Morgunblaðið - 05.12.1943, Síða 6

Morgunblaðið - 05.12.1943, Síða 6
MORGUNBLAÐIÉ Sunnudagur 5. des. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. KIRKJAN * I sömu sporum TÍMINN er með skæting til Sjálfstæðismanna fyrir það, að þeir skyldu hafa felt verðlækkunarskattinn nú á þessu þingi. Þetta var líkt Tímamönnum.' Þeir hafa tamið sjer þá aðferð, að svíkja skattana inn á þjóðina. Þegar verðlækkunarskatturinn var á lagður á síðast- liðnu vori, var því marg yfirlýst á Alþingi, að skattur- inn yrði ekki heimtur nema þetta eina ár. Þessi skattur kom ákaflega þungt niður á miðlungs atvinnutekjur, svo sem smærri og miðlungs útgerðarfjelög, iðnfyrirtæki og verslanir. En svo sem kunnugt er, standa þessir sömu skattgreiðendur undir meginþunga útsvaranna. Fullyrða má, að ef því hefði verið yfirlýst á síðast- liðnu vori, að verðlækkunarskatturinn ætti að standa lengur en þetta eina ár, myndi hann aldrei hafa náð sam- þykki á Alþingi. Menn sættu sig við skattinn þetta eina ár, vegna þess, að nauðsynlegt þótti, að ríkissjóður hefði fje handbært til þess að halda niðri vísitölunni, meðan sex-manna nefndin starfaði. Skyldi fjeð notað til þess að greiða niður verð landbúnaðarafurða, til 15. septem- ber. Sex-manna nefndin átti að ljúka störfum fyrir 15. ágúst, og það gerði hún. Alþingi var kvatt til setu 1. september og átti nú höfuðverkefni þess að vera það, að finna ný úrræði í dýrtíðarmálunum, samkvæmt því við- horfi, sem skapaðist með samkomulagi sex-manna nefnd- arinnar. ★ Nú hefir Alþingi setið á rökstólum á fjórða mánuð. — Allan þennan tíma hefir ekki verið fram borin ein ein- asta tillaga um lausn dýrtíðarmálanna, hvorki frá ríkis- stjórninni nje þingmönnum. Hvað hefir þá þingið verið að gera?, kynni einhver að spyrja. Það hefir verið að afgreiða fjárlögin, og er því ekki að fullu lokið. Þetta er aðalverkið; flest annað eru smámunir. Sje litið á afgreiðslu fjárlaganna, verður ekki önnur ályktun af henni dregin en sú, að bæði stjórn og þing hafi litið svo á, að mikil og góð búsæld væri hjá ríkis- sjóði. Útgjöldin á fjárlögum eru hækkuð um nál. 20 miljónir króna, eða sem samsvarar fullum fjárlagaút- gjöldum fyrir stríð. Nú mætti retla, að bæði ríkisstjórn og þeir þingmenn, sem vilja halda áfram að greiða niður verð landbúnaðar- vara á innlendum markaði, hefðu flutt tillögu við með- ferð fjárlaganna, um fjárframlag í þessu skyni. Hjer virtist ærið miklu úr að spila, þar sem fært þótti að hækka útgjöldin um nál. 20 miljónir króna. En það und- arlega skeður — engin tillaga í þessa átt kemur fram í þinginu, hvorki frá ríkisstjórninni nje þingmönnum. En svo, þegar búið er að hlaða svo á fjárlögin, að ekki er viðlit að bæta þar neinu við, man ríkisstjórnin alt í einu eftir því, að rúman tug miljóna króna vantar, til niðurgreiðslu á innlendum markaði. Rj'úka þá tveir al- þingismenn til að flytja í efri deild frumvarp um fram- lenging verðlækkunarskattsins, sem gjaldendum var lofað að ekki skyldi innheimtur nema í eitt skifti. Skatt- urinn var feldur við aðra umræðu og. situr því enn alt fast í sama feninu. