Morgunblaðið - 26.10.1943, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. okt. 1943.
Ný útgáfu af FORNALDAR
SÖGDM NORÐURLANDA
0
Rit, sem ekki hefir komið út í 50 ár og verið ófáanlegt í meira
en aldarfjórðung. Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson sjá
um útgáfuna, sem verður í 3 bindum, um 1200 blaðsíður alls
NÝ vönduð iitgáfa af Forn-
aldarsögum Norðurlanda, sem
ekki hafa verið gefnar út hjer
á landi í pneira en 50 ár, er nú
í prentun og er fyrsta l>indi
væntanlegt á bókamarkaðinn
fyrir jól. Guðni Jónsson, mag-
ister og Bjarni Vilhjálmsson,
cand. mag. annast undirbúning
útgáfunnar og ritar Guðni Jóns
son formála með fyrsta Inndi.
Fomaldarsögur Norður-
landa voru, eins og kunnugt er,
um langan aldur í tölu hinna
vinsælustu bóka hjer á landi,
lesnar jafnt af ungum sem
gömlum, háum sem lágum. —
Iíafa komið út fjölda margar
útgáfur af þeim, flestar prent-
aðar erlendis, bæði vísindaleg-
ar og alþýðlegar. Þegar þær
komu út hjer, á árunum 1885
til 1891, varð fyrsta bindi
þeirra uppselt um það bil, sem
prentun annars og þriðja bind-
is var lokið, og varð að gefa
það bindi út aftur árið 189.1.
Sú útgáfa (Sig. Kristjánsson)
'mun öll hafa orðið uppseld
nokkru eftir síðustu aldamót
og má heita, að hún hafi verið
ófáanleg í meira en aldarfjórð-
ung. — Bókin hefir verið mjög
Völsunga saga,
Ragnars saga loðbrókar og
sona hans.
Norna-Gests þáttur,
Hervararsaga og Heiðreks,
Hrólfs saga kraka,
Sörla þáttur,
Saga af Hálfi og Hálfs-
rekkum,
Þorsteins saga Víkingssonar,
Friðþjófs saga frækna,
Ketils saga hængs,
Gríms saga loðinkinna,
Örvar-Odds saga,
Áns saga bogsveigis,
Ásmundar saga kappabana,
Gautreks saga,
Hrólfs saga Gautrekssonar,
Göngu-Hrólfs saga,
Bósa saga og Herrauðs,
Hjálmþés saga og Ölvis,
Hálfdánar saga Eysteins-
sonar,
Hálfdanar saga Brönufóstra,
Sturlaugs saga starfsama,
Illuga saga Gríðarfóstra,
Eiríks saga víðförla.
eftirsótt, og- góð eintök af henni
komist í geipiverð. Ilefir þetta
m. a. orðið til þess, að hin upp-
vaxandi kynslóð hefir ekki átt
þess kost að kynnast þessum
ágætu söguni, sem áður fyrr
voru eftirlætis skemtilestur
ungs fólks, og allra bóka best
fallnar til þess að laða ungl-
inga að lestri fornra sagna,
íslendingasagna og annarra
sögurita.
Sú útgáfa, sem nú er von,
verður í alla staði hin vandað-
asta, í stóru broti, prentuð á
ágætan pappír og prýdd mynd-
um. Mun Kristján Eldjárn
stud. mag., sem lagt hefir stund
á fornleifafræði, velja mynd-
irnar. Upplag hennar verður
hins vegar takmarkað, með því
að um svo stórt rit er að ræða
(um eða yfir 75 arkir eða 1200
bls. alls) að ekki þykir hætt-
andi á að prenta það í því upp-
lagi, sem nú gerist um bækur.
Hefir því verið ákveðið að gefa
mönnum kost á að tryggja sjer
bókina með því að panta hana
fyrirfram, og mun Haraldur
Pjetursson, safnahússvörður,
taka við slíkum pöntunum
fyrst um sinn, í anddyri Safna-
hússins.
Tryggið yður þessa bók, öl! þrjú bindin, má því
ú panta þau í tíma. áður en bókin kemur út
: ■ 'JL . * ‘~y ;: ' • ." h . ■ \
: SlÍáil
Æ V 1 N T Y R i
Góða dátans Svejks í heimsstyrjöidinni
Góði dátinn Svejk.
eftir Jaroslav Hasek. '
Seinna bindi
er komið út- Fyrra bindið seldist upp á sVip-
stundu. Allir, sem eiga það, þurfa líka að eiga
seinna bindið. Margar skopmyndir eru í bók-
inni, eftir heimsfrægan teiknara. Að áliti
flestra, dómbæra manna, er bókin um góða dát-
ann Svejk snjallasta skáldverk, sem nokkru
sinni hefir verið ritað um styrjaldir.
Er hún nú öll komin út á íslensku, þýdd af
Karli ísfeld-
Lokað
vegna jarðarfarar.
allan daginn í dag
Raffækjaverlan
Eiríks Hjartarsonar & Co.
Raftækjaverslanir
verða lokaðar
frá kl. 1—4
í dag vegna
jarðarfarar.
Skrífstofam okkar
verður lokað frá kl.
12—4 í dag vegna
jarðarfarar Sigurðar
Magnússonar rafvirkja
Sigurður Þorsteinsson & Co.
*XmXmX*
I
t
V
x
*
i
V
v
?
I
X
t
I
I
*
?
V
X
i*
?
?
?
?
?
?
?
?
f
Tilkynning frá húsaleigunefnd
Samkvæmt heimild í 5. gr. laga um húsa-
leigu, nr- 39, frá 7. apríl 1943. mun húsaleigu-
nefnd taka til umráða lausar íbúðir og ráð-
stafa þeim til handa húsnæðislausu innan-
hjeraðsfólki, hafi eigendur ekki sjálfir ráð-
stafað þeim til íbúðar fyrir 1. nóv. n. k.
Jafnframt vill húsaleigunefnd beina. því til
þeirra, sem kynnu að vita um lausar íbúðir í
bænum, að þeir skýri nefndinni frá því í
viðtalstíma hennar, á mánudögum og mið-
vikudögum kl. 5—7 eða skriflega-
25. okóber 1943.
Húsaleigunefnin í Reykjavík.
VW VVVVVW VV'*“VV V V V v *,♦♦,♦•,••,••,<
AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI