Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1943, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagrtr 5. des. 19431 ásgeir Guðmusids- son prenlari lim- tugur '..,:. ~~"a .'. ASGEIR GUÐMUNDSSON vjelsetjari á fimtugsafmæli á morgun. Hann er Eyrbekkingur að ætt, sonur Guðmundar Hösk- uldssonar, er var þar bókbind- ari. Hann nam ungur prentiðn í prentsmiðju Jóns Helgasonar á Eyrarbakka, og fluttist hingað til Reykjavíkur fyrir nálega 30 árum. Vann hann hjer í ísa- foldarprentsmiðju, uns hann gerðist meðeigandi í prent- smiðjunni Acta árið 1920. Vann hann þar í nokkur ár, en hefir nú í mörg ár unnið í ísafoldar- prentsmiðju við setningu Morg- unblaðsins. Samstarf okkar Asgeirs er orðið langt og hefir mjer altaf fallið prýðilega við hann. Hann er afburða verkmaður við vjel- setningu, bæði fljótvirkur og vandvírkur, og hinn besti fje- lagi í samvinnu. Skyldurækinn maður, sem leggur áherslu á að standa vel í stöðu sinni í hví- vetna. En er lítið fyrir það gef- inn, að hafa afskifti af öðru en tilheyrir hans eigin verkahring. Asgeir er prýðilega greindur maður, athugull og gætinn, en lætur lítt uppi, skoðanir sínar. Fremur hljedrægur að eðlisfari. En þegar hann legst á einhverja sveif á annað borð, hygg jeg, að hann fylgi fast eftir. Þakka jeg honum ánægjulegt samstarf á þessum hátíðisdegi hans, Qg vona að það megi end- ast sem lengst. V. St. UTBREÍÐSLUFUND- UR N. L. F. í. NATTÚRULÆKNINGA- PJELAG ÍSLANDS mun halda tvo útbreiðslufundi í vetur, til þess að gefa utanfjelagsmönn- um kost á að kynnast fræðslu- starfsemi þeirri, sem fram fer á hinum mánaðarlegu fundum fjelagsins. Fyrri fundurinn vei-ður í dag kl. 2 í Listamanna skálanum. Á fundinum verða flutt nokk ur stutt erindi, og eru sum peirra tekin upp úr bókum þektra erlendra lækna. I fundarlok fer fram innritun nýrra fjelaga. og aðgangur er ókeypis og Öllum frjáls, meðan Jiúsrúm leyfir. Hátalari verður í salnum. AUGLÍSING ER GULLS IGILDI Minningargripur um Hallgrím Pjel- ursson HINN 30. f. m. heimsóttu mig hjónin Vilhjálmur Chr. Hákonarson frá Stafnesi, bóndi að Hafurbjarnarstöðum á Mið- nesi og kona hans Eydís Guð- mundsdóttir, í því skyni að biðja mig að veita viðtöku fje, er þau höfðu ákveðið að gefa til kirkjulegra framkvæmda. í fyrsta lagi gáfu þau kr. 10.000.00 — tíu þúsund kjón- ur — til kapellu eða kirkju- byggingar í Sandgerði og enn- fremur kr. 5000.00 — fimm þúsund krónur — til þess að fá gerðan einhvern grip í Hvalsneskirkju, er þau síðar á- kveða hver verða skuli í sam- r'Sði við biskup, til minningar um Hallgrím Pjetursson, sem 1644 vígðist til Hvalsneskirkju. Eru gjafir þessar gefnar til minningar um foreldra gefend anna, þau Hákon Eyjólfsson frá Stafnesi og konu hans Helgu Guðrúnu Eyvindsdóttur og Guð mund Lafranzson frá Nesjum og konu hans Ingibjörgu Þor- steinsdóttur. í Sapdgerði hagar svo til, að þeir, sem þar búa, eiga kirkju- sókn að Hvalsneskirkju, en það er löng leið. Mun það naumast farið fótgangandi af kirkjugest um á skemri tíma en klukku- stund. En í Sandgerði búa alt að 300 manns og á vertíðinni 6—700 manns. Er því mjög mikilvægt, að upp komi kirkja í Sandgerði, sem þar yrði kristileg starfsstöð, þótt hin merkilega Hvalsneskirkja, sem nú verður endurbætt og fegr- uð á næsta vori, verði framveg is höfuðkirkjan. — Gjöf hjón- anna, til minnismerkis í Hvals- neskirkju um Hallgrím Pjet- ursson, er enn nýr vottur þess, hve hlýtt er um minningu hans víðsvegar í þessu landi. Gefendunum votta jeg hjer með innilegar þakkir fyrir hin- ar veglegu gjafir. Sigurgeir Sigurðsson. 