Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 8
0 MORGUNBLAÐIÐ röstudagur 3. desember 1943. - THOR JENSEN ÁTTR-ÆJÐUR Framhald af bls. 7 og saltfiskverslun þess varð á tímabili hin mesta í heimi. • Árið 1913 vann Thor Jensen af miklu kappi að stofnun Eim- skipafjelags íslands og var for- maður í bráðabirgðastjórn þess fjelags og stærsti hluthafi. •— Árið 1918 tók hann, fyrir til- mæli ríkisstjórnarinnar, að sjer formensku í útflutningsnefnd, en samkvæmt tilmælum Banda manna varð allur útflutningur landsmanna að ganga um hend ur þeárrar nefndar. Starfaði nefnd þessi næstu ár, og var það geysimikið þjóðnytjastarf, eins og þá stóð á. Er útflutningsnefndarinnar þurfti ekki lengur með, og nefndin lögð niður, tók Thor Jensen til starfa að nýju við rekstur Kveldúlfs. En brátt þótti honum sem hann gæti þar ekki lengur fullnotið starfskrafta sinna, því synir hans höfðu að öllu leyti tekið að sjer rekstur fyrirtækisins, meðan hann vann í útflutn! ingsnefnd. Hann hafði í nokkur ár rek- ið stórt bú í Melshúsum á Sel- tjamamesi. En þar fór sem víðar, að jörðin varð honum of lítiL Hann fór þá að svipast eftir jarðnæði til sumarbeitar, fyrir nautpening sinn, og keypti þá Korpúlfsstaði í Mosfells- sveit af Einari Benediktssyni. Þetta var rytjukot. Þá var Thor Jensen sextugur. Hann hugsaði sjer nú að nota það sem eftir úar starfsæfinnar til þess að sýna það í verki, hvað hægt væri að gera úr íslensku smá- býli. Honum tókst það á þann hátt, sem þjóðkunnugt er. En honum líkaði ekki, að takmarka ræktunarstarf sitt við þá jörð eina. Á næstu árum keypti hann þrjár aðrar jarðir í sveit- inni, eina á Kjalarnesi, eina í Kjós, og rak nú stærsta bú- skap, er nokkru sinni hafði ver- ið rekinn hjer á landi, enda þarf vel að leita um næstu lönd, til að finna annan slíkan, sem bú- skap Thor Jensen, meðan hann hafði frjálsar hendur. Hugsjón hans í þeim efnum var tviþætt, að sýna í verki hvernig hægt er að rækta ís- lenskar jarðir í stórum stíl, á arðberandi hátt, auka þannig trú landsmanna á sveita- og ræktunarbúskap, en framleiða um leið þá bestu mjólk fyrir börn og sjúklinga í Reykjavík, sem framleidd verður, með ítr- asta hreinlæti og rjettri með- ferð. Kipt var fótum undan þess- ari starfrækslu sem kunnugt er, og hefir Thor Jensen nú selt mestan hluta jarðeigna sinna, en situr á Lágafelli með nokk- urt bú á þeim jarðarparti sem óseldur er. Hann bygði sjer þar íbúðarhús fyrir nokkrum ár- um sunnan í fellinu. Þar er út- sýni fagurt, yfir víðar graslend ur, sem hann sjálfur hefir rækt að, yfir kotið, sem hann gerði að herragarði, yfir eyjar, nes og voga, til Reykjavíkur. Óvíða er útsjón eins táknræn og á þessum stað fyrir líf og störf þjóðarinnar. Það er sem land og sjór fallist í faðma fyr- ir sjónum manna, tign náttúr- unnar og verk mannanna, sveit irnar, skipalægin og höfuð- borgin. Við þessa útsýn nýtur Thor Jensen hvíldar eftir langt og mikið starf, og rifjar upp það, sem áunnist hefir fyrir þjóðina í þessi 65 ár, sem hann hefir hjer dvalið. Og enp eru það kærust viðfangsefni hans, að láta hugann reika til framtíð- arinnar, til hinna miklu mögu- leika, sem eru hjer ónotaðir, og geta veitt óbornum kynslóðum síbatnandi lífsskilyrði, ef veí er á haldið. ★ Hjer hefir þá í mjög fáum- dráttum verið rakin nokkur helstu atriði í ævi Thor Jensen. Af þeim má m. a. sjá þetta: í öndverðu er hann síst betur staddur að ytri kringumstæð- um