Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 4
MOEGUNBLADIÐ Föstudagur 10. des. 1943. Jakob Möller og Ólafur Thors svara: í Tímanum 20. f. m. birtist nýtt drengskaparspjall frá þeim Eysteini. Jónssyni og Hermanni Jónassyni, til árjettingar skáld- skap þeirra í sama blaði frá 28. okt. s. 1., um drengskaparheit- ið, sem við eigum að hafa gef- ið þeim þ. 17. jan. 1942 um að koma í veg fyrir það, að kjör- dæmamálið yrði „afgreitt á þinginu 1942". I upphafi þessa máls síns seg- ist þeim svo frá, að þeir hafi í allri vinsemd skýrt það „greinilega" fyrir okkur, áður en við höfum rofið þetta „dreng skaparheit", að ef við ryfum það, þá gætu þeir, eftir það, ekki treyst okkur til neins sam starfs"! En þessari föðurlegu á- minningu þeirra segja þeir að við höfum svarað því, að við „gætum ekki ráðið við" flokk okkar og við yrðum því að rjúfa „drengskaparheitið", og siðan að þræta fyrir það, eins og komið væri"!! Um þetta atriði þessa dreng- skaparspjalls þeirra Eysteins og Hermanns höfum við ekki ann að að segja en það, að slíkt samtal hefir aldrei farið fram milli okkar og þeirra. I sam- tölum okkar í milli' hafa þeir aldrei haldið því fram, að við höfum gefið þeim nokkurt slíkt drengskaparheit, og þá að sjálf sögðu heldur ekki verið með neinar bollaleggingar um það, hvort við mundum rjúfa það eSa ekki, nje heldur um hitt, hver áhrif slíkt „heitrof" kynni að hafa á hugsanlega samvinnu okkar í milli í framtíðinni. Það væri nú líka nærri því furp"ulegt, svo merkilegt sem þetta samtal hefði mátt teljast, ef það hefði nokkru sinni átt sjér stað, að þeir Ey- steinn og Hermann skyldu ekki segja frá því þegar í fyrsta skrifi sínu um þetta mál. I þessu drengskaparspjalli í Tímanum 20. f. m., taka höf- undar þess sjer fyrir hendur að gagnrýna þau rök og stað- hæfingar, sem við tefldum fram í grein okkar í Mbl. 9 .f. m., til andsvara hinu fyrra spjalli þeirra í sama blaði. En af því, hvernig þeir hafa fundið sig til neydda, til þess að rangfæra og snúa út úr hverju einasta atriði í greinargerð okkar, sem þeir gera að umtalsefni, ættu fenn að geta ályktað nokkuð um það, hversu lítt því er treystandi í greinargerðum þeirra, sem þannig er vaxið, að hver verður að trúa því sem honum þykir trúlegast, af því sem við höldum fram annars- vegar, en þeir hinsvegar. Skal því þetta spjall þeirra hjer á eftir rakið nokkuð lið fyrir lið. 1. Þeir segja, að það ein- kenni svar okkar í Morgunblað inu, að auk mótsagnanna, sem oft einkenni rangan framburð, þá skjóti þar upp óbeinum játn ingum innan um allar neitan- irnar, eins og til dæmis, þegar Öðru drengskaparspjalli Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar í milli.Við höfðum á undan vak ið athygli á því, að þeir Ey- steinn og Hermann hefðu ekki haldið því fram, að við hefð- um ráðfært okkur við flokk okkar um málið, og segjum, að þegar af þeirri ástæðu, (að við hefðum ekki ráðfært okkur við flokkinn) væri óhugsandi, að við hefðum lofað þessu, „bein- línis vegna þess, að til þess höfðum við ekkert vald". I drengskaparspjalli þeirra Ey- steins og Hermanns er það felt niður, sem orðið „beinlínis" átti .við, til þess að fá út úr því „óbeinu játninguna", sem þeir þurftu á að halda. 