Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 16
16 Arás gerð á bílstjóra í FYRRAKVÖLD gerðu setu liðsmenn árás á bifreiðastjóra að nafni Jens Arnason. Var hann að aka tveim setuliðs- mönnum fyrir innan bæ, er þeir rjeðust á hann í bifreið- ]inni og gripu fyrir kverkaír honum og um hendur hans. —- Gat hann hrist þá af sjer og rekið þá út úr bifreiðinni. Er hermennirnir voru komnir út, hófu þeir grjótkast að bifréið- inni og tókst að brjóta rúður í báðum hurðum bifreiðarinn- ar hægra megin. Ennfremur urðu nokkrar skemdir á húsi bífreiðarinnar, en bifreiðastjór ann sakaði ekki við grjótkastið. ttttbUifóft Föstudagur 10. des. 1943. 12. þing S. B. F. S. 12. ÞING Sambands bindind- isfjelaga í skólum var haldið hjer í bænum fyrir skömmu. Þingið sátu 50 fulltrúar frá 12 skólum. A þinginu var sjerstaklega rætt um þann þátt, sem skóla- fólk getur átt í því að auka bindindi meðal æskulýðsins í landinu. Þá voru rædd innan- fjelagsmál sambandsins. I stjórn Sambandsins voru kosin: Forseti, Pálína Jónsdótt- ir, Kennaraskólanum; ritari: Kristinn Gunnarsson, Háskól- anum; gjaldkeri: Sverrir Páls- son, Háskólanum; varaforseti: Elías Már, Kennaraskólanum; vararitari: Björgvin Magnús- son, Menntaskólanum og vara- gjaldkeri: Magnús Árnason, Kennaraskólanum. I íþróttanefnd voru kosnir: Skúli Norðdahl, Menntaskólan- um; Pjetur Pálsson, Mennta- skólanum og Helgi Elíasson, Samvinnuskólanum. I ritnefnd voru kosnir: Krist inn Gunnarsson, Guðm. Sveins- son og Helgi Sæmundsson. Dr. Broddi Jóhannesson og Helgi Sæmundsson, blaðamað- lir, fluttu erindi á þinginu. — Síðastl. sunnudagskvöld var haldið kveðjusamsæti fyrir full trúana og fór það mjög vel fram. --------* • • Manntjón 5. hersins 12.500 London í gærkveldi. Gefin hefir verið út tilkynn- ing um manntjón finrita hersins amerítska, allt fram til þess tíma er núverandi stórsókn hófst. Nemur tjónið alls 12.518 manns, þar'af 1929 fallnir, 7809 særðir og 2780 týndir. Einnig er það tekið fram að manntjón- ið í sókn þeirri er nú stendur, sje allmikið. — Reuter. Breiar styðja Jugoslafa Það hefir verið tilkynnt í Loidon, að Bretar veiti skæru- herjum Jugoslafa allmikla hjálp, sjerstaklega sveitum Ti- tos hershöfðingja. Er hjálp þessi fólgin bæði í loftárásum á stöðvar Þjóðverja í Jugoslafiu og einnig í hinu, að breskir liðs foringjar eru með her Titos og aðstoða hann þannig. Reuter. Spjöll á járnbrau! Varla eru nokkur skotmörk meira eftii'.sótt ;af f 1 utr- möniium en jiirnhrautir, Og sjest h.jer. að sú cftirsókn hcfir borið nokkurn árangur, bæöi á brautarteinunum &g á lcst einni. Þa§ er hægl að fá nég af mjólkurf losku lokum í Ameríku EINS OG ALLIR BÆJARBÚAR vita, getur almenningur ekki fengið keypta nvjólk á flöskum og hefir svo verið á annað ár. Mjólkursamsalan ber því við, að ekki sje hægt að fá til landsins efni, eða lokur til að setja á mjólkurflöskur. Hafa talsmenn Samsölunnar, bæði i ræðu og riti, skýrt frá því, að sjerstakur maður hafi verið sendur til Ameríku til að reyna að fá lok á mjólkurflöskurnar, en það hafi ekki tekist. Margir hafa dregið í efa, að þessu væri þannig háttað, og er ekki vafi á, að þeir hafa mikið til síns máls. Með þessari grein fylgir mynd af mjólkurflösku- stút, sem lokað er með pappa- loku. Þessi mynd er tekin úr auglýsingu, sem birtist í amer- íska tímaritinu „Colliers" í sum ar, en það er firma, sem heitir Sealright Co, Inc, sem auglýsir