Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nýkomin í Branns verzlun, Aðastræti 9. pheyrt o/belðisverk. í fyrrakvöld skeði það fáheyrða atvik, að eigendur skúrs eins, uppi í Skólavörðuholti, ætluðu að bylta honum um koll, til þess að konur tvær er hann bygðu neydd- ust til að hverfa á brott úr hon- um. Einnig tóku þeir gluggana úr skjirnum. Konurnar báru sig upp við fógeta, en hann stöðvaði at- hafnir skúreigenda. Hvernig sem í þessu máli ligg- ur, og frá hvaða sjónarmiði sem á það er litið, hljóta allir að vera sammála um það, að þetta er of- beldisverk. Hafi eigendur skúrsins haft einhverja sök á hendur kon- unum, þá var rétta Jeiðin og sú eina er þeir áttu að fara, að leita til fógeta eða húsaleigunefndar, og fá úrskurð fyrir útburði þeirra. Mál þetta er undir rannsókn, og kemur þá sennilega í ijós hið rétta í þvi. I. Kanpmannahajnatbréj. 22. maí. Ókyrðin við höfnina. Heldur hefir verið róstusamt við höfnina hér, það sem af er árinu. Og nú hafa verkamenn ekki verið þar að vinnu síðan 31. marz, að alls- herjarverkfallið skall á. Og er þetta er skrifað, eru ekki miklar líkur tíl þess, að til samkomulags dragi milli verkamanna og atvinnu rekenda!). Þá gera kyndarar verkfall, og hefir það sfaðið jafnlengi verk- fallinu við höfnina. Eiginlega byrj- uðu kyndararnir verkfallið, en 1) Eins og sjá má af skeyti, sem koinið hafa hér í blaðinu, er nú verkföllum þessum lokið, og hafa samningar hafist. hinir fýlgdu eítir með samúðar- verkfalli. Nú hefir Þjóðhjálpin tekið að sér að útvega nauðsynlegan raann- afla á skipin, svo þau geti haldið áfram ferðum, en hálfpartinn brosa menn þó að þessari hjálp. Annars hefi eg sagt nánar frá þeim fé- lagsskap í annari grein hér í blaðinu. Verkfallið við höfnina og Kauþ • mannahafnarbœr. Danir eru svo bundnir kolunum, eins og íslend- ingar eru enn þá, að til stórvand- ræða horfir, verði ekki hægt að Iosa kolaskipin, sem bærinn á kol í hér á höfninni. Sú deild bæjar- stjórnarinnar, sem þetta heyrir undir, hefir ekki viljað nota hjálp þessa áður nefnda félags, vegna þess, að þar er ekki að fá aðra en verkfallsbrjóta. Því hefir Sam- band danskra verkamanna (Arbej- derne's Fæilesorganisation) skorað á verkamenn, að hefja þegar vinnu hjá bænum að þessu leyti, að öðrum kosti ræður Sambandið til þess, að fengnir verði sjálfboða- liðar meðal verkamanna, sem þó eru innan félagsskaparins, til þess að inna þetta verk af hendi. Ábyrgðist Verkamannasambandið afleiðingar þessar gagnvart hafnar- verkamönnum. Takist þetta ekki, verður annaðhvort að nota Þjóð hjálpina, eða bæjarbúar verða að sitja í myrkri og matarlausir. En vonandi kemur þó eltki til þess1). Rakaraverkfall. Allir rakara- sveinar hafa lagt niður vinnu, að deginum í dag meðtöldum. Höfðu þeir farið þess á leit, að fá 10 kr. kauphækkun á viku (nú er kaupið 70 kr. vikulega) og sér- staka greiðslu fyrir aukavinnu. Þessu neituðu þeir háu herrar, rakararnir, að ganga að, og því hafa sveinarnir lagt niður vinn- una. Hafa þeir nú á eigin spítur opnað rakarastofur í öllum sam- komuhúsum verkamanna hér í borginni. Auk þessa auglýsa þeir, að þeir taki að sér að koma heim til manna, tii þess að raka þá og klippa. „Meistararnir" þykjast allir geta komist af með kvenfólk sér til hjálpar, hversu lengi, sem það verður. Þessar nýju rakarastofur eru miklu ódýrari en „meistaranna". 1) Þetta tókst. Sbr. skeytum hér í blaðinu. Klipping kostar 1 kr., og rakstur 25 aura. Sveinarnir ætla, seinna meir, að reyna að koma þvf svo fyrir, að ekki verði eins langt milli rakarastofanna og nú er, svo hægra sé að komast inn, fyrir þá er vilja. — Hafa sveinarnir gengið skrúðgöngur um þann hluta borg- arinnar, sem stofur þeirra eru í, og hafa lúðrasveit í fararbroddi. Þeir eru klæddir einkennisbúningi sínum, hinum hvíta kirtli. Ekki verður með neinni vissu sagt, hversu þessu iýkur milli verkamanna og atvinnurekenda. Þ. K. lítlenðar jréttir. Eldingu slær niðnr í iíaupm.- hafnarborg. Á þriðja í hvítasunnu gerði hið mesta þrumuveður í Khöfn. Sló eldingu niður f húseign eina í Fredericiagötu og kviknaði f þakinu á bakhúsi við eignina. Eldinn tókst þó að stöðva, áður en hann breiddist mjög út. Um sama leyti í fyrra sló nið- ur eldingu á öðrum stað í Khöfn, og kviknaði þá í heilu stórhýsi. Það er mjög óvanalegt, að eld- ingu slái niður í sjálfri borginni, því eldingavararnir á stóru verk- smiðjunum kringum borgina draga þær til sín. Stórskáldið ffiaxini Oorki. Rússneska blaðið „Isvestija" segir frá því, að Maxim Gorki gerist æ athafnameiri við að styðja og útbreiða kenningu bolsi- víka. Hann heldur nú ræður og fyrirlestra á samkomum um þvert og endilangt Rússland. Söfnnnaræði. Éitt frímerki selt á 116 þús. franka. Nýlega var haldið uppboð á gömlum frímerkjum í Hotel Drouot f París, og var eitt frímerki þar meðal annars selt á 116 þús. franka. Frfmerkið var frá St. Mauritius árið 1847. Þó var klipt lítið eitt af einni rönd þess, og mundi það heilt hafa selst á 20o þús. franka. Annað samskonar frímerki var selt á 51 þús. franka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.