Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ Stanley sagði Rússum til syndanna ÞAÐ VAR ekki formlegur blaðamannafundur. — Stanley nýkominn frá Kuibishev til Moskva, og blaðamennirnir fóru þegar á stúfana. — Hann kvaðst gleðjast yfir að sjá þá, en hann hefði „engar frjettir" að færa. Sátu þeir í hinu hlý- lega bókasafni Spassohússins, og sendiherrann sagði þeim frá ferðalagi sínu frá Kuibishev, hversu snjóa væri tekið að leysa í borginni og lífsskilyrði færu batnandi. Alt þetta hjal var svo hversdagslegt, að blaða mennirnir skrifuðu ekkert nið- ur hj.á sjer. Þá var það Ed Gilmore frá Associated Press-frjettastof-1 unni, sem spurði af tilviljun: ,,Vjer sendum mikið af varn- ingi hingað, er það ekki, herra sendiherra?" Sendiherrann kvað það satt vera. Vitnaði hann í skýrslu um þetta efni, sem Stettinius hafði gefið. En rjett á eftir. varpaði sendiherrann sprengju, sem sprakk í þessum skemtilega bókasal, og gnýr hennar heyr- ist um allan heim. „Frá þeim tíma, er jeg fyrst kom hingað", sagði hann og virtist vega hvert orð mjög ná- kvæmlega, „hefi jeg í rúss- neskum blöðum vandlega leitað viðurkenningar á þeirri stað- reynd, að þeir fá margvíslega aðstoð frá Bandaríkjunuin, en ekki hefi jeg- enn sem komið er getað komið auga á þessa við- urkenningu''. Frjettaritararnir göptu af ; undrun, brosið hvarf af vörum þeirra,. og Henry Shapiro frá ¦ United Press-frjettastofunni spurði: „Eigum við að skilja þetta sem einkasamtal, herra sendiherra, eða megum við nota það?" „Notið það". Augu flotafor- ingjans leiftruðu og frjettarit- ararnir voru skjótir til að skrifa orð hans hjá sjer. „Það er ekki heiðarlegt að blekkja Banda- rikjaþjóðina til þess að gefa stórfje í þeirri trú, að hún sje að styrkja rússnesku þjóðina, þegar rússneska þjóðin ekki einu sinni veit um þessa aðstoð. Bandaríkjaþjóðin gérir þetta vegna þess, að hún ber í brjósti vinarhug til Rússa, en þeir hafa ekki hugmynd um þetta. Rúss- neskir valdhafar virðast leitast yið að skapa þá skoðun bæði heima og erlendis, að Rússar berjist einir og njóti einungis stuðnings sinna eigin auðlinda". Frjettaritararnir tóku til fótanna. FRJETTARITARAR hafa ekki lengur bifreiðar til umráða í Moskva. Þeir urðu því að hlaupa nokkurn spöl frá bústað sendiherrans til neðanjarðar- brautarinnar. Voru þeir snar- ir í snúningum. Þeir vissu, að þeir höfðu nú í fórum sínum eina mestu stórfrjett ársins. •— Þeir skunduðu til utanríkisráðu neytisins, þar sem frjettir þeirra eru skoðaðar. Ritskoð- endurnir litu á plögg þeirra og náfölnuðu. — Frjettaritararnir sendu enga umsögn, því að slíka umsögn hefðu ritskoðend- urnir getað gert athugasemdir við, en orðrjettum ummælum Eftir Quentin Reynolds Enn mun mönnum í fersku minni uppnám það, sem varð, þegar Stanley, flotaforingi, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, lýsti því yfir við blaða menn, að rússneska stjórnin dyldi fyrir þjóð sinni aðstoð þá, sem Bandaríkin veittu henni. — I greih þessari lýsir Reynolds, blaðamaður, flotaforingj- anum og starfi hans, en þó einkum afskiftum hans af þessu máli. sendiherra gátu þeir ekki hrófl að við. Daginn eftir skall ofviðrið á. Stanley vissi, að hann myndi verða gagnrýndur fyrir ber- sögli sína. Hann vissi, að hið skriffinskusinnaða og tungu- mjúka utanríkisráðuneyti myndi verða steini lostið. Blöð kommúnista í London