gripdeildir — játaði ótilkvaddur á sig g’læp, sem hann hafði meira að segja ekki verið grunaður um í það sinn öðru fremur. Fólkinu, sem við þessar grip deildir átti að búa, ljetti mjög, er það frjetti um þetta. „Þar fáum við loksins einn fantinn dæmdan“, hugsaði það, „öðr- um til skelfingar og viðvörun- ar“. En því átti ekki að vera káp an úr því klæðinu. Dómendur sýknuðu manninn í einu hljóði. Af hvaða ástæðu? „Af því“, sögðu þeir, „að hann er og hefir alltaf verið sá fyrirtaks lygalaupur, að við vitum ekki til, að hann hafi nokkurn tíma satt orð talað síðan hann kom til vits og ára, og því hlýtur hann að hafa log- ið á sig þessum glæp líka“. ★ Hjer eru nokkur spakmæli eftir Voltaire: — Flestir menn deyja svo, að .þeir hafa aldrei lifað. — Sá, sem ekki þolir að hugsa nema til hálfs, hann lif- ir ekki nema til hálfs. — Það getur veriö hættulegt sem mikilsháttar menn hafa rangt fyrir sjer í. — Sú stjórn er best, sem skipuð er sem fæstum ónytj- ungum. — Ileimskingar dáðst að öllu, sem frægir rithöfundar láta eftir sig sjá. ★ Margir menn eru svo gerðir, að þeir vita ekkert til hlítar fyrr en þeir reka sig á það, og fá stundum að vita meira en þeim líkar. ★ „Náttúran hefir andstyggð á öllum tómleik“, þess vegna fyllir hún sum höfuð með kvörnum. ★ Stúlkan: Mjer þykir það nijög leitt herra minn, en hún sagði mjer að segja að hún væri ekki heima. Ilerrann: Allt í lagi ljósið, segðu henni bara að mjer þyki mjög vænt uin að jeg skyldi að hafa rjett fyrir sjer í því, þá ekki koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.