á heilli siðu mjólkurflöskulok- ur, eins og sýnd er á myndinni. Eru þær úr sótthreinsuðum pappa, sem er vaxborinn, þann- ig að fylsta hreinlæti er örugt með notkun þeirra. Það segir sig sjálft, að þetta fyrirtæki væri ekki að auglýsa heilsíðu-auglýsingu í einu af víðlesnustu tímaritum Ameríku nema vegna þess, að það hefir vöru þá, sem það auglýsir, á boðstólurn og vill selja hana. Það verður ekki dregin önnur ályktun af þessari auglýsingu en sú, að mjög auðvelt sje að fá mjólkurflöskulok í Ameríku, ef viljinn er fyrir hendi að kaupa þau. Það er einnig vitað, að Bandaríkjamenn hafa enn ekki neitað okkur um útflutn- ing á jafn mikilli nauðsynja- vöru og mjólkurflöskulok eru, og því engin ástæða til að halda, að ekki væri hægt að fá eins miklar birgðir af þessum lokum og við þyrftum á að halda. Þrifnaður og heilbrigðis- atriAi. I nefndri auglýsingu er bent rjettilega á, að það sje mjög mikið heilbrigðisatriði, að selja mjólk í flöskum og hafi amer- ísk mjólkurbú og heilbrigðis- yfirvöld löngu komið auga á þá staðreynd. Við, þurfum ekki þessa aug- lýsingu til að segja okkur. þessa staðreynd. Það hafa margir verið óánægðir, sem von er, yfir því, að þurfa að kaupa mjólk í opnum ílátum og úr stömpum, sem standa opnir í mjólkurbúð unum allan daginn. Það er sama hversu vel alls hreinlæt- is er gætt, að það er aldrei hægt að fyrirbyggja, að óhreinindi komi í mjólk, þegar með hana er farið eins og nú á sjer stað hjer í mjólkurbúðunum. Nú, þegar telja má sannað, að hægt sje að fá mjólkurflösku lokur í Ameríku, er það rjett- lætiskrafa Reykvíkinga, að Mjólkursamsalan geri nú þegar ráðstafanir til að útvega sjer mjólkurflöskulokur til að tryggja að fylsta þrifnaðar og heilbrigðis sje gætt, samkvæmt kröfum nútímans, og að hætt verði að selja mjólk með hinu gamla, úrelta og jafnvel hættu lega fyrirkomulagi. FYRIR nokkru hafa verið settar upp í Húsavík nýjar kvikmyndavjelar fyrir hljóm- og talmyndir. Bíóið er rekið í samkomuhúsi hreppsins, en eig andi þess er Vernharður Bjarna son, kaupmaður, en forstjóri Sigtryggur Þórhallsson. • Gífurleg í gærkveldi um klukkan 11 var slökkviliðið kaílað inn á Laugaveg, að Lyfjabúðinni Ið- unni. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, var eldur í kössum, sem stóðu í undirgangi er ligg- ur gegnum húsið. I þessum köss um voru meðalaglös og annað. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn, en nokkrar skemdir urðu. Álitið er að kveikt hafi verið í kössunum. „Málfrelsíð" í híbýlum Káskólans VEGNA tillögu til þingsálykt unar um málfrelsi í hýbýlum Háskóla íslands, er þrír þing- menn, þeir Finnur Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Har- aldur Guðmundsson hafa borið fram í sameinuðu þingi, viljum vjer undirritaðir, er skipum stjórn Tjarnarbíós, taka þetta fram: 1. Tjarnarbíó er enginn vett- vangur fyrir pólitísk deilumál, enda hefir stjórn þess fyrir löngu ákveðið að leyfa húsið ekki til pólitísks áróðurs. 2. Stúdentum var leyft húsið skilyrðislaust til skemtunar 1. desember. Seinna frjettist, að prófessor Árni Pálsson ætlaði að flytja erindi á skemtun þess- ari um skilnaðarmálið, sem mörgum er viðkvæmt deilumál. Var þá stúdentunum skýrt frá áðurnefndri ákvörðun um notk un hússins, og sú ósk látin í ljós við þá, að þessi regla yrði ekki brotin á skemtun þeirra, því að það gæti kostað, að þeir fengju ekki húsið næsta ár. 3. Oss er ekki kunnugt um, hvernig þessi boð hafa verið flutt próf. Árna Pálssyni, og má vel vera, að það hafi orðið á annan veg en ætlast var til af oss.. Laugardaginn 27. f. m. gerðum vjer Árna Pálssyni boð með stúdentum í skemtinefnd- inni, að vjer værum því ekki mótfallnir, að hann flytti erindi sitt, og treystum því, að hann talaði þannig um málið, að eng- inn illindi þyftu af að hljótast. 