Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ &iŒynning. Það tilkynnist hér með að verkamannafélagið HHlíf“ í Hafnarfirði hefir samþykt að fylgja kauptaxta þeim, er verkamannafélagið „Dags- brún“ í Reykjavík og Féiag atvinnurekenda þar hafa gert og gera hér eftir um kaup verkamanna, er vinna tímavinnu. Þetta gengur í gildi 14. júní næstk. Hafnarfirði, 10. júaí 1920. Símon Ærisfjáms., éSuðjén tBunnarss., form. ritari. Sames ginlega skemtiför fara barnástúkurnar í Reykjavík á morgnn suður í Kópavogshvamma. Allir, sem ætla að verða með í förinni, mæti í síðasta lagi kl. hálf tíu við Templarahúsið, og hafi með sér smáflögg, ef þeir geta. Kaffi og gosdrykkir selt á skemtistaðnum. Fulltrúarádsfundur verður haldinn í kvöld kl. 8 á vanalegum stað. Áríðandi mál á dagskrá. Nýkomið: Grammofónplötur stórt úrval af sérstökum plötum. Verðlisti gefins. Hljóðfærahús Reyjavíkur. Xoli konongnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Þjónar Kola konungs. (Frh.). X. Mac Kellar var farinn að ganga fram og aftur um gólfið. Hann bar kvíðboga íyrir Halli og þótti slæmt, að þeim gat ekki tekist að sannfæra hann um í hve mikilli hættu hann var staddur. Hann gaf Edström bendingu, og fóru þeir svo að bera ráð sín saman. Á meðan héldu þeir Hallur og frétta- ritarinn áfram samræðunum um miljónagestina, og tók Hallur alt í einu að beina athyglinni að epla- blóminu „Eg get kann ske getið upp á því hver hún er“, sagði hann. „Hvernig er hárið litt?“ „Dökkjarpt, en silkimjúkt og yndislegt. Augun dökkbrún og kinnarnar eins og fegarstu rósir“. „Voru tennurnar eins og perlu- raðir, sem tindruðu, þegar hún brosti til yðar?" „Til allrar ógæfu brosti hún ekki til mín“. „En dökku augun störðu gal- opin og full undrunar á yður?“ „Já — en þau störðu nú reyd- ar inn í lyfjabúðargluggann". „Hafði hún á höfðinu hvftan hatt úr linu strái með grænt og hvítt blónasturband um hann og Ijósgræna slæðu?" „Svei mér he'd eg, að þér hafið séð hana", hrópaði fréttaritarion. „Ef til vill“, sagði Hallur. „Eða kannske lýsi eg að eins titilblað- inu á einu tímaritinu okkar?" Hann hló. „En í alvöru talað, eg þekki þessa ungu stúlku. Ef þér skrifið, að ungfrú Jessie Arthur sé meðal gesta Harrigans, þá verður það varla langt frá réttu lagi“. „Já en það má hreint ekki vera vitlaust Þér eigið við dóttur Ro- bert Arthurs?" „Erfingja bankafyrirtækja Att- hurs og sonar", sagði Hallur brosandi. „Það verður ekki vit laust — eg þekki hana af hend- ingu". „Hvernig stendur á þvf?“ „Eg var í nýlenduverzíun Pét- ursson & Co. í Western Ctty. Þangað kom hún stundum". „Aha| Þér voruð vanir að selja henni sælgæti?" „Úttroðnar döðlur". „Og hjartað í yður barðist svo, að þér gátuð varla gefið henni rétt aftur af peningunum?" „Já, hún fékk alt af of mikiðl* „Og þér ígrunduðuð, hvort hún væri eins góð, og hún var falleg? Einn daginn voruð þér í sjöunda himni, og næsta dag voruð þér súr á svipinn og önugur — unz þér að lokum gáfust upp vegna örvæntingar og hlupust á brott, til þess að þræla í kolanámul" Þeir hlógu báðir. Rétt á eftir mælti Keating: „Eg ætti eiginlega að nota mér þessa sögu! Eg þyrfti að fá umsögn þessa fólks um slysið. Hugsið yður, hvílíkt efni það er“. Reiðhjól lítið notuð fást í Bankastræti 12. jKajjistell - jUjilknrkönnnr nýkomið. H. P. Duus. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg, i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.