Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 12
J’östudagfur 3. desember 1943, J2 Fuliveldiskveðjur erlendis frá RÍKISST.JÖKA ok ríkis- stjórn bárust kvcðjur á full- veldisdaginn erlendjs frá bæði frá Islendýigum búsettum ytra og frá Roosevelt forseta. Kveðja Roosevelts til Sveius Bjömssonar ríkisstjóra var á )>essa leið: „Bandaríkjabjóðin og jeg sendum yður og íslensku þjóð- iuni -kveðjur og heillaóskir á þcssum þjóðarafmælisdegi Is- lands. Leyfið mjer einnig að færa yður minar persónulegu 'óskir uni heilsu yðar og vel- ferð. -— Franklin D. Roose- veit“. Frá íslendingum í Svíþjóð. „Islendingar í Svíþjóð, sem inn 45 eru samankomnir í sendiráðinú á fullveldisdag- inn senda ríkisstjóra, ríkis- stjórn og öllum íslendinguni bjartanlegar kveðjur og heit- ustu óskir um framtíð ætt- jarðarinnar. Lifi hið frjáls Jsland' ‘. Frá íslending'um í Noregi. „Islendingar í Noregi biðja sendiráðið í Stokkhólmi, að hera fram alúðarfyllstu kveðj- ur og bestu óskir til ríkis- stjóra og ríkisstjórnar á 25' ára fullveldisdegi". Frá Islendingunl í London. . „Á 25 ára afmæli fullVeld- is Islands sendi jeg yður og allri íslensku þjóðinni mínar irmilegustu hamingjuóskir. Jeg óska af alhug, að nýja árið færi fullkomna lausn og" tndurreisn fullvcldisins, sem A'jcr mistiun 1262. Björn T’jörnssón, forseti íslendinga- fjelagsins í London“. Frá Islendingum í Edinborg. „Islendingar í Edinborg senda þegnlegar kveðjur í til- efni af 1. desember og inni- legustu óskir um framtíðina og fullkomið sjálfstæði. Sig- ursteinn Magnússon ræðis- rnaður“. Frú Gerd Grieg les upp í Iðnó í kvöld. FRÚ GERD GRIEG leikkona ætlar að lesa upp í Iðnó í kvöld með aðstoð Arna Kristjánsson- ar píanóleikara. Frúin mun lesa m. a. upp Bergljót eftir Björnson, „Fjall- ið klætt“ og kvæði eftir Werge- land. Auk þess- syngur frú Grieg nokkur norsk þjóðlög. Arni Kristjánsson leikur m. a. Ballade eftir Edvard Grieg. RÁÐIST Á CHER- BOURGH. London í gærkveldi. — Bresk- ar Boston- og Typhoonflug- vjelar rjeðust í björtu í gær á ýmsa flugvelli og aðrar stöðv- ar Þjóðverja í næsta nágrenni við borgina Cherbourgh í Norður-Frakklandi. Flugvjel- arnar komu allar aftur. Sitja fimd í Teheran Fullveldisins minst á Akureyrí Frá frjettaritara vorum á Akureyri. FULLVELDIS ÍSLANDS var Churchill. NEÐRI DEILD lauk loks í gær umræðunni um þings- ályktunartillögu Gunnars 'Thor oddsen, um rannsókn mjólkur- mála. Umræður um tillögu þessa hafa verið miklar og harðar, en mikið endurtekningar á því, sem búið var að marg- stagast á áður í deildinni. Atkvæðagreiðslu um málið var frestað í gær. Kvæði Nordahls Grieg prenluð hjer á norsku RJETT FYRIR JÓLIN er von á nýrri bók frá Helgafellsútgáf unni, eftir eitt kunnast ljóð- skáld Norðurlanda, og það, sem mesta athygli hefir vakið hin síðari ár, Norðmanninn og frelsishetjuna Nordahl Grieg. Kvæðin verða prentuð á norsku og aðeins gefin út í tvö hundr- uð tölusettum eintökum. Mun höfundurinn bregða sjer hing- að og dvelja hjer einn dag til þess að lesa prófarkirnar. — Fyrsta kvæðið í bókinni hefir skáldið tileinkað konu sinni frú Gerd Grieg, sem hjer vinn- ur nú meðal annars að undir- búningi að uppfærslu á Pjetri Gaut fyrir Tónlistarfjelagið og