Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. des. 1943. DÝRTÍÐARMÁL Á ALÞINGI EIGI er sjeð ennþá (1. des.), hver verða úrræði Alþingis þess er nú situr, í dýrtíðarmálinu. Og eigi heldur nefndar þeirrar, sem stjórnin hefir sett til úr- ræða og samkomulags í því máli. Kann því að vera full fljótt að hræra við þessu við- kvæma máli, eða verða álitinn slettirekuskapur frá öðrum en þeim útvöldu. Málfrelsi er þó enn á landi hjer, og meira rætt um annað, sem minni nauðsyn rekur til. Dýrtíðin snertir og varðar hvern mann og konu á íslandi, og eru því vissulega góð ráð dýr, en of fá þeirra á boð- •stólum. Og annað þó verra. Meðan harðsnúnustu og heimtu frekustu ' forkólfar pólitískra flokka og atvinnustjetta brjóta ekki odd af oflæti sínu, vilja þeir ekki hlusta eða hugsa um aðra en sjálfa sig. Meðan eig- ingirnin situr í öndvegi og sparkað er á skörinni í alþjóð- ar hag og hamingju, er ekki neins góðs að vænta. Hver eru dýrtíðarúrræðin umtöluðu á Alþingi? Og hversu farsæl yrðu þau? Virðist mjer eigi vanþörf að athuga þau lítið eitt. Magnús Jónsson próf. og al- þingism. hefir í útvarpaðri ræðu frá Alþingi, sem er glögg og gerhugul, talað um fjórar „illfærar leiðir" út af Ófæru- höfða dýrtíðar. Svo og fimtu leiðina — þá er Sjálfstæðis- menn fylgi — sem líklegasta og sjálfsagða fyrr eða síðar, en því verr serr. síður sje. (Morg- unbl. 25. nóv.): 1. „Að taka 12—22 miljónir kr. með nýjum sköttum", til þess að verðbæta landbúnaðar- vörur, og draga á þann hátt úr dýrtíðinni, lækka verðið og vísitöluna. Þingflokkarnir sjá það allir og hafa viðurkent, nema komm únistar, að ný og þung skatta- byrði ofan á núverandi dráps- klyfjar mundi sliga atvinnu- vegina. Fyrst og fremst sjáv- arútgerðina, sem er lífæð lands ins til allra viðskifta við Öhn- ur lönd. —• Lítum aðeins á það, hvað útgerðin færði þjóðarbú- inu á síðastl. ári. Sjávar afurðir eru þá seldar til útlanda, sam- tals yfir 192 miljónir króna ' (192.859.180). En frá landbún- aði 7.50 milj. kr. (7.549. 820, ekki alveg 4%). Að vísu eru þetta verstu hlutföll fyrir land búnaðinn á þessu ári, því all- miklar vörur lágu óseldar. Eru þetta (milli 5 og 10 milj. kr.) hrökkva líka skamt. (Sbr. Æg- ir 1943, nr. 1 og 10). Fyrir hvað á að fá lífsnauð- synjar þjóðarinnar frá útlönd- um — matvörur, byggingar- og iðnvörur, kol og olíur, vjelar og verkfæri, meðul og alt ann- að — ef útgerðin verður gerð ósjálfbjarga undir útgjalda- byrðinni? 2. Að „skera stórkostlega nið ur" útgjöld til verklegra fram- kvæmda. Síst yrði það til þess að bæta hag og auka framfarir þjóðarinnar. Þarf ekki orðum að eyða um plágu atvinnuleys- is og útborgana gagnslauss eyðslueyris, sem af því leiddi. 3. „Að taka lán til þess að - framkvæma þessa milliborg- un". Já, að taka lán og hlaða Eftir Vigfús Guhmundsson 30%, eða a. m. k. upp í 290 aftur á ríkið miljónaskuldum í tugatali eða hundraða. Það væri dálagleg ráðstöfun, á þeim margfaldlega mestu veltiárum, sem landsbúar hafa lifað. Þeg- ar útgerðarmenn og bændur, og allflestir, sem geta veitt at- vinnu eða unnið fyrir kaupi, eru að losa sig úr skuldum og sumir að safna nokkru fje, þá ætti ríkið að sökkva sjer í skuld ir aftur. Nei, það er sú fjar- stæða, sem ekki tekur tali. Og þó er nú svo komið, að beint í þessa botnlausu hít stefna fjárkröfur kommúnista og allra þingflokkanna, v kjósendadekr inu". 