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Hann taldi það skyldu sína, að standa við gefin loforð frá í vor. Hann vildi ekki svíkjast aftan að skattgreiðendum. ★ En sjálft dýrtíðarmálið stendur nákvæmlega í sömu sporum og 15. ágúst, er sex-manna nefndin skilaði áliti sínu og tillögum. Er ekki tími til kominn, að hefjast handa um raun- hæfa lausn þessa máls? Látum ríkissjóð taka þátt í þeim aðgerðum, en krefjumst þess, að þegnarnir komi með og fórni einhverju líka. Með þeim eina hætti er hægt að vinna bug á dýrtíðinni. Vilji landsfólkið ekki skilja þessi sannindi, mun neyðin kenna því það. EITT AF ÞVI, sem ollum vel kristnum mönnum hlýtur að vera mjög á móti skapi, er það hversu brotið er á móti boðorðinu um það að leggja ekki nafn Guðs við hjegóma, en þetta hefir farið svo mjög í vöxt á síðari árum og þá ekki síst í bæjum þessa lands, að með eindæmum er. Maður get- ur ekki víða farið og heyrt á mál margra, ekki síst hinnar yngri kvenþjóðar, án þess að heyra í sífellu stagast á orðun- um „Guð“ og „almáttugur", við öll möguleg og þó aðallega ó- möguleg tækifæri, og meira að segja er það svo, að oft er þess- um upphrópunum látnar .fylgja aðrar, sem eru í innsta eðli sínu í beinni andstöðu við þær, það er að segja blótsyrði. Það er ekki gott að segja, hvaðan þessi mjög svo leiði vani er sprottinn, en sjaldan þarf marga til þess að koma á öðru eins og þessu, ef ekkert er gert til þess að stemma þar stigu við. En svo virðist varla vera í þessu efni, að neitt sjer- stakt hafi verið gert til þess að hnekkja þessu, enda myndi það áreiðanlega hafa borið ár- angur, ef fast hefði verið tekið í taumana, fólki bent á, að þetta væri óhæfa, sem ekki mætti eiga sjer stað með kristnu fólki. — Svo heyra börnin þetta fyr- ir sjer, og getur víst fáa furðað á því, að lítil virðing sje borin fyrir einhverri duldri veru með því nafni, sem verið er að þrá- stagast á allan daginn, mitt í ysi og erli, í reiði og í fánýti. Börn eru næm fyrir öllu, sem, þau heyra, fljót að herma eftir, og ekki er um það að efast, að þau eru ekki lengur að læra þenna leiða sið, en hvað annað, þ-dP engum getur dulist, sem pokkuð hefir heyrt á tal smá- telpna, að þetta hafa þær lært af mæðrum sínum, að segja „Guð“ og „almáttugur“ við öll möguleg tækifæri. Þetta er ekki börnunum að kenna, heldur mæðrunum, sem hafa haft þetta fyrir þeim daglega. Gegn þessu verður kirkan að berjast, eins og hún verður að berjast gegn öllu því, er mink- ar virðinguna fyrir trúnni. Og við hlið kirkjunnar verða hjer llir vel kristnir menn að standa og reyna að beita öllum áhrif- um sínum í þá átt, að þessi leiði vani leggist niður. Þetta er venja, sem engum er til góðs, en öllum til ills, eins og allt það er, sem stefnir til þess að kasta rýrð á það sem heilagt er í augum mannanna. Því minna, sem þeim er heilagt, því ólík- legra er mannkynið til þess að ná hærra á braut sinni til full- komleika og sannrar menning- ar. — Og það er jafnt hið smáa og stóra, sem getur reynst örð- ugur þröskuldur á þeirri leið. Gegn þessu mjög svo