Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1943, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. desember 1943. ORGUNBLAÐIÐ íftlg vícki mum mikilla skaðabóta svo framar- lega sem kona hans og barn ljetust. Fyrir aðgerðir dr. Ha- ins varð þó ekkert úr því, og bankastjórinn ljet í ljósi þakk- læti sitt. Dr. Hain fjekk til umráða bakherbergi í Shang- hai-hótelinu, og var upp frá því skoðaður sem hótellæknir. Við og við fjekk hann jafn- vel sjúklinga, nokkra hótelgesti sem höfðu fengið niðuigang, en hjeldu að þeir hefðu fengið kóleru. Stöku sinnum voru það líka konur, sem tóku inn of istóran svefnskammt til þess að hræða elskhuga sína. Hann útvegaði Kurt líka stöðu sem píanóleikara .við drykkjustofuna á þakhæðinni. Hann og blökkumaður nokkur skiptust á að spila. Blökkumað urinn spilaði jazz, en sjálfur spilaði Kurt franska tangóa og Vínarvalsa, þegar hinir drukknu, tilfinningamenn og ástsjúku heimsborgarar kröfð- ust þess. Hann hafðist við í lítilli gluggalausri herbergis- kytru og fjekk gefins eina mál tíð yfir nóttina og fimtán doll- aca á viku. Hann spilaði á nóit- unni og svaf á daginn. Kæmi það fyrir að gestirnir færu snemma heim, brá hann sjer til Chapei til þess að ná sjer I ópí- ufn. Hver lætur sig það skipta, hugsaði hann. Tveim yikum áður hafði B. G. hinn auðugi komið með tvær kínverskar stúlkur í drykkju- stofuna. Það voru Meilan og systir hennar. Kurt vaknaði aft ur til lífsins og varð strax ást- fanginn af Meilan — ef hægt er að kalla ást hina kynlegu geðshræringu og hrifnina, sem greip hann, er hann leit hinn grannvaxna og fíngerða líkama hennar. Yfirþjónninn gat gefið hon- um heimilisfang Meilan og sagt honum ýmislegt um hana. — Hún bjó með fóstru sinni í af- skektum leiguhjalli í Yanytze Po. Um það leyti sem banka- stjórinn fór upp í sveit voru þau þegar orðin góðir kunningj ar, enda þótt samtöl þeirra samanstæðu af eintölum á tveim gerólíkum tungumálum. Kurt heppnaðist með miklum herkjubrögðum að hætta við ópíumnautnina. Sá, sem getur verið án ópíum í fjóra daga er hólpinn, segir kínverskur máls- háttur. Hinir fjórir dagar voru hræði legir. „Gréta litla“, sagði Kurt á sjötta degi — hann talaði ekkert annað en þýsku við kín verjana. „Gréta litla, þú veist ekki hverju jeg hefi afsalað mjer þín vegna. Þú verður að le'ggja þig í líma, til þess að bæta mjer það upp“. Meilan lá þá í faðmi hans hlæjandi, og í sex vikur gekk allt betur, ef ekki vel, fyrir Kurt. En nú var það á enda. Meilan setti hinn ferskjulitaða silkikjól sinn í ferðatöskuna, sljetti úr honum með hinum ó- trúlega fögru höndum sínum og greip í hurðarhúninn. „Það er nú það“, sagði Kurt og gekk hratt út úr herberg- inu. Fóstran rjetti hendina í átt ina til hans um leið og hann fram hjá. „Síðasti dollarinn, heiðraða frú“, sagði Kurt og hjelt leiðar sinnar. Burðarkarlinn, sem hafði komið með Kurt tveim stund- um áður sat sofandi úti fyrir. „Vaknaðu Franz", hrópaði Kurt um leið og hann hrist kerruna. Sen vaknaði samstund is og heilsaði með breiðu brosi, sem teygði á húðinni og kinn- beinum hans. „En sú sjón að sjá þig lagsi“, sagði Kurt um leið og hann virti fyrir sjer skinnhoraðan líkama hans í skítinni úlpunni. „Til sama gistihúss11? sagði Yen. „Þú átt kollgátuna, Franz“, sagði Kurt og steig upp í kerr- una. Yen tók upp stangirnar, en lagði þær síðan niður aftur og tók upp lítinn böggul og dró upp úr honum óhreint og böggl að brjef í blettóttu umslagi. —• Hann hjelt því upp að andliti Kurts og horfði með eftirvænt- ingu á hann. Kurt horfði á kínverskt letrið og kinkaði kolli. Þú hefir sýnt mjer þetta þrisvar, Franz, og jeg er