Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIfi Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stefnan ákveðin Á ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI FULLVELDISINS, 1. desember síðastliðinn, var alþjóð birt svohljóðandi til- kynning frá þrem stærstu þingflokkunum: „Þingflokkar Framsóknarflokks, Sameiningarflokks alþýðu—Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokks, eru sammála um, að stofna lýðveldi á íslandi, eigi síðar en 17. júní 1944 og hafa ákveðið að bera fram á Aiþingi stjórn- arskrárfrumvarp milliþinganefndarinnar í byrjun næsta þings, enda verði Alþingi kallað til reglulegs fundar eigi síðar en 10. januar 1944 til þess að afgreiða málið.“ Það eru 45 alþingismenn, af 52, sem standa að þessari tilkynningu. Alþýðuflokkurinn stendur einn utan við, og er það vegna þess, að aukaþing flokksins, sem nýlega var háð, gerði ályktun um aðra leið í sjálfstæðismálinu. En vitað er um nokkra af þingmönnum Alþýðuflokksins, sem eru því eindregið fylgjandi, að farin verði sú leið, sem ákveðin er í yfirlýsingu hinna þriggja stærstu þingflokka. Einnig lýsti flokksþing Alþýðuflokksins yfir því, að flokkurinn myndi ekki skerast úr leik, þótt farin yrði önnur leið en sú, sem flokkurinn vildi að farin yrði. Má því ganga út frá því, að þegar lýðveldismálið verð- ur endanlega afgreitt eftir áramótin, muni Alþingi standa einhuga að lausn málsins. ★ Þjóðin mun án efa fagna því, að Alþingi hefir nú tekið ákvörðun um meðferð lýðveldismálsins. Um þetta verð- ur öll þjóðin nú að sameinast. Deila sú, sem staðið hefir að undanförnu um leiðina að lokatakmarkinu, hefir verið um form, en ekki efnishhð málsins. Allir hafa verið sammála um takmarkið, sem stefnt er að. Ágreiningur hefir aðeins verið um leiðina að markinu. En þar sem Alþingi hefir nú markað stefnuna, ákveðið leiðina, verður að vænta þess, að þar með verði allur á- greningur þurkaður út. Úr þessu verður þjóðin að standa sem einn maður. ★ Það þSrf ekki að lýsa því, hverjar afleiðingar það gæti haft fyrir framtíð okkar lands, ef þjóðin stæði sundruð, þegar hún væri að endurreisa sitt forjia lýðveldi. Ríkis- stjóri vjek að þessu í ávarpi sínu til þjóðarinnar 1. des. — Hann sagði m. a.: ,,En við verðum bráðlega að ganga frá málinu formlega og taka ákvörðun um framtíðarstjórnskipun landsins. — í sambandi við þetta hefir komið upp ágreiningur, bæði um aðferð og skipulag. Þessi ágreiningur er sjerstaklega óheppilegur, vegna þess að þjóðin er sennilega öll á einu máli um að standa framvegis alveg á eigin fótum — og um rjett okkar til þess. Það virðist nauðsyn, ekki síst vegna viðhorfsins út á við, að ekki verði ástæða tíl neins vafa um einingu íslendinga í þessu máli.“ í þessum orðum ríkisstjóra felst hvorttveggja í senn: Ákvörðun og áskorun til íslensku þjóðarinnar. Ætti sú ógæfa að henda þjóðina, að hún hjeldi áfram að deila um fortnsatriði og kæmi svo sundruð á 'úrslitastundinni, myndu aðrar þjóðir skoða þetta sem sönnun þess, að ekki ríkti einhugur um lýðveldisstofnunina. Hverjar afleið- ingar það gæti haft, getur enginn sagt fyrir um í dag. ★ Meginhluti þjóðarinnar er áreiðanlega fylgjandi þeirri leið, sem Alþingi hefir ákveðið að fara. Hinir, sem kusu heldur aðra leið, mega nú ekki skerast úr leik. Þeir verða að minnast þess, að þjóðin á sjálf að segja síðasta on5ið og það má ekki verða nema á einn veg. Serrl einn maður verður þjóðin að lýsa yfir vilja sínum í sjálfstæðismálinu. Vonandi ber nú þjóðina gæfu til að standa saman. Eða hver er sá íslendingur, sem þorir að taka á sig ábyrgð þess, að tvístra þjóðinni, eins og málum nú er komið? Föstudagur 3. desember 1943. ikueru ð, hripar: lyjr ílaau cigtega ujinn (ífu •> ÞEIM FER nú að fa-kka hjer á jarðríki verslunar- Góðar greinar og ljós- myndir frá Islandi. SÍÐARI HLUTA síðastl. sum- ars komu hingað