Morgunblaðið - 26.10.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1943, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. okt. 1943. fSM ORGUNBLAÐIÐ 11 íftlg SbivícKi mm , „Lofarðu J>víf“ sagði Kit- aro og ljet sem liann heyrði ekki spaugsyrði hins“. ,,-Jeg lofa því“, sagði Yoshio rolega. „En hví skyldir þú ‘ deyjaf Þú ert ungur og hraust ur‘ ‘. Kitaro gekk áfram. „Þú ert luiinn að gefa loforð þitt“, sagði hann, og hann andaði djúpt að sjer rökum mosailm, sem lagði frá árfarveginum. Þeir komu að kvöldi til húsa afa og ömmu Kitaros, og þeg- ar hinar sólbrendu gömlu manneskjur krupu niður til að bjóða þá velkomna og þeir átu í hreinlegri stofu bóndabæjar- ins, fannst Yoshio hann vera kominn langt aftur í tímann, löngu fyrir fæðingu hans. Ilann varð mjög sólbrend- ur af haustsólinni og hann var allur í skinnflagning, er hann kom aftur til Tokyo. Hann af- henti ritgerð sína, sem eins og oft skeði, varð aldrei prentuð. Hann gleymdi brátt hinu ein- kennilega samtali við bróður sinn og minntist þess ekki fyrr en eftir dauða Kitaros. Það var dimmur snævi þak- inn febrúarmorgun. Yoshio ók grútsyfjaður á skrifstofuna til að ráðgast um viðfangsefni dagsins við blaðaljósmyndara. Það var of snemt til að fara í sporvagni, svo að hann hringdi í leigubifreið. Klukkan var fimm að morgni, og það Arar von á ensku skipi til Yohohama kl. 6. Yoshio og ljósmyndarinn . ætluðu að aka þangað og fara urn borð. Skrifstofubáknið A'ar . tómlegt og hljótt. Ljósmynd- arinn kom ekki. Það A'oru að eins tveir næturfrjettaritarar þarna, sem sátu umkringdir tómum bjórflöskum og spiluðu á' spil. Morgumitgáfan var fulb prentuð og það var ekki kom- inn tími til að byrja á miðdeg- isútgáfunni. Skyndilega rauf liA-ell símhringing næturkyrð- ina. Einn spilamannanna bar tólið upp að eyranu, hjelt því þar drykklanga stund. Aula- svipur kom á andlit lians og' hann gapti af undrun. Hinir kölluðu óþolinmóðir til hans; þá langaði til að ljiika spilinu. „Ilvað er að?“ spurði Yoshio, þegar maðurinn hjelt áfram að kreppa höndina utan um heyrnartólið, eins og lnin væri frosin föst við*það. Hann opn- aði munninn, hristi höfuðið, kom ekki upp nokkru orði. Á því augnabliki kom aðal- næturfrjettastjórinn lit úr skrifstofu sinni. Hann stóð grafkyrr eins og myndastytta í dyrunum. Ilann var náfölur í andliti. „Byltingii* sagði hann lágt. „Forsætisráðherr- ann hefir verið myrtur — þeir hafa allir verið myrtir —“. Ritvjelaskröltið hætti. Spihr mennirnir voru mállausir af undrun og sátu eins og stein- gervingar. Fr j ettaritst j órinn leit á þá á víxl. Skyndilega fengu þeir málið allir í einu. Tveir þeirra þrifu hattana sína og þuStu út. Yoshio var með undarlegan titring í hnjálið- unum. „Á jeg samt að 1‘ara niður að skipi?“ spurði liann 'aulalega. Ritstjórinn svaraði honum ekki. Herbergið fyltist brátt af mönnum — blaða- mennirnir voru að koma til vinnunnar, sendisveinn kom með prófarkir. Þeir töluðu all- ir hver í ka]>i) við annan og spurðu spurninga. „Okkur hef- ir verið fyrirskipað að bíða eftir skýrslu frá hinni opin- beru frjettastofu“, sagði rit- stjórinn. ÞrátFfyrir æsinginn hvíldi undarLeg ró og stilling yfir þeim, því að þeir voru Japanar. Starfsmenn dagblaðs ins voru nú í hverjum síma, allir töluðu þeir lágt og rólega. Yoshio sendi dreng eftir skýrsl um yfir fyrri pólitísk morð. „Þetta er sautjándi ráðherr- ann, sem hernaðarsinnarnir slátra. Þeir eru gegjaðir“, sagði gamall l)laðamaður, sem hafði með höndum ritstjórn kvennasíðunnar. Yoshio grúsk- aði í gömlu skýrslunum, sem voru lítið eitt farnar að gulna og höfðu verið límdar á græn spjöld til varnar gegn tönn tímans. Síðan tók hann papp- írsörk, setti í ritvjelina og fór að skrifa. Brátt glumdi í öll- um útvarpstækjum byggingar- innar, þar var gefin út sú til- kynning, að