Morgunblaðið - 11.09.1943, Síða 1

Morgunblaðið - 11.09.1943, Síða 1
VikublaS: ísafold. 30. árg., 204. tbl. — Laugardagur 11. september 1943 Isafoldarprentsmiðja h.f. Bretar berjast við Þjóðverja hjá itóm Flotahöfnin Taranto á valdi bandamanna Itölsk flotadeild komin til Gibraltar Mtaiir herj- ast á Maik- anskaga Off ví&ar vi& ÞjóÖ- verja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. VÍÐA HEFIR KOMIÐ til vopnaviðskifta milli Þjóðverja og ítala, þar sem ítalrr hafa neitað að leggja niður vopn og hafa varið stöðvar sínar fyrir Þjóð- verjum, eins og Badoglio mælti fyrir í yfirlýsingu sinni eftir uppgjöfina. Vitað er um bardaga, sem átt hafa sjer stað milli Þjóð verja og ítala í Brenner- skarði, á landamærum Frakklands og Ítalíu og víða á Balkanskaga. Rommel stjórnar í Norður-Ítalíu. Rommel hershöfðingi stjórnar hersveitum Þjóð- verja í Norður-Ítalíu. Það er ekki fyllilega ljóst, hvaða Framh. á 2. siðu. Badog'lio marskálkur er flúinn frá Róm. Mountbatfen aðmíráll LONDON í gærkvöldi: — Louis Mountbatten lávarð- ur, sem nú er yfirforingi als herafla bandamanna í Suð- austur Asíu, hefir verið skipaður flotaforingi, segir í tilkynningu frá breska flotamálaráðuneytinu í kvöld. Ræða Hitlers: „Mussolini mesti maður ítala" London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. „MUSSOLINI er mesti maður ítala síðan á dögum róm- verska keisaradæmisins“, sagði Adolf Hitler í ræðu, sem var útvarpað af hljómplötu, frá aðalstöðvum hans í gær- dag. Það voru engir.áheyrendur að ræðunni, sem stóð yfir í 16 mínútur. I ræðu sinni talaði Hitler nærri eingöngu um uppgjöf ítala og taldi hana ekki mundu hafa lítil áhrif á gang styrjaldarinnar. „Nú þarf jeg ekki að ljúga“. Hitler hóf mál sitt með því, að lýsa yfir því, að það væri.sjer ljettir, að geta nú talað eins og hann lýsti án þess að taka tillit til neins. Nú þyrfti hann ekki að ljúga hvorki að þjóð sinni nje sjálfum sjer. Atburðir þeir, sem skeð hefðu á Ítalíu ættu rót sína að rekja til þeirra skemd- arverkaafla, sem hefðu unn ið að því, að draga á lang- Framh. á 2. síðu. Sókn Banda- manna á undan áætiun London í gærkveldi. Einkaskcyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ VAR OPINBERLEGA tilkynt í aðalherstöðvum bandamanna í kvöld, að önn ur mesta flotahöfn ítala, Taranto, við Tarantoflóa, væri á valdi bandamanna. Settu bandamenn þar lið á land í gærkvöldi (fimtud.) og með aðstoð breska flot- ans var höfnin tekin. Hún er nú örugglega á valdi bandamanna. Taranto er í Apuliuhjer- aði við ,,ítalíuhælinn“. Þar eru miklar skipastöðvar og er hægt að taka þar stærstu orustuskip til við- gerðar. Margir flugvellir og góðir eru umhverfis borg- ina. ítalski flotinn. Aðalflotastöð ítala er í Spezia við Genuaflóa á N,- Italíu. Sú borg er nú sögð á valdi Þjóðverja, en áður en Þjóðverjar náðu borg- inni á sitt vald, sigldi ítalski flotinn, sem þar hafði bæki- stöð á haf út og er talið að skipin sjeu nú leið til hafna bandamanna til að gefast upp. Þegar hefir ítölsk flotadeild komið til Gibralt- ar til að gefast upp. í deild- inni voru tvö beitiskip, tveir tundurspillar og tvö aðstoðar flugvjelamóður- skip. Óstaðfestar fregnir herma, að allmörg ítölsk herskip hafi komið til hafna í Norður-Af- ríku og gefist upp fyrir banda- mönnum. ÞÝSK ÁRÁS Á fTÖLSK HERSKIP. Þjóðverjar skýra frá því í frjettum í dag, að flugvjelar þeirra hafi ráðist á ítalska flotadeild í Miðjarðarhafi. Voru orustuskip, heitiskip og tundurspillar í þessari flota- deild. Segjast Þjóðverjar hafa Framh. á 2. síðu. Fleiri kaf- bátum en kaupskip- um sökt í ágúst WASHINGTON í gærkv.: Það var opinberlega tilkynt hjer í kvöld, að fleiri þýsk- um kafbátum hafi verið sökt í ágústmánuði, heldur en tala kaupskipa banda- manna á sama tíma. Ekki var í þessari tilkvnn ingu gefin upp tala þeirra þýskra kafbáta, sem sökkt hafði verið. —Reuter. Helgi Sigurðs- son forstjóri Hitaveitunnar BÆ.TARRÁÐ samþykti gær að leggja til við bæjar- stjórn, að Ilelgi Sigurðsson verkfræðingur yrði skipaður forstjóri fyrir vatns- og hita- veitu bæjarins, með sömu launum og bæjarverkfræðing- ur hefir. Ilefir ITelgi unnið að undir- búningi Hitaveitunnar frá byrjun. Samþykt var og á fundinum að auglýsa stöðu bæjarverk- fræðings lausa frá áramótum, og skyldu umsóknir vera komnar fyrir 15. október. jPjóðvcrjar haia sieff- ið hring um Róm London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRÁ SVISSLANDI bárust þær fregnir seint í kvöld, að breskar hersveitir hafi verið settar á land hjá Ostía, sem er við Tíberfljót og skamt frá Róm. Þessar bresku hersveitir hafa þegar lent í bárdögum við þýskar hersveitir, sem verja Rómaborg og hjeraðið irmhverfis höfuðborgina. Fyr í dag bárust fregnir um, að hershöfðingi Róma- borgar hefði gefist upp fyrir Þjóðverjum, en Þjóðverjar rnuni þó ekki leggja undir sig' sjálfa Rómaborg, sem verði á- fram „friðlýst borg“, heldur haldi þeir svæði, sem sje 50 km. á hvern veg út frá borg- inni. Það var ítalska frjetta- stofan, sem gaf út þessa fregn. Þar segir, að Þjóðverjar muni ekki leggja undir sig aðrar byggingar í Rómaborg heldur en þýsku sendisveitina, útvarpsstöðina og aðal síma- stöðina. ÞJÓÐVERJAR BÖRÐUST VIÐ ÍTALI UM RÓM. í þýskum fregnum er sagt, að sama daginn, sem Italir gáf ist upp, hafi Þjóðverjar ætlaö að leggja undir sig Rómaborg, Framh. á 2. síðu. Lóðir fyrir bráðabirgða hús BÆJARRÁÐ samþjdtti í gær að heimila bæjarverkfræð- ingi að vísa á lóðir við Soga- veg undir hús, sem menn vildu reisa til bráðabirgða, vegna húsnæðisvandræðanna. Ilús þessi þurfa ekki að vera bygð samkv. reglum byggingasamþyktar. En bæj- arstjórn áskilur sjer rjett til þess að mega segja upp bygg- ingaleyfinu með 6 mánaða fyr- irvara. Og hús þau, sem þann- ig kunna að vera reist, má ekki selja, nema með leyfi bæjarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.