til lands tveir breskir blaðamenn, B. L. Jacot og Jarché. Sá fyrrnefndi er rit- nöfuhdur en hinn er ijósmynd- ari. Þeir skrifuðu greinar og tóku myndir fyrir bresk og emerísk blöð og nú nýlega er farið að berast hingað það, som þeir hafa skrifað. Með síðustu póstferð barst hingað breska vikublaðið „Ulustrated“. Á forsíðu þess blaðs er mynd af íslenskri blóma rós á íslenskum búningi og am- erískum hermanni. - Myndin er litmynd. Fyrsta greinin í þessu hefti blaðsins er helguð íslandi og birtist þar grein og mikið stjórum Örum & Wulffs eða j myndasafn. Þar er mynd af j.faetorunum' ‘ eins og þeir j myndastyttu Leifs heppna og vorutkallaðir. Einn þeirra erjsama íslenska blómarósin, sem sjötugur í dag og líklega er j myndin er af á forsíðunni stend- það sá eini, sem á lífi er af ]ur á fótstallinum. Þá eru myndir þeim er unnu meiri part æfi af lögregluþjónum, breskum, norskum; íslenskum og amerísk- um, auk margra mynda af her- mönnum. Fyrir utan þessa grein í Illu- stiated hefi jeg frjett af grein- um og myndum, eftir þá fjelaga í öðrum blöðum. Meðal annars sinnar hjá þessum verslunum hjer. Mjer virðast þessir fram; kvæmdastjórar fylgja öðrurn reglum að ýmsu leyti, en kaup menn nú á dögum, enda er nú ca. aldarfjórðungur síðan, verslanirnar hættu störfum,! bafa birst myndir í ameríska hjer á landi, en þær eiga hjer J vikuritinu „Life“, af Sveini langa sögu. „Factorinn“ var nokkurskonar faðir og forsjá sveitarinnar. Ilaim varð að um að allir viðskiftamennirn- ir hefðu alt, sem þeir nauð- synlega þurftu, að kvikfjenað- urinn dræpist ekki fyrir bjarg arskort og að viðskiftamaður- inn gæti losnað við alt, sem, hann gat framleitt, fyrir sæmi: upplýsingum um landið, sem legt verð. Svo varð versiunar- birtast á prenti. En það, sem ís- Björnssyni ríkisstjóra og heimili hans á Bessastöðum. Því fá íslenskir blaða- menn ekki sömu tæki- færi? ÞAÐ er gott og blessað, að góðar og sannorðar greinar um ísland birtist í erlfendum blöð- um. Það er nóg samt af villandi arstjórinn að ráða ráöum manna að ýmsu leyti og rje'tta, lenskir blaðamenn og lesendur íslenskra blaða furða sig á, er að höndum. Þessi Örum & Wulffsversl- hjálpárhönd ef vandræði báru!að þegar utlendinEar koma hinE- að til lands virðast þeir geta fengið að gang að upplýsingum, ., . . , sem íslenskir blaðamenn fá ekki. unaistjoi i, sem jeg gat um Menrij sem koma hingað og dvelja í upphafi þessa máls, er Björn; hjer í nokkra daga fá að vita Stefánsson, hann hefir nú dval meira um hvað er að ske hjer á ið h.jer í bæftum síðan hús-! lándi og hvað hefir skeð heldur bgendur hans seldu verslanir en blaðamenn sem eiga hjer síftar 1918. Fyrripart þessa,'heima- Míer er kunnugt um, að aldarfjórðungs gengdi hann|þetta stafar, ekki af tómleika ,• , • | íslenskra blaðamanna fyrir því, ymsurn storium við verslanir, j en síðari ár notið styrktar barna sinna því heilsa er far- in að bila. Björn er fæddur 3. desem- ber 1873, en fluttist ungur í Vopnafjörð og 18 ára gamall að fá að kynnast málunum, held- ur hinu, að þeim eru ekki veitt sömu tækifæri og t. d. erlendum blaðamönnum, sem hingað koma í stuttar kynnisferðir. Það er t. d. ekki langt síðan að jeg sagði lesendum Morgun- varð hann búðarmaður þar og blaðsins frá hinu giæsilega gisti vaftn hjá tjeðum húsbændum á Vopnafirði, svo í Kaup- mannahöfn nokkur ár og síð- an sem verslunarstjóri fyrst á H.júpavogi og svo á Vopna- húsi „Hotel de Gink“. Það var breskur þingmaður, sem skrifað hafði um það grein í breskt blað. Nú sje jeg í blaðinu „Illu- strated", sem jeg gat um áðan, að einhvernstaðar við herbúðir, firði uns verslunin hætti ogj’sem nefndar eru „Móttöku-her seldi 1918, eins og áður er! búðir", þar sem erlendir sjómenn sagt. B.jörn er kvæntur Mar- grjeti Jónsdóttur frá Hjarðar-, holti, systir Jóns sál. Jónss- sonar læknis, hafa þau eignast 5 efnileg