Morgunblaðið - 24.09.1943, Page 6

Morgunblaðið - 24.09.1943, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. sept. 1943 rofiiisiM&frlfr (Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í laúsasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. I lausu lofti MÖNNUM HEFIR ORÐIÐ tíðrætt um það í seinni tíð, hversu völtum fótum við stæðum enn í þeirri viðleitni að vinna gegn dýrtíðinni. Varið hefir verið miljónum króna úr ríkissjóði til þess að lækka verði á landbún- aðarafurðum, með þeim afleiðingum að vísu, að vísi- talan lækkaði, en hin raunverulega dýrtíð jókst. Ljóst er, að aðrar ráðstafanir verða jafnframt að koma til, ef ekki á að stefna í óefni. Fjármálaráðherra komst svo að orði við fyrstu umræðu fjárlaganna, að við hefðum enn „ekkert fast undir fótum í dýrtíðarmálunum“. Nú hefir vísitalan skyndilega hækkað í einu stökki um 15 stig og er þá komin upp í 262 stig. Sagt er, að þessi stórfelda vísitöluhækkun stafi eingöngu af hinu háa verði á kartöflum, sem hjer var í ágústmánuði, en þá voru kartöflur seldar á kr. 2.50 í búðum. Ekki mun þó hafa selst mikið kartöflumagn við þessu verði. Með hliðsjón af því, hvernig þessi nýjasta vísitölu- hækkun er til komin, ætti að mega vænta lækkunar hennar áftur, ef ekki annað kemur til. En því ekki að koma í veg fyrir slíka sveiflu vísitölunnar? Það hefir auðvitað. stórkostlega þýðingu, hvað sem öðru líður, að vísitalan sveiflist ekki til og frá. Skapar það öryggis- leysi og glundroða. Virðist slíkt alveg óverjandi, þegar um minniháttar orsakir er að ræða. Ríkisstjórnin hefir gert ráðstafanir til innflutnings á smjöri frá Ameríku, til þess að geta verðlækkað innlenda smjörið með hagn- aðinum af sölu þess erlenda. Vitað er, að kartöfluupp- skeran var með afbrigðum mikil í Englandi. Þeir, sem líta í ensk blöð sjá, að þar í landi er hægt að kaupa kartöflur í búðum fyrir rúma 20 aura kg., en ekki 2,50 kr„ eins og hjer. Var of mikil framsýni í því að gera ráðstafanir til nægjanlegs innflutnings á kartöflum með slíku verði til þess að forðast mestu sveiflurnar hjer? Eða voru engin önnur ráð til? Síðasta hækkun vísitölunnar er of áberandi vottur þess, hversu allt svífur í lausu lofti um raunhæfar aðgerðir gegn dýrtíðinni. Undirskriftarskjalið VITAÐ ER, að nokkrir ungir mentamenn hafa undan- farna mánuði verið að heimsækja kjósendur hjer í bæn- um og víðar, og reynt að fá þá til að undirrita skjal, þar sem skorað var á Alþingi, að slíka ekki formlega sam- bandinu við Dani, meðan núverandi ástand ríkir. Voru viðhafðar margskonar fortölur við söfnun undirskrift- anna, sem ekki er ástæða til að rifja upp hjer. Nú hefir undirskriftarskjal þetta verið lagt fram á Alþingi. Þar eru nöfn um 270 kjósenda, og eru meðal þeirra ýmsir mætir menn. Játa, verður, að ekki er fylli- lega ljóst hvað fyrir þessum mönnum vakir. í stuttum formála yfir undirskriftunum er skorað á Alþingi, „að ganga ekki frá formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa“. Hvaða breytingár þurfi á „aðstæð- um“ landanna, til þess að tímabært þyki að ganga frá sambandsslitum, minnast undirskriftarmenn ekki á, enda sennilega ekki ljóst fyrir þeim öllum. Auðvitað hefir þetta undirskriftarskjal engin áhrif á gang sjálfstæðismálsins á Alþingi, enda hjer um að ræða aðeins örlítið brot kjósenda landsins. Alþýðublaðið, sem hefir haft forystuna í undanhald- inu í sjálfstæðismálinu, hefir haldið því mjög á lofti,: að það væri ódrengskaparbragð gagnvart