Shiro Nonaka liöfuðsmaður og vinir hans hefðu' stigið spor til að bjarga föðurlandinu, með því að drepa alla þá, sem hindruðu framgang Showa endurreisn- arinnar og niðurlægðu keisar- ann. Mönnum var ráðlagt að vera st-iltir og rólegir og þeim var lieitið betri framtíð. Aðal- línur ritsíma og talsíma voru slitnar. Byggingin var upp- Ijómuð af rafljósum, því að dimt var í veðri, og fram und- ir miðjan dag geysaði snjóbyl- ur um stræti borgarinnar. Yoshio las yfir greinina sína, reif hana í sundur og stakk tætlunum í buxnavasann án ]>ess aö hugsa sig um. Hann hringdi til konu sinnar og skýrði henni frá því, að hann ætlaði' í heinfsókn til foreldr- anna. Eftir langa mæðu tókst honum að fá leigubifreið og’ ók eftir. næsturn mannlausum strætunnin. Gráar snjóflyksur fjellu þjttt gegnum kalt loft- ið. Hjer og þar stóðu vopnað- ir verðir, hermenn gengu í fylkingu, byssur stóðu í röð í snjónum. Dökkir og þöglir hóp ar horfðu á uppreisnarmenn- ina með augnaráði, sem ekk- ert gaf til kynna um hugsanir nje hugarfar þeirra. Jafnvel bændur í stuttum, fóðruðum úlpum höfðu komið ixr nær- liggjandi sveitum til að sjá byltinguna. Stúdentar úr hin- um frelsissinnaða Vaseda há-' skóla með húfuna, sem Yoshio hafði einu sinni haft, stóðu einnig þöglir og hnípnir á götu horntmi og stöppuðu niður fótunum til að halda á sjer hita. Gufustrókur stóð fram úr hverjum hermanni, sem þramin aði fram hjá. Það var eins og sujórinn kæfði niður öll hljóð. Yoshio sá strax á hinni ýktu og formföstu kurteisi foreldranna og óeðlilegu broái þeirra, hve órótt þeim var innanbrjósts. Hideho hafði einnig komið. Yoshio strauk Utan við sig stutt, mjúkt, olíu- borið hár hennar, og hún hjúfraði sig fast upp að hönd hans, eins og hrætt, lítið dýr. Hún gat ekkert sagt. Þau vissu öll, að Kitaró var einn uppreisnarmahnanna,' en ekk- ert orð fjell 1 þá átt. Toson Murata, hinn háborni faðir, sagði að vísu gremjulega: „Ileimskir ketlingar, halda að þeir hafi vit á stjórnmálum •— fara með alt í hundana“. Baaya gamla bar matinn á borð ið. og Yoshio tók eftir, að hún hafði grátið. llvarmar hinnar gömlu fóstru voru i'auðir og þrútnir — hrygðarsjón í brvuiu, hrukkóttu og skorpnu andlitinu. Fyrir náttmál komu liersveit ir inn í borgina íjþví skyni að vernda hana fyrir sveitum uppreisnarmannanna. Yoshio hlýddi af hálfum huga eðlis- hvöt blaðamannsins og fór til Central járnbrautarstöðvarinn ar til að horfa á og fylgjast með komu þeirra og aðgerðum. ITann fann venju fremur mik- ið til þess þennan dag, að hann A'æri ekki blaðamaður nema fyrir náð og miskunn tengdaföður síns, að hann væri í rauninni aðeins sníkju- dýr á honum, alt starfsfólkið vissi það eins vel og hann, að hann væri enginn blaðamað- ur. Ilann skorti frumleik til að vera rithöfundur, en var of langorður og ítarlegur til að vera blaðamaður. Hann liafði ekki fengið neinar fyrirskip- anir um, hvað hann átti að gera, en þarna stóð hann í snjónum fyrir utan járnbraut- arstöðina, þar sem götuljósin loguðu dauft gegnum þjett snjójelið, og horfði á hersveit- irnar, sem komu og fóru. Hann vonaðist til að fá „stórfrjett" um það leyti sem þeir kæmust inn í miðju borgarinnar, ef liann gæti íylgst með þ,eim þangað. Það gæti að vísu orð- ið hættulegt, ef þeir mættu einni hersveit uppreisnarmann anna, en það var ekki hættan, sem Yoshio óttaðist, heldur tómleikinn og tilbreýtingar- leysið, sem auðkendi ævi hans. avmilcsboR Kvennagullið Æfintýri eftir Jörgen Moe. 8. mjöður og öl hefir aldrei verið á konungsborði“, sagði hann. „Og mjöðurinn er sætari en bæði hunang og síróp“. Þegar konungsdóttir heyrði þetta, vildi hún undir eins eignast þenna merkilega krana, og hún hafði víst heldur ekki mikið á móti því, að fá að sjá eiganda hans. Þess- vegna fór hún aftur til föður síns og bað hann um að