börn. Björn hefir ætíð verið mesti fjör- og áhuga maður og meðal annars mjög látið stjórnmál til sín taka, einlægur og gallharður sjálf- stæðismaður og vill hag og heiður flokksins í hvívetna, marga vini á hann bæði hjer í bæ og víða um land og munu. þeir hugsa hlýlega til afmæl- isbarnsins á þessum tímamót- um og óska honum því langra, og tgóðra lífdaga. Vinur. dvelja er þeir koma hingað, er skilti, sem á er ietrað á 17 tungu málum: „Velkominn". Hvað ætli hefði verið gert við íslenskan blaðamann, ef honum hefði dott ið í hug, að taka mynd af þessu skilti og birta í íslensku blaði-.' Það var um tíma byrjað á því að sýna íslenskum blaðamönn- um ýmislegt, sem er að gerast hjer á landi í sambandi við her- verndina og, sem hægt var að segja frá, án þess að skýrt væri frá hernaðaleyndarmálum. — Mörgum þótti gaman að lesa frá sagnir af slíku, eins og aðrar frjettir af því, sem er að gerast í kringum okkur. En síðan hefir þessu verið hætt að mestu. Hefir líklega ekki þótt ómaksins v-rl? Fólki mismunað í mjólkurbúðum. FJÖLDA MARGIR kvarta undan því, að það sje ekki sama hver það er, sem kemur í mjólk- urbúðir til að fá keypt það, sem þar er til sölu. Undanfarið hefir verið til eitthvað lítilsháttar af skyri og rjóma og hafa konur orðið að fara á fætur fyrir allar aldir og stilla sjer upp í biðrað- ir til að ná í sína ögnina af hvoru, af þessum afurðum, sem lítið, sem ekkert hefir verið til af í haust og í vetur. En nú þykj ast ýmsir hafa þá sögu að segja, að þegar líða fer á daginn og 'flestum er sagt, að skyr og rjómi sje uppselt, þá geti ein- staka menn samt fengið hvort- tveggja, ef þeir þekkja til af- greiðslufólksins. Eina konu þekki jeg, sem kom í mjólkurbúð undir hádegi og sá að verið var að afgreiða mann með skyr og rjóma. Konan taldi. sig heppna, að hafa komið í búð- ina á meðan þessar vörur vovu á boðstólum og bað um það, sem hún þurfti að nota. En svarið var að hvorki væri til skyr nje rjómi handa henni. Ef að það á svo til að ganga, að fólki sje mismunað um kaúp á mjólkurafurðum, sem hörg- ull er á, er ekki annað að gera, en taka upp skömtun á þeim mjólkurvörum, sem lítið er til af. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning vil jeg taka það skýrt fram, að þessi athugasemd mín er ekki árás á bændur og heldur ekki árás á mjólkursamsölu- stjórnina. © Saltkjötið lækkar. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var tilkynt, að verð á saltkjöti hefði verið lækkað um 80 aura kílóið. Menn ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum og eyrum. Gat það verið, að enn væri verið að leika sama' skrípaleikinn og með kartöflurnar? Þflð vita all- ir, að einmitt núna síðustu dag- ana hefir verið unnað að þvi að keyra heim til manna í bænum síðustu saltkjötspantanir, s;m gerðar voru í haust. Það mun ekki hafa verið fyrr en núna. allra síðustu dagana, sem flest- ir, eða allir Reykvíkingar, sen ætluðu sjer að panta kjöt, hafa fengið það heim til sín og nót- ur með upp á hið upphaflega verð, sem ákveðið var í haust Nú er mögum spurn, Á að lækka vísitöluna vegna saltkjöts lækkunarinnar, Sennilega er ekki hægt annað. En vitanlega er (ekkert rjettlæti að gera það. Ef þessum skrípaleik heldur á- fram, þá endar með því, að al- menningur'þorir ekki að byrgja sig upp af neinum nauðsynjavör um, því altaf má búast við, að þær verði lækkaðar um það bil, sem flestir eru búnir að festa kaup á vörunni. Enn um rjúpuna. MENN HALDA ÁFRAM að skrifa mjer um rjúpuna og stjórnarleyfið til að drepa hana. Öll eru brjefin á eina leið. Mönnum sárnar, að rjúpnadráp skuli hafa verið leyft. í einu þeirra brjefa, sem jeg hefi fengið síðustu dagana, kem- ur það fram, að ríkisstjórnin spurði um álit stjórnar Náttúru- fræðifjelagsins. Stjórn fjelagsins lagði til; að rjúpan yrði friðuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.