Leikfjela,g Reykjavíkur. Helgafellsútgáfan mun sam- hliða þessari útgáfu annast út- gáfu á ljóðunum, til sölu í Eng- landi. Mun það vera í fyrsta skifti, sem íslenskt forlag gef- ur út bók fyrir enskan markað. Ný ölgerð Á SÍÐASTA fundi heilbrigð- isnefndar var lögð fram beiðni frá ölgerðinni „Atlantik“, Hörpugötu 14, um að mega reka ölgerð í því húsi. Eigandi er Jón Finnbogason, Hörpugötu 38. Nefndin samþykti að leyfa rekstur ölgerðarinnar til bráða birgða. Roosevelt. ÞAÐ HEFIR nú verið kunn- gert opinberlega, að þeir Churchill, Roosevelt og Chiang Kai Shek hafi -að undanförnu setið á fundqm í Kairo og* rætt þar aðallega styrjöldina við Japana. Var þar tekin sú á- kvörðun, að barist skyldi gegn Japönum, uns þeir gæfust upp skilyrðislaust, og skyldu síðaú öll lönd, er þeir hafa unnið, verða tekin af þei-m og einnig þau landsvæði, er þeir fengu hjá bandamönnum frá Þjóð- verjum eftir síðustu styrjöld, en þá voru Japanar andstæð- ingar Þjóðverja, svo sem kpnn- ugt er. Ekki kváðust aðilar samt ætla að bæta við sig þeim löndum, er tekin yrðu af Jap- önum. Þeir Roosevelt og Chiang Kai Shek komu loftleiðis til Kairo, og var kona Chiang Kai Shek með manni sínum á ráð- stefnunni. Hinsvegar er álitið, að Churchill hafi komið sjó- veg. Margir búast við því, að þessi fundur tákni það, að bráð lega dragi til mikillar sóknar gegn Japönum, en annars eru fregnir af ráðstefnunni litlar enn sem komið er. Það var gert kunnugt, að þremenningunum hefði komið saman um það, að sumt af lönd um þeim, er Japanar hafa náð, skuli verða sjáífstæð eftir stríð ið, en önnur renná undir þau lönd, er þau áður töldust til. Mörgum getum er að því leitt, hvert þeir Roosevelt og Churchill hafi farið frá Kairo. Hefir engin opinber fregn komið um það, en sumar frjett- ir segja þegar, að þeir sjeu á fundi með Stalin einhversstað- ar í Persíu, jafnvel í Teheran. Stalin. Fullveldisdaqsins minst í Hafnaiiirði í HAFNARFIRÐI gengust sjálfstæðisfjelögin Fram, Stefn ir og Vorboði fyrir fullveldis- skemtun í Sjálfstæðishúsinu 1. desember. Bjarni Snæbjörnsson setti samkomuna, en ábalræðuna fyr ir minni dagsins flutti Þorleif- ur Jónsson. Fleiri tóku til máls. Þá söng barnakórinn Sólskins- deildin nokkur lög. Eftir sameiginlega kaffi- drykkju var stiginn dans fram eftir nóttu. Fór skemtun þessi hið besta fram. Glæsilegur iullveld- Isfagnaður Heim- dallar HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna efndi til full veldisfagnaðar í Tjarnarcafé 1. desember. Fagnaðurinn hófst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7 e. h. Ludvig Hjálmtýsson bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Undir borðum voru fluttar ræður og fleira var þar til skemtunar. Jóhann Hafstein framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins flutti full- veldisræðuna. Valtýr Stefáns- son ritstjóri mælti fyrir minni æskunnar og ungra Sjálfstæð- ismanna, en Guðmundur Guð- mundsson flutti kvennaminni. Var gerður góður rómur að máli ræðumanna. Á eftir og á milli ræðanna var almennur söngur. Frú Soffía Guðlaugs- dóttir leikkona las upp ætt- jarðarkvæði og vakti lestur frúarinnar almenna hrifningu. Pjetur Á. Jónsson óperusöngv- ari skemti gestum með glæsi- legum söng, og varð hann að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Eftir að borð höfðu verið rudd var stiginn dans fram undir morgun. minst á Akureyri. 