skaðlega fyrirbrigði í þjóðlífinu ber því öllum mönnum sem unna kristni og kirkju að taka upp baráttu. Hún þarf ekki að verða erfið þótt illt sje að sigra van- ann, en margt af því fólki, sem hjer á hlut að máli, misbeitir nafni hins hæsta í hugsiinar- Jeysi. , \JilverjL ólripar: 'L Jr ilacifi o Rabbað um bækur. HJER UM KVÖLDIÐ sátum við saman nokkrir kunningjar og vorum að rabba um daglega lífið fram og aftur. Það bar margt á góma eins og gengur. Allt í einu segir einn viðstaddur: „Það er annars meira skrambans bóka- flóðið orðið. Hvar ætlar þetta að enda. Svo er þetta náttúrlega bansett rOSl mest af því. Fjelag- arnir voru honum ekki sammála, jeg held að þegar umræðunum var lokið, hafi hann verið sann- færður um, að við þurfum að óttast eitthvað annáð meira, en áhuga þann, sem ríkir nú með þjóðinni fyrir bókaútgáfu og bókalestri. Það er nefnilega hinn mesti jmisskilningur, að bækur þær, sem gefnar eru út núna sjeu lje- legar. Yfirleitt eru þær góðar og sumar prýðilegar, en hinu er við að búast, að eitthvað fylgi með af undirmálsbókum. Það hefir einhverntíman ver- ið mælt, að hver þjóð fái þá ríkisstjórn, sem hún á skilið. Það mætti alveg eins segja, að hver þjóð fái þær bókmentir, sem hún á skilið, því ef þjóðin er nógu kröfuhörð um bókmentir og kaupir ekki nema það besta, þá munu bókaútgefendur fljótt sjá hvaða bókmentir þýðir að hafa á boðstólum. • Ágætar bækur. ÞAÐ er satt, að mikið er gefið út af bókum hjer á landi. Senni- legt að óvíða í heimi sje gefið út jafnmikið af bókum að tiltölu við mannfjölda.Ber það vitni um, að þjóðin er bókelsk og gott eitt um það að segja. Þegar litið er yfir þær bækur, sem komið hafa út á þessu ári þá sjest, að flestar bækurnar eru prýðilegustu bókmentir, fróð- legar, skemtilegar, eða hvort- tveggja, eins og bækur eiga að vera. Jeg skal játa að mjer er ekki kunnugt um allar bækur, sem gefnar hafa verið út á þessu ári, og það er ekki tilgangur- inn með þessum línum, að dæma neina af þeim, sem nefndar verða En það er svo mikið talað um bókaflóð i þeim tón, eins og um eitthvað rusl væri að ræða, að fróðlegt er að nefna nöfn nokk urra bóka. Lítum á bókalístann. TIL FRÓÐLEIKS. og gamans hefi jeg kynt mjer lista yfir bækur þær, sem helstu bóka- forlögin hafa sent á markaðinn undánfarna rftánuði. ísafoldar- prentsmiðja, sem er eitt mikil- virkasta bókaforlag landsins hef ir nýlega sent frá sjer Ferða- bækur þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.I þessum bók um er óhemju fróðleikur um land og þjóð, sem almenningur ótti ekki áður kost á að kynna sjer nema með mikilli fyrirhöfn. — Á sama forlagi hafa komið út á þessu ári: Barðstrendingabók, Huganir dr. Guðmundar Finn- bogasonar og 500 ára afmæli prentlistarinnar. Þetta eru allt fyrsta flokks bækur. Þá má nefna Ljóðabók Kolbeins í Kollafirði i þremur bindum, barnabókina Bogga og Búálfurinn, eftir Huldu og Söguna um Litla bróður, eftir sænska skáldið von Heidenstam. Þessi bók er prýdd myndum eft- it Barböru Árnason. Bók Magnúsar Jónssonar pró- féssbrs um Alþingishátíðína verð ur án efa vinsæl. All