Morgunblaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 11. sept. 1943; Stjórnarfrum- vörpin fara til nefnda ÞINGFUNDIR voru í báðum deildum í gær. Þrjú stjórnarfrumvörp voru á dagskrá neðri deilcP ar. Fyrsta málið var frum- varp til erfðalaga og fylgdi forsætisráðherra dr. Björn Þórðarson því úr hlaði. — (Það er fjelagsmálaráðu- neytið, sem flytur frum- varpið, en ekki dómsmála- ráðuneytið). Rjett er að geta hjer eins merkilegs ný mælis í þessu frumvarpi. — Samkvæmt gildandi erfða- löggjöf rennur arfur, sem ekki fer til löglegra erf- ingja í ríkissjóð. án þess að nokkur fyrirmæli sjeu um, hvernig fjenu skuli varið. En í 24. grein þessa frv. segir svo: „Nú á maður engan lög- mæltan erfingja, eða rjett- ur erfingi kemur eigi til á næstu 10 árum og er þó á lífi, og arfláti hefir ekki heldur ráðstafað fje sínu með arfleiðsluskrá og renna þá eftirlátnar eignir hans að % hluta í ríkissjóð sem erfðafjárskattur, en hinn hlutinn skiftist að jöfnu milli ellistyrktarsjóðs þess bæjar eða sveitarfjelags, er arfláti átti lögheimili í við andlát sitt, og sjóðs til upp- eldis og mentunar ung- menna innan 18 ára aldurs í hlutaðeigandi bæjar- eða sýslufjelagi. Skal í reglu- gerð, sem dómsmálaráðh. setur, setja nánari ákvæði ug starfrækslu þessa síðar- talda sjóðs“. Hin stjórnarfrumvörpin á dagskrá Nd. voru: Nýskip- an embætta í Reykjavík (skifting lögmannsembættis ins) og mælti dómsmálaráð herra fyrir því; ennfremur kjötmatsfrv. landbúnaðar- ráðherra. Öll frumvörpin fóru til 2. umr. og nefnda. — í Ed. var aðeins eitt mál (friðun Patreksfjarðar) á dagskrá og fór til nefndar. 48 menn dæmdiré árinu fyrir ölvun við akslur ÓVENJU niikil brögð hafa verið að því npp á sfðkastið, að menn aki bifreið undir á- hrifum áfengis. Frá ]>ví um áramót' hafa 48 menn verið dæmdir í lögreglu- rjetti Reykjavíkur fyrir þetta afbrot, en 11 bíða dóms. Sigurbjöm Sigurðsson hef- ir af bæjarráði verið skipaður u m s j ónar mað ur Lauga rnes- skólans. INIMRASARFERJA Bandamenn byggja- stöðugt fleiri gerSir innrásarskipa. — Hjer sjest eitt, sem gefist hefir vel við Sikiley og Ítalíu. M r tak iupol Sækja vestur yfir Desna SÓKN RÚSSA heldur áfram og enn í dag fjekk Stalin marskálkur tilefni til að tilkynna stórsigra í sjerstakri dagskipan og enn í kvöld mun verða skotið af 124 fall- byssum í Moskva til að fagna sigri. Rússar nefna margar borg- ir í sigurtilkynningum sínum í dag. Meðal þeirra er Marin- pol við Asovshaf, sem er ein af fimm mestu hafnarborgum Rússlands og sem verið hefir í höndum Þjóðverja í tæpl. tvö ár. llin opinbera tilkynning Rússa um sigrana í gær var á þessa 1 ei ð : „10. september lijeldu her- sveitir okkar áfram árangurs- ríkri sókn í áttina til Pavlo- grad. Sóttu þær fram 10—12 kílómetra og tóku BarA'enko- va, Chaplino, Pejrovskaya' í Karkovhjeraði og fleiri borg- ir. Á svæðinu fyrir vestan og suðvestan Stalino hjeldu her- sveitir vorar áfram sókn sinni, og bar hún góðan árangur. Þær sóttu fram 10—12 kíló- metra og tóku járnbrautar- borgina Yolnovaka. Iíersveitir okkar, sem sóttu fram við Azovshaf, hrutu á bak aftur harða mótspyrnu ó- vinanna og tóku hafnarborg- ina Maríupol. BRJÓTAST YFIR DESNAFLJÓT. Fyrir norðan Briansk sóttu hersveitir okkar fram um 5— 10 kílómetra þrátt fyrir harða mótspyrnu óvinanna, og tóku 8 stöðvar. Fyrir sunnan Briansk brut- ust hersveitir okkar yfir Desnafljót og tóku stöðvarnar Cemen, Krymskaya-Bigova og Rosovka á vesturbakka fljóts- ins. Er nú barist um Novgorod —Seversky. Ilersveitir okkar hjeldu á- fram sókn sinni í áttina til Pri- luke og sóttu fram 10—15 km. og tóku meira en 18 bygðar stöðvar, þar á meðal Symy. Fyrir suðvestan Karkov hjeldu hersveitir okkar áfram sókn sinni og bættu aðstöðu sína. Einnig hættu þær að- stö.