1. des. kl. 11 f. h. var guðsþjónusta í kirkjunni, sóknarpresturinn Friðrik J, Rafnar vígslubiskup prjedikaði. Klukkan 3 e. h, gekst Stúdentafjelag Akureyr- ar fyrir samkomu í samkomu- húsi bæjarins, þar sem minst var 25’ára sjálfstæðis íslands. Ræður fluttu þar Sigurður ; Eggerz bæjarfógeti og dr. Krist inn Guðmundsson mentaskóla- kennari. Árni JónsSbn stúdent , las upp kvæði og Karlakórinn Geysir undir stjórn Ingimund- ar Árnasonar söng allmörg lög. Stúdentafjelag Akureyrar hafði hóf um kvöldið að Hótel Gullfoss. Aðalræðumenn þar voru: Sigurður Eggerz bæjar— fógeti og Stelngrímur Jónsson fyrv. bæjarfógeti. Lisíaverk efiir íslenska konu í kvikmynd TJARNARBÍÓ er nú farið að sýna kvikmyndina „Thd Moon and Sixpence11, eftir sögu W. Sommerset Maugham. í þessari sögu er sagt frá hinu einkenni- lega lífi málarans Strickland, sem yfirgaf konu sína og börn til þess að mála. Hann fór síð- an til Suðurhafseyjarinnar Ta- hiti, þar sem hann andaðist blindur, úr holdsveiki. Myndin er ' öll hin áhrifa- . mesta. Vel leikin og vel tekin. Það mun vekja sjerstaka at- hygli hjer, að í myndinni er höggmynd eftir íslensku lista- j konuna Nínu Sæmundsson. Er ^ hennar sjerstaklega getið í inn gangi að myndinni. Nína býr í Kaliforníu og hefir vakið mikla i athygli á höggmyndum sínum. - Hátíðahöldin 1. des Framh. af bls. 2. norska þjóðin öll öðlist frelsi á ný og geti hafið öflugt samstarf með öðrum Norðurlandaþjóð- um á grundvelli hinnar frjáls- huga lífsskoðunar, sem um lang an aldur hefir verið aðalsmerki norrænna þjóða“. j Ljek lúðrasveitin þá þjóð- (söng Norðmanna og tóku allir I undir. | Klukkan 3 e. h. hófst sam- koma í hátíðasal Háskólans. Um kvöldið gengust stúdent- ar fyrir hófi að Hótel Borg og i hófst það með sameiginlegu borðhaldi, en undir borðum I töluðu þeir Bjarni Jónsson i vígslubiskup og Lúðvík Guð- mundsson. Ríkisstjóri Sveinn Björnsson heiðraði samkomuna ^með því að koma sem snöggv- j ast og segja nokkur orð. Smckklegir sýningar- gluggar. Sýningargluggar ýmsra helstu verslana í bænum voru skreyttir viðhafnarbúningi og var það í alla staði smekklegt og setti mikinn svip á bæinn, Útvarpið. Útvarpið mintist dagsins með samfeldri dagskrá frá klukkan 4—7, „þættir úr sögu lands og þjóðar og bókmentum“. Þeir Pálmi Hannesson, Helgi Hjör- var og Vilhjálmur Þ. Gíslason höfðu tekið þennan dagskrár- lið saman og vakti hann mikla eftirtekt. Þeir Pálmi, Helgi og Vilhjálmur tóku þátt í flutn- ingi dagskrárinnar, auk þess Jón Sigurðsson, Lárus Pálsson, Helga Valtýsdóttir, Ragnar Jó- hannesson og Pjetur Pjeturs- son. í útvarpinu um kvöldið flutti Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis, ávarp, Ein ar Arnórsson dómsmálaráð- herra flutti ræðu og Ólafur Lárusson prófessor flutti ræðu af hálfu Stúdentafjelags Reykja víkur. SKOTIÐ Á DURAZZO. London í gærkveldi. — Tveir breskir tundurspillar hafa á næturþeli laumast inn á höfn- ina í Durazzo í Albaníu og skot ið þar á hafnarmannvirki og fleiri stöðvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.