Dönum, að slíta sambandinu á næsta ári, eins og ákveðið er að gera. Morgunblaðið mun í næsta blaði sýna og sanna, að mestu menn Dana líta alt öðrum augum á það mál. Þeir ^ skilja betur sjálfstæðisbaráttu okkar en sumir íslend- ingar virðast gera. Óráðin gáta ÞAÐ hefir sætt furðu, er ríkisstjórnin skipaði Stefán Jóhann Steefánsson, for- mann í nefnd til þess að sækja fiskiveiðaráðstefnu í London. Menn spyrja um orsakirnar — geta sjer til — en ráðning gátunnar er ekki á yfirborðinu. Alþýðuublaðið gefur í gær þá skýringu á þessu for mannsvali, að það sje sam- bærilegt við það, er Sveinn Björnsson, þáverandi sendi he'rra í Kaupmannahöfn, var fyrir 5 árum skipaður formaður samskonar nefnd ar fyrir okkur á fiskiráðs- stefnu í London. Blaðið seg- ir, að það sje sjálfsagt að skipa með sjerfræðingum mann með lögfræðiþekk- ingu í slíkar nefndir. Samkvæmt þessum upp- lýsingum þótti rjett fvrir 5 árum að senda sendiherra okkar í Kaupmannahöfn til London. — En hefir þá gleymst, að í dag eigum við okkar eigin sendiherra í London, sem er þá líka lög- fræðingur og sjerstaklega með þekkingu í þjóðar- rjetti? Gátan verður enn að telj- ast óupplýst! Samskot Hallgrímskirkja í Reykjavík. Framhald af fyrri til- kynningum um gjafir og á- heit, afhent skrifstofu „Hinnar almennu fjársöfn- unarnefndar“ kirkjunnar, Bankastr. 11. Afhent af trúnaðiarmönnum: B.G.W. afhent frá L. Jú Keflavík (áheit) 20 kr„ N.N. 10 kr„ B.G.W. 20 kr„ JL. Grett^ isg. 73, 100 kr., afhent af Á.S. Vesturg. 9, 100 kr„ — Gjafir og áheit: Frá R.Þ.G. (áheit) 15 kr., J.B. 10 kr„ Svava (áheit) 5 kr„ G.Þ. (áheit) 25 kr„ Sigríður Línberg 5 kr„ Guðbjörg Guðmundsd. (áheit) 100 kr, Digri Þór (áheit) 30 kr„ systurnar Margrjet og Dagbjört Jónsdætur (minn- in^argjöf um látna foreldra þeirra) 200 kr„ J.B. (áheit) 100 kr„ J. B. (áheit) 100 kr„ Dóri (giamalt áheit) 20 kr„ N.N. Vestmannaeyjum (áheit) 20 kr„ N N. (áheit) 10 kr. N.N. (gamalt áheit) 50 kr„ M.V. (áheit) 50 kr„ Þ.J. (áheit) 20 kr„ tvær systur (áheit) 35 kr„ G.J. (áheit) 10 kr. — Afhent af herra biskupi Sigurgeir Sig- urðssyni frá: sjera Jón- mundi Halldórssyni 500 kr. Guðm. Halldórssyni 15 kr„ — Kærar þakkir. F.h. „Hinnar alm. fjársöfnunar- nefndar", Hjörtur Kansson Bankastr. 11. rar: V X Brennivínskaup hjá ríkinu. HVAf) ætli að eigi að halda lengi áfram hinum hneykslan- legu verslunarháttum í áfengis- sölu ríkisins hjer í bænum? Nú er það ekkert launungarmál lengur, að ríkið vill selja þegn- um sínum brennivín og meira að segja þarf ríkissjóður á því að halda að selja sem mest á- fengi, til þess að hægt sje að standa við fyrirmæli ríkisstjórn- arinnar um að verðbæta mjólk- ina. Samt er það látið viðgangast, að þeir borgarar, sem kaupa sjer áfengi hjá ríkinu, verða að bera sig að eins og þeir sjeu að vérsla við leynivínsala. © I húsinu við Lind- argötu. INNARLEGA við Lindargötu stendur lágreist hús, þar sem fer fram afhending „bevísa“ upp á brennivín. Húsakynni eru svo þröng, að menn, sem koma í er- indum þangað, verða að standa í biðröðum, stundum langt út á götu, og þykir þeim, sem úti standa, oft betra þar að vera heldur en inni, vegna hins óhjá- kvæmilega dauns, sem leggur af mannfjöldanum, sem fyllir alla ganga, herbergi og útskot. Klukkustundum saman verða menn að bíða þarna eftir af- greiðslú, því afhendingarmenn hafa ekki tíma til að stunda vinnu sína nema 2—3 tíma á dag, og eru þar að auki svo fá- liðaðir, að þeir komast ekki yfir að afgreiða alla, sem leita á