17 MILJON SMA- LESTIR SKIPA BYGÐ. New York í gærkveldi. —• Það er tilkynt hjer í kvöld, að á þessu ári hafi skipasmíðastöðv- ar í Bandaríkjunum smíðað ný skip, sem nema 17.000.000 smá- lestum að burðarmagni. Veglegasta staðan í þjóðfjelaginu Sjötugur prestur segir frá starfi sínu sr. Halldór Jónsson á Reynivöllum — STUDENTA HAND- TÖKURNAR Framh. af bls. 1. mæla hópgöngur stúdenta og fjölmennir mótmælafundir. í Stokkhólmi söfnuðust saman um 7.000 stúdentar fyrir fram- an norska ræðismannsbústað- inn til að votta norskur há- skólaborgurum samúð sína. Þjóðverjar virða ekki Svía svars. Þjóðverjar láta ekki svo lítið að virða sænsku stjómina svars útaf mótmæluTn, sem bor in voru fram í Berlín í nafni sænsku stjórnarinnar. von Ribbentrop hefir látið einn af taismönnum sínum gera þá at- hugasemd við mótmæli Svía, að þeim sje best að hugsa um sín eigin málefni og skifta sjer ekki af, hvað aðrir hafast að. Sjera Halldór Jónsson prest- ur að Reynivöllum í Kjós, á sjötugsafmæli í dag. Það hringdi til mín bóndi of- an úr Kjós og spurði hvort jeg vildi ekki tala við hann sr. Hall dór á Reynivöllum,' og birta viðtalið á afmælinu hans. Jeg vissi ekki hvort jeg hefði tök á þessu, og sagði við þetta sókn- arbarn hans, að hann gæti al- veg eins skrifað um hann grein. Þeir Kjósaringar hefðu nægi- lega mikið gott um sr. Halldór að segja. — Það vantar ekki, segir hann. En við hefðum líka gam- an af að heyra það sem hann kynni að segja um okkur. Það atvikaðist svo, að sr. Hall dór kom í bæinn, og hitti jeg hann og segi við hann: Nú verðið þjer að segja mjer eitt- hvað um sjálfan yður sjötugan. Sr. Halldór tók því allfjarri og sagði að það væri alt of al- gengur hlutur að ómerkilegir menn yrðu sjötugir, til þess að hafa orð á því. En hann beinlínis neitaði ekki að tala, segir mjer t. d., að hann hafi vígst sem aðstoð- arprestur sr. Þorkels Bjarna- sonar að Reynivöllum í Kjós 3. október 1899, en verið veitt embættið. — Hefi verið þetta á þrem þúfum á æfinni, Stóra- Ármóti í Flóa, í Reykjavik, með an jeg var við nám, og svo þetta á Reynivöllum. — Hvað hefir bundið yður við þann stað svo lengi? — Það er fjarska margt. Sveitarfegurðin, heimilið, starf- ið með söfnuðinum, sem jeg hef ekki getað hugsað mjer að yf- irgefa ótilneyddur. Svo hefir mjer þótt gott að vera ekki lengra í burtu frá skyldfólki og öðrum vinum hjer í Reykja- vík. — Hvað getið þjer sagt mjer um prestsstarfið? — Þegar jeg vígðist til prests, vissi jeg ekkert hvað það var. En eftir því sem jeg hefi lengur verið prestur og starfað með söfnuði mínum, eftir því er jeg ánægðari með starfið. Kýs mjer ekkert fram- ar. Engin veglegri staða til í þjóðfjelaginu, vegna þess boð- skaps, sem prestarnir hafa að flytja, og vegna þess að prest- urinn er trúnaðarmaður fólks- íns. Enginn veit hvað fer á milli prestsins og sóknarbarna hans. Það er mikil ábyrgð, sem fylg- ir slíku trúnaðarstarfi. Margt er undir því komið, að presturinn læri að þekkja safnaðarfólk sitt. Jeg hef verið svo lánsam- um, að eftir því sem jeg hefi kynst safnaðarfólki minu bet- ur, eftír því hefi jeg fengið meiri mætur á því. — Þjer hafið haft margvís- leg störf á hendi fyrir sóknir yðar? — Já. En hef ekki sókst eft- ir því. Jeg hef haft á hendi oddvitastörf lengst af siðan jeg kom að Reynivöllum og ýms önnur. í þetta hefír farið mikill tími. En jeg hef ekki sjeð eft- ir honum nje fyrirhöfninni. Menn hafa sagt við mig, að prestar ættu ekki að vasast í alskonar veraldlegum störfum. Jeg er á annari skoðun. Ekk- ert, sem söfnuðina varðar og hagsmuni fólksins, á að vera prestinum óviðkomandi.i Hann á að vinna að því, eftir fremsta megni, að bæta hag almenn- ings. Ef hagur fólksins batnar, fær presturinn greiðari leið að hjörtum þess. Presturinn er fyrst