jafn- nær“, sagði hann, „komdu þjer nú af stað og flýttu þjer garm- urinn“. Yen stakk brjefinu á sig aft- ur, tók upp stangirnar aftur og brokkaði af stað. — Þetta var snemma kvölds, og heitt var í veðri. Þegar þeir komu að hótelinu, fann Kurt tuttugu cent í vas- anum, og gaf burðarkarlinum. Yen tók við þeim án þess að mögla, því að Yen var fastur viðskiftavinur. „Herra“, sagði hann lágt um leið og Kurt gekk inn í súlna- göngin, sem lágu upp að Shang hai-hóteli. „Kemur ekki til mála, Frans“, sagði hann. En Yen elti hann og komst í veg fyrir hann. „Herra“, sagði hann. „Ekki ópíum? Mjög gott ópíum“, bætti hann við á bjagaðri pidgin- ensku. Kurt ýtti honum til hliðar og hjelt áfram eins og hann hefði ekki heyrt orð hans. Þetta var burðarkarlinn, sem hafði fyrst kynnt honum ópíumknæpu 'eina í Chapei. Madame Tissand sat í and- dyrinu ásamt ríku bresku hjón unum, sem Kurt hafði oft sjeð í drykkjustofunni. „Hún er fög ur, en dansar of vel til að vera (hefðarkona“, sagði Kurt við yfirþjóninn, eftir að hann hafði virt hana fyrir sjer í fyrsta skipti. „Monsieur Kurt, komið þjer hingað snöggvast", hrópaði Ma- dame Tissand, einmitt er hann var farinn að vona', að hann slyppi fram hjá henni, því að hann hataði hana af ynnstu rót- um hjarta síns. „Frú Russel, má jeg kynna hinn unga snilling okkar fyrir yður. Hneigið yður nú Mon- sieur Kurt, því að frú Russel ber gott skynbragð á tónlist". Hún rjetti hönd sína upp að andliti hans, en í stað þess að kyssa á hana, hristi hann hana. Robert Russel horfði syfjulega á hann um leið og hann hristi glasið til þess að bræða ísinn í því. „Eruð þjer einnig Frakki?“ spurði hann áhugalaus.’ „Að sumu leyti“, svaraði Kurt, hann var orðinn þreyttur á að end- urtaka ævisögu sína frá því hann flýði frá Þýskalandi, fyr- ir alla, er fengu sjer sjúss í drykkjustofunni. Frú Helen Russel virti hann fyrir sjer frá hvirfli til ilja ekki sjerlega kurteislega. „Ef við kæmum upp á drykkju- stofuna í kvöld, megið þjer til með að spila eftirlætislag hr. Russels“, sagði hún. „Með ánægju“, svaraði hann og hneigði sig kurteislega. — „Hvaða lag er það?“ „The More We Are Toget- her“, sagði frú Russel. „Það kemur tárunum fram í augun á honum, en aðeins eftir klukkan þrjú á nóttunni. Til- finninganæmi hans starfar ekki neitt að ráði fyrr en þá“. s Monsieur Kurt verður að segja yður einhverntíman hvernig hann og hinn ágæti lækni dr. Hain flýðu frá Þýska landi. Það er á við bestu skáld- sögu“, sagði Madame Tissand. Löng þögn fylgdi þessum orð um hennar. „Jæja, jeg held að það sje best —, að jeg fari“, sagði Kurt vandræðalega. Enginn hafði boðið honum sæti. „Hittumst aftur á drykju- stofunni“, sagði frú Russel kæruleysislega. „Sáuð þjer ekki?“ spurði Madame Tissand um leið og hann sneri við þeim bakinu. „Augun? Svipinn?“. „Nei, hvað eigið þjer við“, spurði hr. Rus sel. . „Ópíum“, svaraði Madame og hallaði sjer aftur á bak í stólnum, og það brakaði í hon- um undan þunga hennar. ,-,Einmitt það?“ sagði Helen. Grunnhyggnu kerlingarnar Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 2. þegar hann fann tjörulyktina. „Nei, þetta getur ómögu- lega verið jeg, þetta hlýtur að vera undarlegur fugl“, sagði hún. Svo klifraði hún upp á skemmuþakið og fór að baða út höndunum, eins og það væru vængir og hún ætl- aði að fljúga upp. Þegar maðurinn sá þessa ófreskju, fór hann inn og sótti byssuna og tók til að miða. „Æ, skjóttu ekki, skjóttu ekki“, hrópaði konan. „Þetta er jeg“. „Ef þetta ert þú, þá stattu ekki þarna eins og bjáni. Komdu heldur niður og gerðu reikningsskap fyrir ferð þína“. Kerling klifraðist þá niður aftur, en hún hafði ekki