náð- ir þeirra. Sama sagan endur- tekur sig í Nýborg. ÞEIR, sem bíða nógu lengi og fá úrlausn sinna erinda, hafa ekki nema hálflokið innkaupum sínum, er þeir koma frá Lindar- götunni. Þá er eftir að sækja vöruna, sem er afhent gegnum gat á hurð í birgðaskemmu Á- fengisverslunarinnar í Nýborg. Þar tekur svo ný bið við, sem stundum er álíka löng, og þar taka við sömu þrengslin. Undanþágu- eða úthlutunar- skrifstofa Áfengisverslunarinnar hefir tekið á leigu íbúðarhúsnæði við Lindargötu. Þar gæti búið að minsta kosti ein húsnæðislaus fjölskylda. Á sama tíma stendur verslunarhúsnæði það, sem Á- fengisverslunin hafði við Vestur- götu, autt. Er nú ekki tími til kominn að kippa þessum hneykslanlegu verslunarháttum Áfengisversl- unarinnar í lag? Eða er nauð- synlegt að með viðskiftavini rík- isins sje farið eins og rjettlausa dóna? • Vísitala og kartöflu- verð. HÁA VERÐIÐ á nýju kartöfl- unum hefir haft óvænt áhrif á vísitöluna. Virðist svo, að þeir, sem eiga að halda dýrtíðinni i skefjum, hafi gleymt kartöflun- um. í vor var þetta öfugt. Þá lækk- aði vísitalan að mun vegna þess, að ensku kartöflurnar voru ódýr- I *:♦ verji. áhrijc L^r clacjfcíjCi ciji inn ari en þær islensku höfðu verið. Þær kartöflur voru yfirleitt svo skemdar, að þær nýttust ekki nema til helminga, og voru þær því af sumum kallaðar „kaup- lækkunarkartöflur“. Það má því segja, að launamenn hafi fengið nokkra uppbót nú með hinni nýju „kartöfluvísitölu“. © Öngþveitið í mjólk- urmálunum. SJALDAN eða aldrei hefir ríkt annað eins öngþveiti í mjólkurmálum bæjarins eins og nú. En það er eins og allar kvart- anir sjeu til einskis, hversu rjett- mætar sem þær eru. Um langan tíma hafa bæjar- búar kvartað yfir því, að mjólk- in væri óhrein, þunn og að hún súrnaði óeðlilega fljótt. Engin bót fjekst á því. En nú er lítil sem engin mjólk fáanleg og hefir verið tekið það ráð að skamta mjólkina í mjólkurbúðunum. Sömu sögu er að segja með mjólkurafurðir. Skyr sjest ekki og heldur ekki íslenskt smjör. Það ætti að vera kominn tími til, að yfirvöldin ljetu rannsaka mjólkurmálin og athuga, hvort ekki er hægt að finna einhverja úrlausn. Það er ekki viðunandi, að yfirvöldin skelli stöðugt skollaeyrunum við kvörtunum mj ólkurney tenda. Dilkurinn kostar rúmlega 100 krónur. NÚ ER nýja kjötið og nýtt slátur komið á markaðinn og allir sem geta keppast um að fá sjer nýjan bita, enda þótti mörg- um orðið langt að bíða eftir því, að byrjað væri að slátra. Mörgum mun leika forvitni á að vita, hvað dilkurinn kostar. Það er vitanlega misjafnt, en meðaldilkur mun ekki fást und- ir 100 krónum, ef keypt er sjer- staklega í búð kjöt, slátur og svið. Slátrið kostar kr. 7.50 og mör- inn kr. 4.50, meðalverð á sviðum er um 5 krónur og meðal dilk- skrokkur í heilu lagi um 85 krónur. Hjörtu, nýru og lifur kosta svo kr. 7.50 hvert kíló og munu dæmi til, að selt hafi ver- ið á 10 krónur kílóið fyrstu daga sláturtíðarinnar. ,,Standardinn“ í dilknum er því nokkuð hár, eins og P. Zoph. myndi vafalaust orða það. Reglubundnir fiufn- inpr fi! Akureyrar í vefur. Frá frjettaritara vorutn á Akureyri. Á FUNDI bæjnrstjórnar Akureyrarkaupstaðar í i'yrra- dag var samþykt með öllum atkvæðum svohljóðandi til- laga: „Bæjarstjórn skorar á póst og samgöngumálast.jórn ríkis- ins að gera nú þegar ráðstaf- anir til að halda uppi reglu- bundnuin flutninguhi landleið ina'milli Akureyrar og Reykja víkur á næsta vetri“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.