margir ís- lendingar, sem komnír eru til ........1 •> «> I 14 hf'inu eaa A»*»4*»»*«****Wm*M****mV*«Vm\ vits og ára eiga endurminningar frá Alþingishátíðinni á Þingvöll um og hafa gaman af að ryfja þær upp. Það er Leiftur, sem gef ur Alþingishátíðina út. Á því forlagi hafa og komið út aðrar merkur bækur á þessu ári, t. d. „Þú hefir sigrað Galilei“ og enn eina bók eftir Bjþrgúlf Ólafsson lækni, sem hann nefnir Sígræn sólarlönd og fjallar um Mala- byggðir í Kyrrahafi. Sama bóka- forlag hefir og gefið út barna- kvæðabók eftir Kára Tryggva- son í Víðikeri. Heitir hún Fuglinn fljúgandi og er prýdd penna- teikningum eftir Barböru W. Árnason. Af bókum Helgafellsútgáfunn- ar verður vafalaust talin einna merkust doktorsritverk Stein- gríms Þorsteinssonar um Jón Thoroddsen. Er það mikið verk í tveimur bindum, samtals um 700 blaðsíður. Þá verður gefið út á því forlagi, Þyrnar Þorsteins Er- lingssonar. Ný bók eftir Krist- mann Guðmundsson, sem heitir Nátttröllið glottir. Þá er bókin Frelsisbarátta mannsandans merkilegt rit. Er bók þessi eftir hollenskan prófessor, en Niels Dungal hefir þýtt bókina á is- lensku. Þá kemur út hjá Helga- felli Ævisaga Niels Finsens. Bók, sem mapgan mun fýsa að lesa. • Islensk bókagerð. ÍSLENSKAR BÆKUR, eins og önnur framleiðsla er æði mis- jöfn að gæðum. En yfirleitt er frágangur þeirra bóka, sem hjer eru gefnar út góður, prentlist og bókband er á háu stigi hjá okk- ur. Ekki má þó skilja þessi orð þannig, að ekkert megi að finna. Prentun litmynda er t. d. ekki komin á það stig hjer, sem æski- legt mætti telja og stafar það ekki af kunnáttuleysi heldur af hinu, að vjelar, sem það verk vinna eru ekki fyrir hendi. Slík- ar vjelar eru dýrar, en þörf fyr ir litprentun ekki ýkja mikil. Á síðustu tveimur árum hafa verið fluttar til landsins mikið af ágætum prentvjelum, bæði setjaravjelum og „pressum“. — • Bókaval. HJER HEFIR verið drepið nokkuð á bækur alment. Langt er þó frá, að því máli hafi vérið gerð fulikomin skil, enda ekki ætlanin með rabbi þessu. Jeg hefi minst á þær bækur, sem mest ber á, og sem jeg hefi sjeð sjálfur. Vafalaust eru fleiri góð- ar bækur á markaðnum, sem ekki hefir verið minst á. Bækur, sem eru að koma út, eða koma út næstu daga. Verður ef til vill tækifæri síðar til að minnast á J>ær. Þá hefir heldur ekki verið rætt um undirmálsbækurnar, sem gefnar hafa verið út, en það fer ekki hjá því, að nokkuð slæðist með af þeim í bókaflóðinu. Déemi eru til, að örgustu reyfarar, eða lítilfjörlegar bókmentir eru gefn ar út með brauki og bramli, en bókaforlög, sem vilja halda heiðri sínum varast slíkt. Þá er þaþ orðið nokkuð algengt, að prenta bækur á þykkan pappír með stóru letri til þess að bókin sýn- ist sem veigamest. Slíkar bæk- ur ber vitanlega að forðast, því þó efni bóka sje mest um vert, þá er hitt samt best, að saman fari gott efni og góður og smekk légur frágangur. Menn eiga áð vera vandlátir í bókavali og því vandlátari, serti almenningur er því meira munu þeir, sem gefa út bækur, vanda val sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.