4. Þegar stúdentarnir færðu Arna Pálssyni þessi skilaboð, hafði hann þegar ákveðið að hætta við erindi sitt, og tókst stúdentunum ekki að hagga á- kvörðun hans. 5. Það er því ákvörðun Árna Púlssonar sjálfs, sem hefir ráð- ið því, en ekki vjer, að skemt- unin fórst fyrir. 6. Það er ósatt, að Tómasi skáldi Guðmundssyni hafi ver- ið varnað máls af oss, því að á hann var aldrei minnst, og gegnir furðu, að alþingismenn skuli leyfa sjer slíkan málflutn ing í þingskjali. 8. des. 1943. Níels P. Dungal, Jón Hj. Sigurðsson, Alexander Jóhannésson. BS á násfiskosfsi- aði vesfra Upplýsingaskrifstofu stiíd- enta hefir nýlega borist frá Fjelagi ísl. stúdenta í P>erkel- ey, Californía, þar sem skýrt er frá hógum ísl. námsmaim- anna þar vestra. Ilefir fjelagsstjórnin safn- að allítarlegum skýrslum frá námsfólkinu íim náms- og dvalarkostnaðinn, en haim, hcfir hækkað mjög verulega að undanförnu. Samkvæmt skýrslum þessum telur fje- lagsstjórnin, að meðalútgjöld stúdcnta þar nemi nú 15—1600 Doll. á ári (þ. e. 9700—10400 ísl. kr.). Fyrir rösku ári var kostnaðurinn ekki nema ea. 8000 kr. Þá segir í skýrslu fjelags- ins, að ú þessu ári hafi verið gcrð sú breyting á námstiU högun háskólans í Berkeley,. að bætt hafi verið inn þriðja námstímahili sumarmisseri og sje námið nú stundað alt ár- ið um kring. Er til þcss ætl- ast, að allir stúdentar, inn- lcndir sem erlendir, stundi nám öll þrjú' námstímabil ársins. Aflciðing þessa cr aft- ur sú, stúdentum er óklcift að afla sjer fjár til vetrarins með vinnu að sumrinu, eins og þeir gerðu flestir áður. Ilæstu styrkir, scm veittir cru ísl. stúdentum í Ameríkit nema nú o600 kr. á ári. Nema þessir styrkir því aðeins ca. Vs árlegs námskostnaðar. Þa3! sem ávantar, ca. 6500 kr. verða stúdentar að fá annars staðar frá. Með fjögurra ára námi og sama árlegum náms- og- dvalarkostnaði verða ]wí rösklega 25 þús. kr., sem, hver stúdent þarf að lcggja til námsins. FJestir þessara stúdenta, sem ríkisstyrk n.jóta cru mjög efnilegir cn hins- vegár flestir efnalitlir. Er þvl aukl.jóst, að mörgum þcirra mun reynast crfitt að afla nægilcgs námsfjár og síðar að standa straum af • þesBöiaj' mikla nárnskostnaði. Fyrír stríð var hliðstæður ríkisstyrkur til ísl. stúdenta á Norðurlöndum og' annars- staðar á meginlandinu 1200 darlskar kr. Nægði sá styrk- ur til þcss að greiða hciming náms- og dvalarkostnaðarins. Ef stúdentarnir, scni nú cru vcstra, ættu að njóta styrks í sama mœh, yrði að hœkka, styrkinn upp í ca. 5000 kr. ;íl ári til hvers stúdents. Stúdentafjelagið í Ucrkeley hefir snúið sjer til sendiherra Islands í Washington og beiðst aðstoðar hans í þessu máli. » » m — Memencolgu utanr'íkisráð- herra Tyrkja hefir átt tal við blaðamenn og látið í Ijósi mikla ánægju sína yfir hinni nýaf- stöðnu' ráðstefnu í Cairo. Sagði hann að vinfengi Tyrkja við Ameríkumenn og Rússa væri nú engu minna, en við banda- menn þeirra Breta. Sagði Me- mencoglu, að ráðstefnan hefði verið mjög þýðingarmikil. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.