en fjöldi efnalausra ung- linga, er leggja einir og óstudd- ir út í lífið. Mönnum hættir til þess að gleyma þessu. En ein- mitt þetta er eitt merkilegasta atriðið í ævi hans. Hann hafði, er hingað kom, hvorki frænda- styrk eða veraldleg efni til þess að Ijetta sjer baráttuna. Það, sem gerði gæfumun hans, og margra annara, er af því sprottið, sem í honum sjálfum bjó. Hann kemur hingað öllu og öllum ókunnugur. Viðfangsefn- in, sem hann tekur sjer fyrir hendur eru honum alveg ný. Hvert vérk, sem hann vinnur, leggur hann fyrir sig sem íþrótt, sem honum ér yndi af. Hann er tvent í senn, stórhuga og nákvæmur. Þessar tvær and stæður skapa merkilega heild í skapgerð hans. Hann fær hug- myndir til framkvæmda líkt og skáld fá yrkiefni. Flestar lutu þær að því, að bætæ lífskjörin, og gera sjer möguleika landsins arðbæra. En áður en hann ræðst í framkvæmdirnar, hefir hann gjörhugsað hvert smáatriði. Síðan hefst hann handa, með óvenjulegum dugnaði, jafnvel 'eldmóði, sem enn minnir á skáld, er heillast af verkefni sínu. Hann fylgist með hverju smáatriði, er hugsjón hans og verki kemur við. Líkt og tafl- maður athugár hann hvern leik, í baráttu sinni gagnvart hverjum þeim vanda, sem mæt ir honum. Hugsjónin, að koma verkinu i framkvæmd, fyrir- tækinu heilu í höfn, er honum aðalatriði. En sú fjáröflun, sem miðar að auðsöfnun, er honum aldrei keppikefli. Starfssaga hans öll er með því einkenni, að alt það f je sem hann fær milli handa, það læt- ur hann, eins fljótt og verða má, 1 framkvæmdir. Því það hefir verið mesta lífsánægja hans, að láta peninga veita at- vinnu, skapa líf og nýja lífs- möguleika. Það getur enginn láð slikum manni, þótt hann kunni því illa, að tekið sje fram fyrir hendur honum. Hann hefir altaf talið, að sjer og fyrirtækjum sínum, og þeim, sem með honum og fyrir hann vinna, yrði best borgið með því að hann fengi þar einn mestu að ráða. Reynsl- an hefir sannað honum það hvað eftir annað. Og þó hann hafi verið mésti fjárbóndi landsins á unga aldri, þó hann hafi verið ögflugasti forvígismaður innlendrar tog- araútgerðar á fyrstu erfiðleika- árum hennar, og þó hann hafi verið mesti jarðræktarmaður íslendinga, þá fer því fjarri að honum finnist að nægilega vel hafi verið unnið. Thor Jensen er í eðli sínu draumsjónamaður. Ungur fjekk hann ást á Islandi, og vildi vinna því það gagn, sem hann gat. Honum hefir tekist það bet ur gn nokkurn gat órað fyrir. En sú framtíð íslands, sem hann sá fyrir hugskotssjónum sínum, er bjartari og meiri en flesta aðra dreymir. Bestu sjó- mennirnir þurfa að hafa bestu fiskiskip í heimi. Því ljet hann smíða togarann Jón forseta, stærri og vandaðri en tíðkaðist með Bretum í þá daga. Sú þjóð, er nam landið sem siglingaþjóð og hefir haft úthafið fyrir aug- um í 1000 ár, hún þarf að eign- ast siglingaflota, ekki einasta til eigin þarfa, heldur flota, sem siglir um heimsins höf, opnar ungum íslendingum útsýn um allan heim og færjr þjóðinni víðsýni og afl þeirra hluta, sem gera skal. Togarar framtíðarinnar eiga ekki að vera þau veiðiskip sem nú tíðkast, heldur fljótandi verksmiðjur, þar sem afurðirn- ar í fínum umbúðum renna á flutningaböndum inn yfir hafn arkampa stórþjóðanna. Og sveit ir landsins á að ræka, ekki í smáblettum, milli mela og mýrasunda, heldur í salhfeld- um breiðum, svo að blómleg sveitabýli standi samtímis um strendur og dali. Þó verslun og útgerð væru helstu