og Wash- ington rjeðust á sendiherrann með miklum ofsa. ÖLL ósköpin hófust í síðast- liðnum októbermánuði, þegar frjettaritari Associated Press sendi nokkrar spurningar til Stalins, sem hann svaraði. Sem svar við spurningu um aðstoð Bandaríkjanna, sagði Stalin: ,,Ef saman er borin að- stoð sú, sem Rússar veita banda mönnum með því að draga meginhluta nazistaherjanna frá öðrum vígstöðvum, þá er að- stoð bandam. við Sovjetríkin lítilvæg". Stanley gramdist þetta -svar, því að hann vissi nákvæmlega um þái aðstoð, sem Bandankin veittu Rússum. Skömmu síSar fólu stjórnarvöld í Washington Stanley að kynna sjer skoðun rússneskra stjórnarvalda á mikilvægi þeirrar aðstoðar, er Bandaríkin veittu Rússum með birgðasendingum sínum. Stan- ley sendi aðstoðarmenn sína á fund hlutaðeigandi valdhafa í Rússlandi til þess að gera fyr- irspurnir um þetta atrið... on rússnesku valdhafamir neituðu að láta í ljós álit sitt. Þá var Stanley nóg boðið. Monlgomer y fær orðu Eisenhower hershöfðingi sæmdi nýlega Montgomery einu æðsta heiðursmerki Bandaríkjamanna, og sýnir myndin að ofan þessa athöfn. Eins og kunnugt er, er Montgomery einn af allra frægustu herstjórum Breta í þessari styrjöld. Það mun hafa ver- ið hann, sem sigurinn við Alamain var mest að þakka, að öðrum .ólöstuðum, og síðan hefir hann stjórnað sókninni til Tunis, áttunda hernum í innráð hans og sókn á Sikiley og nú stýrir hann þessum margreynda her í sókninni upp eftir ítalíu. Ýmsir álíta, að ekki geti dregist, að Montgomery verði hækk- aður í tign, svo um munar, og því verður ekki neitað, að frami hans virðist ekki vera í hlutfalli við sigra hans. Hann skýrði rússnesku stjorn inni frá því, að innan skamms myndi frumvarp um láns- og leigulagaf járveitingu verða lagt fyrir Bandaríkjaþing, og þótt þingið væri veglynt, myndi því lítt verða um það gefið, að ausD fje í aðstoð við Rússland, ef sú aðstoð kæmi að engu haldi. Stanley sýndi stjórninni engan fjandskap. Hann ætlaði sjer að svæla hana út. „Óvinur Rússlands". OG SANNARLEGA svældi hann þá út þetta kvöld, snemma í marsmánuði í hlý- lega bókasafninu í Spassohús- inu. Bandaríkjaþingið, sem þá hafði lesið viðurkennigu rúss- nesku stjórnarinnar á mikil- vægi þeirrar aðstoðar, er fólg- in væri í birgðasendingum vor- um, greiddi í fullri eindrægni atkvæði með frámhaldandi hjálp við Rússa. Stanley, sem kallaður hafði verið „óvinur Rússlands", hafði unnið Rúss- um meira gagn en amerísku kommúnistarnir, sem af svo miklum fjálgleik höfðu stutt þá með munninum. Amerískir kommúnistar hafa lítið sameig- inlegt með Rússum og litla þekkingu á högum þeirra. Stanley er ungur í anda, þótt hann sje sjötíu og eins árs að aldri. Nýtur hann aðdáunar allra frjettaritara og jafnvel allra rússneskra embættis- manna í Moskva. Stanley og Stalin hafa margt sameiginlegt. Báðir eru þeir raunsæismenn, og báðir eiga þeir einungis eitt áhugamál — velferð þjóðar sinnar. Sennilega kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti yf- ir ameríska kommúnista vitn- eskjan um það, að Stalin lætur sjer álíka ant um viðleitni þeirra til þess að ná völdum í Ameríku og siðvenjur Eski- móanna á Grænlandi. ,,Ef vjer getum sannað, að stjórnkerfi vort sje betra en önnur stjórn- kerfi", sagði Stalin eitt sinn við Trotsky, „þá munu önnur lönd heimsins einnig taka það upp". Efling flotans var hans