2. Þá segir enn í spjallinu: „í svarinu segja þeir Ólafur Thors og Jakob Möller, að þeg- ar við höfum rætt um, að ekki mætti afgreiða (leturbr. okk- ar) kjördæmamálið á vetrar- þinginu 1942, hafi þeir (við Ó. Th. og J. M.) svarað því, að þar sem kosningum til Alþingis hafi verið frestað, lægi í því trygging fyrir því, að flokk- urinn tæki ekki upp kj'rdæma- breytingu nje neina aðra stjórn arskrárbreytingu, því að stjórn arskrárbreyting og kosninga- frestun geti ekki farið saman", og „það hafi verið sú ástæða, sem við (Eyst. og Herm.) höfð- um til að trfysta því, að kjör- dæmamálið yrði ekki afgreitt". Þessu er öllu öfugt snúið í drengskaparspjalli þessara drengskaparmanna. Það sem þarna er rifið út úr samhengi í svari okkar, á við tilvitnuð orð Hermanns Jón- assonar: „Þið megið ekki fara að taka upp kjördæmamálið á næsta þingi". Það var ekki um það að ræðá, hvort kjördæma- málið yrði „afgreitt", heldur um það, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn mundi „taka það upp", og það töldum við fullvíst, að hann mundi ekki gera, og því mætti treysta, af því, að flokk- urinn „væri því andvígur, að Alþingi . . . færi nú að ómerkja þá ákvörðun sína", að fresta kosningum, sem það hefði tek- ið fyrir fáum mánuðum. Hins- vegar töldum við það á engan hátt tryggingu fyrir því, að kjördæmamálið yrði ekki „af- greitt", ef það kynni að verða tekið upp, þrátt fyrir það, þó að Sjálfstæðisflokkurinn gerði það ekki. — Þannig „hagræða" þeir Eysteinn og Hermann skrif uðum heimildum, án þess að blikna, og hvers má þá vænta um það, sem ekkert skriflegt er um. 3. Enn segir í þessu spjalli við segjum: „En af því leiðir, j þeirra: „Kosningafrestun til að þegar af þeirri ástæðu er Alþingis var úr sögunni, vegna óhugsandi, að við höfum lofað þess að Sjálfstæðisflokkurinn þessu beinlínis". Þessi tilvitn- i hafði þá rOfið samningana um aða setning væri vissulega ó- ' kosningafrestun, með því að bein játning, ef hún væri ekki neita að láta fara fram frið- aðeins hluti af setningu, sem arkosningu í Norður-ísafjarð- er höggvin sundur í miðju, þar arsýslu". sem ekki er einu sinni komma Þetta er helber þvættingur. Alþingi hafði sjálft ákveðið að fresta almennum kosningum. Um það voru engir samningar gerðir milli flokka, og kom því ekki til þess, að 'slíkir samn- ingar væru rofnir. Og ákvörðun Alþingis um kosningafrestun- ina gat enginn breytt, nema Alþingi sjálft. Yfirlýsing Her- manns Jónassonar um það í þingræðu fyrir áramótin, að kosningar ættu að fara fram um sumarið, var því markleysa ein, og auðvitað því meiri mark leysa það, sem Eysteinn Jóns- son kann að hafa sagt um þetta í útvarpsræðu 8. janúar, sem þeir einnig vitna i. Alþingi hafði ekkert ákveðið um að hverfa frá kosningafrestuninni, þegar viðræður okkar, sem um er deilt, fóru fram, dagana 16. og 17. janúar. 4. „í samræmi við þetta" (að Alþingiskosningar yrðu látnar fara fram um sumarið) segir enn í spjalli þeirra: „höfðu bæj arstjórnarkosningarnar um alt land verið auglýstar". — En þar er um ekkert „samræmi" að ræða, því að Alþingi hafði ekkert ákveðið um að fresta skyldi bæjarstjórnarkosningum, og þurfti því ekki heimildar þess til þess að þær færu fram. 5. „Eftir alt þetta, gat ekki verið um það að ræða, að sam- ið yrði um nýja kosningafrest- un til Alþingis milli Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokksins, enda upplýst, að