ðu sína í sókninni til Smo- lensk. Á vígstöðvunum 9. septem- ber voru 7(i skriðdrekar Þjóð- verja eyðilagðir eða gerðir ó- virkir og 24 flugvjelar þeirra skotnar niður með loftvarna- hyssum eða í loftbardögnm. Fundur Churc- hills, Stalins oy Roosevelt á næstunni WASHINGTON í gærkv.: Samkvæmt ábyggilegum heimildum hefir Churchill forsætisráðh. dvalið eins lengi í Bandaríkjunum, eins og raun ber vitni, vegna þess, að fundur þeirra Roosevelts forseta, Churc- hills og Stalins marskálks, er fyrirhugaður í mjög ná- inni framtíð. Það er talið, að Churchill vilji gjarna ræða við Stalin um skilmála bandamann -á svic^i. fjármála og stjórn- mála fyrir vopnahljei í ít- alíu, en eins og kunnugt er, hefir aðeins verið samið um hernaðarlegt vapnahlje enn sem komið er. —Reuter SektaSir hafa verið nokkrir menn undanfarið fyrir að nota rafofna í ílniðum kl, II—12 f. h. Aðrir hafa fengiþ aðvörun fyrir þá óleyfilegu notkuii raf- magns. ÞINGTÍÐINDI: Vjelknúin tæki í sýsluvegina FIMM þm., þeir Jón á Reynistað, P. Ottesen, Ing- ólfur Jónsson, Jón Pálma- son og Sig. Þórðarson, flytja frv. um þá brevting á vegalögunum, að sýslu- nefndum sje heimilað að verja hluta af fje sýsluvega til karupa á stórvirkum, vjelknúnum tækjum til vegagerðar í sýslunni. í greinargerð segja flm. m. a.: ,,Það er því í alla staði eðlilegt, að sveitafólkið heimti vegi, og víða hefir það lagt á sig þunga fjár- hagsbagga til þess að þoka sýsluvegunum áfram. Þó að mikið hafi áunnist á þessu sviði í mörgum hjeruðum, er þó alls staðar afar mikið af lítt færum vegum og veg leysum, sem verður að gera færa bifreiðum á næstu ár- um. En nú hafa nýir örðug- leikar komið í ljós, er tálma mjög vegaframkvæmdum sýslufjelaganna.Með hverju ári sem líður, verður örð- ugra að fá nægan mannafla í sýsluvegina svo að til vand ræða horfir. Jafnframt er vegavinnukaupið orðið hærra en nokkur dæmi eru til áður. Af framan greind- um ástæðum er þess vegna hin mesta nauðsyn fyrir sýslufjelögin að fá sem fyrst hraðvirk, vjelknúin tæki til vegagerðarinnar alls staðar þar, sem þeim verður við komið, svo að vegalagning- ar stöðvist ekki, og spara þannig mannsaflið. Telja verður eðlilegt, að ríkið leggi fram fje til þessa í rjettu hlutfalli við framlag ríkissjóðs til nýbyggingar sýsluvega. Sú reynsla, sem þegar er fengin, bendir til þess, að jarðýtan sje hið mesta þarfa þing til vegagerðar þar sem vegir liggja um mela og annað þurlendi.Litlar skurð gröfur til aðstoðar við vega gerð á mýrlendi hafa enn ekki verið reyndar við vegagerð hjer á landi, en allar líkur benda til, að þær geti einnig komið að mikl- um notum. Auk þess má, er það þykir henta, nota skurð gröfur þessar til að moka möl á bifreiðar og spara þannig malarvinnu“. Bogi Daníelsson, fyrv. veit- ingamaður, Ilafnarstræti G4 á Akureyri, varð bráðkvaddur í fyrrinótt. ITann- var 62 ára gamall. (Frá frjettaritara Mbl. á Akureyri). Maður meið- ist til ólífis í bílslysi KL. um hálf 2 í fyrradag varð maður að nafni Guð- mundur Runólfsson fvrir herbifreið á Skúlagötu fyr- ir framan olíustöðina. —■ Meiddist hann mjög mikið og var þegar fluttur í Lands spítalann, en þar andaðist hann í fyrrinótt. Slysið varð með þessum hætti: Guðmundur kom á réiðhjóli út úr porti olíu- stöðvarinnar og varð þá fyr ir herbifreiðinni, sem var á leið inn Skúlagötu. Guðmundur var um það bil hálfþrítugur að aldri, er hann andaðist. Hann var frá Heiðarseli á Síðu, en hafði undanfarið verið bú- settur á Hvanneyri í Borg- arfirði. í sumar vann hjá verkfæranefnd ríkisins sem i vjelamaður á skurðgröfu á Akranesi. Þegar slysið vildi til, var hann staddur í Rvík við undirbúning þess að flytja nýja skurðgröfu aust ur í Ölfus. Guðmundur var mjög efnilegur vjelamaður og skyldurækinn við störf sín. í sambandi við þetta sorg lega slys væri rjett að geta þess, að Skúlagata, sem nú er orðin ein helsta umferð- argata í bænum, er í lítt for svaranlegu ásigkomulagi. Við götuna að norðan- verðu er engin bygging önn ur en olíustöðin og hvergi von umferðar inn á götuna þeim megin nema á þessum ein stað. Á gangstjettinni, báðum megin við hliðið á porti stöðvarinnar er heil- mikið af alls konar skrani, sem byrgir útsýn bæði þeim sem fara út úr portinu og þeim, sem um götuna fara. Þangað til þessu verður kipt í lag, sem vonandi verð ur mjög bráðlega, þarf að setja upp eitthvað merki.á þessum stað til þess að áminna bílstjóra um að fara varlega. Fyrirlestur um fiskveiðar Evrópuþjóða Á miðvikudaginn kemur, heldur hinn norski for- göngumaður sjávarútvegs- mála Sunnenaa, fyrirlestur í Iðnó klukkan 8,30 um fisk- veiðar Evrópuþjóða eftir styrjöld. Hr. Claus Sunnenaa var, sem kunnugt er, ritari hins fjölmenna fjelags Norges Fiskarlag, meðan hann var heima. En quislingar ráku hann frá stöðunni, og flýði hann þá til Svíþjóðar, en fór síðan til London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.