senda út í hólmann eftir þeim, sem átt hefði skærin og dúkinn, því hann ætti enn einn hlut, sem vert væri að eiga, sagði hún. Og þegar kóngurinn frjetti hverskonar gripur þetta væri, sem piltur hefði í fórum sínum, þá skuluð þið vita, að hann var ekki lengi að senda eftir honum. Þegar svo piltur kom til hallarinnar, spurði kongsdótt- ir hvort það væri satt, að hann ætti krana, sem væri mikið metfje. Jú, hann var með kranann í vestisvasa sínum, en þegar konungsdóttir vildi endilega kaupa hann, sendi hann eins og í fyrri skiftin, að hann seldi hann ekki fyrir nokkra peninga, og ekki einu sinni þótt honum væri boðið hálft ríkið fyrir hann. „En það er nú sama“, sagði pilturinn. „Ef jeg fæ að sitja á rúmstokknum hjá þjer í nótt, konungsdóttir, þá skalt þú fá kranann minn. Jeg skal ekki gera þjer neitt, en ef þú ert hrædd, þá geturðu gjarna haft átta menn á verði í herberginu“. „Æ, nei, það þarf enga varðmenn“, sagði konungs- dóttir, „svo vel þekki jeg þig,“ og um nóttina sat piltur, á rúmstokknum hjá konungsdóttur, og var svo fallegur, að henni kom ekki dúr á auga alla nóttina, hún horfði alltaf á hann. «. Þegar varðmennirnir komu um morguninn, og ætluðu að fara með pilt út í hólmann aftur, bað konungsdóttir þá bíða örlítið við, og svo hljóp hún inn til föður síns og bað hann ósköp vel um að lofa sjer að giftast pilt- inum, því henni þætti svo vænt um hann, að hún gæti ekki án hans lifað. „Æ, góða mín, giftstu honum bara, fyrst þú endilega vilt það“, sagði konungur. „Sá, sem á aðra eins hluti og hann, er jafnríkur og við!“ Svo fjekk piltur kpnungsdóttur og hálft ríkið, hinn helmingurinn kom í hans hlut, er konungur dæi, og svo ljek allt í lyndi, en bræður sína, sem höfðu verið svo vondir við hann, ljet hann setja í hólmann. — „Þarna geta þeir verið, þangað til þeir eru farnir að sjá, hvorum vegnar betur, þeim, sem hafa alla vasa fulla af peningum, eða hinum, sem hefir nóga kvenhylli“. Og ekki þýddi mikið fyrir þá að hringla í peningunum þar úti í hólm&n- um, býst jeg við. Og ef bróðir þeirra hefir ekki leyst þá úr prísundinni á hólmanum hjá öllum ruslaralýðnum. þá eru þeir þar enn í dag og jeta graut og drekka mysu. ENDIR. jurux. „Babbi, sagði Elsa litla, fimni ára gömul. „Ileldurðu að mamma sje vel að sjer í barnauppeldi ?“ „Hvers vegna spyrðu að því V ‘ spúrði pabbinn. „Nú“, sagði Elsa litla, „hún lætur mig altaf fara í rúmið, þegar jeg er glaðvakandi, og á fætur þegar jeg er steinsof- andi‘ ‘. ★ Faðirinn: „Lofaðir ]>ú mjer ekki að vera góður drengur?“ Sonurinn: „Jú, pabbi“. Faðirinn: „Og lofaði jeg þjer ekki refsingu, ef þú ekki yrðir það ?“ Sonurinn: „Jú, paþbi. En þar sem jeg hefi nfi þrotið mitt loforð, þarft þú ekki að halda þitt“. Jón, sex ára gamall, var í boði og varð alveg ruglaður, þegar hánn sá alla fjölskyldu- meðlimina lineigja höfuð sitt í bæn. „Ilvað eruð þið að gera ?‘ ‘ spurði hann. „Þakka fyrir vort daglega brauð“, var honum sagt. „Ger- ir þú það aldrei heima, Jón minn V ‘ „Nei“, svaraði Jón. „Ileima borgum A'ið fyrir brauðið“.’ ★ Villi: „Mamma, fara þeir, sem ski-ökva, til himnaríkis?“ Mamman: „Nei, auðvitað ekki, Villi minn“. Villi: „Jæja. Mikið skolli lield jeg sje einmanalegt þar uppi, bara guð og Georg Was- hington". Sendimaður kom eitt sinn til Sparta frá Perinthian og hjelt langa ræðu. „Hvaðá svar á jeg að fara með til Perinthian?“ spurði hann. „Segið“, sagði konungurinn, ,,að þjer hafið talað mikið og að jeg hafi ekki sagt orð“. ★ Foreldrarnir voru að sýna gestinum litla drenginn sinn. „Hann kann líklega staf- rófið ?‘‘ sagði gesturinn. „Já, já“. „Hvað er fyrsti stafurinn í stafrófinu, Bobby?“ spurði gesturinn. „A“, sagði Bobby. „Alveg rjet.t. Og hvaða staf- ur kemur á eftir A?“ „Allir hinir“, sagði Bobby.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.