4. „Að hætta milliborgunum og láta dýrtíðina koma í ljós, alveg eins og hún er". Við þá breytingu mundi vísitala dýr- tíðar hækka, líklega nálægt 20%, eða a. m. k. upp í 290 stig. Hvernig færi þá? Nema mundi það nokkrum miljónum króna, sem ríkissjóður einn mætti greiða í launaviðbætur, ofan á alt það, er nú hleðst á hann. Og tug miljóna kr. mundi það nema, sem fjelög öll og atvinnurekendur í land- inu yrðu að bæta á sig í launa- greiðslum, ofan á ókjörin, sem fyrir eru. Fjöldi atvinnurek- enda mundu verða að gefast upp, og atvinnuleysi verka- manna gæti orðið takmarka- laust. Þeir, sem hamra á því, að lækkun vöruverðs til útsölu — af fje því, sem ríkissjóður hefir ráð á — sje ófær ráðstöf- un og óþolandi, gæta ekki sparnaðarins, sem leiðir af ráð- stöfun þeirri. A. m. k. þegja þeir um niiljónir þær, sem rík- ið sparar beinlínis í launa- greiðslum, við lækkun vísitöl- unnar að verulegum mun. En sparnaður sá ætti þó að dragast frá krónutölu þeirri, sem ríkið greiðir til verðbóta. Fjárhæð sú mun þó ekki hafa verið reiknuð, eða sjest á prenti, svo jeg viti. — Vöntun er það einn- ig í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnar 1944, að vanta skuli alveg heildarfúlgu „verðlags- uppbótar", og við hvaða vísi- tölu hún er miðuð (er 150%). Gróa Björnsdóftir Fædd 1. september 1928. Dáin 17. ágúst 1943. KVEÐJA Mamma og pabbi, mín er lífstíð liðin, ljósgeisla sje jeg skína bak við hafið. Þar er jeg viss, að hljóta frelsi og friðinn, framtíðarlandið alt, er Ijóma vai'ið. Foreldrar, systkin syrgja skuluð eigi, sálin mín fagnar nýjum morgundegi. Til þeirra, er líkamsþjáning mína skildu, en þrautir sjálfar báru í. hjarta sínu, aðstoð og hjálp er jafnan veita vildu, veikindin sáru, er þrengdu að lífi mínu, sendi jeg þökk, og kveðju mína kæra, Kristur þær styrki, og.gjöri.að endurnæra. Hjártkæra mamma, heitast þjer jeg unni, höndin þín ljúfa strauk um vanga mína. Þó fljótt við yrðum sviftar samverunni, til sólheimkynna flyt jeg minning þína. Vertu því glöð, þær vonir okkar rætast, við munum síðar upp hjá Guði. mætast. Svo kveð jeg alla vini í síðsta sinni, systkini mín, og elsku foreldrana. Bið jeg þess heitt, að öl þið farsæld finni fagra, sem gerir og bjarta lífdagana. Áfram jeg lifi, aðeins tímaskifti öðlaðist, þegar hærra Guð mjer lyfti. Ó, elsku dóttir, þjer jeg þakka af hjarta þau störf, er vanstu mjer til yndi og gleði, Þú oft mjer veittir yl og geisla bjarta, þín ástrík hönd mjer huggun jafnan ljeði. Nú ertu horfin heim'til æðri staða, þar hitti jeg þig aftur frjálsa og glaða. Ag. J. Eigi er fljótlegt að tína saman verðbæturnar úr frumvarpinu, hjá nærri 160 þiggjendum. En lauslega telst mjer þær vera 12.74 milj. kr. (12.744.066). Eru þá samt ótaldar litlu færri „aukauppbætur" og allar dýr- tíðaruppbætur á heildarfúlg- um, án reglu verðlagsuppbót- ar. Til viðbótar fyrnefndum frá drætti milligreiðslu úr ríkis- sjóði, ætti líka að taka til greina þetta (sem að vísu er óútreikn- anlegt): fje það alt, sem at- vinnurekendum sparast við hvert lækkunarstig vísitölu, og sparnað allra neytenda verð- lækkaðrar vöru. Þegar svo á hina hliðina er talað um stórkostlega hækkun vísitölu, fær ríkissjóður skell af fleiru en beinum aukalauna- greiðslum. Saman færi lækkun tekna og margfaldur útgjalda- auki. Tekjurnar hyrfu frá upp gefnum atvinnufyrirtækjum og rýrnuðu frá þeim lömuðu, og frá eignum atvinnulausra manna, sem yrðu fljótlega etn- ar upp. Og við útgjöldin bætt- ust atvinnuleysingjarnir, veik- ir menn og gamalmenni, þegar síðasti eyrir þeirra þrýtur. 