einn einasta skilding, því peningunum, sem hún hafði fengið hjá slátraranum, hafði hún týnt meðan hún var drukkin, og þegar maðurinn heyrði það, varð hann öskureiður og sagði, að hann færi frá kerlingu sinni fyrir fult og alt, nema hann hitti þrjár aðrar kerlingar, sem væru jafn heimskar og hún. Hann lagði svo af stað, og þegar hann var kominn dá- lítið niður á veginn, sá hann hvar kerling ein hljóp með tóma fötu út og inn í nýbygt hús. í hvert skifti sem hún hljóp inn. setti hún svuntuna yfir fötuna, eins og eitthvað væri í henni og hvolfdi henni svo á gólfið. „Hvers vegna gerir þú þetta, góða mín?“ spurði mað- urinil. ,,Æ, jeg er að bera inn dálítið sólskin", svaraði kerlingin, en jeg veit ekki, hvernig þetta er: Þegar jeg er úti, er sólskin í fötunni hjá mjer, en þegar jeg kem inn, þá er það farið og jeg veit ekkert, hvað af því hefir orðið. Þegar jeg var í gamla kofanum mínum, hafði jeg altaf nóga sól, þótt jeg bæri aldrei neitt þangað inn af sól, bara ef einhver gæti útvegað mjer sólskin, skyldi jeg borga honum þrjú hundruð dali“. „Ef þú hefir öxi, þá skal jeg útvega þjer nóg sólskin“. Kerlingin fjekk honum þá öxi, og hann hjó glugga á bjálkakofann, því þessu höfðu smiðimir gleymt, þá skein sólin strax inn, og kerlingin borgaði manninum þrjú hundruuð dali. Þarna var ein jafnslæm og mín, hugsaði maðurinn. Eftir nokkra'stund kom hann að öðru húsi, og heyrði þaðan ógurlega skræki og ólæti. Þar gekk hann inn og sá þar kerlingu, sem lamdi karlinn sinn í höfuðið með stór- eflis spýtu, og reyndi um leið að færa hann í skyrtu, sem ekkert gat var á fyrir höfuðið að komast í gegn- um. „Nú hefir málarinn bráðum verið hjer í heila viku, og hvað er hann svo kominn langt?“ „Við ætlum að trúlofa okk- ur á morgun, frú“. ★ „Hver fjandinn er þetta mað ur. Gangið þjer á götunni til þess að batla?“ „Þjer vilduð kannske heldur að jeg leigði mjer skrifstofu til þess að fá einn vesælan tíeyring fyrir næturgistingu“? ★ „Hvernig getið þjer látið Sót- arann kyssa yður, María?“ „Jeg skil það ekki heldur, frú. En mjer sortnaði állt í einu fyrir augum“. ★ „Þjer hafið sagt að jeg væri montinn ......“. „Nei, það hefi jeg ekki sagt. Jeg hefi aðeins gefið til kynna, að ef maður gæti keypt yður fyrir það sem þjer eruð í raun rjettri verður, og selt yður aftur fyrir það, sem þjer sjálf- ir haldið, að þjer sjeuð verður, þá gerði maður góða verslun!“ ★ Hann: ' „Ástin mín, hvers vegna sagðirðu fyrst nei, þeg- ar jeg bað þín?“ Hún: „Jeg vildi sjá hvernig þú tækir því“. Hann: „En ef jeg hefði nú farið, án þess að segja nokk- uð?“ Hún: „Það hefðirðu ekki get að, því að jeg læsti dyrunum". ★ Prófessorinn: „Jeg varð reið ur, og skammaði hann fyrir, hvað hann væri vitlaus". „Þoldi haton það?“ „Jeg sagði það á Assyrisku". ★ Læknirinn: Þjer eruð mjög taugaslappur. Sofið þjer vel á nóttunni?" Sjúklingurinn: „Nei, sjaldan" „Læknirinn: „Hafið þjer þjer nokkra hugmynd um, hver ástæðan fyrir því getur verið? Sjúklingurinn: „Ja-a, máske er það vegna þess, að jeg er næturvörður“. ★ , „Fólk talar svo mikið um bakteríur. Nú hefi jeg verið götusópari í 21 ár, og ekki sjeð svo mikið sem snefil af bakt- eríu“. ★ Ríki, en níski frændinn: „Jæja Pjetur. Hvað mundir þú segja ef jeg gæfi þjer fimm- eyring“. Pjetur: „Ekki neitt. Mamma hefir bannað mjer að blóta“. j- A „Jeg hafði hræðilega mar- tröð í nótt. Mig dreymdi að jeg væri Frakki“. „Nú, verra gat það verið“. „Nei, því að jeg kann ekki orð í frönsku“. ★ „Syndirðu vel, frændi“? „Því spyrðu að því, drengur minn?“ „Vegna þess að mamma sagði að þú værir skrítinn fiskur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.