fyrir því var sáralítið fylgi í flokkunum". (Leturbr. okkar) segja þeir Ey- steinn og Hermann, alveg þvert ofan í þá staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn lýsti því yfir í tilboði er hann í apríllok 1942 gerði Framsóknarflokknum, um áframhaldandi samstarf, að hann væri því fylgjandi, að haldið yrði fast við ákvörðun Alþingis um kosningafrestun- ina, og hefði það ekki verið gert, ef „sáralítið fylgi" hefði verið fyrir því í flokknum. En svo bæta höfundarnir við: „Af þessu er augljóst, að hjer er (leturbr. okkar) í svarinu bygt á ósannindum, sem eru sannanleg með opinberum sönn ' unargögnum". Og enn kváðu þeir: „Ýmsir munu telja það eigi mjög óvarlega ályktað, að : þeir menn, sem þannig hag- ræða sannleikanum, þrátt fyrir . opinber sönnunargögn, kynnu ; að víkja frá honum eigi lítið, ' þar sem hvorki vitnum nje skriflegum gögnum verður við j komið". Og ef þeir eiga við þetta sitt eigið svar, þegar þeir j segja „hjer er í svarinu", þá virðast þeir hafa „hitt naglann á höfuðið", svo að vart verður ; betur gert, eða til meira ætlast af þeim. 6. Þá er komið að einhverri hinni merkilegustu „mótsögn", sem hinir snjöllu gagnrýnendur hafa fundið í „málfærslu" okk- ar. Hún var sú, að öllum sje vitanlegt, að ekki hafi verið hægt að afgreiða kjördæmamál ið á þinginu 1942, nema almenn ar kosningar til Alþingis færi fram um vorið, og því hefði verið óþarft að hefja samninga um afgreiðslu þess, ef fresta hefði átt kosningum. En veit þá hvorugur þessara tveggja fyrverandi ráðherra, að með afgreiðslu stjórnarskrárbreyt- ingar á þinginu, hvort sem var kjördæmabreyting eða einhver önnur breyting á stjórnar- skránni, þá var ákvörðun Al- þingis um kosningafrestunina hrundið með henni og kosning ar urðu að fara fram? Halda þeir, að Hermann Jónasson hefði með einhverju dómsorði sínu fengið nokkuru um það þokað? Þetta virðast þeir Ey- steinn og Hermann ekki skilja, og þeir spyrja: „Getur þá ekki hver maður sjeð, að það hefði verið þarfleysa að hefja samn- inga um afgreiðslu kjördæma- málsins, ef fresta hefði átt kosningum"? En það þurfti eng in þarfleysa að vera, af því, eins og áður er sagt, að með af- greiðslu kjördæmamálsins hefði kosningafrestuninni verið hrundið, án þess að nokkura ákvörðun þyrfti um það að taka aðra. Það er því engin mót- sögn í málfærslu okkar, þó að við skýrum frá viðræðum okk- ar við þá Eystein Jónsson og Hermann Jónasson um hugs- anlega stjórnarskrárbreytingu, jafnvel þó að við gerðum ráð fyrir kosningafrestun, ef stjórn arskrárbreyting yrði ekki gerð á þinginu. En alveg án tillits til þess, er skiljanlegt að Fram- sóknarflokkurinn hafi talið sjer brýna nauðsyn á því að fá ein- hverjar tryggingar fyrir því, að kjördæmabreytingin yrði ekki afgreidd á þinginu. Þær trygg- ingar gátum við hinsvegar ekki gefið, nema samþykki Sjálf- stæðisflokksins fengist til þess. 7. Þeim Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyn hefir líka að sjálfsögðu altaf verið það ljóst, að við ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins gátum engar tryggingar gefið fyrir þessu. Þess vegna eru þeir líka nú farn ir að orða þetta þannig, að það tekur af öll tvímæli um það, að þeir þykist hafa beint þessum kröfum til flokksins. í dreng- skaparspjalli sínu hinu síðara segja þeir: „Við kröfðumst þess, að Sjálfstæðisflokkurinn trygði það með skriflegum samningum, að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt". „Við urðum því að fá tryggingu fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn sæi um, að málið yrði ekki afgreitt á þinginu". „Við bárum fram sem ófrávíkjanlega kröfu og skil- yrði fyrir samningum um önnur atriði, að Sjálfstæðisflokkurinn sæi um, að kjördæmamálið yrði ekki afgreitt á þinginu". Þetta eru hinsvegar alt staðlausir stafir, svo sem líka sjá má á því, að þeir reyna ekki einu sinni að gera það líklegt, að þeir hafi farið fram á það við okkur, hvað þá að það hafi ver- ið ófrávíkjanleg krafa þeirra, að við bærum þetta undir Sjálf stæðisflokkinn. Þeir játa meira að segja, aS slíkt hafi alls ekki komið til mála, en reyna að breiða yfir þá staðreynd með barnalegum vafningum um það, að við hefðum ekki talið okkur fært að leita samþykkis fiokks- ins, vegna leyndarinnar, sem á þessu hafi orðið að vera. - 8. I svari okkar í Morgun- blaðinu 9. f. m. sögðum við frá því, að fundi okkar með þeim Eysteini Jónssyni og Hermanni Jónassyni um kvöldið 16. jan- úar hefði lokið, án þess að samningar væru undirritaðir. I drengskaparspjalli sínu orða þeir þetta þannig, að við höf- um játað, að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Og er að vísu varla unt að telja það rjett eftir haft. í næstu málsgrein er þó farið enn fjær því að herma rjett frá, þó að óbeint sje. Þar segir: „Er lík- legt, að samningar hefðu slitn- að (leturbr. okkar) aðfaranótt 17. janúar, ef krafa okkar hefði verið um það eitt, að Sjálf- stæðisflokkurinn tæki ekki upp kjördæmamálið á þinginu, þar sem það kemur fram í svörum þeirra Ó. Th. og J. M., að þetta hafi ekki verið ætlun þeirra". Við segjum ekki, að samningar hafi „slitnað", heldur aðeins, að samningar hafi ekki verið und- irritaðir, en ákveðið að hittast aftur næsta morgun. En auð- vitað eru þeir samningar ekki „slitnaðir", sem ákveðið er að halda áfram. Og svo spyrja þeir, hvort líklegt sje, að við hefðum kallað saman flokks- fund „um hánótt", ef ekki hefði verið um stærra mál en það að ræða, að Sjálfstæðisflokkurinn tæki ekki upp kjördæmamálið á þinginu. Á kjördæmamálið hafði alls ekki verið minst einu orði fyr en síðast á þessum ný- aflokna fundi. Þar höfðum við lýst því yfir, að við teldum trygt, að flokkurinn mundi ekki taka kjördæmamálið upp að fyrra bragði. Hinsvegar höfð- um við ekkert umboð til að gefa neina skuldbindingu um sjíkt og ekkert tækifæri haft til að ræða um það við flokks- menn okkar og var því ekki nema eðlilegt, að við vildum færa það í tal við flokksmenn. En hvað kemur svo til þess, að þeir Eysteinn og Hermann hafa engar fregnir að segja af þeim fundi, aðrar en þær, sem þeir hafa eftir Árna Jónssyni frá Múla? Ætla mætti, ef frá- sögn þeirra um „ófrávíkjanleg- ar kröfur" til Sjálfstæðisflokks ins væri rjett, að þeir hefðu spurt okkur um það daginn eftir, hvað gerst hefði á þess- um fundi. Og eru þeir ekki komnir í mótsögn við sjálfa sig, og einkenna þannig frásögn sína því „höfuð einkenni á röng um framburði", eins og þeir sjálfir komast að orði, er þeir í öðru orðinu afsaka það, að staðfestingar flokksins hafi ekki verið leitað á samningum þess- Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.