1 5. „Að koma sjer saman um niðurfærslu dýrtíðarinnar, með j því að slá af kröfunum". Þessi í leið „verður farin fyrr eða síð- j ar", segir prófessorinn. Og það Jer líka eina leiðin, sem fær er til frambúðar. Allir hugsandi menn hljóta að sjá þetta, þó að ; marga greini á um aðferðina . til að lækka dýrtíðina. Vandinn I er að finna færa leið, og um slíka leið hefir ennþá verið of- lítið rætt og ritað. En of mikið | rifist og aflaga fært. Hugsan- legt er þó, að samkomulag gæti náðst um lækkun litla á ein- stökum vörutegundum og sjer- stöku kaupgjaldi. " „Sígandi lukka er best". En stökk mikið í einu kasti, hvort heldur ér upp eða niður og hvort heldwr er í verðlags- og kaupgjaldsmálum, eða gengi myntar, er jafn óhyggilegt og það er hættulegt. Byltingum slikum fylgir jafnan truflun mikil í atvinnulífi ög viðskift- um manni, og æsihg, ósam- lyndi og rifrildi milli mánna, stjetta og flokka. Breytingar, litlar í senn, hafa þar á móti litlar truflánir í för með sjer og menn finna ekk- ert til þeirra, ef að saman fer lækkun verðlags og kaup- gjalds. Má þó ná að sama marki með hægari ferð, og nokkuð lengra, á hæfilegu tímabili. Má og enginn ætla, að dýrtíðin hjer á landi jafnist nú eða hverfi í svip. Fyr munu líða nokkur dýrkeypt ár. En nú reynir á þegnskap ráðandi manna, að þeir hefji nú þegar sóknina að settu marki: lækk- un dýrtíðar og hækkun gengis myntar vorrar og fjársjóða. Nú, þegar fenginn er gAind- völlur fyrir samkomulagi um hlutföll milli verðlags og kaup gjalds, ættu allir að geta fetað sig áfram á þeim grundvelli — máske með einhverjum breyt- ingum, í'trausti þess, að nú verði gert eitthvað að gagni, kemur nú ein TILLAGA. Hún er aðeins til athugunar, sem' leiðarvísir í áttina til við- ráðanlegrar niðurfærslu dýrtíð ar, smám saman: Alþingi sjái ríkissjóði fyri-r nægum tekjum til þess að greiða á næsta ári (1944) verð- bætur á landbúnaðarvörur að % (þremur fjórðu hlutum) þess, sem ríkissjóður greiðir nú í þessar verðbætur. Við þessa fjórðungs lækkun verðbótar mundi verð þeirrar vöru hækka í útsölu að sama skapi, og vísi- talan sennilega nálægt því um Vt alls verðmunarins, sem rík- ið greiðir nú. En hann hefir verið talinn nálægt 30 stigum vísitölunnar. Um áramótin gæti vísitalan því hækkað alt að 8 stigum, eða í 270%. En til þess að draga úr þeirri hækk- un ætti jafnframt að lækka vísitöluna um 5%, jafnt á báð- ar hliðar, vöruverðið og kaup- ið. Vísitalan í janúarmán. yrði þá 265%, 3% hærri en nú. Fyrsta febrúar yrði lækkað á sama hátt um 3%, svo vísital- an og verðlagið yrði þá þegar í þeim mánuði eins og nú. Væri svo haldið áfram á sama hátt, vísitalan lækkuð um 3% 1. dag hvers mánaðar, þá yrði húh komin niður í 232% við árslok in — að öðrum ástæðum ó- breyttum. Árið 1945 yrði svo fylgt sömu reglu. Ríkissjóður greiddi þá ekki nema helming þeirrar verðjöfnunar, sem hann greið- ir nú. Vísitölunni væri hagað á sama hátt, og yrði þá í lok þess árs komin niður að 200 %, eða þar um bil. Alt á sömu leið 1946. Rikið greiddi Vt núverandi vérðbót- ar, og vísitalan þokaðist á því ári í ca. 170%. Árið 1947 greiddi ríkið enga verðbót, en vísitalan lækkaði í 140%. Að ári liðnu þar á eftir gæti dýr- tíðin verið horfin, eða svo að segja. Og gengi krónunnar væri hafið upp úr því öng- þveiti, gengisleysi og gagns- leysi, sem hún er nú sokkin niður í, engum til.gagns, en öll um -til óþurftar. ... • Ef fástur grundvÖílur yrði fenginh fyrir lækkun dýrtíðaf- innár áf frá ári, væri það ör- uggasta trýgging . atvifinuveg- anria.og hagsæld ríkisins ag þjóðarinnar. Áhugasamir. dug'n aðarmenn ýrðú þá hugdjárfari og öruggari að auka atvinnu- tæki sín og stofna 'til nýrrar atvinnu og iðnaðar. En þáð væri jafnframt besta og örugg asta vörnin gegn stórfeldu at- vinnuleysi, sem allir óttast nú og ekki að ástæðulausu. Öryggi, með líkum hætti o:g lýst hefi'r verið,. væri þjóð vorri hollara og farsælla en nú verandi takmarkalaus miljóna austur næstum verðlausra króna úr ríkissjóði í allar átt- ir. Og í megnasta ráðleysi og hreinni vitleysu um nokkur lík indi til þess að geta haldið á- fram slíkum austri framvegis. Væntanlega býst enginn við því, að framanrituð áætlun eða nokkur önnur í þá átt að lækka Framhald á hls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.