áhugamál. STANLEY er fæddur í Kali- forníu. Innan árs frá því að hann útskrifaðist úr flotaskól- anum tók hann þátt í hernað- araðgerðum Asíuflotans árið 1898. Mestan frama hlaut hann í flotaþjónustu sinni, er hann árið 1933 var gerður aðmíráll. Hann var ætíð ákafur talsmað- ur þess, að flotinn væri auk- inn. Eftir að hann varð aðmír- áll, hóf hann harðskeytta bar- áttu fyrir þessu áhugamáli sínu en mætti sterkri andstöðu. „Kirkjuráðið, kommúnistar og ýms friðarsinnasamtök töldu mig stríðsæsingamann", segir Stanley nú allkumpánlegur. — „En það var jeg ekki. En jeg vissi — og allur flotinn vissi — að einn góðan veðurdag myndu Japanir ráðast á oss, og vjer vorum ekki viðbúnir. Eitt árið gerði jeg áætlun um varn- ir Aleutianeyja, Honolulu, Midway og San Francisko, en mjer var blátt áfram sagt, að jeg væri að æsa Japani upp. Vjer vissum, að þeir myndu ráðast á oss, og vjer yrðum því að búast um með þeim litlu tækjum, sem vjer áttum". Þegar Stanley sat afvopnun- arráðstefnuna í London árið 1934, staðfestist enn frekar sú sannfæring hans, að vjer yrð- um að eignast stærri flota. — Krafðist fulltrúi Japana þess á ráðstefnunni, að leyft yrði full- komið jafnræði milli flota Jap- ana og Bandaríkjanna. Japanir gengu af ráðstefn- unni, eins og Stanley hafði vit- að frá byrjun að þeir myndu. gera. Ætlun þeirra með komu sinni til London var einungis sú að rjúfa samkomulagið frá 1922. Eftir að Stanley kom aftur heim til Washington gengdi hann um hríð störfum flota- málaráðherra. Á hverjum ráð- herrafundi sneri forsetinn sjer að honum og spurði: „Jæja, Bill hvað liggur þjer á hjarta núna?" Undantekningarlaust svaraði Stanley ákveðið: „Fleiri orustuskip, herra forseti. Vjer munum hafa þeirra full þörf". Eitt sinn vann Stanley prustu skip í golfkepni hérs og flota í Washington. Hann talaði að vísu meira í þeirri keppní, en Ljek, en: þégar leiknum laúk, hafði hann fengið loforð um fjárveitingu til nýs orustuskips. Skip þetta hljóp af stokkunum fyrir rúmlega ári síðan og hlaut nafnið Norður-Karólína". Ættjörðin umfram allt. STANLEY, flotaforingi, dró sig í hlje frá störfum sínum árið 1937, en gerðist þá ráðu- nautur skipasmíðafjelags, og samkvæmt ráði hans hóf fjelag þetta smíði báta þeirra, sem nú eru nefndir PT-bátar og hafa reynst mjög vel. Eigi leið á löngu, þar til stjórnin kvaddi hann aftur til starfa, og brást hann vel við. Skipaði forsetinn hann í nefnd þá, sem send var til Rússlands undir forustu Harrimanns og gera skyldi tillögur um birgða- flutninga til Rússlands. Hann tók virka hlutdeild í Moskva- ráðstefnunni og var aðalhvata- maður þess, að rússnesk kaup- skip og ísbrjótar fengju Oerli- kon-loftvarnabyssur frá Banda ríkjunum. Kom hann aftur frá Rússlandi fullur aðdáunar á rauða hernum. . „Rússar munu aldrei gefast upp", sagði hann i útvarpsræðu eftir heimkoniu sína. „Rauði herinn er stórfehglegur. Treyst ið Rússum og gefið þeim allt, sem vjer getum þeim í tje lát- ið. Þeir verðskulda það. Rússar eru að vinna afreksverk". Er frjettir bárust um það, að Stanley hefði í hyggju að segja af sjer, varð uppi fótur og fit í Moskva. Ameríku blaða mennirnir, sendiherra Breta og margir aðrir erlendir sendi- menn gengu á fund hans og hvöttu hann mjög til þess, að sinna sendiherrastörfum áfram. Svo miklar eru vinsældir hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.