verkefni hans til sex- tugsaldurs, þá hafa engin störf verið honum eins hjartfólgin og jarðræktin. Honum finst sjálf- um það stafi af því, að hann hafi heillast af akuryrkjubú- skap sjálenskra bænda, er hann hafði fyrir augum í úthverfi Kaupmannahafnar fram til 10 ára aldurs. En mjer skilst að ást hans á gróandi jörð sje af því sprottin, að þar fær eðli hans samhljóm við hina gróandi náttúru. Þegar gullið fanst hjer í Vatnsmýrinni vorið 1906, skrif- ar hann elsta syni sínum til Hafnar og segir honum tíð- indin. Hann kveðst ekki taka þátt í fjelagssamtökum gull- leitarmanna. Og víkur síðan að því, sem honum er kærara, gullinu í moldinni, sem vekja þarf, svo jörðin skrýðist grænu grasi. Það gull á betur við hann. Undanfarin ár hefi jeg átt því láni að fagna, að kynnast Thor Jensen, ævi hans og starfi, og þeim persónuleik, er lifað hef- ir í störfum hans. Eftir því sem jeg hefi kynst betur þessum virðulega öðlingsmanni, hefi jeg lært betur að meta hanrt, drenglyndi hans og göfug- mensku, jafnframt því sem jeg hefi lært hvemíg starfsáhugi og viljaþrek fá áorkað mörgu þvi, sem er allri meðalmensku ofvaxið. Þó hann sjálfur telji verk sín ekki annað en byrjunarstig mik illa framfara, upphaf hins mikla landnáms, sem þjóðin á fyrir höndum, þá lítum við hin- fr alt fyrir það á ævistarf hans sem stórvirki, er komandi kyn- slóðir mega margt af læra. En þegar á starf hans er minst, má ekki gleyma því, sem hann sjálfur telur að verið hafi mesta gæfa í lífi hans, og það er, að hann .ungur að árum eignast glæsilega konu, sem 57 ár hefir verið stoð hans og styrkur, varpað birtu lífsham- ingjunnar á öll hans æfispor. Sambúð þeirra hjónanna, frú Þorbjargar og hans, hefir alla tíð verið sem einn samfeldur sólskinsdagur. Honum sjálfum finst að öll gæfa sín sje fyrst og fremst þaðan runnin. V. St. ★ I DAG verður Thor Jensen staddur á heimili tengdasonar síns, Guðmundar Vilhjálmsson- ar og frú Kristínar konu hans. Þar tekur hann á móti gestum frá kl. 2—5 e. h. I kvöld situr hann afmælis- fagnað með nánustu ættingjum sínum í Tjarnarcafé. S.K.T. Dansleikur í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. Eldri og yngri dansarnir. Aðgöngumiðar frá kl. 8. — Sex-manna hljómsveit. Uuro Syndicjté, )n< , Wjild nght% icj'-rved. bVE tVERE JUÖT GOIN& 7O DINNEK .u.FOR THE F/RST TIME W:__ AtONTHS í lVa rhe Aiecov, y-9! * x'm telung vou there ARE GOING TO BE AT LEAST THREE MURDERS IN THE NEXT HOUR ! . ' Thllö CAME 10 /HE FROM '— GOME UNDERWORLD CHARACTER. THAT I'M NOT MENT/ON/NS ! . IN £N HOUR THERE'G SOlN&m TQ BE A BREAK AT THE J QUARRV PRIGON! ^—Cj THE warden AND TWO TRUGTIEG ARE DOOMED!^ r GETME THE QUARRH PRISON Q AND STEP ON IT ! M Chirtchell blaðamaður segir X—9 frá því, að hann viti að þrjú morð verði framin á næsta klukku tíma. X—9: Jæja, Chritchell og hvar? Chritchell: Við skulum bíða þar til við erum komnir á skrifstof- , i^a þjna .. Jeg vona, að jeg hafi ekki ónáðað neitt? , *: . . v i I * i. ■ ! i Belinda: Við ætluðum að fara að borða á veít- ingahúsi — í fyrsta sinn í sex mánuði. Chritchell: Jeg frjetti þetta hjá náunga úr stiga- mannahópi, sem jeg nafngreini ekki. Innan klukku- :!' : ' ! i 11;' . 1 ^stundar verður brotist inn i Quaryfangelsið. — X—9: Ha! Chritchell: Það er úti um fangavörðinn og tvo eftirlitsmenn. X—9: Gefið mjer strax samband við Queryfangelsið. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.