og fremst þjónn safnaða sinna. Hann á að nota vit sitt og krafta, eftir fremsta megni, söfnuðum sínum til góðs. Vitaskuld er það ekki mitt að dæma um það, hvernig mjer hefir tekist í málefnum sveit- arinnar. En eitt get jeg sagt, að það, sem áunnist hefir, stafar af því, hve prýðilega samstarfs- menn jeg hefi haft. Hið mesta lán mitt í lífinu er það, að hafa ekki kynst nema góðum mönn- um. — Þjer eldist vel, sr. Hall- dór. — Jeg hef svo mörg hugðar- efni, að jeg hef ekki tíma til að hugsa um það, hvað jeg er orðinn gamall. Og jeg er svona ljettur í spori og við góða heilsu vegna þess, hve jeg hefi margt fallegt að hugsa um. „Músikin" hefir verið og er mjer ákaflega dýrmæt. Jeg hefi samið ógrynni af lögum. Ýmsir halda því fram, að menn eigi ekki að fást við það, sem þeir hafi ekk; lært almennilega. Jeg er ekki lærður í tónlist. En samt bið jeg engrar afsökunar á lögunum mínum. Litlu ljósin mega lika fá að skína, þó þau nái -ekki að lýsa nema sitt næsta umhverfi. Prentuð eru um 170 lög eftir mig. En annað eins er til ó- prentað. Endrum og eins bæt- ist við þau. Lítið hefir verið gert til þess að koma logum mínum á framfæri. Þau eru kunnust innan safnaða minna, sungin þar, bæði í kirkju og utan kirkjunnar. Aðalatriðið fyrir mjer er að efla hinn almenna safnaðar- söng. Lifandi þátttaka fólks- ins í söngnum er baaði siðgæðis og menningarmál. Hinn al- menni safnaðarsöngur er ómet- anleg stoð kristni og kirkju í landinu. En að jeg hef haldið áfram að semja lögin mín, þrátt fyrir. þær aðfinslur, að menn eigi ekki að fást við það, sem þeir kunna ekki til fulls, kemur til af því, að jeg hef á þessu sviði brennandi sköpunarlöngun. Jeg tel þetta köllun, sem jeg aldrei skal svíkja. Fólkið fellir sinn dóm um lögin mín, eins og annað, sem borið er fyrir almenning. Mik- ið af því, sem fram kemur á hverju sviði, hverfur og deyr út af, því enginn sinnir því. En það, sem snertir rjetta strengi í hjörtum fólksins, það lifir. Jeg segi yður það satt, að ef eitt einasta af lögunum mínum fær, líf á vörum almennings í fram- tíðinni, þá tel jeg fyrirhöfn heillrar æfi launuð. Síðan mintist sr. Halldór á ýms áhugamál sin, og viðfangs- efni, sem hann hefir haft með höndum bæði fyrr og síðar, um „10 ára áætlunina"- hans, um ýms fjelagsmál og fjárhagsmál sveitarinnar, sem hann hefir borið og ber enn fyrir brjósti, en sr. Halldór er búhöldur góð- ur, þó aldrei hafi hann hirt um að reka stórbú. — Jeg hef verið framúrskar- andi heppinn með það, að til mín hefir ráðist prýðilegt fóik, sem hefir viljað vera kyrt ára- tugum saman. Sr. Halldóri dettur sýnilega ekki í hug, að hann eigi nokk- urn beinan þátt í því, að fólkið vill vera hjá honum, skoðar það eins og hverja aðra hendingu og lán, að gott fólk velst til hans. En þó jeg þekki ekki sr. Halldór mikið, þá get jeg ákaí- lega vel ímyndað mjer, að fólk, sem hann umgengst áaglega, ár eftir ár, geti orðið betri manneskjur við þá viðkynn- ingu. Því góðgjarnari og grand- varari mann er ekki hægt að hugsa sjer en hann. Eins og hann sjálfur segir, skoðar hann sig sem trúnaðar- mann og þjón safnaða sinna á öllum þeim sviðum, sem hann með nokkru móti nær til. En þetta hefir verið aðalsmerki ís- lenskra úrvals presta öld fram af öld. V. St, Frá Skálafjelagi ! Akureyrar j Frá frjettaritara vorum I á Akureyri. HAUSTMÓT Skákfjelaga Akureyrar er nýlega afstaðið. í meistaraflokki voru þátttak- endur 5. Efstur varð Júlíuá Bogason með 3 vinninga. í 1. og 2. flokki voru þátttakendur 5. Efstur varð Steingrímur Bernhardsson með 4 vinninga. Skákþing Norðlendinga hefst" væntanlega milli jóla og nýárs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.